Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 31 vildi fá hana þá yrði það að vera strax; nú eða ekki. Hann hefði ekki nokkurn áhuga eftir tvö eða þrjú ár. Þannig er það líka ef tilboð kemur í sextán ára strák; þá vantar hugsan- lega mann í unglingaliðið og sú þörf er ekki fyrir hendi síðar, þó svo menn séu auðvitað alltaf að leita að efnilegum leikmönnum. Og þetta gildir ekki bara um unga stráka; þegar erlent lið vantar leikmenn er um að gera að uppfylla þá ósk. Ég hefði getað sent nokkra leikmenn frá KR út til reynslu í sumar í nokkra daga, en félagið þvertók fyrir það. Sumir voru varamenn hjá KR og þetta tækifæri kemur ekki aftur. Kannski fá þeir möguleika á að fara til annarra liða en engan þessara leikmanna get ég sent út til viðkom- andi liða í dag. Ég skil sjónarmið KR, því allt var gert til að ná ár- angri, en vikan eftir að keppnistíma- bilinu lýkur hér heima er eins og hver önnur úti í heimi; þá er engin sérstök kaupvika þar. Það verður ekki bæði sleppt og haldið; ef félag vill selja leikmann verður það að vera tilbúið að hleypa viðkomandi út í fjóra eða fimm daga á milli leikja.“ Hefurðu mikið upp úr því að vera umboðsmaður knattspyrnumanna? „Ég get sagt alveg eins og er að ég er búinn að setja í þetta 5-6 milljónir og er ekki búinn að fá það allt tii baka. En ég er þó alveg rólegur; lög- mennskan er mitt aðalstarf og það er eins með þetta og hverja aðra við- skiptahugmynd; ef hún er farin að skila hagnaði eftir þrjú ár hefur hún verið góð. Ég þarf að ferðast tals- vert, það kostar gríðarlega mikið og ef símareikningurinn er upp á 100 þúsund krónur á mánuði sjá allir að mikill kostnaður er fljótur að koma. Þetta segi ég þó alls ekki til að fólk vorkenni mér, því ég veit að ef ég kem tveimur til þremur leikmönnum til erlendra félaga á ári, og þeir eiga að eftir að standa sig, þá lítur dæmið allt öðruvísi út. Og auðvitað ætla ég mér ekki að tapa á þessu.“ Hvernig stóð á því að þú gerðist umboðsmaður á sínum tíma? „Ég hef alltaf fylgst mikið með íþróttum og sem lögfræðingur var ég búinn að lesa yfir samninga fyrir nokki-a leikmenn sem voru að fara út, áður en þetta hvarflaði að mér. Ég hef unnið sem lögmaður í 15 ár og sá að ég gat alveg gert svona samninga eins og hver annar. Ég forvitnaðist um þessi FIFA-réttindi sem menn verða að hafa til að mega aðstoða leikmenn og það varð úr að ég dreif í að fá mér þau.“ Ævintýramenn? Stöku sinnum heyrast fréttir utan úr heimi sem gætu bent til þess að umboðsmenn séu hálívarasamir ná- ungar. Nýjasta dæmið er ummæli Sir Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Evrópumeistara Manchester United, um rússneskan umboðsmann sem reyndi að múta honum og fleiri hafa orðið uppvísir að því að múta. „Ég held að í þessari starfsgrein eins og öllum öðrum séu vafasamir menn og gæti reyndar trúað að í þessa grein hafi safnast eitthvað meira af ævintýramönnum en ann- ars staðar. En langflestir, og allir þeir sem ég á samstarf við, eru ágætismenn." Síðustu árin hafa heyrst raddir þess efnis að margir óttist að um- boðsmenn séu orðnir of áhrifamiklir. Að gífurleg hækkun iauna leikmanna sé til dæmis runnin undan rifjum þeirra. Hefurðu skynjað þetta? „Já, ég verð auðvitað var við ákveðna tortryggni gagnvart um- boðsmönnum erlendis en menn eru búnir að sætta sig við að þeir eru orðnir hluti af leiknum í dag. Til gamans get ég nefnt að fljót- lega eftir að ég fékk FIFA-réttindin las ég viðtal við Graham Taylor, framkvæmdastjóra Watford og fyiT- verandi þjálfara enska landsliðsins, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um umboðsmenn. Ég sagði við kon- una mína að þetta væri maðurinn sem ég ætlaði að tala við fyrstan allra. Ef ég næði að komast undir skelina á honum hlyti mér að takast það hjá flestum!" Og það tókst! „Já, og við höfum átt ljómandi samstarf. Seinna las ég grein eftir Alan Sugar, stjórnarformann Tottenham, þar sem hann hallmælti umboðsmönnum í bak og fyrir og eftir það skrifaði ég honum og sendi ljósrit af greininni með. Síðan hef ég átt mjög gott samstarf við Totten- ham, hef sent þangað nokkra leik- menn til reynslu og vonandi verður framhald á því. Með því að þreifa svona á liðum og leyfa þeim að þreifa á mér komast forráðamenn þeirra að því að ég er bara venjulegur gutti og ég held ég hafi víða byggt upp traust, sem ég vona að nýtist íslenskum leikmönn- um í framtíðinni.“ Lykillinn að því að ná árangri í þessu starfi er sem sagt að vera heiðarlegur. „Já; að þykjast ekki vera með ann- an Ronaldo þegar venjulegur ieik- maður á í hlut. Og samstarf mitt við nokkur erlend lið er þannig, vegna þess að ég hef aldrei misnotað traust þeirra, að nóg er fyrir mig að segja þeim að ég sé með leikmenn sem ég vilji að þau kíki á. Þá er honum boðið út. En auðvitað líta menn sama manninn misjöfnum augum og sumir vilja ekki einu sinni skoða menn sem ég get boðið. Ég hef nokkrum sinn- Af hverju ættum við ekki að eiga at- vinnumenn á Ítalíu og Spáni? Þar eru þónokkrir Danir og Svíar og án þess að ég sé að gera lítið úr þeim þá eru margir þeirra engar sérstakar stjörnur. um heyrt, síðast i síðustu viku frá framkvæmdastjóra liðs í ensku 3. deildinni, að bara Englendingar geti spilað vörn! Þess vegna vildi hann ekki skoða íslenskan varnarmenn. Og við svona menn er auðvitað ekki hægt að rífast!“ Hvernig eru íslenskir leikmenn verðlagðir í dag? Hvað þyrfti erlent lið að borga fyrir einhvern af bestu leikmönnum Islandsmótsins í sumar? „Það fer eftir því hvaðan liðið er. Norðmenn hafa verið að borga frá fimm og upp í þrettán til fjórtán milljónir króna. Islensku liðin fá svo meiri peninga þegar og ef viðkom- andi leikmenn eru seldir áfram seinna. Ensku liðin borga meira, þó auðvitað reyni þau líka að fá leik- menn eins ódýra og hægt er. En verðið er að mjakast upp; ekki síst vegna þess að landsliðið hefur náð góðum árangri. Ekki er útilokað að hefði leikmaður eins og Andri Sig- þórsson ekki orðið fyrir slæmum meiðslum í sumar - því hann var í feiknaformi og getur nánast allt sem fótboltamaður þarf að geta - gæti hann selst fyrir háar fjárhæðir. Margir hafa talað um Noreg sem stökkpall til annarra landa, en af því hefur því miður ekki orðið ennþá. Vandamálið er að þegar samið er við norsku liðin eru þau ófús að setja þak í þann samning; að liðið geti ekki neit- að tilboði í viðkomandi leikmann upp á einhverja ákveðna upphæð síðar.“ Er þetta skemmtilegt starf? „Ég hef alltaf reynt að hafa lög- mennskuna eins skemmtilega og hægt er. Auðvitað er ekki allt skemmtilegt sem maður gerir, en ég hef reynt að vera í mörgu því ég hef gaman af fjölbreytileikanum. Og þetta finnst mér líka skemmtilegt, já. Mér finnst ég oft ekki vera í vinnunni þegar ég er að starfa fyrir knatt- spyrnumenn. Það er hins vegar farið að taka mikinn tíma á þessum árs- tíma - seinni hluta sumars og á haustin - og konunni minni finnst ég líka fara á of marga leiki á sumrin. Hún hefur að vísu mjög gaman af fót- bolta og það bjargar miklu. Og þegar hún þarf að velja núna á milli þess að sjá KR spila eða að sjá mig spila með Old boys í Gróttu fer hún frekar að horfa á KR. Ég veit ekki hvort það segir meira um smekk hennar fyrir knattspyrnu eða getu mína!“ Hraði i ?,. « . - • Öryggi Þ>jónusta Með kveðju! f' Með öflugu dreifingakerfi og traustum starfsmönnum komum við sendingu þinni til skila hratt og örugglega. Islandspóstur hf. flytur um 80 milljónir sendinga af pósti á ári. Hjá fyrirtækinu vinna um 1300 starfsmenn og það starfrækir 87 pósthús um land allt. POSTURIN N - ntecl kireðjus!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.