Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 *---------------------- FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Hljómsveitin SSSól á ferð og flugi í sumar Sólir takast í hendur Skipulagt skólahald í 30 ár Á. MILLI þess sem sögumaður talaði léku börnin sögu skólans. Hátíð á Lýsuhóli ► NÝLEGA var þess minnst á Lýsuhóli að 30 ár eru liðin frá því að skipulagt skólahald hófst þar í Félagsheimili Staðarsveit- ar. Skólastarfið á Lýsuhóli er arftaki þess stórmerka skóla- starfs sem þeir sr. Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað og Þór Gíslason á Ölkeldu héldu uppi 1 Staðarsveit áratugum saman. Af- mælishátíðin var fjölmenn og margt góðra gesta. Klara Braga- dóttir sálfræðingur á Staðastað stjórnaði hátíðinni sem var að sögn viðstaddra bæði skemmtileg og fjölbreytileg. Ungir nemendur fluttu samfellda sögu skólans í leikþætti en sögumaður hans var Margrét Björk Björnsdóttir í Böðvarsholti. Einnig fór fram sýning á myndum og handavinnu nemenda og að lokum báru kon- ur úr sveitinni veglegar veitingar fram fyrir gesti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MEÐLIMIR sveitarinnar í gervi bankaræningja á þaki íslandsbanka. HLJÓMSVEITIN SSSól hefur starfað af fullum krafti í tólf ár og ætlar að skella sér í ballslaginn í sumar. í blíðunni á fóstudaginn kom sveitin sér fyrir á þaki íslandsbanka í Lækjargötu og tók lagið. Ekkert betri en ég „Við vorum að taka upp mynd- band við nýtt lag sem verður á „Best of‘-plötu sveitarinnar sem er væntanleg í búðir um miðjan júní,“ segir Helgi Bjömsson söngvari. „Lagið heitir „Þú ert ekkert betri en ég“ en það verða þrjú önnur ný lög á plötunni og svo 36 gömul og góð frá árunum 1988-1999.“ -Af hverju safndiskur núna, eru einhver tímamót hjá sveitinni? „Þetta hefur staðið til í 2-3 ár. Hugmyndin var fyrst að koma með hann á tíu ára afmælinu en það gekk ekki, þannig að þetta hefur dregist þangað til nú.“ - Verður SSSól á tónleikaferða- lagi ísumar? „Já, við ætlum að taka aðeins stærri pakka núna en undanfarin sumur þar sem við dúkkuðum upp annað slagið til að halda blóð- streyminu í gangi. En í sumar verð- um við á meira á ferðinni og alveg fram í september." -Veðrið í dag lofar góðu fyrir sumarið... „Já, um leið og Sólin (hljómsveit- in) fer á stjá þá tökumst við í hend- ur, bæði við héma niðri á jörðinni og hún systir okkar þama uppi.“ -Þú ert líka að leika í Rent, fá ballgestir að heyra eitthvert lag úr því? „Ja, það gæti verið að við gætum flutt eitthvert þeirra laga sem ég syng einn í sýningunni." - Verður ekkert erfitt að koma tónleikaferðalögum og Rent saman í dagskrána í sumar? „Það verður kannski smáhöfuð- verkur en ekkert sem er ekki hægt að leysa. Við höfum nú lent í þessari aðstöðu áður þannig að ég er með nokkra flugmenn á mínum snærum. Það gæti komið fyrir að við þyrftum að fljúga eftir sýningu á ball í Skaga- firði. Bjöm Jömndur Friðbjömsson, sem einnig leikur í Rent, leysir Jak- ob Smára bassaleikara af í sumar svo að þetta mun allt ganga vel, við emm með sama vinnutíma," segir Helgi glaður í bragði að lokum. HELGI Björnsson syngur framan í kvikmyndavélina. MEÐLIMIR sveitarinnar í gervi bankaræningja á þaki íslandsbanka. Meiriháttap joggínggallar Stærðir S-M-L-KL Litlr: Hvítt/grátt Verð 8.990 *■ wm ■ m : . . Sendum í póstkröfu ■■ •: Laugavegi - Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.