Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SH eykur sjálfstæði dótturfélaga og innlendra framleiðenda en dregur úr eigin umsvifum Miklar breytingar eiga sér stað um þessar mundir á rekstri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihús- --------7------------ anna. Abyrgð fram- leiðenda og dóttur- fyrirtækja hefur ver- ið aukin og verulega dregið úr umsvifum og kostnaði við rekst- ur móðurfélagsins. Róbert Guðfinnsson, stj órnarformaður SH, stendur í broddi þeirrar fylkingar, sem beitt hefur sér fyrir þessum breyt- ingum. Hjörtur Gíslason ræddi við Róbert um breyting- arnar og framtíð fé- lagsins. Hann er sannfærður um að fé- lagið sé á réttri leið. Morgunblaðið/Kristinn íslenzki framleiðandinn er hornsteinn félaqsins Við erum að laga starfsemi SH að nútímaviðskiptum. Við hættum með svokallaða umsýslusamninga og kom- um á beinu sambandi framleiðenda og markaðsfyrirtækjanna, en bjóð- um jafnframt framleiðendum upp á alla þá þjónustu, sem þeir óska. Við erum að styrkja SH sem al- þjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu og sölu sjávarafurða og aukum þannig möguleika félagsins til að vaxa og dafna og skila eigendum sínum góðum arði,“ segir Róbert Guðfinnsson. En í hverju eru þessar breyting- ar helzt fólgnar? „Breytingarnar byggjast fyrst og fremst á því að laga fyrirtækið að hinu breytta umhverfi, sem orð- ið er í veiðum, vinnslu og sölu sjáv- arafurða. Það er orðið mjög auð- velt að hafa samskipti heimshorna á milli og inn í framleiðslufyrir- tækin er komið meira af vel menntuðu fólki með góða tungu- málakunnáttu og markaðsþekk- ingu. Þetta fólk er mjög hæft til þess að eiga bein viðskipti út í heim, enda hraði og fumlaus sam- skipti nauðsynleg í nútímavið- skiptum," segir Róbert. „Framleiðendur voru með um- sýslusamninga, sem þýddi að þeir framseldu ábyrgðina á vörunni til markaðsfyrirtækisins og fram- leiddu án þess að vera í teljandi tengslum við markaðinn. Við erum áfram með þjónustudeild, þar sem við vinnum með framleiðendum á þann hátt, sem þeir óska. Við erum enga að þvinga til að kaupa af okk- ur þjónustu og vinnu sem þeir kæra sig ekki um. Innan Sölumiðstöðvarinnar unnu fjölmargir starfsmenn að því að koma á framfæri afurðum fram- leiðenda út til markaðsfyrirtækj- anna. Nú eru umsýslusamningarn- ir úr sögunni og í staðinn koma samningar milli framleiðandans og viðkomandi dótturfyrirtækis SH, sem markaðssetur afurðirnar. Nú verður það hlutverk framleiðand- ans að beina afurðum sínum til dótturfyrirtækjanna, sem vinna út á mörkuðunum. Eignarhaldsfélag SH verður framvegis eignar- haldsfélag með 4 til 5 starfsmenn, en síðan verður rekin hér á landi þjónustudeild með innan við 40 starfsmönnum. Sú deild veitir þjónustu sem verður seld út, bæði til dótturfélaga og framleiðenda. Þannig finna þeir, sem þjónustuna kaupa, íyrir kostnaðinum beint.“ Hin raunverulega tekjuöflun verð- ur aðeins úti á mörkuðunum sjálf- um,“ segir Róbert. Er með þessu verið að færa auk- ið hlutverk í hendur dótturfyrir- tækjanna? „Það er framkvæmdastjóri fyrir hverju dótturfyrirtæki eins og ver- ið hefur, en ábyrgð hans verður meiri og auknar kröfur til hans gerðar. Aðalmálið er að dótturfyr- irtækin þjóni sínu umhvefi ytra vel og veiti innlendum framleiðendum einnig góða þjónustu. Dótturfyrir- tækin þurfa að hafa mjög náið og gott samstarf við framleiðendur meðan þessar breytingar eru að ganga yfir.“ Þarf öflugar einingar Með þessum hætti virðist einnig verið að auka svigrúm stærstu Rekstrarkostnaður SH á íslandi og starfsmannafjöldi, 1997-2000 Rekstrarkostnaður án fjármagnstekna og -gjalda Milljónir króna Starfsmenn 1997 1998 1999 2000 1997 1998 1999 2000 Sérhæft útflutningsfyrirtæki í frystum fiski og rækju með einfalt og skilvirkt stjórnskipulag Beint samband framleiðenda og markaðsfyrirtækja og góð og markviss þjónusta ó Islandi sem skili eigendum sínum viðunandi arði Róbert Guðfinnsson er í forystu þeirra, sem vinna að breytingum á starfsemi og skipulagi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. framleiðendanna, sem skipta við SH. Er engin hætta á að með auknu svigrúmi geti þeir einfald- lega sagt skilið við SH og séð um sín markaðsmál sjálfir? „Ég held að það sé mat þeirra, sem eiga Sölumiðstöðina, en meðal þeirra eru stærstu framleiðendur sjávarafurða á Islandi, að þótt sjávarútvegsfyrirtæki hafi stækk- að séu þau langt frá því að vera stór miðað við stærð helztu við- skiptavinanna erlendis. Dreifíng- arfyrirtæki erlendis hafa verið að sameinast og stækka og verzlunar- keðjur sömuleiðis. Ég held að eina mótvægi okkar við þessari þróun sé að vera með mjög sterkar ein- ingar sem standa þeim á sporði. Ég held að ekkert íslenzk sjávar- útvegsfyrirtæki eitt og sér sé nógu öflugt til að hafa í fullu tré við þessar risavöxnu keðjur.“ „Nú hefur mesta hagræðingin átt sér stað hér á íslandi, en minna í Evrópu. Hvað er framundan þar? „Við erum að yfirfara starfsemi okkar í Evrópu. Það er ljóst að við erum í mikilli sókn á ákveðnum markaðssvæðum. Það hefur orðið feikileg aukning hjá okkur á Spáni, reksturinn í Japan er góður, það gengur vel hjá báðum Coldwater- íyrirtækjunum í Bandaríkjunum og Bretlandi, Þýzkaland er að snú- ast við og Frakkland er í endur- skoðun. Okkur sýnist því að við sé- um að ná góðum tökum á þessu öllu saman. Við höfum skoðað það að steypa allri starfseminni í Evr- ópu í eitt fyrirtæki undir einni yf- irstjórn, en teljum það ekki fýsi- legan kost eins og er.“ Nýjar leiðir SH hefur nýlega keypt 20% hlut í sænska fyrirtækinu Scandsea. Hver var tilgangurinn með þeim kaupum? „Þetta fyrirtæki hefur verið mjög öflugt í viðskiptum við Rússa. Það hefur keypt fiskiskip, bæði að utan og í Rússlandi, og endurnýjað þau og endurfjár- magnað og loks leigt inn til Rúss- lands aftur á kaupleigu. Á móti hafa þeir fengið stjómunarsamn- ing og sjá um sölu afurðanna. Þetta fyrirtæki hefur gengið mjög vel. Þar eru öflugir stjórnendur og fagmannlegir. Meðal annars eiga þeir helming í fyrirtæki hér á landi, sem heitir Fiskafurðir - út- gerð og til stendur að verði að fullu í eigu Scandsea. Scandsea er með aðgang að verulegu magni af fiski, sem við höfum öflugt mark- aðskerfi fyrir, eins og þorski, ýsu, grálúðu og karfa. Samtals selja þeir um 40.000 tonn af fiski á ári. Við sjáum þarna tækifæri til að komast í samstarf við fyrirtæki sem hefur langa reynslu af við- skiptum við Rússa og hefur verið mjög arðbært á síðustu árum. Við eigum dreififyrirtæki í Rússlandi og vonumst til þess í framtíðinni að geta dreift ein- hverju af þessum fiski inn á rúss- neska markaðinn, þar sem það hentar." Sterkur leikur Nú hafa íslenzkar sjávarafurðir sameinazt SÍF og þannig myndað mjög stórt fyrirtæki í sölu og framleiðslu á sjávarafurðum. Hvert er álit þitt á þeirri samein- ingu, meðal annars í ljósi þess að viðræður um samruna IS og SH reyndust árangurslausar fyrir tæpu ári? „Ég held að þetta hafi verið sterkur leikur fynr keppinauta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.