Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ . 58 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Ljóska Ferdinand 10HEM YOU 6RADUATE/N0, I FROM HI6H 5CHOOL, / DON'T DOE5 50ME0NE 6IVE THINK YOU A BICVCLE ? \ 50.. 6RAMPA 5AY5 WHEN HE 6RAPUATED, 50ME0NE 6AVE HIM A FOUNTAIN PEN.. Gefur einhver manni Nei, það Afi segir að þegar hann reiðhjól þegar maður held ég útskrifaðist þá gaf einhver klárar grunnskólann? ekki. honum blekpenna. Það væri flott að fá rautt reiðhjól. Hann sagði að það hefði verið rauður blekpenni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Virk þátttaka í fermingar- undirbúningi Frá Þyrí Valdimarsdóttur: ÞAÐ er flestum ljóst að það krefst nokkurs tíma að aðlagast nútíma- samfélagi. Það er margt sem þarf að læra og margir siðir að taka upp. Það krefst líka nokkurs undirbún- ings að verða unglingur og fullorð- inn maður. I okkar villta og fjöl- breytta samfélagi er auðvelt að taka upp ósiði þannig að ekki verð- ur aftur snúið. Þess vegna er lögð mikil áhersla nú á tímum á forvarn- ir t.d. gegn ííkniefnum. Enginn fæðist með siðferðisleg sjónarmið heldur lærast þau af samfélaginu. Það er ekki gefið að unglingur taki upp viðhorf og gildi sem foreldrar telja mikils virði. Afstaða til jafn- réttis kynja, hörundslitar, lýðræðis, trúarbragða og frelsis er ekki með- fædd heldur lærist. Hver sá sem lærir nemur best ef hann fær að taka virkan þátt í um- ræðu. Það er nauðsynlegt að þegar unglingar heyra um forvarnir gegn fíknefnum, um gildi í samfé- laginu, mannleg samskipti, um trú- arbrögð, fái þeir að rökræða um málefnin. Unglingur sem er óvirk- ur móttakandi og fær ekki að tjá sig mun ekki samsama sig skoðun- um fyrirlesarans. Fyrirlesari um trú og siðfræði verður að veita unglingnum þau réttindi að ræða málefnið. Þegar einstaklingur tek- ur þátt í umræðu og tjáir skoðanir sínar tekur hann ábyrga afstöðu. Félagið Siðmennt hefur í rúman áratug staðið fyrir undirbúningi unglinga fyrir fermingu. Unglingar taka þátt í námskeiði um margvís- leg málefni. Þátttaka unglinganna er á jafnréttisgrundvelli þar sem allir fá að tjá sig og þar sem um- Fráleitar vegafram kvæmdir í ná- grenni Þingvalla Frá Jóni Otta Jónssyni: EKKI þarf að upplýsa íslendinga um mikilfengleik Þingvalla, sem er í senn söguleg og náttúruleg perla. Ekki kemur á óvart að ferðafólk leggi mjög leið sína þangað. Af þeim sökum þarf að sjálfsögðu samgöngu- leiðir, sem sagt góða bflvegi. Vegur með bundnu slitlagi er þegar kominn þangað frá Reykjavík. Vegurinn austanvert við Þing- vallavatn er nú loksins kominn með bundið slitlag alla leið. Fleiri leiðir liggja einnig til Þing- valla og á ég þar við vegræfilinn milli Gjábakka og Laugarvatns. Allir sem til þekkja, vita að þessi leið er mikil- væg tenging milli héraða og hefur verið geysilega fjölfarinn ferða- mannavegur í áraraðir. Auk þess er leiðin mikil samgöngustytting íýrir uppsveitir Árnessýslu vestur og norður í land. Samgönguyfii-völd hafa algerlega sniðgengið að leggja þarna alvöru- veg. Tillögur þess efnis hafa verið bornar upp á Alþingi, þar á meðal frá Guðna Agústssyni þingmanni Suðurlands, sem nú er orðinn ráð- herra en því miður ekki samgöngu- ráðherra. Mér skilst að vegaáætlun geri ráð fyrir nýjum vegi eftir 2-3 ár, sem er alltof seint! Ekki var við öðru að bú- ast, þar sem við þurftum að þola samgönguráðherra mestallan þenn- an áratug, sem ekki hafði nægan skilning á þessum málum og var uppfullur af þvergirðingshætti. Þar sem þessi greinarstúfur birt- ist hér í Morgunblaðinu vil ég koma að „kjarna málsins". Nú í haust voru hafnai- fram- kvæmdir á íyrrgreindri leið Gjá- bakki-Laugarvatn. Hrauni er ýtt frá vegköntum og rétt úr beygjum. Vegagerðin á Suð- urlandi hefur óskað eftir tilboðum í malarburð til að styrkja veginn. Eg spyr - til hvers? Þetta er gamli vegræfillinn, sem á að leggja niður. Hvaða vit er í þessum framkvæmd- um, því ekki að byrja strax á nýja veginum? Mikil hætta er á því að gerð nýs vegar verði frestað um nokkur á. I þessu sambandi vil ég vekja at- hygli á að í sumar var vegurinn um Grafning endurnýjaður. Hvaða nauðsyn rak til að gera þarna fúll- kominn veg á undan Gjábakkavegi? Grafningsvegur hefur ekki verið talinn mikilvæg ferðamannaleið eða tenging milli héraða. Þessi nýi vegur um Grafning kem- ur sumarhúsaeigendum við vestan- vert Þingvallavatn til góða og vil ég óska þeim til hamingju. Vissulega er gott að fá góða vegi sem víðast, en á ekki að fara eftir mik- ilvægi og umferðarþunga þegar kem- ur að framkvæmdaröð? Eg og fjöldi annarra, sem ökum Gjábakkaleið, verðum varir við hinn mikla fjölda stórra hópferðabfla, væntanlega með erlenda ferðamenn, troðast um þenn- an „veg“. Vart er nú hægt að tala um góða landkynningu með þessu. Eg vil beina orðum til yfirstjórnar ferðamála, ferðaskrifstofa og hrepp- stjórna í uppsveitum Arnessýslu að finna að og mótmæla slíkum vinnu- brögðum. Eg hef verið undrandi á að heyra lítið frá þessu aðilum á liðnum árum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ferðaskrifstofur að þurfa að hossast með ferðafólk þennan spotta á ferðaleiðinni Geysir-Gullfoss. JÓN OTTI JÓNSSON, prentari, Efstasund 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.