Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 67 ^
FÓLK í FRÉTTUM
Stutt
Skaut
mömmu
með penna
ARGENTÍNSKUR maður myrti
móður sína óvart er hann var að
leika sér með penna sem reyndist
vera dulbúin byssa. Maðurinn sem
er tæplega þrítugur sat í eldhúsinu
og var að reyna að fá pennann til að
skrifa þegar skot hljóp af og varð
móðir hans fyrir skotinu og lést.
Atta ára stjúpbróðir mannsins fann
pennann úti á götu en byssur sem
þessar eru ólöglegar í Argentínu.
Manninum var sleppt eftir yfir-
heyrslur.
Rauðhærðar
ljóskur
í Kanada
LJÓSUÆRÐUM íbúum smábæjar
í Kanada brá í brún nýlega er þeir
sáu að hár þeirra var orðið rautt.
„Fólk er farið að fá bjarma á hár-
ið,“ sagði Dave Reid, bæjarstjóri í
smábænum Virden. Hann sagði að
ljóshærða fólkið hefði fengið app-
elsínugulan eða rauðan blæ á hár-
ið eftir að yfirvöld í bænum, þar
sem búa 3.000 manns, komu upp
nýrri vatnshreinsistöð fyrr á
þessu ári. Vatnið blandaðist járni
sem olli hinum rauða bjarma er
það fór í gegnum eldri vatnsleiðsl-
ur.
Reid fullyrti að eiginkona hans
sem væri ljóshærð hefði allt í einu
verið orðin rauðhærð. Yfirvöld
hafa nú gripið í taumana og reyna
að hindra að járnið komist í vatn-
ið.
Pasta gott
fyrir karla
FORSÆTISRÁÐHERRA Ítalíu,
Massimo D’Alema lofaði pasta í bak
og fyrir á alþjóðlegum pastadegi
sem haldinn var hátíðlegur á dög-
unum. Þrátt fyrir að eiginkona
hans segi hann verða móðursjúkan
í eldhúsinu sagði hann að pasta
væri góð leið fyrir karlmenn til að
kynnast lystisemdum matargerðar.
Hann sagðist ennfremur kunna að
sjóða spagettí og að honum þætti
það best með tómötum og ólífuolíu.
Italir borða um 33 kíló af pasta á
mann á ári en sunnarlega í landinu
eru kílóin mun fleiri eða um 44,4 að
meðaltali á hvern íbúa.
Vopnaðir
leikarar
ÞEGAR Paul McCartney var að
taka upp myndband við nýjasta
lag sitt varð uppi fótur og fit í
London sem
endaði með
því að lög-
reglan var
kölluð á vett-
vang. Gengi
manna, grátt
fyrir járnum,
hafði sést
læðast um
götur borgar-
innar og
þurfti Bítill-
inn fyrrverandi að útskýra fyrir
lögreglumönnunum að þarna
væru vinir hans á ferð. „Þetta er
allt í lagi. Þessir stákar eni með
mér.
Þetta eru ekki alvörubyssur.
Við erum að gera myndband."
Hann hafði ráðið leikara sem síð-
an klæddust amerískum lög-
reglubúningum og veifuðu byss-
um en nokkrir vökulir íbúar höfðu
samband við Scotland Yard sem
brást hratt við.
BÍÓIN í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir
BÍÓBORGIN
Októberhiminn ★★★%
Hrífandi mynd um átthagafjötra,
drauma sem rætast, leitina að hinu
ókunna en fyrst og fremst um
mannleg samskipti. Eftirminnilega
vel leikin.
Eyes Wide Shut ★★★
Yfir heildina fljótandi flott mynd um
ítök kynlífs í hug og sálarástand
fólks. Stundum smekklaus og leik
ábótavant en áhugaverð fyir því.
„Analyze This‘‘-k'k-k
Fyndin og skemmtileg mafíusaga
um bófa sem leitar sér hjálpar hjá
sálfræðingi. De Niro í toppformi í
hlutverki sem hann einn getur leik-
ið.
Vel búna rannsóknarlöggan ★★%
Ágætis barnamynd um mannlegt
vélmenni, sérútbúið til þess að tak-
ast á við bófa. Góð tónlist, fínir leik-
arar en sagan mætti vera fyrirferð-
armeiri.
SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA
Sjötta skilningarvitið ★★★★
Fantagóð draugasaga með Brace
Willis. Segir af ungum dreng sem
sér drauga og barnasálfræðingnum
sem reynir að hjálpa honum. Frá-
bær sviðsetning, frábær leikur, frá-
bær saga, frábær mynd. Sjáið
hana!
Kóngurinn og ég kkt6
Nýjasta teiknimyndin frá Warner
Bros. er sæmileg skemmtun. Pers-
ónusköpun og saga hefði mátt vera
sterkari og höfða betur til barna.
American Pie ★★★
Brattasta unglingamyndin um langa
hríð er óforskammað kynlífsgrín og
kemst upp með það. Geðugir
óþekktir leikarar og mátulega ár-
eitin atburðarás bjarga línudansin-
um.
Vel búna rannsóknariöggan ★★!4
Ágætis barnamynd um mannlegt
vélmenni, sérátbúið til þess að tak-
ast á við bófa. Góð tónlist, fínir leik-
arar en sagan mætti vera fyrirferð-
armeiri.
Stóri pabbi ★★
Adam Sandler er sjálfum sér líkur í
þessari nýju mynd þar sem gríni og
væmni er blandað saman með
blendinni útkomu.
Stjörnustríð - fyrsti hluti: Ógnvald-
urinn ★★
Fyrsti hlutinn í nýrri trílógíu Lucas-
ar veldur nokkrum vonbrigðum. En
þótt sagan sé ekki mikil í henni og
persónusköpunin veik er fullt af
brellum fyrir börnin og sviðsmyndir
fagrar.
Prince Valiant ★★
Gamaldags útgáfa á þessu sígilda
ævintýri sem stendur fyrir sínu
meðal yngstu áhorfendanna, þótt lit-
laust sé.
Matrix ★★★%
Bráðskemmtileg og hugmyndarík
framtíðarfantasía, með Keanu
Reeves í „Speed“-formi. Óvenju út-
pæld afþreying.
HASKÓLABÍÓ
Bowfinger kkte
Geðþekk gamanmynd úr smiðju
Steve Martins með honum og Eddie
Murphy í aðalhlutverkum en mynd-
in fjallar um lánlausan kvikmynda-
framleiðanda og ævintýraleg plön
hans.
Baráttan um börnin ★★
Byggð á harmsögu Soffíu Hansen.
Virkar ekki sem spennumynd,
ádeila eða sannsögulegt drama.
Dóttir foringjans ★★%
Travolta er ábúðamikill rannsóknar-
maður í myrkri mynd um samsæri
og spillingu í berbúðum. Þokkaleg
afþreying en óraunsæið pirrandi.
Úngfrúin góða og húsið ★★★
Góð kvikmynd, dramatísk og heil-
steypt. Það gneistar af Tinnu Gunn-
laugsdóttur, Ragnhildur Gísladóttir
kemur kannski mest á óvart. Syst-
urnar tvær eru studdar sterkum
hópi leikara. Eftii'minnileg kvik-
mynd sem hverfist um mannleg
gildi af listfengi og ágætri alúð.
Rugrats - myndin ★★%
Nokkrir bleyjubossar úr teikni-
myndaþáttum lenda í ævintýram á
tjaldinu. Ekki sem verst fyrir fjöl-
skylduna.
Síðasti söngur Mifune ★★
Þriðja svokallaða dogmamyndin
segir af furðulegu sambýli á af-
skekktum bóndabæ en vantar raun-
sætt heimildaryfirbragð og ögran
fyrri dogmamyndanna tveggja.
Ein heima ★★
Þrjú ung systkini þurfa að sjá um
sig sjálf þegar mamma fer í fangelsi
í þessu danska félagasmáladrama,
sem reynir að gera gott úr öllu, líka
syndsamlega ábyrgðarlausri móður-
inni.
REGNBOGINN
Sjötta skilningarvitið ★★★★
Fantagóð draugasaga með Brace
Willis. Segir af ungum dreng sem
sér drauga og barnasálfræðingnum
sem reynir að hjálpa honum. Frá-
bær sviðsetning, frábær leikur, frá-
bær saga, frábær mynd. Sjáið hana!
Út úr kortinu ★★%
Bæði fyndin og dramatísk þroska-
saga hins 17 ára Dildo. Áhugavert
Þýsk kvikmyndagerð tekur á sprett í spennumyndinni Hlauptu
Lóla hlauptu.
Allt um móður
mína ★★★!£
Almodóvar aftur
á beinni braut
með sínar fjöl-
skráðugu kven-
persónur í
sterkri tragikó-
medíu úr völund-
arhúsi tilfinn-
ingalífsins.
Notting Hill
★★%
Öskubuskua-
fþreying um
breska búðar-
loku (Hugh
Grant) og amer-
íska ofurstjörnu
(Julia Roberts)
sem verða ástf-
angin. Skemmti-
legur aukaleik-
arahópur bjarga
skemmtuninni.
Eddie Murphy sér ástæðu til að
brosa í Bowfinger.
KRINGLUBÍÓ
Kóngurinn og ég
★★%
Nýjasta teikni-
myndin frá
Warner Bros. er
sæmileg
skemmtun. Pers-
ónusköpun og saga hefði má vera
sterkari og höfða betur til barna.
American Pie ★★★
Brattasta unglingamyndin um langa
hríð er óforskammað kynlífsgrín og
kemst upp með það. Geðugir
óþekktir leikarar og mátulega ár-
eitin atburðarás bjarga línudansin-
handrit en leikstjórnin hefði mátt
verða styrkari.
Drepum frú Tingle ★★
Unglingarnir ná sér niðri á yfir-
gengilega grimmum og illkvittnum
sögukennaranum sínum. Ekki sem
verst en hefði mátt vera meira
krassandi.
um.
The Hunting ★★
Peningaflóð, góðar brellur og leik-
tjöld bjarga litlu í leiðinlegri og
sjaldnast skelfilegi’i hrollvekju.
LAUGARÁSBÍÓ
Sjötta skilningarvitið ★★★★
Fantagóð draugasaga með Brace
Willis. Segir af ungum dreng sem
sér drauga og barnasálfræðingnum
sem reynir að hjálpa honum. Frá-
bær sviðsetning, frábær leikur, frá-
bær saga, frábær mynd. Sjáið hana!
Utanbæjarfóikið ★★
Hollywoodgamanmynd með Martin
og Hawn í hræðilegum vandræðum í
New York. Margir brandarar svos-
em en ekki mikið af alvöru fyndni.
Lína í Suðurhöfum ★★
Framhaldsmynd um Línu Langsokk
sem nú er komin í siglingu. Sami
sakleysissvipurinn á prakkaranum
og í fyrri myndinni. Algerlega fyrir
aldurshópinn sem horfir á Stundina
okkar.
Stjörnustríð - fyrsti hluti: Ógnvaid-
urinn ★★
Fyrsti hlutinn í nýrri trílógíu Lucas-
ar veldur nokkram vonbrigðum. En
þótt sagan sé ekki mikil í henni og
persónusköpunin veik er fullt af
brellum fyrir börnin og sviðsmyndir
fagrar.
Vel búna rannsóknarlöggan ★★%
Ágætis barnamynd um mannlegt
vélmenni, sérútbúið til þess að tak-
ast á við bófa. Góð tónlist, fínir leik-
arar en sagan mætti vera fyrirferð-
armeiri.
STJÓRNUBÍÓ
Hlauptu, Lóla, hlauptu ★★★
Fantagóð mynd frá Þýskalandi um
unga konu sem hefur 20 mínútur til
þess að bjarga kærastanum sínum
úr ógöngum.
Kona geimfarans ★★
„Rosemarýs Baby“ utan úr geimn-
um. Er ekki vond mynd, fer vel af
stað en breytist hægt og sígandi úr
ofsóknartrylli í dáðlitla dellu.
The Thomas Crown Affair ★★%
Vönduð, vel gerð og oft góð
skemmtimynd sem líður fyrir flatan
og útgeislunarlausan leik aðalleikar-
anna beggja.
Stóri pabbi ★★
Adam Sandler er sjálfum sér líkur í
þessari nýju mynd þar sem gríni og
væmni er blandað saman með blend-
inni útkomu.
MYNPBOND
Einangrað
helvíti
yj!8ÍW|askáldsaga__
Glæpamyiid
★★★
Framleiðandi: Mehra Meh, Betty
Orr. Leikstjóri: Vincenzo Natali.
Handritshöfundur: Andre Bijelic,
Grame, Manson, Vincenzo Natali.
Kvikmyndataka: Derek Rogers.
Tónlist: Mark Korven. Aðal-
hlutverk: Nicole de Boer, Nicky
Guadagni, David Hewlett, Andrew
Miller, Julian Richings, Wayne
Robson, Maurice Dean Wint. (96
mín.) Bandaríkin. Stjörnubíó, 1999.
Myndin er bönnuð innan 16 ára.
Fólk spyi' sig oft þeirrar spurn-
ingar af hverju þessi heimur er
svona slæmur og hver er tilgangur-
inn með þessu öllu saman. Það má
segja að persónurnar í myndinni
Teningurinn
fæðist inn í heim
þar sem dauðinn
er örskammt frá.
Þessar persónur^
vita ekki af !
hverju þær eru
staddar þarna í
þessu einangr-
aða víti, en eina
leiðin til þess að
komast út úr heimi teningsins er að
þær vinni saman og er það hægara
sagt en gert.
Teningurinn er ódýr lítil mynd
sem gerð var í Kanada árið 1997
fyrir um 20 milljónir króna. Sög-
uþráðurinn er einskorðaður við
innviði teningsins og skapar það p
mikla innilokunarkennd og spennu
á milli persónanna. Útlitslega er
myndin glæsileg á að líta og tækni-
lega er hún mjög vel unnin, upp-
hafsatriðið fer manni seint úr
minni. Aðdáendur „Deep Space 9“
geta hér séð Nicole de Boer í einu
af sínum fyrstu hlutverkum og
tveir leikarar þáttaröðinni „Earth:
Final Conflict“ koma einnig fram í
myndinni. Það vantar örlítið uppá
að þessi mynd sé lítið meistaraverk
en hún ætti að halda vísindaskáld-
söguáhugafólki föstu við skjáinn.
Ottó Geir Borg
ífr
SERMERKTAR
HÚFUR OG HANDKLÆÐI
Afsláltur
til 15. nóv.
Fáið sendan
myndalista
MYNDSAUMUR
Hellisgata 17, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 0122
www.if.is/myndsaumur