Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 46
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KIRKJUSTARF Niður með hrepparíginn EIN er sú kúnst sem velflestir áhrifa- valdar sögunnar hafa kunnað og iðkað með tiltölulega góðum árangri, að deila og drottna. Þótt mark- miðið, hið yfirlýsta, •hafi sjaldnast verið að láta talsmenn ís- lenskra sveitarfélaga deila sín á milli hefur það verið ískyggilega algeng niðurstaða að opinberum fjármun- um sé ráðstafað í Reykjavík vegna ósættis um aðrar ákvarðanir. Viðhorf eins og Austfirðingurinn talaði fyr- ir er hann sagði: „Ef ekki í Norð- fjörð, þá ekki á Austurland" koma tæpast á jafnvægi í byggð lands- ins, í það minnsta tel ég líklegra að þau vinni gegn uppbyggingu ut- an suðausturstrandar Faxaflóa. • En „þegar ein beljan mígur þá er annarri mál“ og hugsuðurinn á bak við hugmynd um uppbyggingu er oftar en ekki tekinn fyrir og sak- aður um hlutdrægni í þágu síns nánasta umhverfis. Á nýrri öld vona ég að við berum gæfu til að koma hrepparíg úr stjórn sveitarfélag- anna og hefja aukið samstarf milli ólíkra svæða. Níðhöggur til- heyrir ekki bjartri framtíð. Talsmenn þeirra byggða sem ekki sópa að sér tug- um manna á ári hverju ættu að stilla saman strengi sína og spila landslag þjóðinni til heilla. Það er eitthvað gruggugt við það að þau fyrirtæki og þær stofnanir sem eru beinlínis reknar til að þjónusta þá sem búa ekki á suðausturströnd Faxaflóa skuli vera staðsettar á Seltjarnarnesinu og vindi upp á sig þar. Landsmenn hljóta að sjá að myndin er skökk og hana þarf að laga. „Flutningur ríkisstofnana út á land“ er í hug- um ýmissa málaður dökkum litum, m.a. vegna þrætugirni þeirra sem vildu hafað stungið upp á flutn- ingnum. Aðalatriðið má ekki gleymast fyrir deilum um áætlun- Arnljótur Bjarki Bergsson arstað stofnananna, að renna stoð- um undir atvinnulífið á svæðinu sem er væntanlegt umhverfi stofn- unarinnar. Skynsamlegt væri að skeyta sem minnstu um hverjir málshefjendur eru en grípa þau tækifæri með gleði sem gefast til að leggja góðu máli lið til að styðja við vöxt samfélagsins. Ég vil að lokum benda á það sannleikskorn sem hrökk af vörum herra Sigurbjörns Einarssonar Samfélagsmál Á nýrri öld vona ég að við berum gæfu til að koma hrepparíg úr stjórn sveitarfélaganna, segir Arnljótur Bjarki Bergsson, og hefja auk- ið samstarf milli ólíkra svæða. biskups á sjómannadegi 1963: „Við eigum ein og sömu örlög, erum eitt. Við berjumst stundum hver við annan um dægurmál, skoðanir og stefnur. En í dýpri skilningi er- um við að stríða og starfa hver með öðrum og hver fyrir annan...“ Höfundur er í sljðrn S US fyrir Norðurland eystra. II fíÍtíKMÚhreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. Fjárveitingar til vegamála á höfuðborgarsvæðinu 1990-99 og skv. vegaáætlun 200-04 1.800 Lægri súlan árið 2000 sýnir frestun framkvæmda sem færast yfir á næsta ár. Því eru rauntölur fyrir þessi tvö ár 661 m.kr í ár 2000 og 1.612 m.kr. á næsta ári. il Skipholti 70 ♦ sími 553 5044 Yfir 1.500 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simí 568 8055 http://www.kertisthroun.is/ Veður og færð á Netinu mbl.is _/KLLTA/= EITTH\SAO NVTl- Vegasjóður og höf- uðborgarsvæðið VEGAÁÆTLUN hefur verið til umræðu á Alþingi. Einnig nokkuð í fjölmiðlum. Áform um fram- kvæmdir við jarðgöng hafa verið rækilega kynnt, en ekki síður fjárþörf vegna fram- kvæmda á höfuðborg- arsvæðinu. Af því til- efni hefur borgar- stjórinn í Reykjavík gert tilraun til þess að gera störf mín tor- tryggileg. Hefur Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri Vegir Borgarstjóri hefur hald- ið því fram, segir Sturla Böðvarsson, að ég ásamt forvera mínum í stóli samgönguráðherra hafí unnið gegn hagsmunum höfuðborgarínnar. haldið því fram að ég ásamt forvera mínum í stóli samgönguráðherra hafi unnið gegn hagsmunum höfuð- borgarinnar og talið að líklegt til vinsælda. dag, 23. febrúar, bættist borgarstjóran- um liðsauki þar sem var ritstjóri DV, Jónas Kristjánsson, sem fer mikinn og vandar mér ekki kveðjurnar í rit- stjórnargrein. Til fróð- leiks fyrir lesendur Morgunblaðsins og einnig fyrir borgar- stjórann og ritstjóra DV vil ég rifja upp fjár- veitingar til vegamála á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt vegaáætlun undanfarin ár og sam- kvæmt tillögu um vegaáætlun fyrir árin 2000-2004. Allar tölur eru á áætluðu verðlagi 2000. Sjá lfnurit. Meðfylgjandi súlurit ber glögg- lega með sér að framlög til höfuð- borgarsvæðisins hafa aukist mjög í tíð þeirra samgönguráðherra sem borgarstjórinn velur að ráðast gegn. Tölumar bera einnig með sér að í tíð núverandi borgarstjóra Reykjavík- urborgar hafa framlög verið meiri en áður. Af þessum tölum geta les- endur séð hversu borgarstjórinn í Reykjavík og ritstjóri DV eru sann- gjörn og málefnaleg í umfjöllun sinni. Höfundur er samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson rm-mmi m m Íf l f > ; . • : I j :? If'- | ! 'i ni i ’ ' U. li Grafarvogskirkja Safnaðarstarf Kirkju- klukku- dagur ÆSKULÝÐSDAGURINN verður haldinn hátíðlegur í Grafarvogssöfn- uði næstkomandi sunnudag kl. 14- 17. Dagskráin hefst með æskulýðs- guðsþjónustu kl. 14 í Grafarvog- skirkju og að henni lokinni verður sýning í Rimaskóla frá kl. 15-17.30 á verkum nemenda úr leik- og grunn- skólum í Grafarvogi, en verkin hafa verið unnin í tengslum við 1.000 ára afmæli kristnitökunnar. I æskulýðsguðsþjónustunni munu unglingar og æskulýðsleiðtogar kirkjunnar meðal annars taka mik- inn þátt i helgihaldinu og hljómsveit skipuð ungu fólki mun spila og félag- ar úr Unglingakór kirkjunnar syngja. Á sýningunni í Rimaskóla verður margt í boði. Meðal annars verða sýnd og seld verk nemendanna gegn vægu verði. Kaffihús verður á staðn- um og tilkynnt verða úrslit úr ljóða- og sögusamkeppni um kirkjuklukk- ur. Ágóðinn af sölu verkanna og af rekstri kaffihússins verður hluti framlags bama og unglinga í Grafar- vogskirkju til kaupa á kirkjuklukk- um í Grafarvogskirkju en kirkjan verður vígð 18. júní næstkomandi. Prestur, sóknarnefnd og starfs- fólk Grafarvogskirkju. i0€3e KRISTIN TRÚ 1 ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 Kirkjugöngur Á MORGUN, laugardag, 26. febr- úar, verður sjöunda kirkjugangan. Þessar göngur hafa notið vinsælda og hefur myndast góður hópur um 30-40 manna sem gengið hafa á hverjum laugardegi. Ferðin hófst frá Seltjamameskirkju í lok október og lá um vesturbæinn og miðbæinn inn í Laugameskirkju, en þar var áð yfir jól og áramót. Síðastliðinn laugardag lá leiðin frá Laugameskirkju, að Áskirkju og þaðan að Langholts- kirkju. Nú á laugardaginn kemur verður farið frá Langholtskirkju, komið við í Grensáskirkju og þaðan haldið í Bústaðakirkju. Framundan er ganga á öllum laugardögum í mars og tvo fyrstu laugardagana í apríl, en leiðin liggur frá Bústaða- kirkju upp í Grafarvog, Árbæ, Breið- holt og um Kópavog, endað verður í Kópavogskirkju hinn 8. apríl nk. Fólk er hvatt til að kynna sér auglýs- ingar í kirkjunum og koma og taka þátt í gefandi og fræðandi starfi. Laugardagur: Ganga nr. 7. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 10 og hefst gangan við Lang- holtskirkju. Gönguleiðin verður frá Langholtskirkju að Grensáskirkju og þaðan verður haldið í Bústaða- kirkju. Hreyfing, fræðsla og bæna- hald. Veitingar í boði sóknarnefndar Bústaðakirkju. Þátttökugjald er 500 kr. Frítt er íyrir böm undir 15 ára í fylgd með fullorðnum. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyf- ing, slökun og kristin íhugun. Kyrrð- ar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- presta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgistund- ina. Lestur passíusálma kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir k. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Ffladelfía. Trúboðsnámskeið kl. 19-20. Trúboð í miðbænum um kvöldið. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11 og á sunnudögum kl. 17 er námskeið í Daníelsbók. Allir hjartanlega vel- komnir. Á laugardag er Hulda Jens- dóttir með hugleiðingu en Steinþór Þórðarson með biblíufræðslu. Sam- komunum er útvarpað á FM 107. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 8 æskulýðsfélag Landakirkju heldur af stað í æskulýðsmót í Vatnaskógi. Kl. 12.30 Litlir læri- sveinar, eldri deild. Kl. 13.15 Litlir lærisveinar, yngri deild. Keflavíkurkirkja. Bæna- og söngstund í kirkjunni. Skúli Svav- arsson kristniboði kemur í heimsókn ásamt sönghóp. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. Sjöundadags aðventistar á ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15.Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Bertil Wik- lander. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Lokað í dag, laugardag. Gestum bent á að heim- sókna Aðventkirkjuna í Reykjavík. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Lokað í dag laugardag. Gestum bent á að heim- sækja Aðventkirkjuna í Reykjavík. Aðventkirkjan, Brekastig 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Lokað í dag laugardag. Gest- um bent á að heimsækja Aðvent- kirkjuna í Reykjavík. Vegna aðalfundar Samtaka Að- ventkirkjunnar á Islandi þessa helgi er engin samkoma í öðrum kirkjum á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.