Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 33
MÖ'RGlWB'L'AÐW7 LÍSTÍR Bísi & Krimmi LIST OG HÖNMJIV S I Gl! RDUR ÖKN BKYNJÓLFSSOIV BÍSI & KRIMMI KOMU ÚT 19.9. 1999 Multiprent. Tallin, Eistlandi. Út- gefandi höfundur 1999. TEIKNARANN, myndasöguhöf- undinn, teiknimyndastjórna- ndann, gi’afíska hönnuðinn og myndlistarmanninn Sigurð Örn Brynjólfsson, eða SÖB, sem hann hefur valið sér að kennimarki, þekkja margir hérlendir. Fyrir marga athafnasemi en þó sér í lagi myndasögurnar af þeim kumpán- um Bísa og Krimma og skondnum uppátækjum þeirra. Hann hefur haldið níu einkasýningar erlendis ásamt því að taka þátt í sýningum í öllum heimsálfunum nema Af- ríku. Myndasagan er ung listgrein á íslandi, einkum sá geiri hennar sem hefur með ísmeygilega kímni, fjarstæðukennt skop og mein- hæðna ádeilu að gera. A því sviði haslaði SÖB sér snemma völl, var löngu byrjaður áður en hann lauk námi við MHI, kennurum sem samnemendum til óblandinnar skemmtunar og á stundum einnig hrellingar. Telst hér frumkvöðull og stjórnaði fyrstu hérlendu teikn- ikvikmyndinni, Þrymskviðu, 1980, er jafnframt frumlegastur og pers- ónulegastur allra sem hafa fylgt í kjölfarið. Að loknu námi 1968 var SÖB grafískur hönnuður á fjórum auglýsingastofum en vann sjálf- stætt á árunum 1982-86, eða þar til hann gerðist kennari og deild- arstjóri í grafískri hönnun við MHÍ. Var þar allt fram til þess að hann fluttist búferlum til Tallin í Eistlandi 1992, þar sem hann hef- ur gert garðinn frægan, jafnvel verið gestakennari við þá virtu stofnun Listiðnaðarháskólann í Helsingfors, en þangað er rétt bæjarleið. Andinn er góður í Tall- in, þar sem allt er í gerjun og upp- leið eftir fall Ráðstjórnarríkjanna, og sú hringiða lífs hugnast eldhug- anum brosmilda vel. Undarleg tilviljun gerði það að verkum að ég rakst einmitt á manninn á sýningu gamals félaga okkar og samkennara, Peter Behrens, í Stöðlakoti, á útgáfudag bókar um þá félaga Bísa og Krimma, þann 19.9. 1999. Listamaðurinn SÖB, hefur gott auga fyrir hinu fáránlega í um- hverfínu og fer létt með að skálda skoplegar hliðar á tilveru þeirra ímynduðu fanga Bísa og Krimma, er hér frjór og hugmyndaríkur. Myndasögurnar renna eins og af færibandi úr hendi listamannsins sem alltaf hefur átt létt með að teikna, kannski of létt er svo er komið, en þá vilja vinnubrögðin fá á sig vanasvip, hafa svip af kæk, því áherslurnar vilja verða þær sömu frá einni mynd til annarrar. Persónulega sakna ég stílbragða SÖB frá námsárunum, er hann lagði meiri vinnu í hverja mynd fyrir sig, línan var mýkri og fól í sér meiri teikningu. Þetta er líkt og með fréttamyndir blaðaljós- myndara, þar sem fréttnæmi myndanna og nýstárleiki vill hafa meira vægi en sjálf myndatakan. Sitt sýnist hverjum, en það hefði ekki skaðað að sirka tíu blaðsíður hefðu verið nostursamlega unnar svona fyrir tilbreytinguna, því þetta er bók en ekki dagblað. En að sjálfsögðu má hafa stórgaman af myndunum, jafnvel enn meira af textunum og það er á sinn hátt aðalatriðið... Bragi Asgeirsson Tríó Hafdísar Kjamma er skipað þeim Hafdísi Bjarnadóttur, Þórði Högnasyni og Birgi Baldurssyni. Tríó Hafdísar Kjamma leikur Djass í Klaustrinu TRÍÓ Hafdísar Kjamma leikur djass í anda Miles Davis og Wayne Shorter í bland við aðra standarda í kvöld, fimmtudag- skvöld, kl. 23 í Klaustrinu, Hverfisgötu. Tríóið skipa Hafdís Bjarna- dóttir gítarleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og Birgir Baldursson trommuleik- ari. Tríó Hafdísar Kjamma er ungt að árum en Þórður og Birg- ir hafa leikið víða saman um langt skeið. Hafdís er ungur gít- arleikari við nám í tónlistarskóla FÍH. Sýningum lýkur SÝNINGU Helga Þorgils Friðjóns- sonar og ljósmyndasýningu Nan Goldin lýkm- nú á sunnudag. Sýningin á verkum Helga ÞorgOs spannar 20 ára feril hans og er liður í þeirri viðleitni safnsins að sinna með sérstökum hætti því markverð- asta sem er að gerast í íslenskri myndlist í samtímanum. Markmiðið með þessu úi-vali er að gefa yfirlit um listferil hans. „Að taka mynd af einhverjum er eins og að snerta hann. Það eru gæl- ur. Myndir mínar eru oft sprottnar af erótískri löngun." Þannig kemst Nan Goldin að orði í texta sem birt- ur er í sýningarskrá, sem Listasafns Islands hefur gefið út í tilefni af sýn- ingu á úrvali Ijósmynda hennar frá síðustu tuttugu árum. Auk ljósmyndanna er myndban- dsútgáfa af kvikmyndinni I’ll Be Your Min’or sýnd daglega í íyrh’- lestrasal Listasafnsins meðan á sýn- ingunni stendur. Kvikmyndin, er samvinnuverkefni Nan Goldin og breska leikstjórans Edmund Coult- hards. Norræna húsið Sýningunni Öðruvísilandið - graf- ík við ljóð eftii’ Rolf Jacobsen lýkur á sunnudag. FIMMTUÐAGUR 21.1!)KTÓBER'1999 ' 33? Gognogrunnur Nýsjólendingð ó tieilbrigðissviði Dr. Yogesh Anand frá heilbrigðisráðu- neyti Nýja Sjálands heldur opinn fyrir- lestur í Odda í kvöld, fimmtudaginn 21. október kl. 20.00, um hvernig Nýsjálendingar stóðu að því að setja saman miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Yogesh er næstráðandi í upplýsingaþjónustu nýsjálenskra heil- brigðisyfirvalda, New Zealand Health Information Service. Umræður verða að fyrirlestri loknum. ftí ÍSLENSK I I ERFÐACREINING Nýkomið mikið úrval afTencel fatnaði frá Aria í mörgum litum. Jakkar, pils, buxur, vesti, bolir og blússur. 15% kynningarafsláttur af fatnaði frá Aria fimmtudag til laugardags. Opið laugardag kl. 10—14. nrraarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147. MrMrw.waki.il www.ttofnfiikur.il www.itn.ii/lfh um framtfðarsýn og stefnumótun í íslensku isksld i i»W4IMuppll|ij.-irit.'LW VAKI I STOFNFISKUR I LFH Dagana 29. og 30. október munu Vaki fiskeldiskerfi, Stofnfiskur og LFH standa fyrir ráðstefnu um framtíðarsýn og stefnumótun í íslensku fiskeldi. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að koma af stað umræðum um þá framtíð sem íslensku fiskeldi er búin og marka þau skref sem þarf að taka til að tryggja megi greininni vöxt og þroska. Á ráðstefnunni verða haldin erindi um þau lykilatriði sem mestu skipta og þeim skipt í eftirfarandi hópa: 1. Staða fiskeldis á íslandi og framtíðarmöguleikar (fiskeldl á fslandi í alþjóðlegu umhverfi, eldi á laxi, bleikju, lúðu, sandhverfu, sæeyra, þorski og barra). 2. Samkeppnisstaða íslensks fiskeldis á alþjóðlegum uettvangi (fiskeldi í Evrópu, iðnvæðing fiskeldis, sölu- og markaðsmál, fjárfestingar í fiskeldi, gæðamál) 3. Rannsóknir og þróun í íslensku fiskeldi (rannsóknir og þróunarmal, menntamál, endurnýting vatns, sjúkdómar og sjúkdómavarnir, kynbætur og líftækni) Meðal fyrirlesara verla Courtney Hugh framkvæmdastjori Evrópuiamtaka fiskeldisstöðva og Frode Blakstad frá KPMG Consulting í Noregi. Fullt ráðstefnugjald er 8.500 kr. Innifalið í þuí eru ráðstefnugögn, hádegismatur, kaffi og hátíðarkvöldverður. Ráðstefnan verður haldin í fundarsölunum að Borgartúni B í Reykjavík . Þátttaka tilkynnist skriflega á faxnúmer 568 6930 þar sem tram kemur nafn þátttakanda og fyrirtækis. Ráðstefnan er öllum opin Nánari uppiýsingar eru í síma 568 0855 / 552 8400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.