Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Gamlir dagar eða nýir? Tími er afstættfyrirbæri. Hvað er löng stund og hvað stutt? Er langt síðan í gær? Hvað er ígamla daga? Er gamaldags að flugfreyja gangi um reykjandi í flugvél eða eftil vill nútímalegt? Pabbi, varst þú til í gamla daga? Það er einhvers konar fyrir- spumatími á heimili mínu og fimm ára dóttir sem semur þessa spum- ingu. Faðirinn kemur sér fimlega undan því að svara spuming- unni beint, og þykist stoltur af. Leiðir vangaveltumar inn á aðrar brautir en spyr nokkm síðar, lymskulega: „Hvað finnst þér hafa verið í gamla daga?“ Og þá stóð ekki á svarinu: Þegar þú og mamma voruð lítil! „Við? Bíddu aðeins hæg; finnst þér ekki að í gamla daga hafi verið fyrir rosalega löngu?“ spyr pabbinn VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson aftur. Jú, svarar þá barnið (og pistilshöfund- ur var nálægt því að brotna saman. Veltir því fyrir sér hvort það sé gráa hárið sem veldur þessum hugrenningum barns- ins. Eða hrukkur? Jafnvel göngulagið)? Nei, annars. Bara þegar þú og Toni frændi voruð litlir, ekki mamma, segir stúlkan svo. Hef- ur Mklega fengið heldur illilegt augnaráð frá móðurinni, sem er ári yngri en sá sem þetta skrifar. Tími er fjarskalega afstætt fyrirbæri. Hvað er löng stund og hvað stutt? Er langt síðan í gær? Hvað er í gamla dagal Við áhangendur enska knattspymu- félagsins Liverpool þekkjum þetta; mér finnst ekki nema ör- stutt síðan ég fagnaði því með látum þegar liðið mitt sigraði í Evrópukeppni meistaraliða í íyrsta skipti. Það var árið 1977. Hin síðari ár hef ég nefnilega rekið mig á að sumir æstir áhangendur félagsins vom ekki fæddir þegar þetta var, og vita ekki einu sinni hverjir vora í lið- inu þetta sögulega maíkvöld suðrí Róm fyrir tuttugu og tveimur áram! Era ekki að velta sér of mikið upp úr því sem gerðist í gamla daga. Vita jafnvel ekki að fyrsti Evrópu- leikur félagsins var gegn KR í Reykjavík 17. ágúst 1964... Tími er sannarlega afstæður. Og ég komst að því um daginn að I gamla daga er meira að segja sums staðar ennþá. Alveg satt! Halda til dæmis ekki Vest- urlandabúar, flestir að minnsta kosti, að alls staðar sé bannað að reykja um borð í flugvélum? Slíkar reglur, eins og Flugleiðir og fleiri góð félög hafa komið sér upp, þykja hins vegar ekki alls staðar góð latína. Að minnsta kosti ekki á Balkanskaga. Ég get ýjað að því - þó ég kveði ekki fastar að orði - að hjá makedóníska flug- félaginu Avioimpex sé í gamla daga enn í fullu gildi hvað reyk- ingar varðar. Jafnvel eitthvert tímabil enn lengra í fortíðinni en i gamla daga. Nema félagið sé svona langt á undan samtíð- inni; að forráðamenn annarra félaga eigi eftir að átta sig á að það sé framtíðin að reykja um borð í flugvélum og helst sem mest. Við voram sem sagt á leið til Skopje, við Sverrir ljósmyndari, á dögunum. Venjan er sú að vél- ar era varla komnar á loft fyrr en flugfreyjur era farnar að stika um ganga með drykki eða annan kost, en hjá Avioimpex var þessu nokkuð öðravísi farið. Rússneska YAK 42-vélin var reyndar varla farin á loft þegar flugfreyjurnar tvær frammí - hjá okkur, fína fólkinu á Business Class - vora farnar að athafna sig. En sú athöfn fólst í því að búa sig undir komandi átök; þær sátu sem sagt sem fastast frammi í eldhúsi og kveiktu sér í sígarettu! Báðar tvær. Og vora svo sem ekkert að fela það. Fólk sem við hittum í Skopje, höfuðborg Makedóníu, hafði svipaða sögu að segja af flug- ferð með Avioimpex; öllu verri raunar. Það var ekki svo „hepp- ið“ að vera á Business Class, enginn þeirra reykti en allir í sætunum þar í kringum stund- uðu þá iðju af miklum móð, svo mjög reyndar að þar kom að kunningjafólki okkar fannst nóg um. Akvað þvi að hringja þar til gerðri bjöllu, til að flugfreyjan kæmi, og biðja um aðstoð: hvort hún gæti ekki vinsamlega beðið nágrannana að draga örlítið úr reykingunum - þau væra hrein- lega að kafna. En spurningin komst aldrei lengra en fram á varimar. Þegar flugfreyjan mætti til aðstoðar var hún nefnilega með sígarettu! Fólk á Balkanskaga reykir hræðilega mikið og heimamenn í Makedóníu sem ég ræddi reyk- ingar við gerðu h'tið úr læknum og öðra liði sem reynir að telja þeim trú um að þessi vani sé hættulegur. „Við lifum stutt, en hratt,“ sagði einn og brosti. Krakkar byija að reykja svona 14-15 ára, yfirleitt, og það þykir mjög eðlilegt, sagði hann. Sinn er sem sagt siður í landi hverju. Ég bölsótaðist yfir reyking- um, hér á þessum vettvangi, einhvem snemma árs, og hlaut auðvitað bágt fyrir hjá sumum. Fagnaði við það tækifæri orðum forseta íslands á ráðstefnu Tannlæknafélags íslands, þar sem hann lýsti undran á þeim friði sem tóbakið, sá mikli sjúk- dómavaldur, fengi til að vinna skemmdarverk sín í samfélag- inu. Fagnaði jafnframt þeirri samlíkingu sem forsetinn dró upp í ávarpi sínu - sem mörgum fannst ósmekkleg; að samfélag- ið brygðist vitaskuld harkalega við ef tvær farþegaþotur frá Flugleiðum, fullskipaðar fólki, færast á tæpu ári á leiðinni Reykjavík-Kaupmannahöfn. En þegar dauða ámóta margra ís- lendinga má árlega rekja til reykinga er eins og mörgum finnist það sjálfsagt mál. Mér flaug þetta aftur í hug dagana sem ég dvaldi á Balkanskagan- um. Fjöldi manns hefur látið líf- ið í hemaðarbrölti þar síðustu ár og heimsbyggðinni blöskrar vitaskuld. En dauða hversu margra á svæðinu skyldi mega rekja árlega til reykinga? Hvað ætli sá hópur fyllti margar flug- vélar? JÓHANNA KRIS TJÁNSDÓTTIR + Jóhanna Krist- jánsdóttir fædd- ist á ísafirði 13. október 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. maí si'ðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðbjörg Helga Gestsdóttir, f. 22. maí 1895, d. 22. sept- ember 1978, og Kri- stján Bjarnason, f. 1. desember 1899, d. 9. janúar 1969. Systkini Jóhönnu eru: Gestur, f. 13. október 1927, d. 12. júní 1929, og Björg, f. 19. mars 1929. Hinn 3. júlí 1948 giftist Jó- hanna Guðmundi Magnússyni, f. 26. október 1922, d. 24. ágúst 1986. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Guðný Guðlaugsdóttir, f. 11. september 1900, d. 21. mars 1972, og Magnús Pétursson, f. 8. maí 1881, d. 16. júní 1959. Börn Jóhönnu og Guðmundar eru: 1) Helga Guðbjörg, f. 20. september 1951. Börn: a) Hanna Mar- fa Jónsdóttir, f. 18. des. 1969, maki henn- ar Sigurbergur Steinsson, f. 3. sept- ember 1966, og barn þeirra Thelma Hrand Sigurbergs- dóttir, f. 16. mars 1999. b) Daníel Guð- mundur Hjálmtýsson, f. 12. maí 1986. 2) Kristján, f. 14. nóv- ember 1954, d. 27. ágúst 1983. 3) Anna Guðný, f. 21. ágúst 1956. Böm: a) Magnús Haukur Ásgeirsson, f. 13. nóvember 1975. b) Guðmundur Öm Guðjónsson, f. 9. nóvember 1982. c) Steinþór Guðjónsson, f. 31. desember 1985. 4) Stjúpsonur Guðlaugur Guð- mundsson, f. 18. des. 1942, sonur Guðmundar frá fyrra hjónabandi. títför Jóhönnu fer fram frá Laugarneskirkju á morgun, mánudaginn 31. maí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Takk fyrir mig og bömin mín. An þín væram við ekki þau sem við eram í dag. Ég er og verð alltaf svo stolt af þér sem móður og þeirri yndislegu manneskju sem þú varst. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, hvar og hvenær sem var og miðlaðir af þín- um góðu kostum sem vora t.d. ósérhlífni og dugnaður, stór kímni- gáfa, lítillæti og síðast en ekki síst umhyggja fyrir okkur öllum. Það er svo gott að geta átt mömmu sem er vinkona manns í leiðinni og ber virðingu fyrir því sem maður tekur sér fyrir hendur og lætur sér þykja vænt um þá sem manni þykir vænt um. Þannig var það með allan minn vinahóp. Við voram alltaf velkomin inn á heimili ykkar pabba og eigum margar góðar minningar þaðan. Við njótum enn í dag margs af því sem þú sagðir okkur og ráðlagðir. Það var unun að ferðast með þér. Ég veit ekki um neinn sem hefur notið þess eins vel og þú, jafnvel lítill bíltúr jafnaðist á við bestu skemmtiferð. Ég á svo yndis- legar minningar úr þeim ferðum sem við fóram tvær saman í. Þó ber hæst Vestfjarðaferðina með VR. Þar gengum við um æskuslóð- ir þínar á Isafirði og þú sýndir mér ýmislegt og sagðir mér frá fólkinu sem bjó í húsunum í gamla daga. Það var líka rosalega gaman hjá okkur í London og Kaupmanna- höfn og ekki má gleyma krataferð- unum sívinsælu. Það vora sko nokkur flissköstin tekin þá eins og svo oft, því húmorinn sem þú hafðir var óborganlegur. Það var allt svo fyndið og skemmtilegt, þú áttir svo auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- arnar á sjálfri þér og öllu í kring- um þig. Það var alltaf svo gaman að hlusta á þig og Bíbí systur flissa og alveg fram á síðustu stundu reyndir þú af veikum mætti að flissa með henni. Þessi eiginleiki hjálpaði þér oft yfir erfiðleikana í lífinu. Elsku mamma, þú ert hetjan mín og barnanna minna, Hönnu Maríu og Daníels. Þau hafa bæði átt þinn stóra faðm að hlaupa í alla sína tíð. Þú áttir stóran þátt í upp- eldi þeirra og fyrir það verð ég þér að eilífu þakklát. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín elskandi Helga Guðbjörg. Elsku mamma mín, söknuður minn er mikill. Og erfitt til þess að vita að þú verðir aldrei með okkur aftur. Samt linar það söknuðinn og sorgina að trúa því að þér líði vel núna og sért í faðmi pabba og Krissa bróður. Guð blessi minningu þín. Ég var Iítið bam og ég spurði mömmu mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea) Þín elskandi, Anna Guðný. Helga Guðbjörg. Elsku amma Hanna. Það er svo vont að kveðja þig, en ég verð víst að gera það samt, eins og þú sagðir svo oft: „Maður verður að gera fleira en gott þykir.“ Þú nefnilega varst eiginlega mamma mín í sex ár, varst heima þegar ég kom úr skólanum og hjálpaðir mér með heimalærdóminn og kenndir mér svo ótal margt um lífið og tilver- una. Það var svo gott að sitja við eldhúsborðið og spjalla saman, þú varst svo flink að útskýra hlutina fyrir mér, þvílík þolinmæði sem þú sýndir mér alla tíð. Þú barst líka svo mikla virðingu fyrir mér og tókst virkan þátt í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, ég söng fyrir þig þegar ég kom heim af kóræf- ingu og ég veit ekki um margar ömmur sem vita nánast allt um NBA-körfuboltann, öll helstu fót- boltaliðin o.s.frv. Annars var mest gaman þegar þú gistir hjá okkur, sem þú gerði svo oft. Þá spjölluð- um við saman langt fram á nótt, ég á dýnunni og þú í mínu rúmi. Mamma þurfti stundum að þagga niður í okkur og segja okkur að fara að sofa, en þá lækkuðum við bara róminn. Mest gaman var þó þegar mamma var í útlöndum og við voram bara tvö heima. Jæja, amma mín, ég gæti haldið lengi áfram svona, en ég ætla bara að geyma allar þessar yndislegu minningar með sjálfum mér og varðveita þær alla mína ævi og nota allt sem þú kenndir mér. Ég er viss um að þú hefur það gott hjá afa Guðmundi og Krissa frænda og vonandi getur þú lagt kapal og ráð- ið krossgátur þar eins og hér. Ég gleymi þér aldrei og ég er búinn að ákveða að ég ætla að segja Thelmu Hrand hennar Hönnu Maríu allt um þig og kenna henni að þekkja þig. Ég var að læra ljóð í skólanum í vetur og langar til að kveðja þig, elsku amma, með því: Hver er hin grátna sem gengur um hjam götunnar leitar, og sofandi bam hylur í faðmi og frostinu ver, fógur í támm en mátturinn þver, hún orkar ei áfram að halda. (Jónas Hallgr.) Þinn Daníel. Ég er hrygg og vansæl þessa dagana, því systir mín og vinkona er látin. Ég vil minnast hennar og rifja upp okkar áhyggjulausu æskustundir. Lífið er ekki dans á rósum, en sumt stendur upp úr. Við áttum góða æsku á ísafirði og nutum ástríkis í foreldrahúsum. Attum ahtaf heima í Norðurtang- anum, Tangagötunni. Þar var margt gert til gleði og gamans. Við veiddum marhnúta á Norðurtangabryggju, voram í mömmuleik á Rístúni, fóram til berja í Múlann og í fjölskylduferð með nesti upp í Stórarð á sunnu- dögum. A unglingsáram hjóluðum við út í Hnífsdal eða inn í skóg. Mér finnst að það hafi alltaf verið logn og sól. Veturinn var langur, en það gerði ekkert til, því það var svo margt hægt að gera. Svell var búið til við bamaskólann og íþróttavöllinn við Grand. Við fóram á báða staðina og skemmtum okk- ur vel. Ég dvel við æskuárin vegna þess að þegar ég hitti systur mína fáum dögum fyrir andlát hennai-, bragðum við okkur heim á Isafjörð og upplifðum það sem ég skrifa niður núna. Það var allt eins og það hefði gerst í gær. Þetta var góð stund og við höfðum gaman af. Við voram samrýndar systur, enda líka vin- konur. Sú vinátta entist alla tíð. Hanna systir var hraust framan af ævi, varð sjaldan eða aldrei mis- dægurt. Henni varð þungt um son- armissinn, en tók því eins og öllu öðra, sem við ráðum ekki við. Hún varð ekkja þrem áram eftir þetta áfall. Þá fannst mér henni verða svolítið bragðið. Áfram var haldið, en eitthvað var brostið. Heilsan var ekki eins góð og áður. Undanfarin ár hefur hún verið mjög lasin, en ekki viljað gera neitt úr því. Hanna systir var lagleg stúlka og glaðlynd. Hún hafði góða kímni- gáfu og hélt henni alla tíð. Hún var vinmörg og mannblendin, hrókur alls fagnaðar með félögum sínum. Helga Guðbjörg og Anna Guðný, dætur Hönnu, lifa móður sína. Þær hafa reynst henni vel í veikindum hennar, sýnt henni nærgætni og natni. Systir mín var ekki lengi á sjúkrahúsi, fór ekki fyrr en allt annað var útilokað. Dætur hennar voru hjá henni þar til yfir lauk. Ég votta þeim og ömmubörnum Hönnu og langömmubarninu mína dýpstu samúð og finn til sam- kenndar með þeim í sorg þeirra. Guð blessi systur mína og afkom- endur hennar og gefi þeim styrk á erfiðum tíma í lífi þeirra. Björg Kristjánsdóttir. Okkur langar með örfáum orð- um að minnast hennar ömmu okk- ar. Þegar við hugsum til hennar Ommu Hönnu skjóta upp kollinum minningar um hlýjan faðm, enda- lausa þolinmæði og takmarkalausa ást. Því vora engin takmörk sett hvað hún amma gat gefið okkur af sér og veitt okkur margt. Þótt hún og afi hefðu aldrei haft sérstaklega mikið á milli handanna var ævin- lega til nóg af dekri fyrir okkur krílin hvort heldur var veraldlegt eða annars konar. Amma gat setið og hlustað á okkur mala um hvað- eina sem okkur lá á hjarta og alltaf séð okkar hlið allra mála enda sannfærð um að við gætum sigrað heiminn. Við þökkum henni ömmu öryggið, hlýjuna og elskuna sem við munum búa að alla tíð. Þær gjafir sem hún færði okkur frá hjartanu sínu era okkar dýr- mætasta eign og nú þegar við kveðjum hana veitir það okkur huggun að hugsa til þess að hún amma hefði á þessari stundu stappað í okkur stálinu og viss um að við myndum spjara okkur þó við efumst nú sjálf. Við búum að því að hafa átt hana ömmu og kveðjum hana með söknuði. Við biðjum Guð að vaka yfir og veita styrk mæðr- um okkar, systkinum og Bíbí töntu. Hanna María og Magnús Haukur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.