Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 34
434 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJÓÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN
Sérfræðiþekking
NÚ í ár er alþjóðlegi
geðheilbrigðisdagurinn
- 10. október - helgað-
ur öldruðum. Margt
hefur áunnist í geðheil-
brigðimálum síðustu ár-
in og ber að fagna því.
Geðhjálp, sem er fé-
lag neytenda og að-
standenda þeirra sem
átt hafa við geðsjúk-
dóma að stríða, hefur
eignast glæsilegt hús
að Túngötu 7 í Reykja-
vík. „Geysir", tilrauna-
verkefni á vegum ríkis,
bæjar og ýmissa stofn-
ana er fætt. Sú starf-
semi kemur til með að
mynda brú yfir í atvinnulífið, fyrir
einstaklinga sem kljást við geðsjúk-
dóma. Rauði kross Islands hefur
sett á laggirnar athvarfið „Vin“ á
Hverfisgötunni og „Dvöl“ í Kópa-
voginum en það er samstarfsverk-
efni Svæðisskrifstofu, Kópavogs-
bæjar og Rauða krossins og er eins
árs um þessar mundir. Starfsemin
á þessum stöðum er gríðarlega
mikilvæg fyrir stóran hóp fólks.
Pað er ánægjulegt þegar margir
taka höndum saman tii að ýta úr
vör nýrri starfsemi. Geðsjúkir hafa
fleiri úrræði en nokkurn tíma áður
og það vegur þungt á vogarskálum
aukinna lífsgæða þeirra.
Meðferð geðsjúkra er í stöðugum
framförum og þá ekki einungis með
betri lyfjum, heldur líka með fag-
fólki sem leggur metnað sinn í
starfið og tekst að áorka miklu,
þrátt fyrir lítið fjármagn og þá
miklu manneklu sem einkennt hef-
ur starfsemi geðdeildanna.
Hér á landi eiga aldraðir með
• geðræna sjúkdóma enga sérdeild
sem hjálpar þeim að greina þann
vanda sem þeir oft standa frammi
fyrir eftir að hafa skilað sínu mikil-
væga framlagi til samfélagsins. Er-
lendis hafa sérdeildir aldraðra ver-
ið starfræktar í mörg ár og vel
mætti nota uppbygg-
ingu þeirra sem fyrir-
mynd fyrir fleiri hópa.
Þar er sérfræðiþekk-
ing í sínu víðasta sam-
hengi sameinuð og
unnið út frá þeirri for-
sendu að nauðsynleg
sé bæði þekking á lík-
ama og sál, og sam-
vinna allra öldrunar-
þjónustustofnana. A
þessum sérhæfðu
deildum er unnið jafnt
með geðræna og lík-
amlega þætti.
Barnaspítalinn er
ekki risinn, en þessar
tafir á byggingarfram-
kvæmdum verða kannski til þess að
þarna rísi spítali þar sem með-
höndlaðir verða allir þeir sjúkdóm-
ar sem hrjá börn.
Inni á sjúkrahúsunum er sam-
vinna hinna mismunandi starfshópa
lykilatriði til að sá sem þarf á þjón-
ustunni að halda - neytandinn - fái
sem besta þjónustu á sem
skemmstum tíma. Til að markmið
sjúkrahúsanna nái tilætluðum ár-
angri er starfsemi utan þeirra ekki
síður mikilvæg. Samvinna stofnana
er misjöfn og mætti hlúa betur að
henni. Sú þekking sem við búum yf-
ir, hér í okkar litla samfélagi, er oft
dreifð þannig að kraftar nýtast ekki
sem skyldi.
Einn þátt vil ég sérstaklega
nefna sem oftast gleymist í endur-
skoðun á starfsemi heilbrigðisstofn-
ananna, en það er sérfræðiþekking
neytandans. Hvers vegna er sú
reynsla sem einstaklingar hafa
áunnið sér í geðheilbrigðiskerfinu
ekki virkjuð? Þeirra reynslu ætti að
nýta betur til að leiðbeina stjórn-
málamönnum hvert eigi að beina
fjármagni og á hvað eigi að leggja
áherslu í nýsköpun. Stjómendur
ættu að hafa að leiðarljósi þessa
sérfræðiþekkingu þegar endurmeta
á þjónustuna. Einn galli er þó sá á
Geðheilbrigðisdagurinn
Heilbrigðisþj ónustan
þarf ef til vill að finna
jafnvægi í áherslum;
finna fleiri úrræði,
segir Elín Ebba
Ásmundsdóttir, t.d. til
að hjálpa fólki að njóta
elliáranna - ekki aðeins
að ná háum aldri.
gjöf Njarðar að neytendahópur geð-
sjúkra gerir ekki kröfur, m.a. vegna
þess að sjálfstraustið er í lágmarki.
Fagfólk og aðstandendur hafa orðið
málsvarar skjólstæðinganna. En
sjálfstraust eykst ekki ef einstak-
lingurinn fær ekki sjálfur að láta
álit sitt í ljós og nýta ákvörðunar-
rétt um eigin þarfir, heldur þarf að
sætta sig við gildismat og úmæði
annarra. I mörgum löndum hefur sá
póll verið tekinn í hæðina að styrkja
þennan neytendahóp svo hann geti
verið og fái að vera eigin málsvari.
Svörin við þeim spurningum sem
við blasa, er ekki öll að finna á ein-
um stað, né heldur er til eitt ákveð-
ið svar við því hvernig best er að
haga gerð barnaspítala, stýringu
geðheilbrigðismála eða öldranar-
þjónustu. Gagnlegt er þó að hlusta
með opinn huga, og leyfa þeim sem
mestra hagsmuna eiga að gæta, að
ieggja sitt til málanna.
Heilbrigðisþjónustan þarf ef til
vill að finna jafnvægi í áherslum;
finna fleiri úrræði t.d. til að hjálpa
fólki að njóta elliáranna - ekki að-
eins að ná háum aldri.
Höfundur er iðjuþjdlfi og forstöðu-
maður iðjuþjálfunar geðdeilda
Landspítalans.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
„Við erum
ekki ein“
í HÁTÚNI 10 hefur
klúbburinn Geysir
fengið afnot af tveimur
litlum herbergjum þar
sem við búum okkur
undir að opna í Hafnar-
stræti 16 sem er hús
sem Reykjavíkurborg
hefur keypt og munum
við deila því með SÍM.
Áður en af því getur
orðið þarf að gera ein-
hverja bragarbót á því
en þangað til munum
við nota tölvurnar okk-
ar þrjár og útbúa nauð-
synlegustu pappíra fyr-
ir starfsemina. Ætlunin
er að fara af stað með
RTR (ráðning til reynslu) en það
gengur þannig fyrir sig að við í
klúbbnum gerum samning við at-
vinnurekendur til 6 mánaða í senn,
hálfan daginn, og klúbburinn
ábyrgist 100% vinnuframlag þann
tíma sem ráðning stendur yfir. Ef
sá sem vinnur starfið veikist kemur
annar í staðinn. Starfsmenn klúbbs-
ins eru orðnir tveir, báðir konur.
Það hefur komið í ljós að þrátt
fyrir hugræn veikindi leynast á
meðal okkar nokkrir ágætlega hæf-
ir tölvarar ásamt hæfileikafólki á
hinum ýmsu sviðum öðrum og hefur
flest einhverja reynslu af því að
hafa verið úti á vinnumarkaði áður
en geðrænir kvillar hröktu það inn-
fyrir veggi stofnana og í sumum til-
fellum á bak við eigið vonleysi.
Sumir félaga klúbbsins vilja reyna
fyrir sér á vinnumarkaðnum og
verður það eitt af markmiðum
klúbbsins að styðja fólk tO þátttöku
í samfélaginu, í byrjun með því sem
heitir RAÐNING TIL REYNSLU.
Aðalmarkmið klúbbsins verður þó
að gera sig óþarfan að því leyti að
Geysi
fólk öðlist nægilegan
styrk til sjálfstæðrar
atvinnuþátttöku en for-
dómar eru staðreynd
og það að þegja yfir
kvillum sínum til þess
að fá vinnu hefur ekki
reynst ganga til lang-
frama. Það að fá tæki-
færi úti á almennum
vinnumarkaði með
stuðningi gefur sjálfs-
traust og sjálfsvirðingu
til að halda áfram. Þeir
sem ekki treysta sér til
að fara tO vinnu geta
fengið þörf sinni fyrir
athafnir fullnægt í hús-
inu en þar er ætlunin
að vera með hádegismat á kostnað-
arverði og hver kannast ekki við
húsverk, viðhald, skrifstofuvinnu,
sendiferðir og allt það sem hús-
rekstri fylgir? Að takast á við ný
viðfangsefni, að reyna sig í mismun-
andi störfum innan klúbbsins, gefur
tækifæri til vaxtar og þroska ein-
staklingsins.
Undanfara þeirra umbrota sem
nú eru í Geysi má rekja til þess að
haustið 1996 fóru tveir iðjuþjálfar til
Svíþjóðar og kynntu sér hin ýmsu
úrræði sem til greina koma eftir út-
skrift af stofnun og varð hugmynda-
fræði Fountain House fyrir valinu
sem kostur hér á landi.
„Við erum ekki ein“, kölluðust
þau sem komu þessu af stað úti í
New York í kringum 1940 og endum
við grein þessa á þeim orðum.
Frekari upplýsingar um klúbbinn
Geysi má fá í síma 5515166 eða e-
maO geysir@centrum.is.
Þessi grein er í samantekt Ólafs
Jakobssonar með aðstoð félaga og
starfsfólks.
Umbrot í klúbbnum
Ólafur Jakobsson
Þannig eruð
þið best
. SUNNUDAGURINN
10. október er alþjóð-
legur geðheilbrigðis-
dagur. Segja má að 10.
október sé í senn bar-
áttudagur fyrir bættum
kjörum geðsjúkra og
hátíðisdagur þar sem í
boði eru ýmsar uppá-
komur, málin reifuð og
áfangasigrum fagnað.
Undanfarin ár hefur
margt jákvætt gerst tO
hagsbóta fyrir geð-
sjúka. Þar er mér efst í
huga bætt aðstaða geð-
sjúkra utan stofnana
með stöðum eins og
Vin, Dvöl og Geðhjálp.
Þó ber að varast að starfsemi þess-
ara staða sé of einsleit, því markmið-
ið hlýtur að vera að auka fjölbreytni
notendanna, þar sem þarfir og bak-
grunnur geðsjúkra er æði misjafn.
Með auknum tilboðum og tækifær-
um aukum við lífsgæði geðsjúkra og
af því leiðir sjálfkrafa að endurinn-
lögnum fækkar þannig að þjóðfé-
lagslegur sparnaður er einnig mikill.
En hver eiga næstu skref að vera?
Að mínu mati er það einkum tvennt,
bætt aðstaða til menntunar og átak
til aukinnar atvinnuþátttöku og
vinnuþjálfunar. Nú nýverið var
stofnaður vinnuklúbb-
urinn Geysir sem hefur
það hlutverk að undir-
búa og virkja geðsjúka
á hinum almenna vinnu-
markaði. Segja má að
með stofnun Geysis sé
farið inn á nýja braut
og vonandi verða fleiri
skref tekin í þessa átt á
næstu árum.
Við ykkur sem eigið
við geðræn vandamál
að stríða vil ég segja:
Verið bjartsýn, það
horfir ýmislegt til betri
vegar. Verið sátt við
ykkur eins og þið eruð
og lifið á eigin forsend-
Geðheilbrigði
Verið bjartsýn, segir
Ægir Magnússon,
það horfir ýmislegt
til betri vegar.
um. Þannig eruð þið best, þannig
eruð þið frábær.
Höfundur starfar i Vin,
athvarfi fyrir geðsjúka.
Ægir Magnússon
Eru rimlagardínurnar óhrcinar!
ViJ hretnsum:
Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskaö er.
Jf * Nýi°
L tækmbreinsunin
Sólheimar 35 • Sími; 533 3634 • OSM: 897 3634
Geðheilbrigði
aldraðra
í DAG, 10. október,
er alþjóðlegi geðheil-
brigðisdagurinn hald-
inn hátíðlejgur um all-
an heim. Akveðið hef-
ur verið að beina sjón-
um sérstaklega að
geðsjúkdómum aldr-
aðra.
Oft áttar fólk sig
ekki á því hve geðsjúk-
dómar eru algengir
hjá öldruðum. Þeir
geðsjúkdómar sem
helst hrjá þennan ald-
urshóp eru þunglyndi
og heilabilun af ýmsu
tagi.
Hallgrímur Magn-
ússon geðlæknir, sem starfar nú
sem heilsugæslulæknir í Grundar-
firði skrifaði fyrir nokkrum árum
doktorsritgerð um algengi og ný-
gengi geðsjúkdóma hjá Islending-
um sem voru á aldrinum 85-87 ára.
Sú rannsókn er þekkt víða um
heim. Aðrir íslenskir geðlæknar
hafa tekið þátt í viðamiklum rann-
sóknum á geðheilsu aldraðra á er-
lendri grund. Hér á landi er því
Aðsendar greinar á Netinu
vg> mbl.is
_4UWF eiTTHV'AÐ HÝTT
fyrir hendi mikil þekk-
ing á geðsjúkdómum
aldraðra, en flestir
sem koma nálægt
þessum málum eru
sammála um að bæta
þarf þjónustuna fyrir
þennan hóp.
Hvað er til ráða?
Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra skipaði hinn 20.
febrúar 1997 starfs-
hóp, til að vinna að
stefnumótun í málefn-
um geðsjúkra. Hópur-
inn skilaði ítarlegri
skýslu til ráðherra hinn 10. október
1998, eða fyrir réttu ári. Starfshóp-
urinn athugaði hvernig skipulag
þessarar þjónustu var í öðrum
löndum og gerði úttekt á þjónust-
unni hér á landi. Loks gerði hópur-
inn áætlun um þörf á þjónustu við
aldrað fólk hér á landi með geð-
sjúkdóma. I þehTÍ áætlun var
stuðst við spá Hagstofunnar um
fjölda aldraðra á íslandi næstu 30
árin, notaðar voru niðurstöður
rannsókna til að áætla fjölda veikra
og loks var gerð áætlun um þörf á
Geðheilbrigðisdagurinn
Allir hljóta að vera
sammála um að hinir
öldruðu, segir Tómas
Zoega, njóti bestu
heilbrigðisþj ónustu
sem völ er á.
sjúkrarúmum fyrir öldrunargeð-
lækningar á Islandi næstu áratug-
ina og var þá tekið mið af staðli
breska geðlæknafélagsins.
Tillögur
um aðgerðir
Öldrunarlæknar eru þeir læknar
sem á síðustu árum hafa haft for-
ystu um að bæta almenna heil-
brigðisþjónustu við aldraða. Skipu-
lag þemra mála hefur breyst til
batnaðar og þjónustan orðið betri.
Betur má ef duga skal og sér-
staklega þarf að greina og með-
höndla geðtruflanir aldraðra með
markvissari hætti en verið hefur.
Áðurnefndur starfshópur dró sam-
IEinkennal
156
Einkennalaus af heiftarlegu ofnæmi - Ótrúlegt!
-1-
J
Tómas
Zoega
9