Morgunblaðið - 10.10.1999, Side 50
. 50 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
I
Heklugos
Ami Sæberg
Brú yfír
efans haf
Eldgos, hafís, jarðskjálftar, ofanflóð og vá-
lynd veður eru hluti af íslenzkum veruleika.
Stefán Friðbjarnarson skrifar um land
elds og ísa og „bifröst lífsins yfír efans
svartahaf‘.
Hver á sér fegra föóurland
með fjðll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð.
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, Drottinn, okkar dýra land
erduna jarðarstrið.
(Skáldkonan Hulda á stofnári íslenzks
lýðveldis, 1944.)
Séð með íslenzkum augum er
landið okkar fegurra en öll önn-
ur. Ófáir útlendingar eru á sama
máli. Fegurð Fjallkonunnar var
og kveikjan að fjölmörgum ætt-
jarðarljóðum, sem kynslóðir
lærðu og sungu af tiifinningu.
Megi svo verða um ókomna tíð.
En land elds og ísa á sér einnig
aðra hlið og neikvæðari: Eldgos,
hafís, jarðskjálfta, ofanflóð (aur-
skriður og snjófljóð) og illviðri,
sem heyra til norðurslóðum.
Eggert Ólafsson og Bjami
Pálsson ferðuðust um flest hér-
uð íslands árin 1752 til 1757.
Ferðasaga þeirra, sem kom
fyrst út í Sórey í Danmörku árið
1772 en síðast í vandaðri útgáfu
Arnar og Örlygs hf. árið 1975,
geymir hafsjó af fróðleik um
landið og fyrri tíð. 11. október
árið 1755 vóru þeir félagar
staddir á Höfðaströnd í Skaga-
firði. Þá reið yfir jarðskjálfti,
sem „hristi allt Norðurland",
segir í bók þeirra. Gluggum að-
eins í þá frásögn:
„I Fljótum féllu nokkrir ríð-
andi menn af hestum - í Flatey
eyddust 4 bæir... Hreyfing
skjálftans gekk frá austri til
vesturs í hafinu fyrir utan land-
ið. Tók hún síðan fyrst nesin, en
barst síðan inn í landið. Menn
veittu þessu bezt athygli í Siglu-
firði. Fjörðurinn er mjór, en há
og brött fjöll á báðar hliðar.
Presturinn þar var um þetta
leyti á ferð á báti yfir fjörðinn.
Hann var í miðjum firðinum er
hann heyrði háan hvin, líkt og
hvirfilvindur færi yfir. Báturinn
stöðvaðist skyndilega, og var
sem öldumar þjöppuðu honum
saman frá báðum hliðum og
þrýstu honum lítið eitt niður. Þá
sér prestur reykjarmökkinn
standa upp frá yztu fjallatöng-
um og hreyfast síðan ásamt
skriðuhruninu inn eftir hlíðun-
um, allt inn í botn ... I Grímsey
urðu hræringamar svo ákafar,
að hús skemmdust, en mikið
hrandi úr björgum...“
„Hin hliðin" á Fjallkonunni
hefur minnt á sig á öilum öldum
byggðar í landinu, stundum með
sorglegum hætti. Tínum til örfá
dæmi af fjölmörgum úr þjóðar-
sögunni. Arið 1896 dundu fyrir-
varalítið yfir Suðurlandsundir-
lendið ógurlegir jarðskjálftar,
sem ollu stórtjóni. Árið 1910 far-
ast tuttugu manns í snjóflóði í
Hnífsdal. Árið 1919 fórast átján
manns í snjóflóðum í og við
Siglufjörð. Árið 1906 fórastu
tuttugu menn er þilskip strand-
aði í ofsaveðri á Viðeyjarsundi.
Árið 1908 fórust tólf menn í
lendingu við Stokkseyri. Sjálft
fullveldisárið, 1918, gaus Katla
og olii stórskaða. Þetta sama ár
teppti hafís siglingar fyrir Norð-
uriandi, Vestfjörðum og Aust-
fjörðum. Frosthörkur vóru svo
miklar í janúar 1918 að Kolla-
fjörður varð ein íshella og gengt
var til Engeyjar og Viðeyjar.
Fátt eitt er nefnt af fjölmörgu,
sem hægt væri að tína til, um
„hina hliðina" á heimaslóðum Is-
lendinga. Með nútíma tækni og
þekkingu eram við að vísu betur
undir það búin en fyrri tíðar kyn-
slóðir að mæta náttúrahamför-
um, Guði sé lof. Tæknin og þekk-
ingin nægja okkur hins vegar
hvergi nærri til að ráða við eld-
gos, haíis, jarðskjálfta eða veður-
far. Við eram allt að því ber-
skjölduð gegn margs konar nátt-
úravá, er yfir getur dunið. Og þó.
Brjóstvöm kristins manns er
vonin og trúin. Grímur skáld
Thomsen á Bessastöðum komst
svo að orði um þá öraggu vörn:
Þeir vita það, sem tala mest um trúna,
að trú er von, og sá sem hana gaf,
hann gaf oss bifrðst lífsins, léttu brúna,
sem liggur yfir efans svarta haf,
gaf hægindið oss hugan fyrir lúna,
í háikum þankans traustan göngustaf:
Og því er hver einn bezt til ferða búin,
ef bilar hann ei vonin eða trúin.
í DAG
VELVAKAJ\PI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Samkynhneigðir
Á FIMMTUDAGINN las
ég grein í Morgunblaðinu,
„Lækning fyrir samkyn-
hneigða" eftir Steingrím
Ómar Lúðvíksson. Stein-
grímur bendir á að
hommagenið hafi aldrei
fundist þrátt fyrir tals-
verðar rannsóknir. Þá spyr
ég: Hefur fundist það gen
sem gerir fólk örvhent?
Mér finnst óskaplega sorg-
iegt að fóik eigi að breyta
lífsstíl sínum og þá að búa
með einhverjum í ástlausu
sambandi til þess eins að
þóknast fólki eins og hon-
um. Hann talar nefnilega
um að margir hafi læknast
eftir meðferð doktors Jos-
ephs Nicolosi sem hann
kallar „reparative ther-
apy“. Ætlar Steingrímur
þá ekki að stofna skóla til
að lækna örvhenta til þess
að þeir geti lært að skrifa
eins og almennt gengur og
gerist?
Hildur Embla.
Orð Jesú skulu standa
SVO mælti réttilega sr.
Ragnar Fjalar Lárusson,
fv. prófastur í yfirheyrslu
um heitt mál í útvarpinu
nýlega. En það er ekki
bara stundum og stundum
ekki, sem orð Jesú skulu
og eiga að standa. Þau eiga
að vera okkur kristnum
leiðarljós í einu og öllu í
daglegu lífi, sbr. orð sr.
Hallgríms Péturssonar í
Ps. 7,3:
Virtur fv. sóknarprestur
í Þjóðkirkjunni vakti ný-
lega í ræðu athygli á að
máltíð drottins, kvöldmál-
tíðin, væri hið sýnilega orð
guðs meðal okkar manna
eftir upprisu Drottins.
Hann sagði við kveðjumál-
tíðina við lærisveina sína:
„Drekkið allir hér af...
Gjörið þetta svo oft sem
þér drekkið í mína minn-
ingu.“ Og nefndur prestur
bætti við: „Svo leyfa prest-
ar kirkjunnar sér að víkja
hér frá, breyta orðum
Jesú, og láta „ídýfingu"
nægja, þ.e. ídýfingu
brauðsins í vínið nægja.
Skulu ekki orð Jesú
einnig standa í þessu til-
viki: Drekkið, en ekki ídýf-
ið? Má bjóða sr. Ragnar
Fjalar að tjá sig um þetta
atriði og/eða aðra tals-
menn þjóðkirkjunnar?
Helga R. Ingibjargard.,
Espigerði 2, Rvík.
Bósi er týndur
BÓSI er síamsköttur sem
týndist frá Auðarstræti 19
fimmtudaginn 29. sept.
Hann er ólarlaus og
ómerktur. Hann er ógeltur
og vanur útivist en tekinn
að reskjast og farinn að
tapa sjón. Þeir sem hafa
séð Bósa eru beðnir að
hafa samband í síma
551 6337 eða 869 1382.
Morgunblaðið/Ómar
Þingstaðahlauparar á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fór með bifreið sína í
skoðun hjá Aðalskoðun hf. á
dögunum, sem er svo sem ekki í frá-
sögur færandi nema vegna þess að
nokkram dögum áður hafði hann
farið með sömu bifreið í reglu-
bundna 45.000 kílómetra skoðun hjá
umboðinu þar sem hann keypti
gripinn. Þar virðist allt milli himins
og jarðar skoðað, allt frá bremsum
og ljósum til þess hvort bíllinn
mengi of mikið. Fyrir þetta greiddi
Víkverji rúmar 18.000 krónur.
Aðalskoðun hf. greiddi Víkverji
tæpar 3.700 krónur, en af þeirri
upphæð rennur reyndar 200 króna
umferðaröryggisgjald til Umferðar-
ráðs og mengunarmælingagjald er
400 krónur. Víkverja er reyndar
ekki kunnugt um hver nýtur góðs af
því, en velti því fyrir sér hvort báð-
ar þessar skoðanir væru nauðsyn-
legar. Er ekki hægt að sameina
þetta, þannig að verkstæðin sjái um
að skoða bifreiðamar, eða er það
kannski hægt án þess að Víkverja
sé það kunnugt?
xxx
VÍKVERJA barst eftii-fai-andi
bréf frá vinkonu sinni, sem var
ekki hrifin af því hve mikið hún
þurfti að greiða fyrir áfengi í milli-
landaflugi Flugleiða:
„1 miniature, sem inniheldur 50
ml er seldur á 300 kr. um borð. í 11
eru 20 slíkir miniaturar sem þýðir
að áfengislítrinn er seldur á 6.000
kr. Lítraflaska af Beefeater gini er
seldur á 1.050 í verslun Fríhafnar-
innar (sama gin og ég keypti um
borð nýlega). I báðum tilvikum toll-
frjálst og án virðisaukaskatts en
varla selt í Fríhöfninni án viðunandi
álagningar. Mig minnir að ég borgi
300 kr. fyrir einn einfaldan (á ís) á
veitingahúsi en hef það þó ekki
staðfest. (í Atlantica, tímariti Flug-
leiða um borð, er sagt að 1 miniat-
ure innihaldi 20 cl (200 ml) sem er
rangt, á flöskunni sjálfri stendur að
í henni séu 50 ml. Um borð era
einnig seldar hálfflöskur (pelar) af
áfengi sem kosta aðeins 500 kr.,
hálfur lítri, og er það í samræmi við
verð í Fríhöfninni. Ekki má kaupa
það til. að drekka um borð, enda ein-
ungis selt undir lok ferðar.
Þar sem ég þoli illa að vera höfð
að féþúfu mun ég varla láta það eft-
ir mér að fá mér í litlu tána á ferða-
lögum framvegis."
XXX
ÍKVERJI velti því fyrir sér,
þegar hann skaust á Þingvelli
síðastliðinn sunnudag, hvort of
margir Islendingar væru hættir að
kunna eða vilja klæða sig almenni-
lega. Ekki er hægt að segja að kalt
hafi verið í veðri, en þó var svalt og
Víkverji og ferðafélagar hans í
peysum og úlpum. Nokkrir þeirra
sem hann rakst á voru jafn vel bún-
ir en einn og einn gekk um svæðið
svo léttklæddur að Víkverji undrað-
ist stórlega.
Það er ekki skynsamlegt, í landi
eins og Islandi, þar sem allra
veðra getur verið von að búa sig illa.
Nóg er af kvefpestum og öðrum
ófögnuði sem herjar á landann ár-
lega svo fólk geri beinínis ekki í því
að forkælast. Þykir gamla, góða ull-
arpeysan ef til vill ekki nógu fín
lengur? Eða hefðbundnar úlpur
hallærislegar?
xxx
EFTIR að Víkveiji fór að Þing-
völlum ók hann að Nesjavöllum.
Þar í kring era miklar vegafram-
kvæmdir í gangi, og talsvert mikið
eftir af þeim, sýndist Víkverja.
Hann undraðist þvi að sjá hvert
skiltið af öðra þar sem tilkynnt var
að verklok væra fyrirhuguð 1. októ-
ber 1999, vegna þess að Víkverji var
á ferðinni sunnudaginn 3. október.