Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 51
BRIDS
Vmsjóii l>iiðmnndur
I*áll Amarson
SUÐUR spilar tvö hjörtu og
fær út spaðakóng, sem eru
bæði góðar fréttir og slæm-
ar:
Austur gefur; AV á
hættu.
Norður
+ Á86
¥ 32
♦ 765
* 108764
Suður
AD532
¥ KDG109
♦ ÁG2
+ Á
Vestur Norður Austur Suður
- - lspaði 2hjörtu
Pass Pass Pass
Það er ánægjulegt að fá
kónginn strax fram í sviðs-
ljósið, en það skyggir á
gleðina að hann er örugg-
lega einn á ferð, sem skapar
mikla stunguhættu. Hvern-
ig er best að spila?
Það virðist blasa við að
drepa á spaðaás og fara í
trompið. En hvað er líklegt
að gerist þá? Jú; austur
mun rjúka upp með hjarta-
ás og sæja að spaðadrottn-
ingunni með gosanum. Við
því á suður ekkert svar:
drottningin hans verður
trompuð og þá fást aðeins
sjö slagir nema tígulhjónin
séu blönk. Sem er ekki
sennilegt.
Norður
* Á86
¥32
* 765
* 108764
Vestur Austur
♦ K
¥654
♦ D1084
♦ G9532
+ G10974
¥ Á87
♦ K93
+ KD
Suður
+ D532
¥ KDG109
♦ ÁG2
+ Á
Betri kostur er að gefa
fyrsta slaginn á spaðakóng!
Ef vestur skiptir þá yfír í
lauf, kemst suður að til að
spila trompi. Austur drepm-
og spilar spaða, en nú er í
lagi þótt vestur trompi, því
hann fær ekkert nema
hunda í slaginn frá sagn-
hafa. Vörnin er engu betur
sett ef vestur spilar tigli í
öðrum slag. Suður drepur
þá kóng austurs og spilar
hjarta. Austur drepur sem
fyrr og lætur makker
trompa spaða, en nú kemst
austur ekki aftur inn. Það
væri líka í lagi þótt austur
ætti tígulhjónin, því þá yrði
vörnin að byggja upp slag
fyrir suður á tígulgosa.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúm-
er. Fólk getur hringt I
síma 569-1100, Sent í
bréfsíma 569-1329,
sent á netfangið ritslj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
í DAG
Árnað heilla
Hlutavelta
7HÁRA. Sjötugur verð-
1 \/ur á morgun, mánu-
daginn 31. maí, Helgi Ólafs-
son, rafvirkjameistari og
fréttaritari Morgunblaðs-
ins, Nónási 4, Raufarhöfn.
Eiginkona Helga er Stella
Þorláksdóttir.
BRUÐKAUP. Gefín voru
saman 3. apríl sl. í Djúpa-
vogskirkju af sr. Sjöfn Jó-
hannesdóttur Guðrún K.
Jónsdóttir og Sveinn Krist-
ján Ingimarsson. Heimili
þeiiTa er að Búlandi 4,
Djúpavogi.
ÞESSAR stúlkur söfnuðu kr. 9.500 með því að sýna dans í
Kringlunni til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita
Heiðdís H. Guðnadóttir, Björk Halldórsdóttir, Herdís Er-
lendsdóttir og Dögg Halldórsdóttir, sem vantar á myndina.
HÖGNI HREKKVÍSI
»7cá-hU!"
En systur mínar, gangið þið stillt um húsið
hans,
________ sem hjarta mitt saknar.
Brot úr er dularfulla blómið í draumi hins unga
Ijóðinu manns,
Þjóðvísa og ég dey, ef hann vaknar.
ÞJÓÐVÍSA
Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til
eins og hitt fólkið um bæinn.
Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil
allan guðslangan daginn.
En vindar hafa borið margt visnað skógai'blað
um veginn, sem við gengum,
því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að,
og sorgin gleymir engum.
Tómas Guð-
mundsson
(1901/1983)
Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns.
Þá lá vorið yfír sænum.
Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans.
Ég var sælust allra í bænum.
LJOÐABROT
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Ilrake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dngsins:
Pú átt a uðvelt með að koma
skoðunum þínum á fram-
færi og fylgja þeim eftir
með jákvæðum hætti. Þú
kannt vel að krydda mál þitt
með kímni.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þetta verður hálfgerður leið-
indadagur hjá þér en þótt þér
finnist allt ganga á afturfótun-
um skaltu halda ró þinni því
allt hefst þetta nú að lokum
með góðu móti.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er ágætt að leyfa tilfinn-
ingunum að njóta sín en um
leið skaltu varast að láta þær
hlaupa með þig í gönur. Hlust>
aðu á rödd hjartans og þá fer
allt vel.
Tvíburar
(21. maí-20.júm)
Þú ert að fást við verkefni sem
krefst allrar þinnar athygli og
heilmikilla vangaveltna. Gefðu
þér góðan tíma því miklu sldptir
að árangurinn verði sem bestur.
Krabbi
(21. júní - 22. júh')
Enginn getur rænt þinn innri
mann svo þér er óhætt að leyfa
honum að r\jóta sín í umgengni
við aðra. En mundu að enginn
er annars bróðir í leik.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það eru einhveijar undiröldur í
kringum þig svo þú skalt fara
þér hægt og vera viðbúinn
hverju sem er. Reyndu samt að
láta þetta ekki hafa of mikil
áhrif á störf þín.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) ©SL
Þú ert óvepju IJjótur að komast
að kjama málsins og það vekur
bæði aðdáun og öfund þeirra
sem með þér starfa. Mundu
bara að ekki eru allir viðhlæj-
endur vinir.
(23. sept. - 22. október) m
Þótt þér íinnist þú eiga fátt
þegar þú lítur í kringum þig er
það ekki öll sagan því að sjálfur
ert þú þín dýrmætasta eign.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þær aðstæður hafa skapast að
þú ert í óvenju valdamiidlli að-
stöðu og því skiptir miklu máli
að þú kunnir með vald þitt að
fara. Best er að beita því aldrei.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) AlCr
Það er nauðsynlegt að draga
glögg skil milli draums og
veruleika því þótt draumar geti
verið góðir þá er veruleikinn
oftast annar en í honum
hrærumst við nú einusinni.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) dSt
Þér er að takast að safha sam-
an öllum þeim upplýsingum
sem þú þarft til að ganga frá
þýðingarmiklu máli. Þegar það
er búið getur þú litið bjartsýnn
fram á veg.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febniar) Cání
Það verður reynt að bera í þig
einhveijar sögur en mundu
bara að þú ert engu nær um
þann sem talað er um en
nokkru nær um þann er mælir.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Finnist þér eins og traðkað sé á
tilfinningum þínum skaltu
draga þig í hlé gagnvai-t við-
komandi og leyfa öðrum betri
að rjóta umhyggju þinnar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SKIPTILINSUR
GLERAUGNABUDIN
I lelmout Krvid ktr
Laugavegi 36
!)
6IPAKKA
FRÁ KR. 3.000
í tilefni Reyklausa dagsin§ 31 . m a í
VikutilbDðá NicmETTE dagana BB.mai - 5.lúnf
næitum ao íeyhja...
NICDRETTE
Dregur úr löngun
INGÖLFS
APÖTEK
Kringlunrti
Frábær sérútbúin fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður. Gott rými, yfir-
burða tjalddúkur og sterkt þak og gólf eru atriði sem þú vilt vita af
í góðu horfi þegar ferðast er um ísland. Þægindi og öryggi eru
staðalbúnaður Starcraft Arcticline.
lii
Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eidhús og fortjald, auk frábærrar
endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef
allir vagnar eru skoðaðir sést að betri kostur er varla á boðstólum.
gíSLI JÓNSSON ehf
Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644. Umboðsmenn
á Suðurnesjum, Toyota-salurinn ■ Njarðvík, sími 421 4888.