Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Frekari rannsóknir
á pyndingum og
misnotkun á börnum
London. Morgunblaðið.
ÞÚSUNDIR manna flýðu í gær
heimili sín við rætur eldfjalisins
Mayon á Filippseyjum er það fór að
gjósa með miklum sprengingum
skömmu fyrir dögun. Hraunelfur
flæddi niður hlíðar íjalisins sem er
nánast fullkomlega keilulaga, sjóð-
heit aska þyrlaðist um loftið. Em-
bættismenn vöruðu við því að spáð
væri enn öflugra gosi á hverri
stundu. Að auki var sögð hætta á
því að rigning gæti hleypt af stað
flóðbylgju gjalls í Ijallshlíðunum er
myndi geta lagst yfir þorp í
grenndinni.
Undanfarna daga hefur Mayon,
Þúsundir
flýja gos
í Mayon
sem er um 2.500 metrar að hæð,
öðru hveiju sent frá sér litlar
hraunspýjur og ösku. Síðast gaus
Ijallið 1993 og fórust þá um 70
manns.
„Við urðum svo hrædd að við
ákváðum að fara. Einhveijir vöktu
nágranna okkur svo að þeir gætu
komist burt,“ sagði 14 ára drengur,
Judel Mirandilla í gær. Hann vakn-
aði sjálfur við sprengingar og
þrumuleiftur skömmu eftir klukk-
an eitt um nóttina. Um þijúleytið í
gær var búið að flytja um 18.000
manns á brott frá helsta hættu-
svæðinu í 18 bæjum og þorpum um-
hverfis eldljallið, ekki var vitað til
þess að nokkur hefði slasast. Flug-
vellinum í borginni Legazpi, sem er
stærsta borgin í grennd við fjallið,
var lokað vegna öskufalls. Á mynd-
inni sjást íbúar í einu þorpinu fylgj-
ast með gosinu.
BRETAR búa sig nú undir hroða-
legar fréttir af því, að víðar en í
Wales hafi börn á barnaheimilum
sætt pyndingum og kynferðislegri
misnotkun. Rannsóknir eru í gangi
vítt og breitt um Bretland og er tal-
ið að um 11.000 börn komi þar við
sögu og að skipulagðir hópar bama-
níðinga hafi starfað á sumum
bamaheimilunum.
Wales-skýrslan, sem kynnt var
opinberlega í síðustu viku, tók til
750 barna á 40 barnaheimilum og
nú hefur lögreglan í London skýrt
frá rannsókn, þar sem 200 börn
hafa sætt ofbeldi og misnotkun af
hálfu starfsfólks á bamaheimilum í
Lambeth. Þá hefur einnig verið
sagt frá því að 32 lögreglusveitir
vítt og breitt um Bretland vinni nú
að 80 aðskildum rannsóknum á
meintri misnotkun barna í barna-
heimilum, fósturheimilum og skól-
um, og að 11.000 börn em talin
koma við sögu í rannsóknum sem
em í gangi.
Þegar Wales-skýrslan var gerð
opinber, bii'tust í henni nöfn 28
manna, sem ekki var vitað, hvar
væra. Félagsmálastofnanir í Eng-
landi fengu tveggja sólarhringa
frest til að ganga úr skugga um, að
þessi nöfn væri ekki að finna á
starfsmannalista þeirra. Ein koná
af þremur fannst við störf hjá fé-
lagsmálayfirvöldum í Stoke-on-
Trent og hefur hún verið send í
leyfi á meðan mál hennar er
rannsakað. Félagsmálastofnanir
annars staðar í Bretlandi fengu
lengri frest til að kanna starfs-
mannamál sín og einnig einkarekin
bamaheimili.
Rannsóknin í Wales náði til 20
ára tímabils; frá sjöunda áratugnum
fram á þann níunda. Rannsóknin í
Lambeth nær til áranna 1974 til
1994, en barnaheimilunum var lokað
1995. Hún hófst, þegar fyrrverandi
starfsmaður barnastofnunar í Lam-
beth varð uppvís að því að misnota
drengi kynferðislega og játaði hann
þá m.a. 35 tilfelli frá því hann vann
á barnaheimilinu. Þessi rannsókn
hefur nú leitt til handtöku fimm
karla og tveggja kvenna. Yngstu
fómariömbin vora níu ára gömul.
Ellefu starfsmönnum félagsmálayf-
irvalda hefur verið vikið úr starfi
tímabundið og munu þeir sæta
málssóknum vegna mistaka í starfi.
Af þeim rannsóknum, sem í gangi
era, þykir sú, sem nær til Devon og
Comwall, kasta tólfunum. Þar ótt-
ast menn að allt að 2.000 böm í 107
bamaheimilum hafi verið pynduð og
misnotuð á 40 ára tímabili.
„Við höfum aðeins séð toppinn af
ísjakanum," hefur eitt dagblaðanna
eftir starfsmanni Scotland Yard,
sem rætt var við um rannsóknimar
á pyndingum og misnotkun á brezk-
um bömum.
Norska blaðið Aftenposten segir
að sænska stjórnin hyggist í vikunni
leggja fram tillögu um að hert verði
skilyrði sem fullnægja þurfi til að
mega annast ung böm á leikskóla
eða forskóla. Skuli fólk verða að
sanna að það hafi ekki hlotið dóm
fyrir að hafa misnotað böm, gróf af-
brot eins og rán eða brotið gegn
lögum um barnaklám. Ingegerd
Wernersson menntamálaráðherra
hafi þó ekki gengið jafn langt og
ráðlagt var í tillögum nefndar sem
vildi einnig herða skilyrði þeirra
sem vinna með eldri bömum.
NASA neitar
fullyrðingu
Engar
kynlífstil-
raunir í
geimnum
Washington. AFP.
GEIMFERÐASTOFNUN
Bandaríkjanna, NASA, hefur
séð sig knúna til að vísa því á
bug að geimfarar hennar hafi
stundað kynlíf í geimnum í vis-
indalegum tilgangi.
Franskur rithöfundur,
Pieme Kohler, sem er þekktur
fyrir skrif um vísindi, heldur
því fram í nýrri bók að banda-
rískir og rússneskir geimfarar
hafi stundað kynlíf í tilrauna-
skyni í geimnum til að rann-
saka hvaða stellingar væra
mögulegar í þyngdarleysi.
Bókin fjallar um rannsókn-
arsamstarf Bandaríkjanna og
Rússlands í geimstöðinni Mir
og Kohler segir að kynlífstil-
raunirnar séu tíundaðar í skjöl-
um sem bandarískur geimvís-
indamaður hafi sett á Netið.
Talsmaður NASA sagði að
ekkert væri hæft í því slíkar til-
raunir hefðu farið fram og
sagði að skjölin á Netinu væra
fölsuð. Fullyrðingar Kohlers
væru byggðar á slúðri sem
dreift hefði verið á Netinu í
mörg ár.
Breskur sérfræðingur í
geimrannsóknum sagði að full-
yrðingar Kohlers væra mjög
ótrúverðugar. „Fyi-stu við-
brögð mín era þau að þetta sé
algjört þvaður og ókaflega ólík-
legt,“ sagði Doug Millard, safn-
vörður geimtæknideildar Vís-
indasafnsins í London. Væri
mjög ólíklegt að NASA hefði
helgað dýrar geimferðar slík-
um tilraunum sem hefðu enga
vísindalega þýðingu í náinni
framtíð.
Sænska stjórnin heldur
áfengisundanþágum til streitu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SÆNSKA stjómin heldur til streitu kröfum um að
halda undanþágum frá reglum Evrópusambands;
ins, ESB, um innflutning einstaklinga á áfengi. í
rauninni þykir þó sennilegt að stjómin muni láta í
minni pokann og sætta sig við ESB-reglur á þessu
sviði, líkt og Danir og Finnar hafa þegar gert.
Síðastnefndu löndin hafa samþykkt að undanþág-
umar gildi út 2003, en ekki lengur. Þetta kom fram
eftir að Lars Engqvist, félagsmálaráðherra Svía,
ræddi við David Byme, sem fer með heiibrigðismál
í framkvæmdastjórn ESB.
Sænska stjónin hefur hingað til farið fram á að
undanþágumar gildi út 2005 með möguleika á
framlengingu.
Skoðanakönnun Temo og Dagens Nyheter í vik-
unni sýnir að stefna sænsku stjómarinnar á ekki al-
mennu fylgi að fagna, því 61 prósent vill að ESB-
reglumar gildi í Svíþjóð. Framkvæmdastjóminni
berast daglega ókjör bréfa frá Svíum, sem lýsa yfir
að þeir vilji ESB-reglumar í stað sænsku undan-
þágnanna.
I Svíþjóð liggur í loftinu að áfengisverð verði að
lækka um leið og rýmkað verður um innflutning
áfengis, því annað leiði til smygls, heimabruggs og
mikillar verslunar yfir dönsku landamærin. Svipað-
ar hugmyndir hafa komið fram í Noregi.
Reglurnar snúast um heilsu, ekki vérslun
Eins og er veita almennar reglur ESB íbúum
ESB-landanna, sem fara um innan ESB, leyfi tU að
taka með sér áfengi og vindlinga til einkanota.
Reglumar fela í sér að einstaklingar mega taka
með sér 90 lítra af víni, 10 lítra af sterku áfengi og
110 lítra af sterkum bjór og 800 vindlinga, sem
keypt er á frjálsum markaði, ekki tollfrítt. Svíar
mega hins vegar aðeins taka með sér 5 h'tra af víni, 1
lítraaf sterku áfengi og 15 lítra af öli.
Stefnir í lækkað
áfengisverð í Svíþjóð
og Noregi?
Formlega séð er það Frits Bolkestein, sem fer
með innflutningsreglurnar í framkvæmdastjóm
ESB, þar sem þær heyra undir hans svið, skatta-
mál. Svíar hafa hins vegar ekki sætt sig við að líta
eingöngu á undanþágumar sem verslunarmál,
heldur séu þær ekki síður heilbrigðis- og félagsmál.
Þess vegna tók Engqvist þetta upp við starfsbróður
sinn í ESB, sem hlustaði á skoðanir hans, þó ESB
kjósi að líta eingöngu á málið sem verslunarmál.
Engqvist hefur bent á að með ESB-reglunum
muni Svíar neyðast tU að lækka áfengisskatt, því
annars streymi Svíar yfir tU Danmerkur tU inn-
kaupa. Það gera þeir reyndar þegar, en geta aðeins
tekið takmarkað magn með sér. Sem dæmi um
verðmun má nefna að 10 lítrar af nokkrum tegund-
um af vinsælu sterku áfengi kosta 2.325 sænskar
krónur, um 23 þúsund íslenskar krónur, í búð á
Helsingjaeyri í Danmörku, en 3.795 sænskar krón-
ur, um 37 þúsund íslenskar krónur, í áfengiseinka-
sölunni sænsku. Lækkað verð og meira aðgengi að
áfengi vekja áhyggjur sænskra yfirvalda um aukna
neyslu og vaxandi kostnað vegna heilsutjóns af
völdum hennar.
Þrengt að sænsku sijóminni
Nú virðist þó svo sem sænska stjómin sé að
sætta sig við að undanþágumar muni falla úr gildi.
Óformlega er nú rætt um að Svíar muni fylgja Dön-
um og Finnum og ESB-reglumar taki þvi einnig
gOdi þar í árslok 2003. Sænska stjórnin virðist þó
einnig hugleiða að fara fram á nýja samninga í árs-
lok 2003, þá hugsanlega um að innflutningstak-
markanir gildi áfram fyrir sterkt áfengi, til dæmis
út 2005.
Þeirri hugmynd hefur verið fleygt að sænska
stjómin muni freista þess að halda undanþágunum
einhliða til streitu. Það mun þó ótvírætt leiða til
málaferla fyrir ESB-dómstólnum og óvíst að það
mál vinnist.
Bréfaflóð í Brussel fráþyrstum Svíum
Þessi heilsuvemdarstefna sænsku stjómarinnar
á ekki fylgi að fagna heima fyrir. Framkvæmda-
stjómin finnur daglega fyrir áfengisþorsta Svía,
sem óspart senda bréf og rafpóst til Brassel og
biðja um að ESB-reglurnar verði látnar gilda í Sví-
þjóð. Daginn sem skoðanakönnun birtist í Dagens
Nyheter um að 61 prósent Svía væri íylgjandi ESB-
reglunum bárast 2000 bréf á skrifstofu Bolkestein.
Bréfaflóðið hefur haft áhrif á starfsmenn þar.
„Svíar era jafnfærir um að fara með áfengi eins
og aðrir ESB-borgarar,“ segir einn Svíi í bréfi sínu
og krefst þess síðan að hann fái að neyta ESB-
réttar síns um innflutning á áfengi eins og aðrir
ESB-borgarar. Sænski Hægriflokkurinn hefur á
heimasíðu sinni staðlað bréf, sem menn geta sent
Bolkestein. Á tíu dögum hafa 500 manns notað sér
það.
í Noregi hefur nefnd í Rusmiddelpolitisk rád,
sem er skipað fulltrúum frá áfengiseinkasölunni,
bindindissamtökum og fleiri aðilum er láta sig
áfengi varða, ályktað að eðlilegt sé að lækka skatta
á áfengi og þar með áfengisverð. Samkvæmt frétt í
Aftenposten í vikunni era rökin þau að það muni
draga úr smygli á heimbraggi. Magnhild Meltveit
Kleppa félagsmálaráðherra hefur ekki viljað tjá sig
um málið, þar sem verðlagning áfengis sé í athugun.