Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 24

Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 24
 24 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/sigurgeir Þegar fréttist af loðnuveiði við Kolbeinsey, bjuggu mörg skip sig til veiðanna í flýti. Það tókst ekki bet- ur til en svo, þegar flyija átti nótina um borð í Sigurð VE í Vestmannaeyjum, að hún lenti útaf flutn- ingavagni og í götuna. Töluverðan tíma tókað ná henni upp og koma um borð. Fyllti sig á 13 tímum í GÆRKVÖLDI voru fjögur skip á loðnumiðunum skammt vestan við Kolbeinsey og fleiri á leiðinni en Víkingur AK og Guðrún Þorkels- dóttir SU fengu fullfermi þar aðfar- anótt laugardags. Víkingur fyllti sig á þremur nóttum en Guðrún var komin með fullfermi 13 tímum eftir að skipið kom á miðin. Sveinbjörn Orri Jóhannsson, stýrimaður á Guðrúnu Þorkelsdótt- ur, sagði að loðnan væri mjög góð en aflinn um helgina, tæplega 1.000 tonn, fékkst í sex holum. „Við feng- um eitt 300 tonna hol og annað 500 tonna en það fór niður í 70 tonn í Góð loðnuveiði vestan við Kolbeinsey holi,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Það var mjög gott að fylla á 13 tímum og mjög notalegt að taka 500 tonna hol á síðuna. Eg man ekki eftir svona stóru kasti að hausti til öll árin sem ég hef verið hérna og hef ég verið ansi lengi til sjós. Ekki hjá okkur, þó einhverjir hafí hugs- anlega náð því. Þetta gefur okkur vonir um að hún sé að koma og ekki skemmir fyrir að þetta er mjög góð loðna. Svo er talað um að það sé talsvert mikið af loðnu töluvert vestar og vonir standa til að hún bætist við þetta.“ Guðrún Þorkelsdóttir landaði á Eskifirði á sunnudag en um svipað leyti landaði Víkingur tæplega 1.500 tonnum á Akranesi. Hann hafði fengið um 900 tonn á föstudag og fyllti sig aðfararnótt laugardags sem íyrr segir. Bæði skipin voru komin aftur á miðin en Seley SU og Kap VE voru á svipuðum slóðum. Hafrannsóknastofnun hefur farið yfír innfjarðarækjusvæðin Nokkrum svæðum er lokað í vetur HAFRANNSÓKNASTOFNUN leggur til að veiðar á innfjarðar- ækju verði ekki leyfðar á Húnaflóa og Skjálfanda í vetur og í Skaga- fírði að svo stöddu og kvóti verði minnkaður um helming í Öxarfirði, að sögn Unnar Skúladóttur, fiskif- ræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Hins vegar er gefið grænt Ijós á veiðar í Arnarfirði og Isafjarðar- djúpi að undanskildum Jökulfjörð- um. Unnur segir að Hafrannsókna- stofnun hafi farið yfir öll veiðisvæð- in og lagt fram tillögur sínar til sjávarútvegsráðuneytisins. „Yfirleitt er rækjan minni nema í ísafjarðardjúpi," segir hún um stöðu mála. Hafrannsóknastofnun leggur til að Isafjarðardjúp verði opið fyrir rækjuveiðar, að undan- skildum Jökulfjörðum, á 650 tonna bráðabirgðakvóta, sem verður end- urskoðaður síðar á þessu hausti. Ekki er lagt til að rækjuveiðar verði leyfðar á Húnaflóa vegna þess að ungfiskur er langt yfir viðmiðun- armörkum og ástand rækjustofns- ins er mjög bágborið. Það mat kann að verða endurskoðað eftir leið- angur í febrúar, að sögn Unnar. Að svo stöddu er ekki lagt til að veiðar verði leyfðar í Skagafirði vegna þess að ungfiskur er yfir við- miðunarmörkum og rækjumagnið er minna en vanalega. Lagt er til að Skjálfandi verði lokaður í allan vetur. „Þar er nán- ast engin rækja eftir,“ segir Unnur. „Síðan leggjum við til opnun í Öxar- firði en lækkum bráðabirgðakvót- ann úr 1.000 tonnum í 500 tonn. Þar er rækjan mjög þétt innst í firðin- um en lítil sem engin utar. Hins vegar er ungfiskur yfir viðmiðunar- mörkum.“ Veidar Víetnama ganga erfiðlega ÁÆTLUN stjórnvalda í Víetnam um uppbyggingu djúpsævisflota síns gengur ekki sem skyldi. Veið- arnar hafa gengið iila og afkoman þar af leiðandi léleg. Stjórnvöld undirbúa nú rannsóknir á djúpsæv- inu til að geta gefið útgerðum betri upplýsingar um fiskimið og fiskig- engd. Einnig verður þeim veitt aukin þjálfun og betri búnaður til veiðanna. Sjávarútvegsráðuneytið telur sig hafa getað gefið nokkuð áreiðan- legar upplýsingar um túnfiskmið, þrátt fyrir að fé til rannsókna sé af skomum skammti. Það dugir ekki til og útgerðimar eiga erfitt með að greiða af opinbemm lánum vegna lélegra aflabragða. Stjórnvöld hafa því verið hvött til að draga úr greiðslubyrðinni. Afli af djúpsævinu það sem af er þessu ári er um 32.500 tonn að verðmæti 64 milljónir dollara, 4,8 milljarðar króna. Við suðurströnd landsins er afli svo lítill að einhverj- ar útgerðir hafa hætt veiðum og aðrar stunda veiðar á gmnnsævi vegna skorts á veiðarfærum til veiða á dýpra vatni. Sérfræðingar telja að of mikil áherzla hafi verið lögð á skipasmíð ar, en djúpsævisfloti Víetnama er nú um 700 skip og er ráð fyrir því gert að þau verði orðin um 800 á næsta ári. Þeir telja áætlanir um 350.000 tonna afla af djúpsævinu á næsta ári vera allt of mikla bjartsýni. Jafnframt benda þeir á að þessi floti stundi í of miklum mæli veiðar á grunnsævi og að- stæður í landi séu ekki nægilega góðar til að taka við aflanum og vinna hann. Lágt verð er á fiski á innanlan- dsmarkaði og dregur það einnig úr áhuga manna á djúpsævinu, því mun dýrara er að sækja þangað. Þá segja menn að þó skipunum sé ætl- að að stunda veiðar í allt að mánuð í senn, sé raunin sú að þau geti ekki verið úti lengur en í hálfan mánuð vegna lélegrar kælingar og fryst- ingar. Nauðsynlegt sé að leiðbeina sjómönnum betur um fmmvinnslu aflans um borð svo koma megi í veg fýrir skemmdir á fiskinum eftir að hann hefur verið veiddur. Viðurkenna mistök Stjórnvöld viðurkenna að mistök hafi verið gerð við framkvæmd áætlana og leggja þau áherzlu á að uppbyggingu í fiskihöfnum lands- ins verði hraðað. Fjárskortur, skrifræði og slakir verktakar hafi valdið miklum seinagangi við upp- bygginguna. „FISKAREN“ opnar skrifstofu á íslandi NORSKA sjávarútvegsblaðið „Fiskaren" opnar ritstjórnarskrif- stofu á íslandi þann 1. desember næstkomandi. Magnús Þór Haf- steinsson blaðamaður veitir henni forstöðu. Meginverkefni hans verður að fylgjast með sjávarút- vegsmálum á Bretlandseyjum, írl- andi, Færeyjum, Islandi og báðum heimsálfum Ameríku, að Grænl- andi meðtöldu. „Fiskaren" hefur verið í mikilli þróun undanfarin misseri. Utgáf- um hefur verið fjölgað úr tveimur í þrjár á viku. Starfsmönnum hefur fjölgað og mikið lagt í að bæta útlit og efnistök blaðsins. Ritstjórn „Fiskaren“ hefur í auknum mæli lagt áherslu á að flytja fréttir úr sjávarútvegi á öll- um Norðurlöndum. Markmiðið er að gera blaðið að vettvangi um- fjöllunar um norrænan sjávarút- veg. Opnun skrifstofu á Islandi er liður í þessari þróun. Aðsetur skrifstofu „Fiskaren" verður á Akranesi. Sjávarútvegsblaðið „Fiskaren" var stofnað árið 1925, og blaðið er elsta og stærsta sjávarútvegsblað Norðurlanda. Starfsmenn eru nú | 35 talsins. Þar af eru 13 í ritstjórn. Höfuðstöðvar „Fiskaren" eru í Björgvin. Fastráðnir blaðamenn starfa á skrifstofum í Álasundi, Bodö og Tromsö. Nú bætist Island í þennan hóp. Árið 1998 keypti útgáfufyrir- tækið Norges Handels- og Sjpf- artstidende (NHST) meirihluta hlutabréfa í Fiskaren AS. NHST samsteypan á nú tæplega 90 prós- enta hlut i fyrirtækinu. Hún gefur einnig út viðskiptadagblaðið „Dag- ens Næringsliv", alþjóða farm- siglingablaðið „Trade Winds“ og ’ alþjóða olíuiðnaðarblaðið „Up- stream".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.