Morgunblaðið - 01.02.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.02.2000, Qupperneq 1
26. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ESB hótar Austurríki Lissabon, Vín. AP. RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins (ESB) sendi Austurríkis- mönnum harðorða viðvörun í gær, þar sem því er hótað að stjórnmála- tengsl sambandsins við Áusturríki verði skorin niður í algert lágmark verði Frelsisflokkur Jörgs Haiders aðili að austurrísku ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnir 14 aðildarríkja munu ekki stuðla að eða þiggja boð um nein opinber tvíhliða tengsl á stjórnmálasviðinu við austurríska ríkisstjórn sem FPÖ er aðili að,“ segir í yfirlýsingunni, sem gefin var út í Lissabon, en Portúgalar fara þetta misserið fyrir ráðherraráði ESB. Viðræður Frelsisflokksins, sem hefur m.a. lagt áherzlu á baráttu gegn innflytjendum og gegn stækk- un ESB, og hins íhaldssama Þjóðar- flokks um myndun hægristjórnar sem hefði öruggan meirihluta þing- sæta á bak við sig ganga vel. Tjáðu leiðtogar flokkanna tveggja, Haider og Wolfgang Schussel, forseta landsins í gær að stjórnarsáttmáli gæti orðið frágenginn í dag eða á morgun. Schiissel, sem er utanríkisráð- herra í fráfarandi stjórn, virtist koma yfirlýsing ESB á óvart. „Mér þykir sérkennilegt að ESB-ríkin 14 taki slíka ákvörðun án þess að ráð- færa sig við aðildarríkið Austur- ríki,“ sagði ráðherrann, og bætti við að hann væri að reyna að ná sam- bandi við hinn portúgalska starfs- bróður sinn, Jaime Gama, sem var á leið til Moskvu. Reuters Afleiðing minni kvóta við Noreg Aukinn áhugi á þorsk- eldinu Ósló. Morgunblaðið. ÁSTANDIÐ á þorskstofninum við Noreg og hátt verð á mörk- uðum hefur leitt til stóraukins áhuga á þorskeldi mjög víða í landinu. í Sogni og Fjörðunum liggja nú fyrir sex nýjar umsóknir um þorskeldi en þar eru fyrir þrjár eða fjórar þorskeldisstöðvar. Raunar hefur enginn hagnaður verið af þeim hingað til en það þykja þó mikil tíðindi, að nú virðist reksturinn vera kominn í jafnvægi. Það er einkum fóðr- ið, sem verið hefur eldismönn- um þungt í skauti, en það er 20- 30 ísl. kr. dýrara en laxafóðrið. Á Mæri og í Raumsdal eru nokkur stórfyrirtæki að búa sig undir þorskeldi og í Þrænda- lögum hafa margir sýnt því áhuga. Meira seiðaframboð mun ráða úrslitum Fyrir utan fóðurkostnaðinn er vandamálið í þorskeldinu ákaflega lítið framboð af seið- um og þess vegna veiða flesth- smáþorsk og ala síðan. Sér- fræðingar eru hins vegar sam- mála um, að þorskeldið geti ekki orðið að eiginlegum at- vinnuvegi fyrr en búið er að kippa seiðamálunum í liðinn. Um síðustu áramót höfðu 118 aðilar leyfi tO þorskeldis í Nor- egi en framleiðslan 1998 var 148 tonn. Vilja stjórnvöld ýta undir framfarir og þróun í þess- ari grein og bjóða því upp á ýmsa styrki. Rússar segjast hafa náð Mínútka-torgi Moskvu, Urus-Martan. Reuters, AFP, AP. FJÖLMIÐLAR í Rússlandi fullyrtu í gær, að rússneski herinn hefði náð á sitt vald hinu hemaðarlega mikil- væga Mínútka-torgi í Grosní. Þá sögðu rússneskir embættismenn, að æ fleiri skæruliðar gæfust upp. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem nú er í Moskvu, gagnrýndi hins vegar hemaðinn harðlega og sagði, að hann væri að einangra Rússa á al- þjóðavettvangi. Óháða sjónvarpsstöðin NTV og rússneska ríkissjónvarpið sögðu, að Mínútka-torg, sem skiptir sköpum fyrir yfirráð yfir miðborginni, væri nú á valdi Rússa. Þá hefðu 168 skæruliðar gefist upp, þar af 34 í gær. ígor Sergejev, varnarmála- ráðherra Rússlands, sagði í gær, að þetta væm fyrstu merki þess, að varnir Tsjetsjena væm að bresta. Talsmenn Tsjetsjena sjálfra vísa þessum fréttum þó á bug og einnig Albright varar við einangrun Rússlands vegna hernaðarins í Tsjetsjníu Malík Saídúllajev, einn þeirra tsjetsjnesku stríðsherra, sem berj- ast með Rússum. Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem nú er í Moskvu vegna ráðstefnu um friðarferlið í Miðausturlöndum, gagnrýndi hern- aðinn og sagði, að hann sverti ímynd Rússa um allan heim. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði, að gagnrýni Albrights væri á mis- skilningi byggð, og gerði lítið úr hættu á einangmn Rússlands. Vladímír Pútín, settur forseti Rússlands, er enn langlíklegastur til að verða kjörinn í embættið í for- setakosningunum í mars en vin- sældir hans hafa þó dvínað. Nú styðja hann 49% en 55% í síðustu viku og stuðningur við hann meðal fólks í viðskiptalífinu er nú ekki nema 36% á móti 49% fyrir hálfum mánuði. Soros varar við þróuninni Virðist sem þetta fólk hafi vax- andi áhyggjur af stefnu Pútíns verði hann kjörinn og óvissan um það er einnig farin að valda áhyggjum á Vesturlöndum. Bandaríski auðkýf- ingurinn George Soros, sem hefur fjárfest mikið í Austur-Evrópu, hvatti Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til þess á sunnudag að draga sig út úr Rússlandi vegna þess, að þróunin þar stefndi í „öfuga átt“. Sagði hann, að Vesturlönd gætu ekki leng- ur neinu um hana ráðið. Verkfalls- óróií Frakklandi Flutningabflsijórar í Frakklandi efndu til mótmæla víða um landið í gær og trufluðu umferð, t.d. við sumar mikilvægar Iandamæra- stöðvar. Óttast þeir að stytting vinnuvikunnar úr 39 stundum í 35 muni hafa í för með sér launalækk- un fyrir þá og segjast munu grípa til aðgerða öðru hvoru þar til orðið hafi verið við kröfum þeirra. Þá verða lestarstarfsmenn í París í verkfalli í dag og sumt starfsfólk í heilbrigðiskerfinu hefur boðað að- gerðir. Myndin sýnir hvemig flutn- ingabílstjórarnir lokuðu einni landamærastöðinni við Ítalíu. Reuters. Lagt upp í lestarferð MEIRA en tvær milljónir manna sóttu mikla trúarhátíð múslima í bænun Tongi skammt frá Dhaka, höfuðborg Bangladesh, en hér er fólkið á heimleið. Sér varla í lestina fyrir fólki og leiðir það hugann að þvf, að lestarslys og önnur slys á láði og legi eru óvíða mannskæðari en í Bangladesh. ---------------- Slakað á barneign- arstefnu Peking. AFP. STJÓRNVÖLD í Kína ætla að slaka nokkuð á hinni opinberu bameignar- stefnu en samkvæmt henni mega hjón aðeins eiga eitt barn. Á fréttamannafundi, sem Zhang Yuqin fjölskyldumálaráðherra boð- aði til í Peking í gær, sagði hún, að fólki, sem hefði verið eina barn for- eldra sinna, yrði leyft að eiga tvö börn. Talið er, að um sé að ræða 60 milljónir manna. Zhang sagði, að skoðanakönnun, sem gerð hefði verið meðal þessara einkabarna, sýndi, að þau kærðu sig ekki um mörg börn, en ekki vildi hún spá neinu um áhrif stefnubreyting- arinnar á fjölda fæðinga í landinu. Mannfjölgunin í Kína var 2,6% ár- lega seint á áttunda áratugnum en 0,9% á síðasta ári. Búist er við, að Kínverjar verði 1,3 milljarðar við lok þessa árs; 1,4 milljarðar 2010 og þeim hætti að fjölga er mannfjöldinn verður á bilinu 1,5 til 1,6 milljarðar. í raun hefur barneignarstefnunni aðeins verið framfylgt í fjórum stærstu borgunum og tveimur fjöl- mennustu héruðunum en annars staðar hafa hjón fengið að eiga annað barn ef það fyrsta er stúlka. MORGUNBLAÐK) 1. FEBRÚAR 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.