Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hollensk kona fékk þyngsta dóminn í e-töflumáli
Þriggja og hálfs árs fang
elsi fyrir e-töflusmygl
Morgunblaðið/Ásdís
Ákærða hlýðir á dómsuppkvaðningu ásamt öðrum tveggja verjenda
sinna, Tómasi Jónssyni hæstaréttarlögmanni.
Morgunblaðið/Sverrir
Agúst Sindri Karlsson, Jón L.
Ámason, Áskell Öm Kárason og
Gunnar I. Birgisson kynna skák-
mótið í Salnum í Kópavogi.
Kasparov
teflir á
Islandi
STERKT alþjóðlegt atskákmót
verður haldið í Salnum í Kópavogi
helgina 1. og 2. apríl, en sjálfur
heimsmeistarinn í skák, Garrí
Kasparov, verður á meðal þátttak-
enda. Auk Kasparovs munu þeir
Vishwanathan Anand, Viktor
Kortsnoj, Ivan Sokolov og Jan
Timman, sem og sex íslenskir stór-
meistarar taka þátt í mótinu, en alls
verða keppendur 12 talsins. Verð-
launaféð verður samtals rúm 1
milljón króna, en þar af mun sigur-
vegarinn fá rúmar 300 þúsund
krónur í sinn hlut.
Mótið, sem hefur hlotið nafnið
Heimsmótið - Chess@lceland, var
formlega kynnt í Salnum gærdag
og við það tækifæri sagði Áskell
Örn Kárason, forseti Skáksam-
bands íslands, það vera sérstakt
fagnaðarefni að tekist hefði að fá
svo frækna skákmenn til landsins.
Öflugra mót hefur ekki verið haldið
á íslandi frá árinu 1988.
Úrtökumót á Netinu
TUTTUGU og þriggja ára gömul
hollensk stúlka, Cornelia P. Vogel-
aar, sem starfaði sem nektardansari
á veitingastað í Reykjavík, var í gær
dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrii-
smygl á 969 e-töflum síðastliðið sum-
ar. Þrítugur íslenskur maður, var
dæmdur í eins árs fangelsi fyrir aðild
sína að smyglinu.
Tvítug eistnesk stúlka, sem einnig
var nektardansari og rúmlega þrít-
ugur Islendingur voru sýknuð af
ákæru sem gefin var út vegna aðild-
ar þeirra í málinu.
Sá mannanna sem sýknaður var
sætti ákæru fyrir að hafa átt frum-
kvæði að því að flytja inn fíkniefnin.
Sekt hans þótti ekki sönnuð gegn
neitun hans og því, að ekki lá fyrir
staðfastur framburður annarra en
hollensku stúlkunnar um að hann
hefði átt frumkvæðið. Sagði hún að
hann hefði spurt sig hvort hún kann-
aðist við einhvern sem gæti sent
fíkniefni til íslands.
Hollenska stúlkan játaði við rann-
sókn málsins og fyrir dómi að hafa
tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna
gegn 3-400 þúsund króna greiðslu.
Þótti sannað að hún hefði útvegað
fikniefnin í Hollandi og látið senda til
íslands á heimilisfang í Reykjavík.
Islendingurinn, sem hlaut fangels-
isdóm viðurkenndi einnig að hafa út-
vegað hollensku stúlkunni það heim-
ilisfang sem fíkniefnapakkinn var
sendur á.
Upphaf málsins er rakið til þess er
tollgæslumenn í Reykjavík fundu e-
töflurnar hinn 7. júlí 1999 í pakka
sem sendur hafði verið í hraðpósti
frá Hollandi til íslands. E-töflumar
höfðu verið saumaðar inn í maga
tuskubrúðu.
Upptökutæki sett inn
í tuskubrúðu
Ákveðið var að setja hættulaus
gervifíkniefni í brúðuna og halda
áfram eðlilegri afhendingu pakkans,
undir stjórn og eftirliti lögreglunnar
í þeirri von að hægt yrði að upplýsa
málið. Áður en afhending hófst
heimilaði Héraðsdómur Reykjavíkur
lögreglunni að koma fyrir búnaði í
pakkanum sem næmi og tæki upp
samtöl og annars konar hljóð eða
merki.
Síðar um daginn hófst eftirlit lög-
reglunnar með húsinu sem pakkinn
var skráður á. Hafði hún þá þegar
samband við forsvarsmenn innflutn-
ingsfyrirtækisins, sem flutti pakk-
ann fyrir sendanda frá Hollandi og
þeir látnir vita um stöðu málsins.
Var ákveðið að starfsmaður innflutn-
ingsfyrirtækisins og tollvörður í dul-
argervi, íklæddur búningi starfs-
manna fyrirtækisins myndu afhenda
móttakanda pakkann.
Pakkinn var afhentur íslenskum
manni sem kvittaði fyrir móttöku
fyrir hönd föður síns og við hlustun
mátti heyra að pakkinn var lagður
einhvers staðar niður í íbúðinni og
ekki hreyfður meira.
Lögreglan handtók manninn dag-
inn eftir og sagði hann lögreglu að
sér hefði verið boðin peningagreiðsla
fyrir að taka á móti pakka frá út-
löndum, sem yrði sendur í áður-
greint hús. Þar hefði verið að verki
Islendingurinn sem dæmdur var í
fangelsi vegna málsins. Samþykkti
maðurinn að aðstoða lögregluna við
að afhenda pakkann með gervifíkni-
efnunum.
Athafnir stúlknanna numdar
í gegnum brúðuna
Sama kvöld komu stúlkumar tvær
sem ákærðar voru í málinu, sóttu
pakkann og óku að heimili annarrar
þeirra. Lögreglan elti þær og hand-
tók þær eftir að heyra mátti í gegn-
um upptökutækið í brúðunni, að ver-
ið var að opna hana inni íbúðinni.
Lögreglan handtók á næstu dög-
um karlmennina sem grunaðir voru
um aðild að málinu og fékk þá úr-
skurðaða í gæsluvarðhald.
Til frádráttar refsingu hollensku
stúlkunnar kom gæsluvarðhald frá 9.
júlí og gæsluvarðhaldsvist íslenska
mannsins frá 9. júlí til 25. október
kom til frádráttar refsingu hans.
Enn er ekki ljóst hver verður
sjötti erlendi þátttakandinn á mót-
inu, en það mun koma í ljós eftir úr-
tökumót, sem haldið verður á Net-
inu á vegum tölvufyrirtækisins OZ,
en það er eitt af aðalstyrktaraðilum
Heimsmótisns, hinir eru Islands-
sími og L.M. Ericsson. Sigurveg-
arinn á Netmótinu mun vinna sér
rétt til þátttöku á Heimsmótinu og
mun þetta vera í fyrsta sinn sem
Netið verður notað til þess að velja
keppendur á stórmót í skák.
Sex íslenskir keppendur munu
taka þátt í Heimsmótinu og verða
fjórir þeirra valdir á fslandsmótinu
í atskák 10. og 11. mars.
Sýnt verður beint frá mótinu á
Netinu og verður í því skyni smíð-
aður sérstakur vefur, en slóð hans
verður www.skak.is(www.chess.is
fyrir enska útgáfu). Enn hefur ekki
verið samið um beinar sjónvarps-
útsendingar frá mótinu, en viðræð-
ur þess efnis standa yfir.
Að loknu Heimsmótinu í Kópa-
vogi mun Íslandssími standa að fjöl-
tefli á Langjökli, þar sem Kasparov
mun etja kappi við 10 til 12 skák-
áhugamenn.
20mínútur
milli staða
LEIÐIN frá Flateyri og Suður-
eyri til ísafjarðar er 22-23 kíló-
metra löng og það tekur um 20
mínútur að aka hana.
Á borgarafundum fyrr í vik-
unni mótmæltu íbúar á Flateyri
og Suðureyri hugmyndum um
að aka nemendum 9. og 10.
bekkjar grunnskóla í skóla á
ísafirði. Staðimir eru í sama
sveitarfélagi, og milli þeirra eru
Vestfjarðagöng.
Samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu Vegagerðarinnar er
22 kílómetra leið milli Flateyrar
og Isafjarðar og 23 kílómetrar
milli Suðureyrar og Isafjarðar.
Miðað við að leiðin sé ekin á 70
kílómera meðalhraða á klukku-
stund, en það er hámarkshrað-
inn í göngunum, tekur um það
bil 20 mínútur að fara frá Flat-
eyri og Suðureyri til ísafjarðar.
Bók ÍtaMSlI
Thi Movii löök
THE
Viltu komast i nánari kynni við hvita tjaldið?
The Movie Book eftir Don Shiach er rikulega
myndskreytt saga kvikmyndanna sem hefur
þig upp til „stjarnanna" á eftirminnilegan hátt.
Timeline
Erlendar bækur
dagtega
Á w I vnmiHlsson
Aíí@0Btrætí hW lllö * Kilngloimí !?3l 1110f Hðfnaffbðl 5Í
Loðnuverksmiðjurnar
hafa ekki undan veiðum
lo'ósmynd/Friðþjófur Helgason
Ekkert lát er á loðnuveiðinni og hafa verksmiðjur ekki undan en Páll
Erlingsson, háseti á Bjarna Ólafssyni AK, lætur það ekki á sig fá þegar
vel veiðist.
EKKERT lát er á loðnuveiðinni fyrir
sunnan land og hafa loðnuverksmiðj-
ur ekki undan. „Það er allt fullt hjá
okkur og þar sem við eigum aðeins
um 14.000 tonn eftir af kvótanum
skömmtum við skipunum okkar afla
miðað við afkastagetu bræðslunnar,
um 1.000 tonn á dag, segir Emil
Thorarensen, útgerðarstjóri hjá
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar.
Upphafskvótinn er 891.502 tonn og
á eftir að veiða um 413 þúsund tonn,
en Emil segir nær ljóst að kvótinn
náist ekki. „Vandamálið er að rétt er
búið að veiða um helminginn af kvót-
anum og það styttíst í að loðnuvertíð-
inni ljúki. Það er slæmt að geta ekki
nýtt flotann en gera má því skóna að
100 til 200 þúsund tonn verði óveidd
þegar vertíðinni lýkur skyndilega."
Talið er að stutt sé í hrygningu og
segir Emil að þess vegna sé mjög
mikilvægt að sem mest náist af því
sem megi veiða. „Það stefnir allt í það
að mikið verði óveitt þegar loðnuver-
tíð lýkur, ekki síst fyrir þær sakir að
sum afkastamestu skipin eru að
verða búin með sinn kvóta en önnur
eiga mikið eftir og ná aldrei kvótan-
um. Stjómvöld ættu að gera eitthvað
til að stuðla að því að sem mest náist
af kvótanum en það verður ekki gert
með aðgerðarleysi.“ Hann bætir við
að þeir sem eigi nógan kvóta láti
hann ekki nema fyrir um 2.000 kr.
tonnið en engin útgerð borgi það
þegar aðeins um 4.000 kr. fáist fyrir
tonnið af aflanum.
Lýsi í stað svartolíu
Eskfirðingar nota ekki svartolíu
við bræðsluna heldur lýsi vegna þess
að það er hagkvæmara. Að sögn
Magnúsar Bjamasonar, fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar, er lýsissalan treg en talað er-
um að verðið sé í kringum 220
dollarar fyrir tonnið. Tonnið af há-
gæðamjöli er á um 365 pund en
venjulegt mjöl, standardmjöl, um 305
tíl 310 pund. Lýsisframleiðslan á
Eskifirði er um 80 tonn á sólarhring
en lýsisbrennslan um 40 til 50 tonn.
„Menn vona að lýsisverðið hækki en
efþarf að seija plássins vegna er hag-
kvæmara að brenna því,“ segir hann.
Nógaf loðnu
Loðnan er komin vestur undir
Hjörleifshöfða og vom góðar lóðn-
ingar á um 40 faðma dýpi í Skarðs-
fjöranni en kvika gerði mönnum erf-
itt fyrir. Að sögn Gísla Runólfssonar,
skipstjóra á Bjama Ólafssyni AK, er
mikil loðna á svæðinu, „en vegna leið-
indaveðurs komumst við ekki í aðal
kökkinn sem er kominn vestur undir
Hjörleifshöfða". Gísli kom með
Bjarna Ólafsson á miðin í fyrrinótt
eftir að hafa landað um 1.267 tonnum
á Siglufirði á miðvikudag, en hann
fékk um 500 tonn í tveimur köstum í
Skarðsfjömnni í gærmorgun.