Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 23 Ray Jutkins um leyndardóma beinnar markaðssóknar Bein markaðssókn gefur beint samband Morgunblaðió/Jim Smart „Verstu mistökin eru að misnota friðhelgi einkalífs þeirra sem fyrirtækið skiptir við og umgangast ekki upplýsingar um viðkomandi af varúð,“ segir Ray Jutkins, einn virtasti fyrirlesari heims á sviði beinnar markaðssöknar. „Það er ákveðin viðmiðun um það hvað er mikilvægt í markaðskynn- ingu, sem ég hef sett saman, og má kalla 40-30-20-10,“ segir Ray Jutkins, en hann er bandarískur markaðs- ráðgjafi, fyrirlesari, bókarhöfundur og útvarpsmaður með fleiru sem staddur er hér á landi í boði ímark. „40-30-20-10 regluna má skýra með eftirfarandi hætti: 40% mitól- vægi fær það að koma skilaboðunum til réttrar persónu. 30% er að hafa til- boð fram að færa. 20% er hinn skap- andi þáttur, þ.e. textinn, hönnunin á auglýsingunni og svo framvegis. 10% mikilvægisins eru svo fólgin í því að velja rétta miðilinn til að koma boð- unum á framfæri. Samanlagt gerir þetta 100%, og segir það til um í hvaða röð maður á að leggja áherslu á þessa þætti ef maður vill ná 100% árangri, en þar stóptir mestu að ná tO rétta fólksins," segir Jutkins í sam- tali við Morgunblaðið. Ray Jutkins er einn þekktasti fyrirlesari heims á sviði beinnar markaðssóknar, en hann hefur haldið fyrirlestra í 44 löndum. Hann mun tala á íslenska markaðsdeginum sem haldinn verð- ur í dag, föstudag. Hefur trú á öllum kynningarleiðum Aðspurður um helstu kosti beinnar markaðssóknar segist Ray Juttóns hafa mikla trú á öllum kynningarleið- um sem til boða standa, hvort heldur sem það eru bein markaðssókn, auglýsingar, vörukynningar, al- mannatengsl eða annað. „Ég held ektó að ein leið sé betri en aðrar. Þegar þú notar beina mark- aðssókn gerurðu það vegna þess að þú getur komið tilteknum stólaboð- um til fyrirfram ákveðins hóps og oft á tilteknum tíma. Það er ekkert rangt við að auglýsa í almennum fjölmiðli, en það er alger óþarfi ef þú ætlar til dæmis að ná til nokkur hundruð einstaklinga sem þú veist hvað heita og veist hvar er að finna. Það á ektó síst við í stóru landi eins og Bandaríkjunum. Þá er betra að hafa beint samband við viðkom- andi,“ segir Juttóns. Hann er spurður að því hver séu verstu mistökin sem markaðsaðili geti gert þegar hann notast við beina markaðssókn? „Verstu mistötón eru að misnota friðhelgi einkalífs þeirra sem fyrirtætóð skiptir við og um- gangast ekki upplýsingar um við- komandi af varúð. Hvað varðar tölvupóst er til dæmis vandamál sem tengist auglýsinga- pósti sem sendur er óumbeðinn til fjölda fólks, og nefnist „spam“ á ensku. Hugsanlega er einn eða nokkrir í stórum hópi áhugasamir um efni tölvupóstsins, en aðrir ektó, og kallast þá sendingin ruslpóstur," segir Juttóns. Má gjarnan hafa samband oftar við viðskiptavinina „Þar er einn hlutur sem má minn- ast á, og það er hve oft maður hefur samband við viðstóptavini sína. Ég tel að fá eða engin fyrirtæki tali eins oft við viðskiptavini sína og þau ættu að gera. Sum fyrirtætó virðast halda að þau fari í taugamar á viðstópta- vinum sínum ef þau hafa of oft sam- band, en ég held að grunn reglan sé að ef þú lætur oftar í þér heyra færðu meiri viðskipti. Neytendur vita nefn- inlega ektó alltaf allan sannleikann um hvað þú hefur að bjóða.“ Hann tekur fram að vissulega sé hægt að tala of oft við viðstóptavini sína, en það geti verið mismunandi milli fólks hvar mörkin liggja. Hann beinir tali sínu að Netinu. „Ég held að það séu nokkrír hlutir sem komið hafa í ljós varðandi Netið á seinustu tveimur árum. í fyrsta lagi kom í ljós á seinustu jólavertíð Bandaríkjanna að 91% af öllum jóla- gjöfum var keypt í venjulegri versl- un, 3% voru keypt í rafrænum við- stóptum á Netinu, og afgangurinn var keyptur gegnum vöruhsta og bæklinga. Þessar tölur eiga eftir breytast eft- ir því sem staða Netsins styrtóst, en það má nefna að Netið hefur náð sömu útbreiðslu á sex árum og það tók útvarpið 40 ár að ná. Þrátt fyrir það mun Netið aldrei koma í staðinn Syrir t.d. verslanir því fólk mun jú hafa áfram gaman af því að fara í búðir. Við munum áfram þurfa að fara og hitta fólk augliti til auglitis og Netið breytir því ekki. í öðru lagi tel ég að bein markaðs- sókn muni í framtíðinni verða æ mik- ilvægari á kostnað augýsinga gegn- um fjölmiðla, vegna þess að tæknin bætir sífellt getuna til að miða út til- tekna hópa viðstóptavina.“ Á heimasíðu Ray Juttóns, sem finna má á slóðinni www.rayjutk- ins.com, er að finna mikið efni sem eftir hann liggur, meðal annars bók sem Juttóns hefur skrifað og heitir “Power Direct Marketing" og geta áhugasamir lesið bótóna í heild sinni á Netinu án endui-gjalds. Ray er spurður hvort hann telji að hann hafi hagnast á því að bjóða bókina frítt á Netinu, sem annars er seld í bóka- búðum. „Já, ég tel svo vera. Fólk get- ur farið á Netið og kynnt sér efni hennar og tetóð svo ákvörðun um að kaupa hana. En ég held að fáir sætó sér bókina alla á Netið. Hún er þar í 122 skjölum og það tekur mitónn tíma að sækja hana alla og myndi lík- lega kosta meira að prenta hana í tölvuprentara en að kaupa hana úr prentsmiðjunni.“ Ekur um á Harley-Davidson allan ársins hring Ray Juttóns er kvæntur maður sem á börn og barnabörn, rúmlega 63 ára að aldri og hefur áhuga á mót- orhjólum. „Sko, ektó bara mótorhjól- um,“ segir hann aðspurður. „Ég keyri ektó um á venjulegu mótorhjóli heldur alvöru hjóli af gerðinni Harl- ey-Davidson. Ég hef keyrt á þessum hjólum í rúm tíu ár og hafði aldrei setið mótorhjól þegar ég byijaði. Ég gaf sjálfum mér Harley fák í afmæl- isgjöf á 53 ára afmælisdegi mínum. Ég keyri nú mitóð og líkar það vel. Ég á nú þriðja Harley hjólið mitt og hef átt það í rúm þrjú ár og hef keyrt það 108.000 mílur. Eg get enda keyrt allan ársins hring þar sem ég bý. Hér sýnist mér það vera dálítið erfitt," segir Ray Jutkins að lokum um leið og hann lítur út um gluggann á febr- úardegi í Reykjavík. Skattur á fjármagns- tekjur og eignir Alls 402 bls. af rituðu máli með tilvitnunum í dóma og úrskurði skattyfirvalda. Ómissandi handbók fyrir þá sem eru að telja fram. Verð með vsk. aðeins 4.560 kr. ef pantað er í síma 520 7000 hjá Þema ehf. endurskoðunarstofu. Einnig er unnt að panta bókina í gegnum fax 520 7010 og vefsíðuna www.thema.is. mus vantar mann! Ef þú hefur gaman af því að fitla við mýs þá er Fíton vinnustaðurinn fyrir þig. Auglýsingastofuna Fíton vantar grafíska hönnuði til starfa. Fíton er vaxandi vinnustaður með 20 metnaðarfullum og skapandi starfsmönnum. Rton mua innan skamms, flytja í stærra og glæsilegia húsnæði að Garðastræti 37. Verkefnum fjölgar hröðum skrefum, umfangsmeiri starfsemi og nýviðfangsefni krefjast fleiri friskra krafta. Fíton er vinnustaður með fyrsta flokks vinnuaðstöðu, fyrir skemmtilegt fólk sem hefur auga fyrir nýjum sjónarhomum og vill starfa í fjörugum hópi. Ef þú hefur áhuga á ferskum, skapandi vinnustað skaltu hætta að brynna músum og drifa þig í að senda umsókn á skrifstofu Fíton Austurstræti 16 póstleiðis. með tölvupósti á fiton@fiton.is eða óska eftir viðtali. o Allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 6. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.