Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 56
56 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
*----------------------
FÓLK í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ
Hljómsveitin SSSól á ferð og flugi í sumar
Sólir takast í hendur
Skipulagt skólahald í 30 ár
Á. MILLI þess sem sögumaður talaði léku börnin sögu skólans.
Hátíð á Lýsuhóli
► NÝLEGA var þess minnst á
Lýsuhóli að 30 ár eru liðin frá
því að skipulagt skólahald hófst
þar í Félagsheimili Staðarsveit-
ar. Skólastarfið á Lýsuhóli er
arftaki þess stórmerka skóla-
starfs sem þeir sr. Þorgrímur
Sigurðsson á Staðastað og Þór
Gíslason á Ölkeldu héldu uppi 1
Staðarsveit áratugum saman. Af-
mælishátíðin var fjölmenn og
margt góðra gesta. Klara Braga-
dóttir sálfræðingur á Staðastað
stjórnaði hátíðinni sem var að
sögn viðstaddra bæði skemmtileg
og fjölbreytileg. Ungir nemendur
fluttu samfellda sögu skólans í
leikþætti en sögumaður hans var
Margrét Björk Björnsdóttir í
Böðvarsholti. Einnig fór fram
sýning á myndum og handavinnu
nemenda og að lokum báru kon-
ur úr sveitinni veglegar veitingar
fram fyrir gesti.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
MEÐLIMIR sveitarinnar í gervi bankaræningja á þaki íslandsbanka.
HLJÓMSVEITIN SSSól hefur
starfað af fullum krafti í tólf ár og
ætlar að skella sér í ballslaginn í
sumar. í blíðunni á fóstudaginn kom
sveitin sér fyrir á þaki íslandsbanka
í Lækjargötu og tók lagið.
Ekkert betri en ég
„Við vorum að taka upp mynd-
band við nýtt lag sem verður á
„Best of‘-plötu sveitarinnar sem er
væntanleg í búðir um miðjan júní,“
segir Helgi Bjömsson söngvari.
„Lagið heitir „Þú ert ekkert betri
en ég“ en það verða þrjú önnur ný
lög á plötunni og svo 36 gömul og
góð frá árunum 1988-1999.“
-Af hverju safndiskur núna, eru
einhver tímamót hjá sveitinni?
„Þetta hefur staðið til í 2-3 ár.
Hugmyndin var fyrst að koma með
hann á tíu ára afmælinu en það
gekk ekki, þannig að þetta hefur
dregist þangað til nú.“
- Verður SSSól á tónleikaferða-
lagi ísumar?
„Já, við ætlum að taka aðeins
stærri pakka núna en undanfarin
sumur þar sem við dúkkuðum upp
annað slagið til að halda blóð-
streyminu í gangi. En í sumar verð-
um við á meira á ferðinni og alveg
fram í september."
-Veðrið í dag lofar góðu fyrir
sumarið...
„Já, um leið og Sólin (hljómsveit-
in) fer á stjá þá tökumst við í hend-
ur, bæði við héma niðri á jörðinni
og hún systir okkar þama uppi.“
-Þú ert líka að leika í Rent, fá
ballgestir að heyra eitthvert lag úr
því?
„Ja, það gæti verið að við gætum
flutt eitthvert þeirra laga sem ég
syng einn í sýningunni."
- Verður ekkert erfitt að koma
tónleikaferðalögum og Rent saman
í dagskrána í sumar?
„Það verður kannski smáhöfuð-
verkur en ekkert sem er ekki hægt
að leysa. Við höfum nú lent í þessari
aðstöðu áður þannig að ég er með
nokkra flugmenn á mínum snærum.
Það gæti komið fyrir að við þyrftum
að fljúga eftir sýningu á ball í Skaga-
firði. Bjöm Jömndur Friðbjömsson,
sem einnig leikur í Rent, leysir Jak-
ob Smára bassaleikara af í sumar
svo að þetta mun allt ganga vel, við
emm með sama vinnutíma," segir
Helgi glaður í bragði að lokum.
HELGI Björnsson syngur framan í kvikmyndavélina.
MEÐLIMIR sveitarinnar í gervi bankaræningja á þaki íslandsbanka.
Meiriháttap joggínggallar
Stærðir S-M-L-KL
Litlr: Hvítt/grátt
Verð
8.990
*■
wm
■ m
:
. .
Sendum í
póstkröfu
■■ •:
Laugavegi - Kringlunni