Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 62
* 62 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Kjarnorkuvopn
á Islandi
Frá Ástþóri Magnússyni:
VIÐ höfum mai'glýst því yfir að
kjarnorkuvopn hafi verið að finna á
Keflavíkurflugvelli undanfarin ár.
Vegna fjölmiðlaumræðu um
kjarnorkuvopn á Islandi, minnir
Friður 2000 á fréttatilkynningar, yf-
irlýsingar og áskoranir sem samtök-
in hafa sent stjórnvöldum og fjöl-
miðlum á undanförnum þremur ár-
um, þar sem við höfum vakið athygli
á því að Friði 2000 hafi verið kunn-
ugt um að geislavirk vopn hafi verið
að finna á Keflavíkurflugvelli. Þess-
ar fregnir hafa samtökin eftir aðil-
um sem starfað hafa innan vallarins
og frá aðilum í Bandaríkjunum.
Við höfum ítrekað skorað á
stjórnvöld að friðlýsa Island gegn
kjarnorkuvopnum. Það ábyrgðar-
leysi stjórnvalda að banna ekki al-
farið geislavirk vopn hér á landi,
vekur alvarlegar grunsemdir um að
íslenskum ráðamönnum sé og hafi
verið að fullu kunnugt um tilvist
geislavirkra vopna á Keflavíkurflug-
velli undanfarin ár.
Vísað hefur verið í tæplega 40 ára
gamlar bréfaskriftir frá bandaríska
varnarmálaráðuneytinu til sendi-
herrans á Islandi þar sem sendi-
herranum er uppálagt að komast hjá
umræðu um kjarnorkuvopn, hann
verði að upplýsa íslenska utam-íkis-
ráðherrann að það sé stefna Banda-
ríkjanna að játa hvorki né neita
spurningum um staðsetningu kjarn-
orkuvopna, en ef beittur þrýstingi
skuli sendiherrann segja að banda-
rísk stjórnvöld ráðgeri ekki að flytja
kjarnorkuvopn til Islands nema á
stríðstímum. Hinsvegar má sendi-
herrann ekki gefar neinar trygging-
ar fyrir því að fyrirfram yrði leitað
samkomulags um flutning á kjarn-
orkuvopnum til Islands. Vægast
sagt mjög loðin svör!
Þessa yfirlýsingu ber að skoða í
ljósi þess að hvað Bandaríkin vai'ðar
vai' Víetnamstríðið, Persaflóastríðið
og stríðið á Balkanskaga stríðstímar.
Okkur er kunnugt um tilkynningar
frá bandaríska varnarmálaráðuneyt-
inu, m.a. til hermanna á Islandi,
vegna nýafstaðins stríðs í Júgóslavíu
þar sem þeim var uppálagt að vera í
viðbragðsstöðu vegna stríðsástands.
Það er vitað að Bandaríkjamenn
notuðu úraníumhúðaðar sprengjur,
þ.e.a.s. geislavirkar sprengjur, í
Persaflóastríðinu og hefur þetta
valdið gífurlegri aukningu hvítblæð-
is og krabbameins hjá börnum og al-
menningi í Irak. Þá hefur það einnig
komið fram að slíkar sprengjur hafi
verið notaðar í Júgóslavíu fyrir að-
eins örfáum mánuðum.
Butler, fyrrum yfirmaður kjarn-
orkuflota Bandaríkjanna, hefur lýst
því yfir undanfarið, að margsinnis
hafi komið til slysa með kjarnorku-
vopn. Hann hefur lýst því að einung-
is einskær heppni hafi valdið því að
ekki urðu stórslys af.
Friður 2000 krefst þess að íslensk
stjórnvöld verji þegna sína tafar-
laust fyrir hættunni af geislavirkni,
og friðlýsi Island gegn hvers kyns
kjarnorku- og geislavirkum vopnum.
Það er kominn tími til þess að Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
og aðrir ráðamenn á Islandi, átti sig
á því að þeir starfa fyrir íslensku
þjóðina, en hafa ekkert umboð frá
henni til að gerast málaliðar banda-
rískra hermálayfirvalda.
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON,
stofnandi Friðar 2000.
Veslings litii anginn!
Frá Ríignnri Þór Péturssyni:
ÞAÐ þótti ekki tiltökumál fyrir
ótrúlega fáum árum, að börn væru
látin vinna fyrir sér. Börn og ung-
lingar (sem núna heita líka börn)
hafa alla tíð unnið ýmis störf til
sveita og sjávar og mörg störfin eru
hreint ekkert auðveld, þótt líklega
verði þessi störf auðveldari með
hverju árinu sem líður.
Mikið held ég nú að stórborgar-
bragurinn sé farinn að stíga fólki til
höfuðs ef fólk er almennt sammála
henni Dagbjörtu, móður drengsins
sem skikkaður var í vinnu hjá Dom-
inos fyrir að gera símaat úr farsíma
sínum. Hún Dagbjört, sem vafalítið
er vænsta kona, lýsir á hjartnæman
hátt því, þegar sonur hennar er
neyddur í þann óskaparstarfa að
„brjóta saman pitsukassa og stafla
upp“. Hún hyggst aukinheldur hafa
samband við Vinnueftirlitið því hver
veit, drengurinn og vinur hans sem
var með honum, hefðu getað
slasast.
Nú skil ég svo sem að Dagbjört
hafi orðið uggandi um krógann þeg-
ar hann ekki skilaði sér á tilsettum
tíma. Hinu hefði maður þó búist við
að henni hefði dottið í hug að
hringja í farsímann hans, sem áður
hafði sannað notagildi sitt svo um
munaði. Nú, svo er aldrei að vita
nema dómínóar hefðu hægt á písk-
inum augnablik ef stráksa hefði
hugkvæmst að hringja heim til sín
og láta vita að hann tefðist, fyrst
fjan/era hans var þessi nýlunda.
Eg held að Dagbjört ætti alveg
að láta það vera að þjóta í Vinnueft-
irlitið, það er áreiðanlega líklegra
að drengurinn ofsjóði i sér heilann
með mali í gemsann heldur en að
hann nái að láta pitsukassa eða
brauðstangir verða sér að miska.
Eg held að Dagbjört ætti að gleðj-
ast yfir framtaki dómínóa að gn'pa
til þessa framúrskarandi ráðs til að
kenna stráknum að meta eignir
annarra og glæða verðmætamat
hans. Og ef stráknum býðst líka
vinna í kjölfarið ætti gleðin að vera
enn meiri, tólf ára böm eru engir
hvítvoðungar og meira en fullfær
um að vinna, jafnvel miklu erfiðai'i
vinnu en að gera brauðstangir.
Eg vona að þetta mál verði ekki
að neinni vitleysu, hvorki í fjölmiðl-
um né á heimili Dagbjartar og dó-
mínóa. Strákur gerði skyssu, lærði
vonandi af henni og er betri maður
á eftir. Allt sem gerst hefur er til
hins betra og ég vil að lokum hrósa
dómínóum fyrir frábæra lausn á
vandanum og vona, að stráksi haldi
áfram að vera í þeirra hópi.
RAGNAR ÞÓR PÉTURSSON,
heimspekinemi við HÍ,
Fjölnisvegi 9, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.