Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 21 VIÐSKIPTI Heimsókn sendinefndar frá Shanghai á vegum Íslensk-kínverska vidskiptarádsins Shanghai „gluggi Kína að heiminum“ Morgunblaðið/Kristinn „Hagvöxtur á Shanghai-svæðinu hefur hægt á sér, sem er æskileg þró- un því annars hefði verið hætta á ofþenslu á svæðinu,“ sagði Mingwei Zhou meðal annars á fundi Islensk-kínverska viðskiptaráðsins í gær. „Á ÁRUM áður var verðlag á 90% af vöru og þjónustu í Kína ákveðið með opinberum tilskipunum. I dag er þetta hlutfall komið í 3% og er þar um að ræða hluti eins og stræt- isvagnafargjöld og verð fyrir ýmsa þjónustu sem hið opinbera veitir. Akvörðun verðlags á afgangnum mótast nú á frjálsum markaði í Kína,“ sagði Mingwei Zhou, for- stöðumaður utanríkisskrifstofu Shanghai-borgar, í kynningu sinni á fundi Islensk-kínverska viðskipta- ráðsins, sem haldinn var í tilefni af heimsókn hr. Huang Ju, formanns Kommúnistaflokksins í Shanghai, ásamt viðskiptasendinefnd. Huang Ju og föruneyti var hér dagana 22.-25. október í boði Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra og átti hópurinn fundi með forseta Islands, forsætisráðherra og embættismönnum utanríldsráðu- neytisins, auk þess sem þeir heim- sóttu fyrirtæki og markverða staði. Tilgangur fundar Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, sem einnig var í boði viðskiptaþjónustu utanríkis- ráðuneytisins, var að ræða um við- skiptamöguleika milli Islands og Shanghai. Mingwei Zhou kynnti einnig ýms- ar tölur úr atvinnu- og efnahagslífi Shanghai-borgar. „Yfir 11% af vergri landsframleiðslu í Kína fer fram á Shanghai-svæðinu og 18% af skatttekjum kínverska ríkisins koma þaðan,“ sagði Zhou. 13 millj- ónir búa þar að jafnaði auk 2-3 milljóna farandverkamanna, en íbú- ar Kína alls eru um 1,25 milljarðar. Hagvöxtur hefur einnig verið mikill í Shanghai, jafnvel meiri en í Kína. Þannig var meðalhagvöxtur í Kína 11,3% árin 1992-1997, en á sama tíma var hann 14,0% í Shanghai. Erlendar fjárfestingar rúmlega sextánfaldast „I fyrra og í ár hefur hagvöxtur- inn veríð aðeins hægari, sem er æskilegt því annars hefði verið tals- verð hætta á ofþenslu í efnahags- kerfinu," sagði Zhou. . I tölum sem Zhou sýndi kom fram hve mikill vöxtur hefur verið í Shanghai á undangengnum árum. Þannig voru þrjár erlendar fjár- málastofnanir með skrifstofu í Shanghai árið 1983, en þær voru orðnar 213 árið 1997. Beinar erlend- ar fjárfestingar á svæðinu námu jafngildi rúmlega 205 milljarða króna árið 1990, en jafngildi rúm- lega 3.340 milljarða króna árið 1997 og hafa því meira en sextánfaldast. Eins kom fram að fjárfestingar hins opinbera í vegakerfi og skyldum framkvæmdum höfðu rúmlega 47- faldast frá árinu 1981. Zhou kom inn á ónýtta markaðs- möguleika í Kína, en jafnframt hve ör þróunin hefði verið. Hann sagði að einn af hverjum tíu íbúum Shanghai ætti nú farsíma, en það hefðu verið fátíð tæki áður. Hann sagði jafnframt að hver Kínverji drykki 20 dósir af Coca Cola á ári á móti 400 dósum meðal Bandaríkja- manna. Hygði því Coca Cola-fyrir- tækið og raunar fjölmörg önnur fyr- irtæki gott til glóðarinnar á hinum kínverska markaði á komandi árum. Hann sagði jafnframt að Shang- hai hefði um langa hríð verið eins konar gluggi Kína að heiminum vegna staðsetningar sinnar. Borgin var að sögn Zhou betur þekkt fyrr á öldinni en Hong Kong og Tókýó sem miðstöð fjármála og viðskipta í Suðaustur-Asíu og sækti nú í sig veðrið að nýju. Stór markaður en erfiður Á undan Mingwei Zhou tóku til máls Sigtryggur R. Eyþórsson, for- maður Islensk-kínverska viðskipta- ráðsins, sem setti fundinn og bauð gesti velkomna. Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, kynnti íslenskt atvinnulíf fyrir kín- versku sendinefndinni og Einar Tjörvi Einarsson, stjómarmaður í Virki hf., greindi frá verkefnum sem fyrirtækið vinnur að, meðal annars í Kína. Steingrímur Þorbjamarson, varaformaður Islensk-kínverska viðskiptaráðsins, talaði um viðskipti Islands og Kína í sögulegu ljósi. Sú kynning fór fram á tungu gestanna, enda talar Steingrímur kínversku eftir nokkurra ára búsetu í Kína á seinasta áratug. Baldur Hjaltason, fráfarandi for- stjóri Lýsis hf., kynnti markaðs- starf fyrirtækisins í Kína. í máli hans kom fram að Lýsi hf. byggist við að andvirði sölu á lýsisafurðum til Kína myndi ná 500.000 banda- ríkjadölum á þessu ári. Lýsi hf. hefði hafið sölu á lýsisvörum árið 1997 þegar reglur um heilsubótar- vörur vora hertar í Kína, en við það duttu margar vörar út af markaðn- um. Þarna væri stór markaður og mikil hefð fyrir fæðubótarvöram. Að sögn Baldurs tekur langan tíma að fá vöra skráða til að fá leyfi til innflutnings og er skjalavinna öll flókin, en þó væri skjalavinnan um- fangsmeiri fyrir lýsi enda væri hér um heilsubótarvöra að ræða. Hann sagði einnig að vegna fjarlægðar og flókinna dreifileiða innan Kína, gætu liðið allt að 4-5 mánuðir frá pöntun og þar til afhending færi fram. Baldur sagði að ef sala héldi áfram að aukast myndi fyrirtækið flytja framleiðslu á lýsishylkjum til Kína, en selja aðeins hráefnið frá Islandi. Einnig sagði hann að vegna sveiflna í tísku á heilsubótarvöru- markaðnum væri nauðsynlegt að Lýsi hf. hefði starfsmann í Kína til að fylgjast með þróun markaðarins. Baldur sagði að reynsla Lýsis hf. af útflutningi til Kína væri sú að þar væri erfiður markaður, ekki síst vegna tungumálsins, en þó væra viðskiptatækifærin vissulega fyrir hendi. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. með góða afkomu á rekstrarárinu Hagnaður nam 185 milljónum króna FISKIÐJAN Skagfirðingur hf. (FISK) hagnaðist um 185 milljónir króna á rekstrarárinu 1.9. 1998 til 31.8. 1999, en rekstrarár FISK er hið sama og kvótaárið. Hagnaður FISK rekstrarárið 1997-1998 nam hins vegar 150 milljónum, og jókst hagnaður því á þessu ári um 23,3% á milli rekstrarára. Velta íyrirtæk- isins nam 2.395 milljónum króna á móti 2.174 milljónum króna næsta rekstrarári á undan. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK, segir í sam- tali við Morgunblaðið að almennt hafi reksturinn gengið vel. „Megin breytingin frá árinu áður var að landvinnslan skilar betri árangri en árið á undan. Það voru hins vegar vissir erfiðleikar í rækju- veiðum," segir Jón. Aðspurður segir hann ástæðu betra gengis landvinnslunnar vera bæði hagræðingaraðgerðir og einnig það að þorskkvótinn jókst. Hann segir að hráefni til land- vinnslunnar hafi nánast eingöngu komið úr eigin kvóta fyrirtækisins. „Eg held einnig að veiðum og vinnslu hafi verið vel stýrt saman, auk þess sem starfsfólk fyrirtæks- ins lagðist á eitt um að ná þessum árangri," segir Jón. Niðurgreiðsla skulda í samræmi við áætlanir Skuldir íyrirtækisins lækkuðu úr 2.289 milljónum króna í 2.027 milljónir króna, eða um 11,4% og segir Jón að niðurgreiðsla skulda sé í samræmi við áætlanir. Um framtíðina segir Jón Eðvald að þeir reikni með svipuðum Fiskiðjan Skagfirðingur hf. 1998- 1999 1997- 1998 Rekstrarreikningur Miiijónir króna Breyting Rekstrartekjur 2.395 2.174 +10,2% Rekstrargjöld 1.703 1.668 +2,1% Hagnaður án afskr. og fjárm.kostn. 692 506 +36,8% Afskriftir 313 314 -0,3% Fjármagnsgjöld 198 53 +273,6% Hagnaður af regluiegri starfsemi 180 139 +29,5% Aðrar tekjur 5 11 -54,5% Hagnaður ársins 185 150 +23,3% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/8 '99 31/8 '98 Breyting Fastafjármunir 2.307 2.595 -11,1% Veltufjármunir 660 429 +53,8% Eignir samtals 2.967 3.024 -1,9% Eigið té 940 735 +27,9% Skuldirsamtals 2.027 2.289 -11.4% Skuldir og eigið fé samtals 2.967 3.024 -1.9% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 577 365 Veltuf járhlutfal 1 2,2 0,69 Eiginfjárhlutfall 0,32 0,24 rekstri á næsta ári. „Það er að vísu óvissa varðandi úthafskarfann. Á síðasta ári var þorskveiðin líka auðveld og afurðaverð tiltölulega hátt. En það er ekkert í spilunum sem segir að afurðaverð þurfi að lækka, og við vonumst því eftir að ná svipuðum árangri á þessu ári sem er nýbyrjað og því seinasta," segir Jón. Fréttir á Netinu S' mbl.is _ALLTAf= EITTHIÍAO HÝTT íslensk fyrirtæki til Taívan ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands hef- ur undirbúið ferð viðskiptasendi- nefndar til Taívan. Verður dvalið í borginni Taipei 28.-31. október og fer borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrir hópnum. I fréttatilkynningu frá Útflutn- ingsráði kemur fram að útflutning- ur íslendinga til Taívan nam 1.009 milljónum króna á síðasta ári. Ber þar hæst kaup þeiiTa á sjávarfangi, einkum grálúðu, loðnu, hörpudiski og karfa. Innflutningur frá Taívan er einkum tölvur, fjarskiptavörur, vefnaðarvara og málmvörur. Fyrirtækin sem taka þátt í við- skiptaferðinni era meðal annars hugbúnaðarfyrirtæki, á sviði vatns- pökkunar, æðadúnsframleiðslu auk framleiðslu á ýmsu sjávarfangi. Meðal annars mun viðskipta- sendinefndin taka þátt í tveimur ráðstefnum með viðskiptaaðilum í Taipei, en sú síðari er skipulögð í samstarfi við China External Trade Organisation. Að lokinni ferð til Taívan mun hluti íslendinganna taka þátt í árlegri sjávarútvegssýn- ingu í Shanghai. Nomura með Tókýó. Reuters. STÆRSTA verðbréfafyrirtæki Japans, Nomura, skilaði mesta hagnaði sínum í níu ár á níu mánuð- um til septemberloka að sögn fyrir- tækisins. methagnað Nettóhagnaður Nomura á tíma- bilinu nam 491 milljón dollara miðað við 1,95 milljarða dollara tap á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.