Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 64

Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 64
É'/.nu.i Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn fHtrgtwMnliilí Hraðflutningar www.postur.is MORGUNBLAÐID, KRINGLANI, WREYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hillary Rodham Clinton stýrði umræðum á ráðstefnunni um konur og lýðræði . Segir konur mikilvægar raddir þróunar og friðar ÁÆTLUN Hillary Rodham Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, breyttist í gær þegar í ljós kom að hún kæmist ekki til Vestmannaeyja vegna veðurs og stýrði hún þess í stað pallborðsúmræðum á öðr- um degi ráðstefnunnar um konur og lýðræði við árþúsundamót. Hún fór einnig í göngutúr í mið- borg Reykjavíkur og leit í verslanir. Forsetafrúin færði í upphafsorðum sínum þakkir fyrir þá vinnu, sem lögð hefði verið í ráðstefnuna: „Eg er mjög þakklát gestgjöfum okkar, íslensku sjjórninni, og Norðurlandaráði fyrir að efna til jBessarar ráðstefnu, og það er mér sérstök ánægja að geta verið við þessar hringborðsumræður. Áætl- un minni í morgun [gærmorgun] var aflýst vegna veðurs, en það er lán í óláni að í staðinn get ég kom- ið og heyrt frá konum, sem ég er sumar að hitta í íyrsta skipti og hef sumar hitt áður. Þær eiga það sameiginlegt að hafa hafið upp raust sína í þágu lýðræðis, mannréttinda, kvenréttinda og tækifæra um allan heim. Þessar konur, sem sitja hér við borðið með mér, eru hinar mikilvægu raddir, sem eru hluti af ört vaxandi alþjóðlegu neti í þágu lýð- ræðis. Þetta net erum við að teygja heimsálfa á milli. Þær eru raddir mannréttinda, efnahagsþró- unar, kvenna í opinberu lífi, kvenna í samfélaginu og kvenna í fjölskyldunni. Þær eru í stuttu máli raddir framþróunar, friðar og velsældar." Clinton hefur lagt mikla áherslu á verkefnið, sem kennt er við „mikilvægar raddir í þágu lýð- ræðis“ og tengist ráðstefnunni um konur og lýð- ræði. Þekkti vel til málefna kvenna í ýmsum löndum í umræðunum tóku þátt Penelope Beckles frá Trinidad, Anita Gupta frá Indlandi, Marina Pisklakova frá Rússlandi, Rasha al-Sabah frá Kú- veit, Pearl Sagar frá Norður-írlandi og Vera Stremkovskaja frá Hvíta-Rússlandi. I umræðun- um kom fram að Clinton, sem talaði blaðalaust, þekkti vel til þeirra mála, sem þessar konur störf- uðu að. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, formaður undirbúnings- og framkvæmdanefndar ráðstefn- unnar, kynnti Clinton með þeim orðum að hún væri óþreytandi í baráttu sinni fyrir réttindum kvenna og lýðræðis: „Hún hefur verið óþreytandi við að ferðast um heiminn til að veita þessum mál- um brautargengi og nú er hún komin til íslands." Forsetafrúin hélt í stutta göngu um miðborg Reykjavíkur þegar ljóst var að hún kæmist ekki til Vestmannaeyja þar sem fimm menn höfðu verið síðan í gær við að undirbúa komu hennar. Á tólfta tímanum mátti sjá hana ganga niður Laugaveginn í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna og brá hún sér inn í nokkrar búðir, þar á meðal spilabúð- ina Hjá Magna. Þá kom hún við í verslun Bern- harðs Laxdal þar sem hún keypti jakka sem hún klæddist áður en hún hélt áfram göngu sinni. Halla Kristinsdóttir afgreiddi forsetafrúna og seg- ir hana viðkunnanlega konu sem ekki hafi viljað neitt umstang. Síðdegis skoðaði hún víkingaskipið Islending í Reykjavíkurhöfn og flutti þar sjóferðabæn og hélt síðan til Þingvalla þar sem hún flutti yfirlýsingu og fékk að gjöf tvo íslenska hesta frá íslenskum börnum til bandarískra. Clinton flytur í dag ávarp við lok ráðstefnunnar um konur og lýðræði og heldur af landi brott síðdegis. Morgunblaðið/Ásdís Hillary Rodham Clinton fékk sér göngutúr í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi í gær og á mótum Laugavegar og Bankastrætis rakst hún á hóp unglinga. Hún snæddi tómatsúpu á Café París að göngutúrnum loknum. Rdbert Guðfinnsson, stjdrnarformaður SH IJtiloka ekki sam- vinnu við keppinauta RÓBERT Guðfinnsson, formaður stjórnar SH, útilokar ekki sam- vinnu milli SH og SIF við verk- smiðjurekstur í Bandaríkjunum eftir sameiningu ÍS og SÍF. Hann segist gera ráð fyrir því að sé slík samvinna beggja hagur verði verði það skoðað. „Eg held að menn eigi aldrei að útiloka samvinnu við keppinauta eða einhverja aðra. Það er alveg Ijóst að bæði þessi félög eru að vinna að endurskipulagningu rekstrar síns. Félögin ætla sér að hagnast og vinna að góðum hlutum til framtíðar. Eg er nokkum veg- inn viss um, að komi í ljós að þarna sé um beggja hag að ræða verði samvinna af einhverju tagi skoð- uð,“ segir Róbert í samtali við Morgunblaðið. Róbert segir ennfremur að það hafi verið sterkur leikur hjá IS að sameinast SÍF: „Ég held að þetta hafí verið sterkur leikur fyrir keppinauta okkar, IS. Þeir hafa átt við mikið rekstrartap að stríða og staðið í erfiðum fjárfestingum og því var þetta ágætis leikur hjá þeim. Það er alveg ljóst að samein- að félag mun veita okkur mikla samkeppni, sem við verðum að standa okkur í. Samlegðin af sameiningu SH og IS hefði orðið meiri Ég held að samlegðin af samein- ingu SH og IS hefði orðið meiri. Það slitnaði upp úr viðræðum um sameiningu SH og IS í desember í fyrra og menn sáu ekki ástæðu til að taka þráðinn upp að nýju. Ég hef ekki trú á að það verði aðeins eitt öflugt söluíyrirtæki í frystum físki á Islandi. Ég tel að framleið- endur eigi að hafa valkost og að samkeppni sé okkur holl. Ég held hins vegar að hin stífa blokkar- myndun sem var í kringum SH og IS hafí háð starfsemi beggja félag- anna,“ segir Róbert Guðfinnsson. ■ íslenzki framleiðandinn/10 Eftirsjá að fslandi Aldrei fleiri i áhorfendur áleik Islands UM 80 þúsund áhorfendur sáu knattspyrnulandsleik Frakk- lands og Islands í gær á þjóð- arleikvangi Frakka í París - Stade de France. Uppselt var á leikinn. Það er mesti áhorf- endafjöldi sem hefur séð Is- lendinga í keppni í íþróttum. ■ W Þess má geta að mesti áhorf- endafjöldi áður var 55 þúsund í Sevilla 25. september 1985 er íslendingar mættu þar Spán- verjum í undankeppni heims- meistarakeppninnar í Mexíkó 1986. Hægt er að lesa allt um leik , Frakklands og íslands í París í gær á Netinu - MBL.IS SEX manna íjölskylda albanskra flóttamanna frá Kosovo, sem búið hafa á Dalvík síðan í vor, snýr aft- ur til Kosovo eftir tvær vikur. Er um að ræða konu og flmm börn hennar, en eiginmaður konunnar er í Kosovo og vildi ekki yfirgefa héraðið, m.a. vegna aldraðra for- eldra sinna sem þar búa. í staðinn er von á fimm manns frá Kosovo sem hyggjast setjast að á Dalvík. Samkvæmt upplýsingum frá flótta- mannadeild Rauða kross íslands er koma flmmmenninganna iiður i sameiningu fjölskyldna, því skyld- fólk þeirra er búsett á Dalvík. Áður höfðu 25 flóttamenn af- ráðið að snúa til baka af þeitn 72 flóttamönnum sem komu hingað til lands vegna Kosovo-deilunnar í vor og sumar. Þar með er ljóst að 31 flóttamaður snýr aftur hcim, en 46 verða um kyrrt hér á landi. Að sögn Hólmfríðar Gisladóttur, deildarstjóra flóttamannadeildar- innar, verður þetta fólk um kyrrt hér á Iandi í vetur hið minnsta, en hún telur hugsanlegt að einhvetj- ir kunni að vilja snúa aftur næsta sumar. Nokkrir meðlimir Beqiri-fjöl- skyldunnar, sem bjó á Reyðarfírði í sumar, sneru heim til Kosovo fyrr í haust. Þá kom í ljós að með- al fólksins vottaði fyrir eftirsjá að íslandi, ekki síst þar sem atvinnu- leysi er gífurlegt í Kosovo og launin lág. Vill flóttafólkið þó fremur búa á höfuðborgarsvæð- inu hér á landi en í Fjarðabyggð. „Þar er ægifagurt, en jafnframt gjörólíkt því sem við þekkjum að heiman og fólk átti erfitt með að venjast breytingunum," segir Osman Beqiri, sem kom hingað tii lands í vor ásamt fjölskyldu sinni en er nú snúinn aftur til Pristina, héraðshöfuðborgar Kosovo. ■ Islandi gleymum við aldrei B/1 Trúfélagaskipti Ursögn úr þjóð- kirkjunni algengust ALLS voru 1.120 breytingar gerðar á trúfélagaskráningu landsmanna fyrstu níu mánuði þessa árs og var algengasta breytingin úrsögn úr þjóðkirkj- unni. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands skráðu 609 manns sig úr þjóðkirkjunni á þessu tímabili og af þeim kusu 148 að vera utan trúfélaga, 135 létu skrá sig í Fríkirkjuna og 98 í Óháða söfnuðinn. Mun færri létu skrá sig í þjóðkirkjuna, eða 138 og voru brottskráðir um- fram nýskráða því 471. Á þessum tíma var skráð 261 breyting hjá þeim sem höfðu talist til óskráðra trúfélaga, eða ekki var vitað hvar átti að skrá. Þar af voru 177 skráðir í kaþ- ólsku kirkjuna, 27 í Búddistafé- lag Islands, 25 í þjóðkirkjuna og 13 í Félag múslíma á Islandi. Ekki eru teljanlegar breyt- ingar á trúfélagaskiptum lands- manna milli ára, en 0,4% létu breyta trúfélagaskrá sinni í ár sem er sama prósentuhlutfall og bæði 1997 og 1998. Dregið hefur þó úr úrsögnum úr þjóðkirkj- unni á þessum tíma því í fyrra sögðu 57% þeirra sem létu breyta trúfélagaskráningu sinni sig úr þjóðkirkjunni og 60% árið á undan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.