Morgunblaðið - 10.10.1999, Side 8
8 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FJÁRLÖG GEGN
41/, - -uififwiœ.-' 'mn
A/i [Gh^ U NÍC>
Þá er að sjá hvort 15 milljarðar gefa nægan höggþunga til að kveða draugsa niður.
Forsvarsmenn matvöruverslana um verð á grænmeti og ávöxtum
Hærra verð vegna
innflutningstolla
VERÐ á grænmeti og ávöxtum er
að jafnaði hærra á íslandi en í öðr-
um löndum og hefur sú staðreynd
margoft verið staðfest í verðkönn-
unum, meðal annars þeirri sem birt
var í Morgunblaðinu í vikunni.
Kannað var verð á grænmeti og
ávöxtum í sjö borgum og af þeim
tíu tegundum sem skoðaðar vora
eru fimm dýrastar á Islandi.
Þegar Morgunblaðið spurði for-
svarsmenn nokkurra matvöra-
verslana hverjar þeir telji vera
ástæður þessa verðmismunar,
nefndu þeir fyrst og fremst þá háu
tolla sem lagðir eru á innflutt
grænmeti og ávexti. Guðni Agústs-
son landbúnaðarráðherra tjáði
Morgunblaðinu í gær að leitað væri
leiða til að lækka grænmetisverð
en hann sagði ekki unnt að fullyrða
í bili hvort til greina kæmi að fella
niður tolla.
Ef tollar yrðu afnumdir myndi
verð samstundis lækka
Jón Þorsteinn Jónsson, markaðs-
stjóri Nóatúns, segir að þessi verð-
munur stafí af háum tollum á inn-
fluttu grænmeti og ávöxtum. „Það
er bara ein stór skýring á þessu og
það era tollarnir. Ef þeir yrðu
afnumdir myndi verðið tvímæla-
laust lækka þann sama dag og í
kjölfarið kæmi til neysluaukning.
Ef við gætum boðið verð sem væri
sambærilegt við Norðurlöndin til
dæmis, er alveg borðleggjandi að
neysla á grænmeti og ávöxtum
myndi aukast.“
Mikilvægast er
að neytendur hafi val
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir að
það sem standi grænmetis- og
ávaxtamarkaðnum á íslandi fyrir
þrifum séu tollarnir á innfluttu
grænmeti og ávöxtum og telur
hann að ef þeir yrðu felldir niður
yrði það öllum til bóta, ekki síst ís-
lenskum grænmetisbændum.
Hann segir að grænmetisbændur
muni ekki ná almennilegri hag-
ræðingu í rekstri sínum fyrr en
þeir fái að spreyta sig í samkeppni
á alvöru markaði, en eins og stað-
an sé í dag sé markaðurinn mjög
óþroskaður.
„Ef tollar yrðu felldir niður hefðu
neytendur val um að kaupa ódýrara
innflutt grænmeti eða dýrara ís-
lenskt grænmeti og þar sem gæði
íslensks grænmetis eru talsvert
meiri væri þetta því spurning um
áherslur og val neytenda, en aðalat-
riðið er þó að neytendur hafi þetta
val.“
Samkeppni verður til þess
að fólk geri betur
Sveinn Sigurbergsson, verslun-
arstjóri Fjarðarkaups, segir að toll-
ar á innfluttu grænmeti séu aðal-
ástæða verðmismunarins. Flutn-
ingskostnaður hafi líka áhrif en það
séu þó fyrst og fremst tollarnir sem
séu orsökin. „Á meðan íslenska
uppskeran er að klárast eru tollar
lagðir á innflutt grænmeti og það
jafnvel þótt íslenska grænmetið
anni ekki lengur eftirspurn á mark-
aðnum.“
Aðspurður segist hann ekki í
vafa um að það yrði til bóta ef toll-
arnir yrðu felldir niður. „Þegar
sælgætisinnflutningur var fyrst
leyfður á Islandi höfðu allir geysi-
legar áhyggjur af því að íslenskur
sælgætisiðnaður myndi hrynja. En
eftir á að hyggja hefur hann aldrei
staðið sig betur enda verður sam-
keppni bara til þess að fólk geri
betur. Ég held líka að íslenska
grænmetið sé betra, að minnsta
kosti aðlagaðra okkar smekk og ég
held að íslenskir neytendur þekki
og vilji sitt heimabragð. Ég hef því
ekki miklar áhyggjur af íslenskri
garðyrkju þótt þessir tollar verði
felldir niður."
Mótuð verði stefna
í málefnum
barna og
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
þingsályktunartillaga þess efnis að
ríkisstjórninni verði falið að undir-
búa heildstæða og samræmda op-
inbera stefnu í málefnum barna og
unglinga. Fulltrúar úr öllum þing-
flokkum koma að tillögunni en
fyrsti flutningsmaður hennar er
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingar.
I greinargerð tillögunnar segir að
allt frá stofnun embættis umboðs-
manns bama árið 1995 hafi umboðs-
maður vakið athygli stjórnvalda á
því hve brýnt sé að mótuð verði skýr
opinber heildarstefna í málefnum
barna og unglinga og aðgerðir sam-
ræmdar af hálfu stjómvalda á ýms-
um sviðum er snerta hagi þeirra.
unghnga
Er þess jafnframt getið að öll
hin norrænu ríkin hafi mótað heild-
stæða stefnu í þessum málum og
fullyrt er að hennar sé ekki síður
þörf hér á landi þótt umhverfi
barna á Islandi sé um margt frá-
bragðið.
„Það er grandvallaratriði hjá
þjóðum sem kenna sig við velferð-
arsamfélög að búa vel að börnum
og unglingum og tryggja þeim sem
jöfnust skilyrði til uppvaxtar og
þroska," segir m.a. í greinargerð.
„Heildstæð og samræmd opinber
stefnumótun í málefnum barna og
unglinga, sem framkvæmdaáætlun
til nokkurra ára byggist síðan á, er
forsendan fyrir skipulögðu og
markvissu starfi í því efni.“
Matvæladagur MNI á Hótel Sögu
Offitu-
vandamálið
Brynhildur Briem
Hinn 15. október
nk. heldur Mat-
væla- og næring-
arfræðafélag Islands
sérstakan matvæladag
og er þetta í sjöunda
skipti sem slíkur dagur
er haldinn. Yfirskrift
dagsins er Offita, en al-
þjóðaheilbrigðismála-
stofnunin WHO, hefur
lýst offitu sem faraldri,
ekki bara á Vesturlönd-
um heldur víða í þróun-
arlöndum. Þá er einnig
bent á að offita geti orðið
einn mesti heilsuvandi
nýrrar aldar. Flutt verða
sjö erindi á Hótel Sögu
þar sem matvæladagur-
inn er haldinn hátíðlegur
og hefst fundurinn
klukkan 9.30 en skráning
er klukkan 9.00. Brynhildur
Briem, lektor í matvæla- og
næringarfræði við Kennarahá-
skóla Islands, er einn fyiárlesara
á þessum matvæladegi.
„Minn fyi'irlestur fjallar um
holdafar íslenskra skólabarna.
Ég hef nýlega lokið rannsókn á
hæð og þynd 9 ára skólabama í
Reykjavík frá árinu 1938 og
fram til ársins 1998. Ég hef
komist að því að börnin hafa
stækkað að meðaltali um fimm
sentímetra á þessu tímabili en
þau hafa jafnframt þyngst og
þau hafa þyngst meira en sem
nemur réttu hlutfalli við þessa
hækkun. Fjöldi of þungra barna
er vaxandi, sérstaklega síðustu
tvo áratugi."
-Hvers vegna heldur þú að
þróunin haíi orðið þessi?
„Hvað snertir hækkunina þá
stafar hún trúlega af því að
börnin fá kjarnbetra fæði, betri
aðbúnað og minna er um sjúk-
dóma. En þyngdaraukningin
stafar líklegast af auknu hreyf-
ingarleysi og hlýtur mataræði
líka að spila inni í.“
-Hvers vegna heldur þú að
börn hreyfi sig minna núna á
tímum heilsuræktar og aukinna
tækifæra til hreyfinga?
„Trúlega er það aukinn fjöldi
samgöngutækja sem sparar
okkur sporin, börnum er „skutl-
að“ fram og til baka, leikir barna
virðast vera öðravísi í dag en
þeir voru áður og aukin kyrrseta
fyrir framan sjónvarp og tölvur
hefur líka sitt að segja. Þess má
geta að bandarískar rannsóknir
hafa sýnt fylgni milli þess tíma
sem böm verja fyrir framan
sjónvarp og svo offitu."
- Hefur mataræði mikið
breyst á því tímabili sem rann-
sókn þín nær yfir?
„Það er erfitt að bera
saman eldri rann-
sóknir á mataræði og
nýrri rannsóknir því
öðrum aðferðum var
beitt við að afla upplýsinganna.
En samkvæmt nýjustu rann-
sókn borða börnin okkar mikið
af sykri og lítið af ávöxtum og
grænmeti. Þau velja gjarnan
sæta drykki frekar en vatn.
Einnig mætti benda á að þó að
verið sé að vinna í því að bæta
mataraðstöðu skólabarna þá
vantar mikið upp á að öll böm
hafi mannsæmandi aðstöðu til
að matast á skólatíma.“
- Um hvað fjalla hinir fyrir-
lestramir?
„Við erum með einn útlendan
fyrirlesara, hann heitir Sören
Toubero frá Kaupmannahöfn og
mun tala um meðferð offitu og
þá ögran við heilsu fólks sem
►Brynhildur Briem fæddist í
Reykjavík 1953. Hún lauk
stúdentsprófi 1973 frá
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð og prófi í lyíjafræði frá
Háskóla íslands 1977, prófi í
matvælafræði lauk hún frá
sömu stofnun 1980. Prófi í
næringarfræði lauk Brynhild-
ur frá háskólanum í Ósló og er
um þessar mundir að ljúka
meistaraprófí í heilbrigðisvís-
indum frá Háskóla Islands.
Brynhildur hefur unnið í ýms-
um apótekum og sinnt kennslu
í ýmsum skólum, nú er hún
lektor við Kennaraháskóla Is-
lands.
hún er í hinum vestræna heimi.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir mat-
vælafræðingur mun fjalla um
þróun ofþyngdar og offítu meðal
fullorðinna í Reykjavík. Eins og
fyrr kom fram hefur WHO lýst
yfir áhyggjum vegna aukinnar
offituvandamála fólks, en offita
er áhættuþáttur íyrir marga al-
varlega sjúkdóma, svo sem
hjarta- og æðasjúkdóma og full-
orðins-sykursýki. Þorkell Guð-
brandsson yfirlæknir mun fjalla
um afleiðingar offitu og veltir
fyrir sér hvort gagn sé að lyfja-
meðferð við offitu. Heiðdís Sig-
urðardóttir sálfræðingur mun
því næst ræða um áhrif megrun-
ar/sveltis, á líkama og sál. Einar
Matthíasson, markaðs- og þró-
unarstjóri hjá Mjólkursamsöl-
unni, fjallar um þróun í fram-
leiðslu og sölu á mögram mjólk-
urafurðum og að lokum mun
Guðmundur Frímannsson heim-
spekingur tala um mat í góðu
lífi. Á matvæladeginum verður
svo um hádegisbil afhent
fjöregg MNÍ - Matvæla- og
næringarfræðafélags
íslands, en fjöreggið
er viðurkenning fyrir
lofsvert framtak á
matvælasviði."
-Er mikill áhugi
fyrir þessum matvæladegi með-
al almennings?
„Á þessum síðustu sjö árum hef-
ur áhuginn farið vaxandi með
ári hverju og nú er ekki annað
sýnna en þátttaka í matvæla-
deginum verði mjög góð. Fólk
sem vill vera með þarf að skrá
sig í síma 525-4260 eða í faxi
567-4520. Þátttöku þarf sem sé
að tilkynna áður en matvæla-
dagur hefst þann 15. október
nk. Þessi dagur, sem er mikill
hátíðisdagur hjá matvæla- og
næringarfræðingum, hefur
greinilega fest sig í sessi og í
tengslum við hann hafa mörg
málefni verið til umfjöllunar
sem nauðsynlegt er að ræða.“
Fjöldi
ofþungra fer
vaxandi hér