Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 24
24 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
j
|
Í
:
Keyptu beint
frá Kanada
'97 Jeep Laredo 4x4
'98 Lincoln Navigator 4x4
'97 Ford diesel 15 manna
'99 Suzuki Gr vitara 4x4
'96 Chev. diesel Pickup 4x4
FOB HALIFAX - KANADISKUR DOLLAR
Til afhendingar strax
North Atlantic Trading Corp.
Sími 0015146372486
Fax 0015146373699
Netfang: natcome@aol.com
Tilboðsverð
16.600,-s«gr.
MODEL 20606X50
6 HP, 51 cm sláttubreidd.
Grassafnari og drif.
MODEL 20101X50
3.5 HP, 51 cm sláttubreidd.
SLÁTTUVÉLAR
á tilboðsverði
Tilboðsverð
35.000 -
1URRAY sláttutraktorar
á verðum frá 140.000,- stgr.
Tilboð giida til 08.06*99 eða meðan birgðir endast.
ÞOR HF
Reykjavik - Akureyri
REYKJAVÍK: Armúll 11 - Síml 568 1500
AKUREYRI: Lónsbakki - Sími 461 1070
www.thor.is
LISTIR
Lagarljóð Kópavogsskálda
SKÁLDKONUR í Ritlistarhópi
Kópavogs komu nokkrum ljóðum
fyrir í heitu pottunum í Sundlaug
Kópavogs á dögunum. Ljóðin eru
32 að tölu og yrkisefnið fijálst.
Skáldkonurnar eru Krisljana Emil-
ía Guðmundsdóttir, Sigríður Vil-
hjálmsdóttir, Guðrún Guðlaugsdótt-
ir, Sigrún Oddsdóttir, Anna S.
Björnsdóttir, Helga K. Einarsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir og Guðríð-
ur Lillý Guðmundsdóttir.
Vonast skáldin til að ljóðin muni
lífga upp á heimsóknir í heitu pott-
ana og leyfi fólki að njóta skáid-
skapar í þeirri slökun er heitu pott-
amir og laugamar veita í önnum
hins daglega h'fs.
Ritlistarhópur Kópavogs hefur
starfað í nokkur ár, félagar hópsins
em skáld og rithöfundar í Kópa-
vogi. Vikulegir fundir og upplestr-
ar hópsins em á kaffistofu Gerðar-
safiis á fimmtudögum klukkan 17 á
veturaa.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SKÁLDKONURNAR með lagarljóðin: Krisljana Emilía Guðmunds-
dóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guðríður
Lillý Guðmundsdóttir, Anna S. Bjömsdóttir og Sigrún Oddsdóttir.
Fjarverandi þegar ljósmyndara bar að garði vora Helga K. Einars-
dóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir.
Presturinn Koesler
og málefni kirkjunnar
ERLEIVDAR
BÆKLR
Spennusaga
„THE GREATEST EVIL“
eftir William X. Kienzle. Ballantine
Books 1999. 294 síður.
BANDARÍSKI spennusagnahöf-
undurinn William X. Kienzle er fyrr-
um prestur, sem í meira en tvo ára-
tugi hefur skrifað sakamálasögur um
kaþólska prestinn Robert Koesler í
Detroit. Þekktasta sagan um
Koesler er án efa sú fyrsta, „The
Rosary Murders“, sem kvikmynduð
var með Donald Sutherland í aðal-
hlutverkinu. Síðan hafa Koesler-sög-
umar komið út hver á fætur annarri
einu sinni á ári og eru orðnar um
tuttugu talsins. Sú nýjasta heitir
„The Greatest Evil“ og kom fyrir
skemmstu út í vasabroti hjá
Ballantine bókaútgáfunni en hún
segir frá yfirvofandi starfslokum
Koeslers og hvernig honum gengur
að koma nýjum manni í starfið gegn
vilja biskupsins síns. Heldur er hér
um óspennandi og leiðigjarnan lest-
ur að ræða og mun síðri sögu en
mátti finna t. d. í síðustu bók höfund-
arins, Maðurinn sem elskaði Guð eða
„The Man Who Loved God“.
Strangur biskup
Mikill hluti nýju bókarinnar varð-
KÓR Karlsháskóla í Prag hefur boð-
ið Hamrahlíðarkórnum í heimsókn
til Tékklands og heldur kórinn utan
mánudaginn 31. maí. Kórinn mun
koma fram á femum tónleikum, m.a.
hátíðartónleikum í viðhafnarsal
Karlsháskóla, og syngja auk þess
við tvær messur. Af þessu tilefni
verður Hamrahlíðarkórsins með
styrktartónleika í Háteigskirkju í
dag og hefjast þeir kl. 16.00.
Tónleikar Hamrahlíðarkórsins
verða í Prag og borginni Hradec
Králové í nágrenni Prag. Verkefna-
skráin verður ah'slensk, en að sögn
Þorgerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda
kórsins, er þessa stundina unnið að
því úti að þýða dagskrána á tékk-
nesku. Á verkefnaskrá er m.a. Is-
lenskt rapp eftir Atla Heimi Sveins-
son sem verður frumflutt á tónleik-
um kórsins í Háteigskirkju í dag.
„íslenskt rapp,“ segir Þorgerður,
„er ótrúlega spennandi verk. Við
höfum í okkar röðum mjög duglegan
básúnuleikara sem er að ljúka ein-
leikaraprófi úr Tónlistarskólanum í
ar starfsemi kirkjunnar og álit í
ýmsum málefnum þar sem takast á
kenningar strangtrúarmanna og
hinna sem frjálslyndari eru og er
kannski óþarfi að taka fram að
presturinn/spæjarinn Koesler, mál-
pípa höfundarins, er í síðarnefnda
hópnum. Kienzle tekst ekki að setja
málefnin fram á spennandi eða for-
vitnilegan hátt enda kannski alls
ekki á allra færi og uppbygging sög-
unnar býður í raun ekki upp á mikil
og spennandi tilþrif. I henni rekur
Koesler einfaldlega sögu biskups-
ins, sem á þátt í vandræðum hans,
og er sú upprifjun bæði löng og
ströng.
Vincent Delvecchio heitir bisk-
upinn sem um ræðir en Koesler hef-
ur þekkt hann allt sitt líf. Sem ungur
maður og tilvonandi prestur var
hann svipað innrættur og Koesler en
með ámnum hefur hann orðið for-
pokaður og strangur bókstafsmaður
sem þolir engin frávik frá kennisetn-
ingunum, hefur tapað sambandinu
við systur sína og bróður og beitir
jafnvel stöðu sinni til þess að níðast á
náunganum. Koesler rekur hvemig
maðurinn varð eins og hann er og
kemur inn á sjálfsmorð frænda hans,
banvænan sjúkdóm móður hans,
fóstureyðingar systur hans, en hún
er læknir, og hjúskaparstöðu bróður
hans, sem verið hefur í sambúð með
sömu konunni í aldarfjórðung en
aldrei kvænst henni; altso lifað í
synd allan þennan tíma. Sjálfur á
biskupinn í einstaklega klaufalegu
Reykjavík. En verkið er samið fyrir
kórinn, með hann í huga, og er sam-
leikur kórsins og básúnunnar." Að
sögn Þorgerðar hefur Atli hagað
verkinu þannig að í Tékklandi mun
kórinn fara með ákveðinn hluta text-
ans á tékknesku. „Við eram því búin
að vera að bjástra við tékkneskuna
undanfarið,“ segir hún.
Tékklandsferðina segir Þorgerð-
ur til komna vegna starfs kórsins á
alþjóðavettvangi. „Kór Karlsháskól-
ans hefur í gegnum tíðina sýnt okk-
ur mikinn áhuga og aðdáun, en það
var svo fyrir um fimm árum að þeir
komu formlega til okkar eftir tón-
leika á Europa cantat og buðu okk-
ur til Prag. Síðan er þetta búið að
liggja í loftinu, en ferðin hefur ekki
verið farin fyrr en nú,“ bætir hún
við.
Að sögn Þorgerðar leggst ferðin
prýðisvel í hana. „Þetta eru mjög
duglegir krakkar og það hefur verið
töluverð vinna að fullæfa dagskrána
á sama tíma og þeir sem era í skóla
hafa verið í prófum."
ástarsambandi ef ástarsamband
skyldi kalla. Allt hefur þetta saman-
lagt mótað prestinn unga og síðar
biskupinn með mjög neikvæðum
hætti þar til Koesler ákveður að nú
sé nóg komið.
Viðtal í lokin
Fjölskyldumeðlimir biskupsins
þjóna allir hlutverki sem fulltrúar
þeirra viðfangsefna sem kaþólska
kirkjan hefur glímt við í gegnum ald-
irnar fremur en persónur af holdi og
blóði og virka því kannski óþarflega
óspennandi. Höfundurinn Kienzle
brúkar þær til þess að fjalla um við-
horf kirkjunnar til málefna eins og
sjálfsmorðs, fóstureyðinga, óvígðrar
sambúðar og fleira sem til fellur;
skírlífi presta meðal annars. Allar
þær umræður blandaðar upprifjun-
um á ævisögu biskupsins og virka
helst til gamaldags og þreyttar og
við bætist að Kienzle verður seint
talinn frísklegur penni.
Útgefandinn birtir viðtal við höf-
undinn í lok bókarinnar þar sem
hann er spurður út í hitt og þetta
eins og muninn á starfi rithöfundar-
ins og prestsins, óánægju hans með
bíómyndina sem gerð var eftir „The
Rosary Murders", lesbækur og upp-
áhalds rithöfunda sína. Þeir era: Pat
Conroy, Donald Westlake, Loren
Estleman, Ferrol Sams, Markús,
Lúkas, Matthías og Jóhannes.
Arnaldur Indriðason
Stúlkna-
raddir í
Seljakirkju
STÚLKNAKÓR Tónlistarskól-
ans í Keflavík heldur tónleika í
nýjum safnaðarsal Seljakirkju í
dag, sunnudag, kl. 17.
Á efnisskránni era íslensk
þjóðlög, sönglög, ættjarðarlög
og dægurlög, dagskrá sem kór-
inn söng í Bandaríkjunum um
síðustu mánaðamót. Einnig
mun kórinn syngja nokkur lög
á ensku, sem stúlkumar þurftu
að læra fyrir kóramótið Amer-
ica Sings.
Stjórnandi kórsins er Gróa
Hreinsdóttir og undirleikari
Karen Sturlaugsson.
Sýningum
lýkur
Gallerí Kambur
SÝNINGU Kristjáns Krist-
jánssonar á 40 tölvuklippi-
myndum í Galleríi Kambi í
Holta- og Landsveit lýkur í
kvöld, sunnudagskvöld.
Hamrahlíðarkór-
inn til Tékklands