Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Náttúruvernd ríkisins NORÐARLEGA á vegstæðinu. Það sér til Breiðaflarðar og framundan eru Rauða- og Gráakúla. Framundan er einnig Bjarnarhafnarfjall. AFORM UM VEG A SNÆFELLSNESI VALDA DEILUM S AMGONGUBOT EÐA NATT- URUSPJOLL A VATNAHEIÐI? AÐUR en við lítum á um- sagnir í frummatsskýrsl- unni og athugasemda- lista Náttúravemdar rík- isins skulum við kanna hvemig Vatnaheiði er lýst í Árbók Ferðafé- lags Islands, „Snæfellsnes norðan fjalla“ frá árinu 1986: „Um fjalla- skarð þetta, sem ýmist var nefnt Vatnaheiði, Vatnsskarð, Vatnamýri eða Vatnsheiði, var lengi alfarar- leið úr Hraunsfírði suður í Mikla- holtshrepp og Staðarsveit. Þetta er breiðasta og lægsta skarðið í Snæ- fellsnesfjallgarði og á fyrstu ára- tugum flugferða hér á landi lá um það aðalflugleiðin til Vestfjarða frá Reykjavík. Þama eru allmikil heið- arlönd, að mestu blásnir sandar austan til, en gróðursæl afréttar- lönd vestan til, sem era notuð af bændum beggja vegna fjallgarðs- ins. Tvö stór og góð silungsvötn setja mjög svip á landslagið þama, Hraunsfjarðarvatn (207m), sem nefnt er Hjarðarvatn í Eyrbyggja sögu, og Baulárvallavatn (191m) nokkra sunnar. Þau hafa bæði af- rennsli suður af, Vatnaá rennur úr Hraunsfjarðarvatni suður í Baulár- vallavatn og þaðan rennur Straum- fjarðará niður Dufgusdal til sjávar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Frummatsskýrsla á umhverfísáhrifum vegar númer 56 yfír Vatnaheiði á Snæfellsnesi hefur verið lögð fram og samkvæmt venjubundnu ferli slíkra mála hefur Náttúruvernd ríkisins sent Skipulagsstofnun ríkisins umsögn sína um matið. VSÓ Ráðg;jöf vann frummatið fyrir Vegagerðina í mars á þessu ári. Athuga- semdir Náttúruverndar ríkisins benda til þess að þetta mál verði talsvert til umræðu á næstunni. Guðmundur Guðjónsson glugg- aði í frummatið og athugasemdir Náttúruverndar, o^ ræddi við ýmsa aðila sem tengjast svæðinu á ýmsan hátt. Fjórði fjallvegurinn Fyrir eru þrír fjallvegir yfir Snæfellsnes, Fróðárheiði, Kerling- arskarð og Heydalsvegur. Þeir henta afar misvel fyrir byggðarlög- in eins og gefur að skilja, en allir eiga þeir til að lokast í vetrarveðr- um og raunar er lítt treystandi á Fróðárheiði að vetri til. Þá era að- eins tveir eftir og hefur Kerlingar- skarð löngum haft á sér orð fyrir illviðri og vart líður sá vetur að ekki þurfí að koma fólki þar til að- stoðar. Því er fjórði fjallvegurinn yfir nesið kominn í umræðuna. Vegagerðin áformar nú að leggja 16,5 kílómetra langan veg um Vatnaheiði. Um er að ræða 6,5 metra breiðan veg í vegflokki C2. Aformað er að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs og skal vega- gerð vera lokið að fullu árið 2002. Aætlað er að verkið allt muni kosta um 460 milljónir króna og er mark- miðið með nýju vegstæði að bæta samgöngur og auka umferðarör- yggi. Framkvæmdin samræmist stefnu sveitarstjóma á Vesturlandi varðandi uppbyggingu vegakerfis- ins, sem talin er eitt brýnasta hagsmunamál byggðarlaganna á Snæfellsnesi. Sem fyrr segir vann VSO Ráð- gjöf frammat fyrir Vegagerðina og verða nú helstu niðurstöður mats- ins raktar: - Nýr vegur um Vatnaheiði mun auka umferðaröryggi og bæta sam- göngur. Utreikningar á umferðar- öryggi benda til þess að vegur yfir Vatnaheiði verði a.m.k. 50% öragg- ari en endurbættur Kerlingar- skarðsvegur og því umtalsvert ör- uggari en núverandi vegur. Hönn- un og lega vegarins mun jafnframt bæta samgöngur og verður hönn- unarhraði nýs vegar 90 km/klst. Auk þess benda athuganir á veður- fari til þess að það valdi minni röskun á samgöngum á vegi yfir Vatnaheiði en á vegi yfir Kerling- arskarð. Fyrirhuguð veglína er yfirleitt vel gróin. Suðurhluti hennar er nær algróinn en gróðurhulan er gisnari á norðurhlutanum, sem er þurrari og meira áveðurs. Vegur- inn mun eyða þeim gróðri sem fer undir vegstæðið, en með lagningu fljótandi vegar verður ekki breyt- ing á grannvatnsstöðu eða - streymi. Vegurinn mun ekki út- rýma sjaldgæfum tegundum, en hann mun skerða vaxtarsvæði Skollakambs. Vandað verður til við frágang efnistökustaða og þeir aðlagaðir landslagi, sama á við um vegkanta. Uppgræðsla með grenndargróðri verður í samráði við Náttúravernd ríkisins. Fuglalíf á íyrirhuguðu vegstæði er töluvert og þéttleiki mófugla meiri en á mörgum sambærilegum svæðum. Á svæðinu er ekki að finna sjaldgæfa fugla. Búsvæði fugla sem era á vegstæðinu munu eyðileggjast en það era búsvæði fugla sem era algengir á landsvísu og verður þeim ekki útrýmt á svæðinu. Það vilja allir hér þennan veg KRISTINN Jónasson, bæj- arsljóri í Snæfellsbæ, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að allar sveitarsljórn- irnar og allir íbúar á norðan- verðu Snæfellsnesi vildu fá um- ræddan veg yfir Vatnaheiði og sjálfur ætti hann erfitt með að skilja hvers vegna það færðist svo í vöxt að lífríkið væri meira metið en mannskepnan, en hon- um virtist umræðan í þessu máli og athugasemdir Náttúruvernd- ar ríkisins bera keim af því. „Við sem hér búum vitum að á Kerlingarskarði er mjög erfiður kafli, þar getur vindhæð orðið mikil og það líður ekki sá vetur að í fréttum megi ekki lesa um hrakninga fólks á þessum slóð- um. Með nýjum vegi yfir Vatna- heiði fáum við veg sem liggur mun neðar, er snjóléttari og mikil samgöngubót. Við viljum að sjálfsögðu taka tillit til um- hverfisþátta en í þessu tilviki eiga þarfir mannfóiksins að ráða og mér þykir með ólíkindum hvað gert er lítið úr öryggisþátt- um við þessa vegalagningu í at- hugasemdum Náttúruverndar ríkisins. Það liggur við að það sé móðgun við okkur sem búum hér norðan á Snæfellsnesi. Þá er ekki um að ræða að þarna sé verið að eyðileggja eitt eða neitt, þvert á móti batnar með vegalagningunni aðgengi að nýju útivistarsvæði," sagði Kristinn. Aðspurður um aðra valkosti, t.d. varaáætlun Vegagerðarinnar að byggja upp gamla veginn á Kerlingarskarði, sagði Kristinn: „Ef peningar væru eina sjónar- miðið í þessu máli þá er dæmið einfalt. Það er enginn sparnaður fólginn í því að gera upp veginn á Kerlingarskarði. Vegurinn þar er ónýtur. Og það er ekki eins og þetta sé það eina sem í gangi er. Samgöngumálin eru í brennid- epli hérna og allir eni samstiga. Þannig á t.d. að fara í fram- kvæmdir á Fróðárheiði í haust. Menn verða að geta valið um eft- ir veðurfari hverju sinni.“ Önnur sjónarmið Aðrir á sama máli Fleiri eru á sama máli, í um- sögn í frummatsskýrslu hvetur t.d. Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarsljóri í Stykkishólmi, til vegagerðarinnar og telur slæmar samgöngur milli norður- og suð- urstrandar hafa staðið ýmsum góðum málum á svæðunum fyrir þrifum, m.a. hefðu aðilar í ferða- þjónustu orðið af viðskiptum og íbúar á sunnanverðu svæðinu væru flæmdir suður á bóginn til að Ieita eftir þjónustu af ýmsum toga. Brynjar Hildibrandsson, odd- viti Helgafellssveitar, Björg Ágústsdóttir fyrir hönd hrepps- nefndar Eyrarsveitar og fulltrú- ar landeigenda Selvalla taka í sama streng á sömu forsendum og tíundaðar eru. Við Straumfjarðará er mesta straumandarþéttbýli á Snæfells- nesi og verður framkvæmdum hag- að í samráði við Náttúravernd rík- isins á þann hátt að ekki verði raskað varpi straumanda við Straumfjarðará. Framkvæmdir munu ekki raska fornminjum. Fyrirhugaður vegur mun fara um jaðar svæðis sem er á Náttúru- minjaskrá, en hann mun ekki raska þeim jarðfræðiminjum sem taldar era hafa mest vemdargildi. Vegur- inn mun skera vikurraðninga, sem era fyrir ofan Selvallavatn, en reynt verður að draga sem kostur er úr raski á þeim. Landslag í nágrenni fyrirhugaðs vegstæðis er fallegt og margbreyti- legt. Vegurinn mun breyta ásýnd svæðisins, þar sem farið er yfir til- tölulega óraskað land. Landslags- heildin mun breytast en landslags- formin munu halda sér óbreytt sem áður. Erfitt er að spá um áhrif á úti- vist á svæðinu. Margir nýta sér möguleikana til veiða í Selvalla- vatni og Baulárvallavatni, auk þess sem tjaldað er við Selvallavatn. Vegur um Vatnaheiðina mun auð- velda aðgang að svæðinu og opna það frekar fyrir útivist. Fyrirhug- aðar framkvæmdir munu ekki hafa áhrif á lífríki straumvatna. Gerðar verða ráðstafanir til þess að tengja reiðleiðir milli norðanverðs og sunnanverðs Snæfellsness og er þá m.a. gert ráð fyrir að nýta veginn um Kerlingarskarð sem reið- og gönguleið." E Árni Bragason forstjóri Nátt- úruvemdar ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri nú í eðlilegum lögbundnum farvegi, verkið hefði verið auglýst og margir látið athugasemdir sínar í ljós. Næsta skrefið væri að Skipu- lagsstjóri færi yfir gögn málsins og sendi frá sér úrskurð. Sá úr- skurður er kæranlegur til ráð- herra og væra til dæmi um að ráð- herra hefði fellt slíkan úrskurð úr gildi. Það væri því ljóst að enn ætti þetta mál eftir að vera í umræð- unni þar sem þó nokkrir aðilar myndu kæra úrskurðinn hvernig sem hann félli. Árni sagði að Náttúruvernd rík- isins hefði farið yfir gögnin í mál- inu og sent athugasemdir sínar til Skipulagsstofnunar. Náttúravernd ríkisins leggst gegn hugmyndum um veg yfir Vatnaheiði og í athuga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.