Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 54
4*4 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
» Staðsetning Lista-
háskóla Islands
LISTAHÁSKÓLI íslands er
nýstofnaður skóli í hröðum byr.
Myndlistardeild tók til starfa í
haust og unnið er að tillögum um
uppbyggingu náms í fjórum öðrum
deildum. Lagður hefur verið
grunnur að stjómskipulagi skólans
og rekstri, stefnuskrá hefur verið
#^ögð fram, starfsreglur kynntar og
kennsluskrá gefin út. Ennfremur
tekur skólinn þátt í ýmsum sam-
starfsverkefnum og Opni listahá-
skólinn heldur fjölda námskeiða
fyrir almenning.
Umræðan um staðsetningu
Það atriði í uppbyggingu skólans
sem þó hefur vakið mesta athygli
fólks varðar staðsetningu fyrirhug-
aðs skólahúss. Nokkrar blaðagrein-
ar um þetta mál hafa birst á síðustu
dögum og ljósvakamiðlar hafa sýnt
því áhuga og fjallað um það í frétt-
um og viðræðuþáttum. Kveikjan að
umræðunni er tilboð bæjaryfir-
valda í Hafnarfirði um að finna
^(fkólanum stað í hjaita bæjarins við
norðurbakka hafnarinnar og er til-
laga þeirra um þessa staðsetningu
hluti af nýrri skipulagstillögu sem
gerð hefur verið fyrir allan mið-
bæinn.
Til þess að umræðan um stað-
setningu Listaháskólans geti leitt
til skynsamlegra skoðanaskipta
þurfa menn að sýna staðreyndum
málsins virðingu og gæta þess að
gera aðilum þess ekki upp skoðan-
ir. A þetta hefur því miður skort í
sumum þeim greinum sem birst
hafa í þessu blaði. Því er nauðsyn-
legt að skýra hver framvindan hef-
ur verið og ítreka þau sjónarmið
sem búa að baki.
Skóli í Laugarnes
Eins og flestir muna keypti fjár-
málaráðuneytið 1990 hálfbyggt hús
Sláturfélags Suðurlands á Laugar-
nesvegi 91 í þeim yfirlýsta tilgangi
að þar skyldi starfræktur háskóli á
sviðum lista og listsköpunar. Þetta
hús er um 10.000 fermetrar og
teiknað sem kjötvinnsluhús. Bygg-
ingamefnd var sett á laggirnar
1991 tO að hafa yfirumsjón með
Listaháskóli
Til þess að umræðan um
staðsetningu Listahá-
skólans geti leitt til
skynsamlegra skoðana-
skipta, segir Hjáimar
H. Ragnarsson, þurfa
menn að sýna
staðreyndum málsins
virðingu.
húsinu og ákveða nýtingu þess
hverju sinni. Menntamálaráðherra
skipaði síðan nýja byggingarnefnd
1996 þar sem eiga aðild, auk full-
trúa menntamálaráðuneytis, full-
trúi fjármálaráðuneytis og fulltrúi
Félags um Listaháskóla Islands.
Ný viðhorf
Eitt mitt fyrsta verk í starfi rekt-
ors með nýrri stjóm var að opna
þetta mál enn á ný og tengja áform-
in um byggingu skólahússins við
þær hugmyndir sem ég og stjóm
skólans höfum um hlutverk hans
sem kennslustofnun og sem þjón-
Skólavördustíg 21 • sími 551 4050 • Reykjavík
Alltaf rífandi sala!
Toppeign
Þingholtsstræti 30
&100
S5100 90-fca 542 9091
Skipbolti 50 b - 2 hseð Lv
Vorum að fá þessa fallegu 99,2
fm íbúð á 2. hæð í þessu litla
lyftuhúsi. Ný eldhúsinnrétting.
Parket og flísar á gólfum. Frá-
bær staður í miðbænum. Suð-
vestursvalir. Björt og falleg
Verð 11,5 millj. Áhv. 5,9 millj. í byggingarsjóði,
íbúð.
bankaláni og lífeyrissj. (1160)
-*T
Tilboðsdagar - 20-50% afsláttur
Hornbað m/nuddi kr. 94.429
Hornbað án nudds kr. 54.352
Baökar 170x70 cm m/nuddi kr. 83.186
Hitastillitæki
- sturtu frá kr. 7.094
- bað og sturtu frá kr. 8.980
Vegghandlaugar
frá kr. 3.366
Borðhandlaugar
frá kr. 5.688
Handklæðaofnar
76,5x60 cm kr. 9.601
120x60 cm kr. 12.251
181x60 cmkr. 18.227
Heill klefi
m/blöndunartæki
frákr. 31.749
Sturtuhorn
- plastfrákr. 15.694
-glerfrákr. 18.585
Sturtuhurðir
stærðir 65-140 cm
-glerfrákr. 13.951
Baðkarshurðir
- plast frá kr. 8.085
-glerfrákr. 12.251
Einnar handar tæki
- fyrir eldhús frá kr. 5.630
- fyrir handlaug frá kr. 5.630
!A
Ármúla 21 - Sími 533 2020
VA-fmyjiMJM] biií
Baðkörfrákr. 9.975
Sturtubotnar frá kr. 3.556
WC m/setu frá kr. 10.876
Stálvaskar frá kr. 4.343
Skolvaskar plast - frá kr. 3.513
Blöndunartæki frá kr. 1.951
ustustofnun við al-
menning. I því skyni
fór stjómin þess á leit
við Reykjavíkurborg
strax í byrjun þessa
árs, að áður en gengið
yrði til ákvörðunar um
uppbyggingu skólans í
Laugarnesi yrði kann-
að hvort mögulegt
væri að finna honum
stað í miðborg
Reykjavíkur. Þótt
ljóst væri að engin
einföld lausn væri á að
hýsa Listaháskólann á
þessu svæði sýndu yf-
irvöld í Reykjavík er-
indi okkar strax áhuga
enda fellur þessi hugmynd mjög vel
að þeim forsendum sem búa að baki
þróunaráætlun miðborgarinnar.
Sú hugmynd að tengja starfsemi
Listaháskólans miðborgarlífinu er
þó ekki alveg ný af nálinni. Til
marks um það sýndi menntamálar-
áðherra það fmmkvæði 1996 og
1997 að láta gera athuganir á þrem-
ur byggingakostum í miðborg
Reykjavíkur með það að markmiði
að fá úr því skorið hvort hægt yrði
að endurbyggja þær byggingar
sem um var að ræða þannig að þær
nýttust hinum fyrirhugaða skóla.
Viðbrögð borgaryfírvalda
I skólasetningarræðu minni 10.
september fjallaði ég m.a. um stöð-
una í byggingamálum skólans og
tók skýrt fram að enn væri aðeins
einn kostur á borðinu hvað þau
varðaði, þ.e.a.s. sú upphaflega áætl-
un að byggja upp og endursmíða
húsið á Laugamestanga. Niður-
stöður hefðu ekki enn fengist úr at-
hugun borgaryfirvalda á staðsetn-
ingu fyrir Listaháskólann í
miðborginni.
I bréfi frá borgarstjóra tveimur
vikum síðar, þ.e. 24. september,
staðfestir hann að enga lóð sé að fá í
Kvosinni að svo stöddu sem gæti
rýmt byggingu á stærð við þá er
þarf undir starfsemi skólans. Hugs-
anlegt sé þó, að slík lóð verði til á
því svæði sem nú er til skoðunar
vegna ráðstefnu- og tónlistarhúss
en of snemmt sé að segja til um það.
Hins vegar bendir borgarstjóri á að
nærtækt sé að beina frekari sjón-
um að Tollhúsinu við Tryggvagötu
með endurbyggingu í huga og einn-
ig að það hafi ýmsa kosti að Lista-
háskólinn byggist upp í Laugamesi
þótt sú staðsetning sé
utan þess svæðis sem
fyrirspurn stjómar-
innar beindist að.
Þrír kostir til
skoðunar
Að fengnum niður-
stöðum borgaryfir-
valda og kynningar-
fundi með
bæjaryfirvöldum í
Hafnarfirði varð það
niðurstaða stjórnar
Listaháskólans að fal-
ast eftir því við bygg-
ingarnefnd skólans, að
gerð yrði fagleg at-
hugun á þremur kost-
um varðandi staðsetningu hans. At-
hugunin þyrfti að fela í sér
kostnaðarmat og kostnaðarsaman-
burð, skipulagsforsendur, ástands-
lýsingu, nýtingaráætlun og gerð til-
lagna um uppbyggingu á hverjum
stað. Þessi kostir em:
1) Endurbygging á húsi Listahá-
skólans á Laugarnesvegi 91
2) Staðsetning á norðurbakka
hafnarinnar í Hafnarfirði þar sem
bæjaryfirvöld hafa lagt til að byggt
verði yfir skólann, annaðhvort með
endurbyggingu húsa sem þar era
fyrir eða með nýbyggingu.
3) Endurbygging Tollhússins
með fyrirvara um að jákvætt svar
berist frá fjármálaráðherra við iyr-
irspurn dags. 13. okt. um hvort til
greina komi af hálfu ráðuneytisins
að breyta nýtingu hússins.
Það má ætla að nokkurn tíma
taki fyrir byggingarnefndina að fá
niðurstöður úr þessari athugun og
ljóst að engar stærri ákvarðanir
verða teknar varðandi þetta mál
fyrr en þær liggja fyrir.
Að lokum
Verkefnin framundan við upp-
byggingu Listaháskóla íslands em
mörg hver mjög stór og flókin. Þar
á meðal em stórverkefni eins og út-
færsla kennslunnar í hinum ýmsu
deildum, ráðningamál kennara,
fyrirkomulag rannsóknar- og list-
sköpunarþáttarins, öflun tækja og
búnaðar, uppbygging bókasafns og
gerð þjónustusamninga við ríkið
um reksturinn. Þótt listamenn í
landinu séu af öðm kunnir en að
standa saman um málefni sín þá er
það von mín, að þeir og aðrir, sem
láta sig þróun listalífsins varða,
beri gæfu til þess að standa saman
um uppbyggingu þessarar mikil-
vægu stofnunar og láti þetta mál
má ekki dragast inn á plan pers-
ónulegra hagsmuna. Mikilvægast
er þó að ekki verði vikið frá þeirri
reglu að málefnin séu í heiðri höfð
og þeim lagt það lið sem þarf til
þess að þau nái fram að ganga.
Höfundur er tónskáld ogrektor
Listaháskóla íslands.
íþróttir á Netinu
VD mbl.is
_ALLT/kf= £ITTH\S/\£> MÝTT
Hjálmar H.
Ragnarsson
Félagsfundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur
verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10,
2. hæð miðvikudaginn 27. október kl. 20
Fundarefni: Landsmálin og hlutverk félagsins í Samfylkingunni.
Frummælendur: Össur Skarphéðinsson alþ. og Magnús Norðdal,
formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins.
Sérstakur gestur fundarins verður
Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins.
Félagar fjölmennið
Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur