Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kirgistan
Skæruliðar
sleppa
japönskum
gíslum
Fernando de la Rua, nýkjörinn forseti Argentínu
Heitir því að vinna gegn
spillingu og ójöfnuði
Reuter
Fernando de la Rua, nýr forseti Argentínu, fagnar sigrinum ásamt varaforsetanum, Carlosi Avarez.
Huenos Aires. Ap, Reuter.
FERNANDO de la Rua, frambjóð-
andi bandalags miðju- og vinstri-
manna, bar sigurorð af Eduardo
Duhalde, frambjóðanda Perónista,
í argentínsku forsetakosningunum
á sunnudag. I gær var lokið við að
telja um 98% atkvæða og hafði de
la Rua fengið rúmlega 48% en Du-
halde um 38%, afgangurinn skipt-
ist milli annarra frambjóðenda. De
la Rua hét því í gær að vinna gegn
spillingu og ójöfnuði í landinu. „Við
megum ekki gleyma þeim lægst
settu sem þurfa á hjálp samfélags-
ins að halda. Við þurfum á siðferði-
legum umbótum að halda í Argent-
ínu til að leiðrétta félagslegt órétt-
læti og aðstoða fólk sem er utan-
garðs í samfélaginu," sagði hinn
nýkjörni forseti við stuðningsmenn
í miðborg Buenos Aires í gær, sem
voru þar til að fagna kosningaúr-
slitunum. Hann sagði einnig að
brýnt væri að varðveita einingu
meðal þjóðarinnar og að átök og
sundrung væri að baki. „Ég mun
verða forseti allra Argentínu-
manna,“ sagði de la Rua.
Með sigri de la Rua er endi
bundinn á tíu ára valdaferil
Perónista í Argentínu. I forsetatíð
Carlosar Menems hefur tekist að
ráða niðurlögum verðbólgunnar
sem var um árabil ein helsta mein-
semdin í efnahagslífí landsins og
náði t.a.m. að verða 5.000% á árinu
1989. Hins vegar hefur hin síðari
ár hallað undan fæti í efnahags-
málum á nýjan leik með vaxandi
atvinnuleysi og samdrætti í lands-
framleiðslu. De la Rua hefur heitið
því að minnka atvinnuleysið, sem
nú mælist 14,5%, en talið er full-
víst að það muni ekki reynast hon-
um auðsótt. Hann hefur sagt að
ekki verði gerðar róttækar breyt-
ingar á hagstjórn landsins og að
gengisstefnan, sem byggist á föstu
London, Brusscl. AP, Reutcrs.
VÍSINDAMENN á vegum fram-
kvæmdastjómar Evrópusam-
bandsins hafa nú til athugunar 600
blaðsíðna skýrslu franska hollustu-
eftirlitsins þar sem rök Frakka
fyrir framlengdu innflutningsbanni
á bresku nautakjöti er að fínna.
Ekki er búist við því að fram-
kvæmdastjórnin birti úrskurð sinn
fyrr en á fímmtudag en.fari svo að
rökum Frakka verði hafnað, er
þeim skylt að fella niður innflutn-
ingsbannið.
Frakkar hafa lýst því yfir að þeir
muni ekki nema bannið úr gildi,
jafnvel þótt málið gangi alla leið til
Evrópudómstólsins, sem yrði loka-
úrræði Breta ef Frakkar fara ekki
að tilmælum framkvæmdastjórnar-
innar. Frakkar neita að hlýta
ákvörðun framkvæmdastjórnarinn-
ar frá því í ágúst þegar hún nam úr
gildi útflutningsbann á bresku
nautakjöti sem sett var í vegna
kúariðuveikinnar í Bretlandi árið
1996.
Breska ríkisstjórnin lýsti því yfír
í gær að hún myndi ekki láta undan
þrýstingi og banna innflutning á
frönsku nautakjöti fyrr en sýnt
væri að heilsu almennings væri
stefnt í voða með neyslu þess. Mik-
il reiði ríkir í Bretlandi vegna
skýrslu á vegum framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins sem
birt var síðastliðinn föstudag og
leiðir í ljós að franskir bændur hafa
um árabil fóðrað nautgripi og ali-
fugla á hreinsuðu skólpi. Virtir
breskir vísindamenn hafa nú bæst í
hóp þeirra sem hvetja ríkisstjórn
Verkamannaflokksins til að grípa
til aðgerða á grundvelli skýrslunn-
ar. „Eg vil að ríkisstjórnin sýni það
í verki að hún vilji tryggja að mat-
gengi gagnvart dollar, verði
óbreytt.
Menem, sem nú er 69 ára að
aldri, hefur þegar sagt að hann
muni gefa kost á sér í forsetakosn-
ingum eftir fjögur ár en hann hefur
þegar setið tvö kjörtímabil og
stjórnarskrá landsins meinaði hon-
um að^ sitja þriðja kjörtímabilið í
röð. „Ég er sannfærður um að ég
hefði unnið ef mér hefði verið leyft
að bjóða mig fram,“ sagði Menem á
sunnudag.
Duhalde, skæðasti keppinautur
de la Rua í kosningunum, óskaði
hinum nýkjöma forseta til ham-
ingju með úrslitin símleiðis í gær.
Hann tók ósigrinum mjög drengi-
lega. ,Argentínumenn hafa kosið
væli sem hingað eru flutt séu ekki
skaðleg," er haft eftir einum þeirra
í gær.
í sama streng tóku íhaldsmenn á
sér forseta sem við getum öll treyst
og við verðum öll að leggjast á eitt
um að hjálpa honum i starfi hans,
og þá meina ég öll okkar,“ sagði
Duhalde við fréttamenn í gær.
Fyrsti ósigur
Perónista
Perónistar hafa aldrei tapað
kosningum í Argentínu en tvívegis
hefur þeim verið vikið frá völdum í
valdaráni hersins, árið 1955 og
1976. Menn binda vonir við að lýð-
ræði hafi náð að festa rætur í land-
inu og að kosningaúrslitin verði að
þessu sinni virt. Carlos Menem
hefur heitið því að stjórnarand-
staða Perónista muni virða lög
landsins.
breska þinginu og mörg dagblöð í
landinu. Nokkrar verslanir og stór-
markaðir hafa þegar fjarlægt
franskar vörur úr hillum sínum.
Femardo de la Rua er 62 ára
lögfræðingur og borgarstjóri í Bu-
enos Aires. Hann er sagður til-
heyra íhaldssamari armi flokks
síns, Róttæka flokksins, sem hefur
verið starfandi í um eina öld. Hon-
um mistókst árið 1973 að ná út-
nefningu sem varaforsetaefni
flokks síns og náði heldur ekki að
verða forsetaefni flokksins þegar
lýðræði var endurreist í Argentínu
árið 1983. Hins vegar varð hann
fyrsti kjörni borgarstjóri Buenos
Aires árið 1996.
Alls vom 24 milljónir manna á
kjörskrá og er talið að kosninga-
þátttaka hafi verið um 80%. í Ar-
gentínu em kjósendur skyldugir
að greiða atkvæði.
Landbúnaðarráðherra Bret-
lands, Nick Brown, sagði um helg-
ina að reglur um merkingar á mat-
vælum yrðu hertar þannig að neyt-
Bishkck. Rculcrs.
FJÓRIR japanskir jarðfræðingar
og kirgiskui- túlkur þeirra voru
leystir úr haldi íslamskra skæmliða
í Tadjikistan í gær og fluttir til Bis-
hkek, höfuðborgar Kirgistans.
Skæruliðamir höfðu haldið mönn-
unum í gíslingu í tvo mánuði.
Japönsku jarðfræðingarnir vom
á meðal þrettán manna sem var
rænt um miðjan ágúst þegar hund-
mð skæmliða réðust inn í Kirgistan
frá stöðvum sínum í Tadjikistan.
Skæmliðarnir flúðu síðan með gísla
sína til Tadjikistan eftir að her
Kirgistan hóf mikla sókn gegn
þeim. Þeir era Usbekar og undir
stjórn Dzuma Namanganis, sem er
eftirlýstur í Usbekistan vegna
gruns um að hann hafi lagt á ráðin
um að steypa forseta landsins af
stóli.
Japanamir virtust við góða heilsu
við komuna til Bishkek. Skæmlið-
amir höfðu áður sleppt sjö gíslanna
og orðið einum, Kirgisa, að þana.
Valerí Vertsjagín hershöfðingi,
aðstoðaröryggismálaráðherra
Kirgistans, sem stjómaði björgun-
araðgerðunum, sagði að
Namanganis hefði í fyrstu krafist
vopna og tryggingar fyrir því að
skæraliðamir kæmust óáreittir til
Úsbekistans en þeirri kröfu hefði
verið hafnað. Skæmliðunum hefði
ekki verið greitt lausnargjald.
Að sögn hershöfðingjans náðist
samkomulag við skæraliðana með
hjálp sérsveitarmanna frá Ta-
djikistan og Úsbekistan og fyrir at-
beina Imomalis Rakhmonovs, for-
seta Tadjikistans.
Tveggja mánaða sókn stjórnar-
hers Kirgistans gegn skæraliðunum
kostaði 26 mannslíf og olli landinu
miklum efnahagslegum skaða, að
sögn Bolot Dzhanuzakovs, for-
manns Öryggisráðs Kirgistans.
Hann bætti við að hætta væri á að
skæraliðamir réðust aftur inn í
landið.
endur gætu betur séð hvaðan var-
an kæmi. Hann hvatti einnig fram-
kvæmdastjóra heilbrigðismála í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, David Byrne, til að fara
fram á það við frönsk stjórnvöld að
þau ábyrgðust að franskar kjöt-
vörur valdi ekki tjóni á heilsu
manna.
„Smyglaði" bresku nautakjöti
til Frakklands
Breskir bændur eru ævareiðir
vegna ákvörðunar Frakka um að
aflétta ekki innflutningsbanni á
bresku nautakjöti, þrátt fyrir
ákvörðun ESB frá því í ágúst að
leyfa aftur útflutning á bresku
kjöti. Breskur þingmaður á Evr-
ópuþinginu, Elisabeth Lynne,
flaug í gær til Strassborgar með
breskt nautakjöt í handfarangri.
Hún bar kjötið í plastpoka þar sem
prentuð var stórum stöfum áletr-
unin „breskt nautakjöt" á granni
sem var eftirprentun breska fán-
ans. Franskir tollverðir í flughöfn-
inni í Strassborg höfðu ekki af-
skipti af þingmanninum við kom-
una þangað, enda þótt hún hefði
sóst eftir að fá að ræða við þá. Hún
sagðist í gær ætla að snæða kjötið
með félögum sínum í þingflokki
frjálslyndra í kvöldverðarboði til að
fagna upphafi þinghalds á Evrópu-
þinginu.
Landbúnaðarráðherrar Bret-
lands og Frakklands munu funda í
London næstkomandi laugardag
vegna deilunnar. Stjórnvöld í báð-
um löndum era sögð vilja mikið til
þess vinna að deilan leysist áður en
árlegur fundur þjóðarleiðtoga
Frakka og Breta verður haldinn í
lok nóvember.
Deila Breta og Frakka vegna nautakjöts
Reiði í Bretlandi
Reuter
Elisabeth Lynne, breskum þingmanni á Evrópuþinginu, tókst að koma bresku nautakjöti til Frakklands í gær.