Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 27
LISTIR
Tónlist
frá New
Orleans á
Múlanum
DJASSKLÚBBURINN Múl-
inn hefur vetrarstarfsemi sína
með tónleikum Dixieland-
hljómsveitar Arna Isleifs pí-
anóleikara í kvöld, sunnudags-
kvöld, kl. 21. Leikin verður
tónlist frá New Orleans. Með
Arna leika nokkrir af heldri
borgurum jasslandsins, þeir
Sverrir Sveinsson trompet,
Björn Björnsson tenórsax,
Þórarinn Óskarsson básúna,
Guðmundur Nordahl klar-
inett, Örn Egilsson gítar, Guð-
mundur Steinsson trommur,
Leifur Benediktsson kontra-
bassi og Friðrik Theodórsson
leikur á básúnu og syngur.
Málverkasýn-
ing í Félags-
miðstöðinni
Arskógum
NÚ stendur yfír sýning á
verkum Asmundar Guð-
mundssonar íyrrverandi skip-
stjóra í Félagsmiðstöðinni Ár-
skógum, Árskógum 4.
A sýningunni eru um 40
andlitsmyndir af þjóðkunnum
Islendingum málaðar á tré,
ásamt þjóðlífsmyndum og tré-
skurði.
Sýningin er opin alla virka
daga kl. 9-16.30 og stendur til
12. nóvember.
Síðustu Sig-
fúsartónleik-
ar í Salnum
LOKATÓNLEIKAR Sigfús-
artónleika í Salnum verða
mánudagskvöldið 11. október
kl. 20.30. Tónleikamir „Við
slaghörpuna - Á fæðingardegi
Sigfúsar Halldórssonar", sem
upphaflega átti að flytja einu
sinnu í Tíbrá í Salnum, hafa
fengið fádæma góðar undir-
tektir og alls verið fluttir 10
sinnum í Salnum og þrisvar
sinnum úti á landi. Að sögn
Vigdísar Esradóttur forstöðu-
manns Salarins verða þeir
ekki fleiri vegna anna lista-
mannanna.
Það eru þau Sigiún
Hjálmtýsdóttir, Bergþór Páls-
son og Jónas Ingimundarson
sem flytja ýmsar af þekktustu
perlum Sigfúsar, en auk þess
syngja þau og leika ýmis atriði
úr söngleikjum eftir Andrew
Lloyd-Webber, Jerome Kern,
Leonard Bernstein, Jerry
Herman og George Gershwin.
ðólastemmDTDg á aðveDtaDDl í
Ævmtíjralegur
Tólaffiarkaðarl
2.-5. deserober
Aukaferð vegna mikillar eftirspurnar.
Beint leiguflug með breiðþotu Atlanta
V/SA
1W8WW1H
• Vínarborg er draumastaður þeirra sem vilja
heilsa aðventu á ógleymanlegan hátt.
• Jólastemningin er ósvikin á jóiamarkaðnum á
ráðhústorginu þar sem er sannkallaður
ævintýraheimur fyrir unga og aldna.
• í leikhúsunum, óperuhúsunum og
tónleikasölunum er fjölbreytt hátíðardagskrá.
• Mannlff og tónlist renna saman í eitt á frábærum
veitingastöðum, kaffihúsum og börum.
• Fallegar verslanir með freistandi jólagjöfum við
Kártnerstrasse og Marie-Hilferstrasse.
Jólaljósin Ijóma
hvergi skærari en
f fegurstu borg
Evrópu.
Jólasöngvarnir
hljóma hvergi
fegurri en
í höfuðborg
tónlistarinnar.
Verö frá
38.900 kr.
á mann í tvíbýlí
á Forum Hotel Vienna
í 3 nætur.
Innifalið:
Beint leiguflug, akstur til og
frá flugvelli erlendis, gísting
með morgunveröi, fararstjórn
og flugvallarskattar.
; /O
Missiö ekki af einstöku tækifæri
tii aö komast í sannkallaó jólaskap
í þrískiptum hátíöartakti.
I boði eru fjölbreyttar skoðunarferðir um
Vínarborg og nágrenni, feróir
í óperuhúsin, leikhúsin og tónleikaferóir.
í boði er gisting á:
Forum Hotel Vienna. fjögurra stjörnu nýtískulegu
hóteli í Daunaustadthverfinu.
Hotel Vienna Renaissance, fimm stjörnu hóteli,
staðsettu nálægt Schoenbrunn höllinni.
lÍRVÍLÖTSÝN
--Vn Lágmúla 4: sfmi 585 4000, grmnt númer: 800 6300,
Hafnarfirði: slmi 565 2366, Keflavfk: tfmi 4211353
Selfoss: slmi 482 1666, Akureyri: sfmi 462 5000
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
www.urvalutsyn.is