Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ L VIKAN 3/10 - 9/10 ►UM 70% félagsmanna í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur vilja leggja áherslu á fyrirtækjasamn- inga í komandi kjarasamn- ingum. ► Menntamálaráðuneytið og Háskóli íslands hafa gert samning um kennslu og fjár- hagsleg samskipti. Af samn- ingnum leiðir að fjárveiting- ar til Háskólans verði í fast- ari skorðum og að framlög til kennslu aukist um nær 250 milljónir á ári. ►VERÐ á grænmeti og ávöxtum er hærra á Islandi en í öðrum löndum. Þetta kemur fram í verðkönnun sem gerð var í vikunni. For- svarsmenn matvöruverslana segja háa tolla á innflutningi vera orsök þess og landbún- aðarráðherra segir að verið sé að kanna leiðir til verð- Iækkunar. ► STJÓRNIR sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna rekstrarvandans sem við blasir, en á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vantar á þessu ári um 620 milljónir króna og 750 milljónir á Landspítala. ►FULL ástæða er fyrir Seðlabanka Islands að við- halda miklu aðhaldi i pen- ingamálum til að sporna gegn verðbólgu, því ennþá er mikill þrýstingur á verðlag í landinu. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins. ►DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra sagði í setningará- varpi ráðstefnunnar um kon- ur og lýðræði við árþúsunda- mót að ríkisstjórn íslands hefði ákveðið, í samvinnu við verkalýðsfélög og samtök at- vinnurekenda, að jafna rétt til fæðingarorlofs þannig að feður hefðu sama rétt og mæður að þessu leyti. Forsætisráðherra fjallar um stöðu efna- hagsmála í stefnu- ræðu sinni DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að mánudag að hraðinn á efnahagslífínu væri meiri en hollt væri til lengdar og nú væri svo komið að ýmsir fram- leiðsluþættir í hagkerfinu væru full- nýttir og framleiðniaukningin hefði einfaldlega ekki undan, þótt myndar- leg væri. Hann sagði að svarið væri að hægja dálítið á án þess þó að kloss- bremsa. Forseti ASÍ segir erfiða kjarasamninga framundan GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði á kjaramálaráðstefnu ASÍ að framundan væru erfiðir kjarasamning- ar. Hann sagði að í komandi kjara- samningum yrði að tryggja hag þeirra hópa sem í reynd hefðu ekki notið sömu kjarabóta og aðrir á undanfórn- um misserum og um leið jrði að varð- veita þann almenna árangur sem náðst hefði og áframhaldandi efnahagslegan stöðugleika. UM 300 þátttakendur á ráðstefnunni konur og lýðræði við árþús- undamót RÁÐSTEFNAN konur og lýðræði við árþúsundamót var sett á föstudag. Þátttakendur eru um 300 talsins og eru frá 10 löndum. Meðal erlendra þátttakenda eru Vaira Vilke- Freiberga, forseti Lettlands, Strobe Talbott, varautanríkisráðherra Rúss- lands, og Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna. Þau flytja öll ávörp á ráðstefnunni. 40 farast í lestarslysi AÐ MINNSTA kosti 40 létust og tug- ir slösuðust þegar tíu vagna hraðlest rakst á þriggja vagna lest nálægt Paddington-stöðinni í London á þriðjudag. Um tíma var óttast að mun fleiri hefðu látist, eða allt að 127, en talan var lækkuð eftir að í Ijós koma að margir þeiira sem saknað var og óttast var að hefðu verið farþegar í lestunum, voru heilir á húfi. Nú er talið að orsök slyssins megi rekja til þess að lestarstjóri annarrar lestar- innar hefi ekki sinnt stöðvunarljósi skömmu áður en slysið varð en yfir- fvöld hafa gert rekstraraðilum jám- brautanna skylt að leggja fram áætl- un um bætur í öryggismálum innan eins mánaðar. Mikil flóð í Mexíkó MEIRA en 293 lík hafa fundist og á annað hundrað manna er enn saknað á svæðum þar sem mikil vatnsflóð og skriðuföll urðu í Mexíkó í vikunni. Or- sök flóðanna er gífurleg úrkoma sem hefur náð allt að 375 mm á sólarhring í einstökum héruðum. A föstudag stytti upp og gátu íbúar þá hafist handa um að moka aur úr húsum sín- um. Eyðileggingin virðist hafa verið mest í Michun, 160 km norðaustur af Mexíkóborg. Flóðin eru þau mestu sem orðið hafa í landinu í 40 ár. ►Breskur dómari kvað á föstudag upp þann úrskurð að Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, mætti framselja til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á pynt- ingum í valdatíð sinni. Verj- endur hafa þegar áfrýjað dómnum til æðra dómstigs í Bretlandi. Urskurðinum var fagnað víða um heim af ætt- ingjum fórnarlamba her- stjórnarinnar í Chile en stuðningsmenn Pinochets segja ákvörðunina afbökun á réttlætinu. ►Vopnuð átök hafa í vikunni geisað í rússneska sjálfstjórn- arlýðveldinu Tjetsjníu milli rússneskra hermanna og tjet- sjneskra hersveita. Rússar segjast hafa hertekið þriðj- ung af landinu en þar settu stjórnvöld herlög á þriðju- dag. Aslan Maskhadov, for- seti landsins, hefur einnig beðið NATO að hafa milli- göngu um lausn deilunnar. Rússnesk sljórnvöld, sem líta á Ijetsjníu sem hluta Rúss- lands, segja að markmið inn- rásarinnar sé að uppræta ís- lamska hryðjuverkamenn. ►Líkur eru á að Frelsisflokk- ur Jörgs Haiders fái aðild að næstu ríkissljóm Austurríkis eftír að flokkurinn vann stór- sigur í þingkosningum um síðustu helgi. Sigur flokksins, sem meðal annars byggði kosningabaráttu sína á áróðri gegn innflytjendum, hefur verið harmaður víða um heim og hafa Israelar lýst því yfír að þeir muni hugsan- lega „endurmeta“ samband sitt við Austurríki vegna hans. Olafur F. Magnússon gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Segir þá skapa þrenn- ingu virkjanatrúboðsins ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, er hann mælti fyrir tillögu þess efnis að borgarstjórn skoraði á Alþingi að sjá til þess að fram færi umhverfis- mat vegna fyrirhugaðrar Fljótsdals- virkjunar, að eigin metnaður, fyrir- greiðslupólitík og kjördæmapot for- manns Framsóknarflokksins væri aðalástæða þess að þjóðin stæði frammi fyrir því að unnin yrðu ein- hver mestu náttúruspjöll af manna völdum í sögu hennar. „Fyrirgreiðslupólitík Halldórs Ás- grímssonar í kjördæmi sínu ætlar að verða þjóðinni dýrkeypt,“ sagði Ólaf- ur. Hann sagði öll fyrri dæmi um fyrirgreiðslupólitík verða örsmá í samanburði við það Isiandsmet í þeim efnum sem Halldór Ásgríms- son væri að setja. Ólafur sagði Finn Ingólfsson og Siv Friðleifsdóttur skipa „hina heilögu þrenningu virkj- anatrúboðsins" auk Halldórs. Tillögu Ólafs vísað frá Ólafur varð ekki við ítrekuðum til- mælum um að draga tillögu sína í borgarstjórn til baka og var því bor- in upp frávísunartillaga sem sam- þykkt var með 11 atkvæðum gegn þremur. Tveir borgarfulltiúar R- lista, Árni Þór Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir, greiddu auk Ölafs at- kvæði gegn frávísunartillögunni. Guðrún Pétursdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá við af- greiðslu málsins. Ólafur sagði frávísunartillöguna eingöngu varða ágreining um hvort tillaga hans heyrði undir borgar- stjórn. Hann taldi niðurstöðu um- ræðnanna um tillöguna sýna að fyrir lægi skýr vilji meirihluta borgarfull- trúa um að umhverfismat færi fram þar sem 8 af ellefu borgarfulltrúum sem tjáðu sig um málið hefðu lýst stuðningi við matið. í máli Ólafs F. Magnússonar kom fram að borgarfulltrúar í Reykjavík ættu að taka afstöðu til skipulags og nýtingar íslenska hálendisins, bæði vegna þess að hálendið væri sameign íslensku þjóðarinnar og vegna 45% eignarhluta Reykjavíkurborgai- í Landsvirkjun. Hann telur að borgar- fulltrúum beri skylda til að fram- fylgja hagsmunum og vilja borgar- búa og meirihluta þjóðai’innar. Skiptimynt í stjórnarsamstarfi Að mati Ólafs eru meiri verðmæti fólgin í því að gera hálendið norðan Vatnajökuls að þjóðgarði en leggja það undir virkjun. Ólafur telur ólík- legt að ráðamenn á Islandi í dag komi auga á þetta enda séu þeir ára- tugum á eftir leiðtogum margra þjóða í skilningi á gildi náttúru- verndar. Ólafur telur náttúruperlur á Aust- urlandi orðnar að skiptymynt í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ólafur sagði að ef Halldór féllist á ósk þjóðarinn- ar um lögformlegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar gæti hann forðað sér frá „íslandsmeti í fyrir- greiðslupólitík og þjóðinni frá langvarandi innbyrðis ósátt“. Mai’gir borgarfulltrúar tjáðu sig um tillögu Ólafs og lýstu flestir j- þeirra stuðningi við að fram færi um- I hverfismat vegna Fljótsdalsvirkjun- ar en voru jafnframt þeirrar skoðun- ar að tillagan ætti ekki erindi inn í borgarstjórn. Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi R-lista og flytjandi frávísunartil- lögunnar, gagnrýndi árásir Ólafs á fjarstadda menn sem ekki gætu svarað fyrir sig. Hann dró þá álykt- un af málflutningi Ólafs að hann | hefði í raun og veru verið að skamma |: forystulið Sjálfstæðisflokksins fyrir stefnu þess í virkjanamálum. Tveir borgarfulltrúar, Árni Þór Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir, studdu tillöguflutning Ólafs og töldu tillöguna eiga fullt erindi inn í borg- arstjórn, bæði vegna eignarhluta Reykjavíkur í Landsvirkjun og vegna þess að virkjanir á hálendinu snerti landsmenn alla. Guðrún Pét- ursdóttir lýsti sig sammála boðskap | tillögu Ólafs en benti á að borgar- [ stjórn yrði að fara varlega í vali á j: þeim málefnum sem hún tæki fyrir. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri :benti á að þegar mál væri flutt af landsmálavettvangi inn í borgarstjórn byndi enginn annan í borgarstjórnarflokki R-listans, þar hefðu menn sínar persónulegu skoð- anir og sannfæringu sem þeir stæðu við. Hún kvaðst styðja tillögu Ólafs efnislega en lýsti þeirri skoðun sinni L að í borgarstjórn bæri fyrst og I fremst að fjalla um mál sem með sér- | tækum og beinum hætti vörðuðu p Reykvíkinga og þar við yrði látið sitja. Högni Óskarsson fulltrúi á aðalfundi Læknafélags íslands Undrast ummæli Anders Miltons HÖGNI Óskarsson geðlæktiir, fulltrúi á aðalfundi Læknafélags íslands og einn af samstarfslæknum Islenskrar erfðagreiningar, segir að ummæli Anders Miltons, formanns Alþjóðafélags lækna, WMA, í viðtali í Morgunblaðinu sl. laugai’dag hafi ekki verið í takt við það sem fram kom á aðalfundi Læknafélagsins. Einnig setji Milton, sem jafnframt er framkvæmdastjóri sænska lækna- ráðsins, sig á háan hest þegar hann beini spjótum sínum að íslenska gagnagrunninum en minnist ekki á sænska gagnagrunninn, sem fylgi engum reglum sem hann setji fram. „I umræðum á fundinum var bent á að það þyrfti að skoða þetta mál í samhengi við það sem tíðkaðist í heiminum. Það eru til miðlægir gagnagiunnar víða um heim. Allir eru þeir reknir undir kennitölum, án upplýsts samþykkis og án úrsagnará- kvæða,“ segir Högni. Hann segir að ummæli Miltons veki undrun, því hann segi t.d. að dulkóðun sé ekki nægjanleg vegna magns upplýsinga og fámennis hérlendis þannig að ein- staklingar geti verið auðkennanlegir. Ekki rætt við stjórnvöld eða rekstrarleyfishafa „Milton virðist ekki hafa áhyggjur af því í þessu samhengi að í sænska gagnagrunninum eru allar upplýs- ingar um sjúklinga færðar undir kennitölu og upplýsingum er þar miðlað út úr grunninum um einstak- Iinga en ekki dulkóðaða hópa eins og verður á Islandi. Fulltrúar samtak- anna hafa ekki rætt við fulltrúa heil- brigðisyfirvalda á íslandi til þess að fá upplýsingar um hvernig samið verði um þessi atriði í grunninum. Þeir hafa ekki rætt við rekstrarleyf- ishafa til þess að heyra hvernig hann hyggst gæta persónuverndar. I um- ræðunum kom fram að samtökin j hafa áður sent frá sér yfirlýsingu um i tölvunotkun í læknisfræði. Þar er I vinnsla heilsufarsupplýsinga heimil- uð án upplýsts samþykkis svo fremi sem það sé innan þess siðfræðilega | ramma sem settur hefur verið s.s. Helsinkisáttmálinn og allir era sam- mála um,“ segir Högni. Hann segir að í Svíþjóð sé stór miðlægur gagna- grunnur með heilsufarsupplýsingum um alla sjúklinga sem útskrifast af spítulum. Þarna séu upplýsingar sóttar án upplýsts samþykkis, án | þess að læknar séu spurðir og án úr- j j sagnarákvæða. „Milton virðist í viðtalinu gera ki’öfu til upplýsts samþykkis til gagnagrunnsins á Islandi þegar ekk- ert slíkt tíðkast í Svíþjóð né í öðrum miðlægum gagnagrunnum. Milton blandar saman því að geta sagt sig úr rannsókn sem unnin er eftir fyrir- fram gerðri áætlun og að geta sagt sig úr gagnagrunni sem inniheldui’ . safn heilsufarsupplýsinga. Það fylgja ■ allir þeiiTÍ meginreglu að sjúklingar geti hætt þátttöku í rannsókn sem ? þeii’ hafa fallist á að taka þátt í. Það er úrsagnarákvæði í íslenska gagna- grunninum þótt það sé ekki til í öðr- um gagnagrunnum nema á Nýja Sjá- landi, en við það að segja sig úr þeim grunni missir fólk heilsutryggingu," segir Högni. Hann segir að það já- kvæða sem hafi komið fram í viðtal- inu við_Milton sé vilji WMA til að að- t stoða íslendinga við lausn málsins. „Við fögnum því en til þess að svo megi verða þurfa þeir að sýna raun- | vei’ulegan samstarfsvilja við alla við- komandi aðila sem þeir hafa ekki gert hingað til,“ segir Högni. BÓK30% li'i!iffiB'iilftl2772ÖL" Loksins komin aftur Guð hins smáa kom út í fyrra og seldist upp á svipstundu. „Sagan er listavel samin ...þrungin spennu sem fyLLir tesandann þvílíku óþoti að hann getur ekki hætt að lesa." Sigriður Albertsdóttir, DV 0 FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Simi 510 2500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.