Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 17 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Foreldrar óánægðir með val á nýju húsnæði fyrir Tónlistarskólann Vilja að skólinn sé áfram á svip- uðum slóðum Mosfellsbær BÆJARYFIRVÖLD í Mos- fellsbíe hafa undanfama mánuði stefnt að því að leysa húsnæðisvanda Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar með því að flytja starfsemi skólans úr núverandi húsnæði við Brú- arland og leigja í staðinn tvær hæðir við Háholt 14. Jó- hanna Margrét Thorlacius, sem á tvo nemendur í skólan- um, telur að þessi lausn sé af- ar slæm fyrir foreldra og nemendur skólans. Hún telur nauðsynlegt að Tónlistar- skólinn verði áfram í ná- grenni við skólana og aðra starfsemi sem bömin sækja á daginn. Einnig telur hún að önnur starfsemi og aðkoma að Háholti 14 samræmist illa starfsemi og ímynd tónlistar- skólans. Jóhanna telur það afar brýnt að Tónlistarskólinn sé staðsettur í dalnum. Hann eigi að vera nærri skólunum af þeirri ástæðu að flestir nemendumir era annað hvort í grunnskólanum eða gagnfræðaskólanum, sem era þarna á sama stað. „Pað er svo frábært í Mos- fellsbænum að hafa allt barnastai'fið nánast á sama stað í þessum fallega dal. Þarna er allt sem bömunum viðkemur; barnaskólinn, gagnfræðaskólinn, gamla og nýja íþróttahúsið, þarna er sundlaugin, skólaselið og fé- lagsmiðstöðin. Þarna er frá- bær íþróttavöllur og þarna í góðu göngufæri er einnig Tónlistars'kólinn og þangað er einfaldlega yndislegt að ganga á fallegum göngustíg," segir Jóhanna. Slæm ímynd fyrir skólann Hún leggur á það áherslu að það skipti gríðarlegu máli fyrii' foreldra að Tónlistar- skólinn sé þama á svæðinu. Tónlistartímar bamanna eru á misjöfnum tímum dagsins og ekki alltaf hægt að fara að óskum nemendanna og for- eldranna varðandi tímasetn- ingar. En sökum þess að Tónlistarskólinn er í dalnum skapast sá möguleiki að flétta þessa tíma inn í vinnu- dag bamanna. „Það finnst mér alveg rosa- lega áríðandi. Mörg böm era í þessum dal átta tíma á dag. Þau fara með skólabílnum inn í dalinn og aftur heim. Þau era aldrei nálægt mikilli um- ferð og geta gengið í allt á þessu svæði. Ég hef verið stolt af því sem Mosfellingur að bæjaryfirvöld skuli hafa byggt barnastarfið allt upp á sama stað. Sérstaklega þar sem bærinn er í útjaðri höf- uðborgarsvæðisins, þannig að margir sem vinna fjarri bæn- um geta því ekki skotist heim í hádeginu til að skutla börn- unum hingað og þangað.“ Þá er Jóhanna ákaflega ósátt við nýja leiguhúsnæðið og staðsetningu þess. „Þó svo að flytja þurfi skólann í eitt- hvert annað húsnæði, af hverju í ósköpunum er verið að velja þetta hús af öllum. Það er algerlega botninn. Þetta er dæmigerður sjoppu- staður. Ég hef ekkert á móti sjoppunni sem slíkri og fer Morgunblaðið/Golli Jóhanna Margrét Thorlacius er óánægð með nýtt framtíðarhúsnæði Tónlistarskólans en ætlunin er að flytja skólann í Háholt 14. Ætlunin er að skólinn verði á efri hæðum hússins. oft í hana sjálf, en þetta er bara sjoppa og einhverra hluta vegna er hún sam- komustaður unglinganna í bænum, sem hanga þama með þeirri stemmningu sem því fylgir. Þetta er svo slæm ímynd fyrir skólann, svo ein- kennileg blanda. Maður setur ekki tónlistarskóla á svona stað,“ segir Jóhanna. Aðkoman hættuleg börnum „Að maður nú tali ekki um umferðarflækjuna sem þarna er. Það er svo flókið að kom- ast þarna yfir. Ég ætlaði bara ekki að trúa því þegar þeir tóku gatnakerfið í gegn að þetta ætti að vera svona,“ segir Jóhanna. Hún segir að gangbraut liggi yfir götuna, en það sé ekki hægt að treysta því að bömin fari alltaf yfir gangbrautina. Þau geti jafnvel stmnsað út á götu, einfaldlega vegna þess að það er gangbraut. „Ég er svo gjörsamlega bit, ég veit ekki nema ég verði að láta bömin mín hætta í skólanum. Mér hent- ar þá betur að hafa þau í tón- listarskóla í Reykjavík nærri mínum vinnustað. Ég læt þau ekki ganga þama yfir. Þeim hefur hingað til verið harð- bannað að fara þama yfir og fara í þessa sjoppu. Þessi regla hefur alltaf gilt á mínu heimili og á mörgum heimil- um. En nú á ég allt í einu að skikka þau til að fara þama vísvitandi yfir, kannski sex sinnum í viku. Þetta er bara ekki heilbrigð skynsemi," segir Jóhanna. Hún segist vera mjög ánægð með Tónlistarskólann og starfið þar og því sé það gremjulegt ef hugsanlega eigi að kippa burtu þeim möguleika að senda börnin í skólann vegna húsnæðisins. Þessa dagana er hún að setja af stað könnun meðal for- eldra nemenda í skólanum til að kanna viðhorf þeirra til þessarar ráðstöfunar. Íi- SSlSSl WmÞ Wmxzé byssusmiðju í versluninni. Komdu í NANOQ og fáðu þér rétta útbúnaðinn til að geta notið þess til fulls að veiða eða stunda aðra útivist í fslenskri náttúru Vertu til! SKOTVEIÐI I veiðideild NANOQ færðu faglega þjónusfu og mikið úrval af byssum á mjög góðu verðf. Komdu við og kynntu þér byssusmiðju NANOQ, úrvalið og verðlð ðður en þú ferð f veiðina. NANOQ# Kringlunni 4-12 ■ www.nanoq.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.