Morgunblaðið - 01.02.2000, Page 19

Morgunblaðið - 01.02.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 19 AKUREYRI Mjólkurframleiðendur óska eftir gögnum frá KEA um rekstur Mjólkursamlagsins Vilja óháð mat á samlaginu og mjólkinni sem eign sinni FIMMTÍU mjólkurframleiðendur á samlagssvæði Mjólkursamlags KEA hafa skrifað undir áskorun til stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, þar sem þeir óska eftir því að félagið láti af hendi nauðsynlegar upplýsingar svo fram geti farið verðmat óháðs aðila á Mjólkursamlagi KEA og mjólkinni sem eign framleiðenda í viðskiptum við Mjólkursamlagið. Mjólkurframleiðendumir hafa í því sambandi leitað aðstoðar Islenskra verðbréfa hf. í samvinnu við PriceWaterhouse Coopers. Markmið verðmatsins er að mjólkurframleið- endumir geti áttað sig betur á verðmæti félagsins og þar með tekið meðvitaða ákvörðun um öll tiiboð sem kunna að koma frá KEA varðandi mjólkurs- amlag félagsins. Óska þeir eftir að lagðir verði fram ársreikningar, skýrslur og önnur gögn sem geta haft áhrif á áreiðanleika slíks verðmætamats. Jafn- framt óska mjólkurframleiðendurnir eftir því að fá til hliðsjónar þær forsendur sem yfirstjóm KEA hefur við það verðmat sem nú liggur íyrir, sem og fyrri greiningar um verðmat og afkomu Mjólkurs- amlagsins. Finnur Sigurgeirsson bóndi á Staðarhóli í Eyja- fjarðarsveit er einn þeirra sem skrifuðu undir áskorunina og hann sagði að ekki hefði verið leitað eftir því við fleiri bændur að þeir skrifuðu undir, en að þeir hefðu örugglega getað verið fleiri. Finnur sagði bændur almennt sammála um að það sé rétt skref að stofna sameiginlegt hlutafélag mjólkur- framleiðenda og KEA um rekstur mjólkurstöðva. Hins vegar eigi hlutur mjólkurframleiðenda að vera stærri í því félagi en rúm 30% - helmingshlut- ur þeirra sé nær sanni, auk þess sem mjólkurfram- leiðendur eigi þrjá menn í stjórn hlutafélgsins á móti tveimur fulltrúum KE A. Mjólkin örugglega 50% virði „Þetta snýst fyrst og fremst um eignarhlutinn í hinu nýja félagi og ég skora á bændur að skrifa ekki undir viðskiptasamninga við Mjólkursamlagið fyrr en 50% eignarhlutur hefur náðst í hinu nýja félagi. Mjólkin sem eign bænda er öruggfega 50% virði á móti eignum KEA í Mjólkursamlaginu. Einnig höf- um við miklar áhyggjur af skuldastöðu mjólkurs- amlagsins eftir að KEA skerti eigið fé þess um 500 milljónir króna. Þá mun það einnig kosta okkur framleiðendm' mikið fé að eignast stærri hlut en þessi rúmu 30% í sameiginlegu hlutafélagi, ekki síst þegar kominn verður á viðskiptasamningur til fimm ára um mjólkurinnlegg okkar til félagsins. Þama eru gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir okkur og því mikilvægt að rekstrai'grundvöllur þessa nýja félags verði góður og að við höfum afgerandi áhrif á stjómun þess í framtíðinni.“ Finnur sagði að ýmsir mjólkurframleiðendm’ væm alvarlega að hugsa um að færa viðskipti sín til annarrar afurðastöðvar ef ekki fengist leiðrétting á fyrirliggjandi mati og væri þar helst horft til Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur stjórn KEA samþykkt að heimila stjórnarformanni og kaupfélagsstjóra að ganga frá samkomulagi við viðræðunefnd mjólkurframleiðenda í Eyjafii'ði og S-Þingeyjarsýslu um eignaraðild framleiðenda að mjólkursamlögunum á grandvelli fyrirliggjandi samningsdraga. Sigurgeir Hreinsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem sæti á í við- ræðunefndinni, telur samkomulagið viðunandi og hann hvetur bændur til að taka þátt í því - ekki hafi verið hægt að komast lengra í þessu skrefi. Bændum tryggð jöfn áhrif Stofnuð hafa verið einkahlutafélög um mjólkur- samlögin, MSKEA ehf. á Akureyri og MSKÞ ehf. á Húsavík. KEA á félögin að öllu leyti en þau verða sameinuð í eitt félag. Framleiðendasamvinnufélag kúabænda í Eyja- firði og Þingeyjarsýslu mun eignast allt að 34% í hinu nýja félagi á móti að minnsta kosti 66% hlut KEA, gegn því að leggja fram bindandi viðskipta- samninga við framleiðendur um að leggja inn í sam- lagið að minnsta kosti 99% af þeirri mjólk sem framleidd er á svæðinu. Fyrir hvert prósentustig mjólkurframleiðslunnar sem ekki næst samkomu- lag um, minnkar eignarhald bænda um 1%. í hluthafasamkomulagi, sem gert verðui' sam- hliða samningunum, era bændum tryggð jöfn áhrif á við kaupfélagið um stjórnun mjólkurfélagsins, bændur tilnefna tvo menn í stjóm, KEA tvo en aðil- ar tilnefna fímmta mann sameiginlega. Félag áhugafolks og aðstandenda Alz- heimersjúklinga Félags- fundur í kvöld FELAG áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi heldur félagsfund í kvöld, þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 20.30 í salnum á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyi’i. A fundinum verður kynntur nýr bæklingur sem félagið er að fara að gefa út. Bæklingurinn er um Alzheimersjúkdóminn og aðra minn- issjúkdóma. Helga Haraldsdóttir jógakennari mætir á fundinn í kvöld og mun kynna jóga fyrir félags- mönnum og hvaða áhrif slökun getur haft á líkama og sál. Helga Hjálmarsdóttir, félagsráð- gjafi á FSA á Kristnesi, mætti á fund hjá félaginu í lok síðasta árs og ræddi um stuðningshópa fyrir aðstandendur heilabilaðra. Helga og Valgerður Valgarðsdóttir djákni ætla að stjórna hópunum og verður reynt að hjálpa fólki að takast á við erfiðleikana sem fylgja því að eiga aðstandanda með heilabilun. Félagið fékk síma að gjöf frá Landssímanum í nóvember sl. og er símanúmerið 867-9600. 30 missa vinnuna endanlega í Hrísey Astandið mun al- varlegra en Snæ- fell vill vera láta Morgunblaðið/Kristján Börnin hrifin af snjónum ALVARLEGT ástand ríkir nú í at- vinnumálum í Hrísey en í gær lok- aði Snæfell endanlega pökkunar- stöð sinni í eynni. Forsvarsmenn Hríseyjarhrepps munu hitta þing- menn kjördæmisins síðar í vikunni og ræða við þá um hið alvarlega ástand og þá ætla þeir einnig að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar sveitarstjóra að reyna að ná fundi Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra vegna málsins. „Við höfum þegar gert forsætis- ráðherra grein fyrir stöðunni bréf- lega og það var áður en uppsagnir starfsfólks tóku gildi. Nú hefur pökkunarstöðinni verið lokað og þeir 35 starfsmenn sem þar störf- uðu hættir. Forsvarsmenn Snæf- ells hafa iðulega gert minna úr ástandinu en efni standa til að okk- ar mati, en þeir fullyrða ævinlega að um 12 störf sé að ræða. Það unnu um 35 manns þarna og þeir hafa nú misst vinnuna. Hugsanlegt er að nokkrir þeirra, sennilega 6 manns, fái áfram vinnu við vinnslu á laxi. Það verða því um 30 manns sem missa vinnuna endanlega hér í eynni, ástandið er því mun alvar- legra en þeir Snæfellsmenn vilja vera láta,“ sagði Pétur Bolli. „Þetta er í rauninni skelfilegt ástand." Sveitarstjóri sagði að í upp- sagnabréfi starfsfólks í Hrísey tæku forsvarsmenn Snæfells fram að þeir væru tilbúnir að vera fólki innan handar með útvegun nýs starfs á Dalvík eða í Hrísey. í bréfi frá starfsfólkinu kemur fram að það trúi því og treysti að Snæfell eða KEA komi að atvinnumálum í Hrísey og einnig kemur þar fram að þeir þekkist boð fyrirtækisins um aðstoð við útvegun nýrrar at- vinnu í eynni. Pétur Bolli sagði um- rætt bréf hafa verið skrifað 10. nóvember, en ekkert hafi gerst í málinu, annað en það að Snæfell hafi hafnað því að taka þátt í upp- byggingu nýs fyrirtækis í eynni á sviði fiskvinnslu. Sveitarfélagið skoðaði á síðasta ári möguleika á að kaupa sælgætis- verksmiðju frá Danmörku og setja upp í eynni. Hinir dönsku eigendur verksmiðjunnar slitu nýlega við- ræðum við Hríseyinga á þeim grundvelli að þeir sættu sig ekki við þann frest sem gefinn var. Leit- að hafði verið eftir fjármagni frá Nýsköpunarsjóði, Tækifæri og Byggðastofnun og þar var málið til athugunar en engin svör höfðu bor- ist um hvort fé yrði lagt í fyrirtæk- ið af hálfu sjóðanna. Eigendur verksmiðjunnar höfðu ekki úthald í að bíða eftir þeim svörum lengur. Um 10 manns, þar af einhverjir úr hópi fyrrverandi starfsmanna Snæfells, hafa fengið fyrirheit um störf við fjarvinnslu í Hrísey á veg- um íslenskrar miðlunar og Hrís- eyjarhrepps, en starfsemi er enn ekki hafin hjá fyrirtækinu. Fíkniefna- neysla og sala RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri handtók fimm ungmenni, um og undfr tvítugu sl. fbstudagskvöld vegna gruns um fíkniefnaneyslu, auk þess sem einn úr hópnum var grunaður um fíkni- efnasölu. í fóram ungmennanna fundust 13 grömm af hassi og 3 grömm af am- fetamíni. í gær var svo maður hand- tekinn og í fóram hans fundust 25 grömm af amfetamíni og 20 grömm af hassi. Eftir yfirheyrslm- lágu fyrir játningar og teljast málin upplýst. Daníel Snorrason lögreglufulltúi sagði útlit fyrir að árið hæfist jafn illa og árið í fyrra endaði en þá fjölg- aði fíkniefnamálum til mikilla muna frá árinu áður. VETUR konungur heilsaði upp á Iandann á ný um helgina eftir ein- muna veðurblíðu undanfarnar vik- ur. Á þeim tíma hvarf allur snjór og stunduðu Eyfírðingar golfíþróttina af krafti, bændur keyrðu skít á tún og plægðu önnur. Vorilmur var í lofti og margir komust í sumar- skap, þótt aðeins væri janúarmán- uður. Skíðafólk kættist hins vegar er fór að snjóa á ný og börnin kunna alltaf jafn vel við sig í snjón- um. Isak og Helga Nína eru þar engin undantekning en þau voru að kanna snjódýptina í húsagarði í Þorpinu á Akureyri. Leiguskipti 5-6 herbergja einbýlishús til leigu á Akureyri vorið 2000 í skiptum fyrir sambærilega eign á stór—Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar gefa Hreinn/Þórunn í síma 462 5743 eða 897 5743. I m íiiIímIi Sex sinnu ...ftjújiufrekar Bókaðu í síma 570 3030 0; 460 7000 Fax 5703001 * websalesðairicelamUs ‘www.flujfelaf.is FLUGFELAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.