Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FRETTIR_____________________________ Sendiráð Norðurlandanna fímm voru vigð við hátíðlega athöfn í Berlín f gær Þjóðhöfðingjar allra Norðurlandanna voru viðstaddir vigsluna í gær. Nordfoto „Norðurlöndin hafa gefíð Berlín mjög sérstaka gjöf ‘ Jóhannes Rau, forseti Þýskalands, var meðal gesta. Vígsla sendiráða Norð- urlandanna og sameig- inlegrar byggingar þeirra fór fram í Berlín í gær og sagði borgar- stjórinn að Berlínarbú- um hefði verið færð mjög sérstök gjöf. Karl Blöndal fylgdist með athöfninni. SENDIRÁÐ Norðurland- anna í Berlín voru opnuð með viðhöfn í gær og var í ávörpum lögð áhersla á að í samstarfi Norðurlandanna færi saman eining um leið og fjölbreytni fengi að blómstra. Sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, í ávarpi, sem hann flutti við athöfn- ina, að saman gætu Norðurlöndin haft mikil áhrif á það hvort Evrópa myndi „loksins, loksins verða staður órofins friðar og velsældar, lýðræð- is og mannréttinda". Forsetinn sagði að nýju sendi- ráðsbyggingarnar væru helgaðar þessum hugsjónum og þessum mál- stað yrðu allir kraftar okkar helgað- ir. Ólafur Ragnar rakti í ræðu sinni, sem hann flutti á þýsku, að saman lékju Norðurlöndin mikilvægt hlut- verk í hinni nýju Evrópu. „Okkar nána samvinna, sem hef- ur slípast og agast víð áratuga reynslu, sem og sérstaða hvers ein- staks lands, skapar flókið mynstur samveru og möguleika til einhuga samvinnu,“ sagði hann. „Það er táknrænt fyrir stöðu Norðurland- anna að á þessari stundu, þegar við vígjum sameiginlegan áhrifastað okkar í höfuðborg Þýskalands, eru þrjú landanna í forsæti í mikilvæg- ustu stofnunum álfunnar; í Evrópu- sambandinu, Evrópuráðinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu.“ Athöfnin fór fram í tjaldi fyrir framan sendiráðin fimm og sameig- inlegu bygginguna, sem standa á áberandi stað í hverfinu Tiergarten, á sömu slóðum og verið er að vinna við um 60 sendiráð til viðbótar. Þeg- ar forseti íslands hafði lokið máli sínu var dregið frá stórt tjaldi og blöstu þá við sendiráðin fimm, sem mynda V líkt og fimm svanir á flugi, svo vitnað sé í orð forseta, sem sagði að það væri til marks um ár- angurinn af samvinnu Norðurland- anna. Næstur tók til máls Eberhard Di- epgen, borgarstjóri Berlínar, og sagði hann að opnun sendiráðanna væri stór áfangi á þeirri leið, sem Berlín hefði lagt í fyrir nokkrum ár- um frá því að vera klofin borg í hjarta Evrópu til þess að verða höf- uðborg sameinaðs Þýskalands: „Þessi ákvörðun víkkar sjóndeildar- hringinn og leyfir gömlum sam- skiptum að blómstra á ný.“ Diepgen benti á framlag Norður- landa til menningarmála og stjórn- mála og nefndi þar Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Sví- þjóðar, „merkið frá Reykjavík", Helsinki-sáttmálann og friðarsátt- málann í Mið-Austurlöndum, sem tengdust afgerandi áhrifum á al- þjóðastjómmál. Fimm stoltar byggingar „Ef litið er á sendiráð sem nafn- spjöld ríkja sinna hafa Norðurlönd- in gefið Berlín mjög sérstaka gjöf,“ sagði Diepgen um nýju sendiráðin. „Aldrei í diplómatasögunni hafa fimm þjóðir samþykkt að reisa sam- eiginlega sendiráð á erlendri grundu. Fimm stoltar sendiráðs- byggingar og sameiginleg bygging umluktar koparhring undirstrika hvemig Norðurlöndin eru tákn fyr- ir bæði einingu og fjölbreytni." Jo- hannes Rau, forseti Þýskalands, sagði í ræðu sinni að hér væri á ferðinni þýsk-norræn framsýning, sem yrði sögufræg, en þó væri ekk- ert þvingað við hana: „Þjóðhöfðingj- ar Danmerkur, Finnlands, Islands, Noregs og Sviþjóðar og forseti Þýskalands hittast til að vera við opnunarathöfn í Berlín - þetta hlýt- ur að vera fullkomið dæmi um hin nánu og opnu samskipti landa okkar í breyttri Evrópu.“ Hann sagði að í Berlín kæmu nú saman menningar- heimar austurs og vesturs og Berlín gæti nú orðið til vitnis um allt hið nýja líkt og fyrir einni öld: „Hér renna saman nýjar hugmyndir og hægt er að prófa þær. Sendiráð ykkar sýna þetta með tvennum hætti: með hinum nútímalega arki- tektúr og sjálfri hugmyndinni um sameiginlegar byggingar fyrir sendiráð fimm sjálfstæðra ríkja, sem einnig eru í svæðisbundnum samtökum." Hann lofaði samskipti Þýska- lands og Norðurlandanna, sem ekki kæmi aðeins fram í tvíhliða sam- skiptum heldur einnig sameiginleg- um pólitískum viðhorfum í sam- starfi á alþjóðlegum vettvangi. Minnti á valdatima nasista Margrét Danadrottning talaði síðust og lagði áherslu á menning- artengslin milli Norðurlandanna og Þýskalands, sem færðust nú mjög í aukana líkt og fyrir einni öld: „Nú streyma ungir norrænir myndlist- armenn, kvikmyndagerðarmenn og rithöfundar aftur til Berlínai' til að drekka í sig allt sem hér er að ger- ast. Nýir norrænir höfundar eru lesnir á ný í Þýskalandi." Líkti hún innrás norrænna listamanna við aksturslag finnsku kappaksturs- hetjunnar Mikas Hakkinens. „Samskiptin við Þýskaland - jafnt efnahagsleg sem pólitísk - hafa alltaf leikið afgerandi hlutverk fyrir Norðurlönd, til ills og til góðs,“ sagði hún. „Þýskaland hefur alltaf verið granni, jafnt þegar landið hef- ur verið vinveitt og fjandsamlegt í þeirri fjölþættu mynd sem nokkur hundruð ára sameiginleg saga skil- ur eftir sig.“ Hún sagði að atburðirnir 1933 til 1945 - valdatími nasista - myndi alltaf verða hluti þessarar sameigin- legu sögu: „Þeim tíma gleymum við ekki og það er ein ástæðan fyrir því að Norðurlöndin hafa alla tíð síðan fylgst af athygli og innlifun með þróuninni í Þýskalandi nútímans." Josehka Fischer sagði þegar hann var spurður um ummæli Dana- drottningar á blaðamannafundi í gær að þetta ætti ekki aðeins við um Norðurlöndin, heldur öll grann- ríki Þýskalands. „Hér í Berlín er ekki hægt að gleyma þýskri sögu og þá sérstaklega tólf ára einræðis- stjóm nasista. Því get ég að þessu leyti aðeins tekið undir orð hennar.“ I athöfninni lék kammerhljóm- sveit, skipuð hljóðfæraleikurum í hljómsveitinni Orkester Norden, verk eftir Sunleif Rasmussen, Ed- vard Grieg, Poul Schierbeek og Dag Wirén undir stjórn Ole-Henriks Dahls. Þegar athöfninni lauk voru fánar Norðurlandanna dregnir að húni. íslenska fánann drógu upp tveir íslenskir unglingar, sem búa í Berlín, þau Anna Lilja Edelstein og Amór Oskarsson. Þjóðhöfðingjamir nutu síðan leiðsagnar um sendiráð- in, bæði sameiginlegu bygginguna og síðan skoðaði hver þjóðhöfðingi byggingu síns lands. Sterk tilkynning frá Norðurlöndum „Þessi atburður er mjög sterk til- kynning frá Norðurlöndum, ekki aðeins til Þýskalands heldur Evr- ópu allrar um að þau ætli sér sam- eiginlega að hafa áhrif á mótun Evrópu á nýrri öld,“ sagði Ólafur Ragnar er hann hafði skoðað húsið í gær. „Það var mikið um það rætt fyrir tíu áram eða svo að Evrópu- þróunin myndi sundra Norðurlönd- um, en hér komum við saman til leiks í Berlín, hinni nýju höfuðborg Þýskalands, með slíkum glæsibrag og krafti að það vekur athygli ekki aðeins hér í Þýskalandi, heldur víð- ar í Evrópu.“ Forsetinn sagði að það væri í raun merkilegur atburður í heimin- um að fimm lönd skyldu sameigin- lega búa til verkstöð og segja þar með að sameiginlegir hagsmunir á nýrri öld væru svo miklir að það væri talið til hagsbóta að eiga sam- leið. Þá væri honum ljóst eftir við- ræður hér í Þýskalandi að Þjóð- verjum þætti þetta stórviðburður. Hann sagði að einnig væri ánægjulegt fyrir íslendinga hvað vel hefði tekist til og húsið væri glæsilegt. „Islenska sendiráðið er jafnframt tilkynning um að íslensk byggingarlist, íslensk hönnun og ís- lensk myndlist er í fremstu röð nú- tímaverka,“ sagði hann. „Hvernig hér hefur verið sótt líparít til að klæða húsið, sem ekki hefur verið gert áður, og síðan gamla báru- járnsformið fest hér inn í stein er líka mjög öflug tilkynning um ís- lenska list í upphafi nýrrar aldar.“ Dagurinn hófst á því að forsetinn og utanríkisráðherra sátu morgun- verðarfund þar sem boðið hafði ver- ið viðskiptavinum íslenskra fyrir- tækja í, Þýskalandi. Þar flutti Bjarni Ármannsson, bankastjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, tölu um íslensk efnahagsmál og lagði út af orðum Halldórs Laxness um að það gæti verið dýrt að vera íslendingur, en það gæti verið dýr- keypt að fjárfesta ekki í Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.