Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 5^
Ég sótti mikið til Huldu og Braga,
mér fannst gott að koma til þeirra og
ég var líka oft að passa krakkana fyr-
ir þau, því þá fór fólk í bíó í Hólmin-
um. Ófáar afmæliskökumar bakaði
Hulda fyrir mig, „það munaði engu“.
Hulda var svo bóngóð.
Eftir lát Braga var eins og Hulda
missti nokkuð kraft og löngun til lífs-
ins en nú geta þau tekið upp þráðinn
að nýju. Bæði voru farin að heilsu og
þá er sælt að fá að sofna.
Hvíl í friði, kæra frænka.
Bömum og barnabömum sem nú
kveðja mömmu sína og ömmu hinstu
kveðju sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Þórhildur Kristín Pálsdóttir.
LækkarlífdagasóL
Löngerorðinmínferð.
Faukífarandaskjól,
feginnhvíldinniverð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
semaðlögðumérlið.
Ljósiðkveiktumérhjá.
Að morgni 15. febrúar hringdi
Óskar sonur minn til mín og sagði
mér að Hulda amma sín væri dáin.
Hún hafði dáið þá um morguninn.
Við svona frétt bregður manni alltaf
þó svo að vitað sé að hverju stefni
þegar fólk er mikið veikt eins og
Hulda var síðustu dagana.
Kynni mín af Huldu voru mjög
góð og vom móttökumar alltaf hlýj-
ar og innilegar þegar ég kom í heim-
sókn, einnig var hún alltaf boðin og
búin að aðstoða ef á þurfti að halda,
alltaf var hún tilbúin að passa syni
mína, Óskar og Sigurð, þegar þeir
vom litlir . En Sigurður var ekki
lengi samvistum við ömmu sína því
hann lést af slysförum ellefu ára
gamall og var þá höggvið stórt skarð
í bamabarnahóp Huldu. En núna
tekur hann ömgglega á móti ömmu
sinni og leiðir hana um hina órann-
sakanlegu vegi sem bíða allra er ævi
vorri lýkur.
Hulda var alltaf hress og kát og
sló á létta strengi og þrátt fyrir veik-
indi meira og minna í gegnum árin,
var Hulda alltaf eins og bar ekki ut-
an á sér sín veikindi eða vanlíðan. Ég
vil þakka Huldu fyrir allt í gegnum
árin.
Hulda mín, ég veit að þér líður vel
núna. Ég geymi minningamar um
þig og kveð þig með þessum versum:
Margseraðrainnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Þín fyrrverandi tengdadóttir,
Ingunn Sigurðardóttir.
Mig langar að minnast með nokkr-
um línum Huldu „systur pabba“ eins
og við systkynin kölluðum hana.
Þegar ég var yngri fór ég oft með
pabba og mömmu í sunnudagsbílt-
úra og oftar en ekki lá leiðin til
Huldu og Braga í kaffisopa og alltaf
var eitthvað með kaffinu. Árin liðu
og ég fór að fara sjaldnar til þeirra
því ég var orðin unglingur en svo
breyttist það eftir að pabbi lést því
þá fór ég að keyra mömmu í heim-
sókn og sótti hana og kíkti þá alltaf
inn. Alltaf var Hulda glöð, hress og
gaman að koma til hennar. SíðastUð-
in ár var Hulda í hjólastól vegna
veikinda sinna. Það var mér mikil
ánægja þegar við hjónin giftum okk-
ur síðastUðið sumar að Hulda með
sínum dugnaði kom og eyddi degin-
um með okkur.
Farþúífriði,
friðurGuðsþigblessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Fjölskyldu Huldu votta ég inni-
lega samúð. Megi algóður Guð varð-
veita og styrkja ykkur öll.
Jóna Þóra Jensdóttir.
+ Gunnar Stein-
grímsson fæddist
á Isafirði 23. júnf
1921. Hann lést á
Líknardeild Land-
spítalans þann 13.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar Gunnars
voru hjónin Stein-
grímur Stefánsson,
f. 5. maf 1895, d. 4.
september 1973 og
Þuríður Eggerts-
dóttir, f. 1. ágúst
1899, d. 23. maí
1995. Systkini Gunn-
ars voru Hulda, f. 9.
júlí 1922, Stefán, f. 16. aprfl 1924,
d. 16. maí 1972, Ragnar, f. 27.
febrúar 1926, Edda f. 29. maí
1927, d. 24. júlí 1977 og María, f.
1. október 1928. Fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur þegar
Gunnar var á þriðja aldursári og
ólst Gunnar að mestu leyti upp
hjá móðurömmu sinni og afa,
þeim Valgerði Guðbjartsdóttur
og Eggert Friðrikssyni og móð-
ursystur sinni, Gróu.
Hinn 27. desember 1946 kvænt-
ist Gunnar Ragnheiði Huldu
Þorkelsdóttur hjúkrunarkonu, f.
1. febrúar 1919, d. 22. mars 1995.
Börn þeirra eru: 1) Theodóra, f.
„Allt í hljóði," sagði afi, „allt í
hljóði." Við vissum báðir að við vor-
um að kveðjast í síðasta sinn. Hann
vildi ekki hafa mörg orð um hlutina.
Ég vissi það. Hann sat uppréttur í
rúminu. Beinn í baki. Reyndi að
brosa, einsog til að segja: „Ekki hafa
áhyggjur af mér.“ Þannig var hann.
Hógvær, nánast óframfærinn en allt-
af uppréttur, beinn í baki. Og við
þurftum ekki að hafa mörg orð. Afi
vissi hvaða stað hann átti í hjarta
mér. Og mun alltaf eiga.
Afi Gunnar ólst að verulegu leyti
upp hjá ömmu sinni og afa, Valgerði
Guðbjartsdóttur og Eggerti Frið-
rikssyni að ógleymdri Gróu, móðurs-
ystur hans sem einnig bjó á heimili
þeirra. Eggert og Valgerði kynntist
ég aldrei nema í frásögnum afa. Gróa
frænka er hins vegar enn á lífi,
sagnabrunnur og ung í anda þótt
hún sé nær níræð að aldri. Afi Gunn-
ar var henni ævinlega þakklátur fyr-
ir að hafa fóstrað sig ekki síður en
amma hans og afi. Fátt var heldur
skemmtilegra en að heyra sögur af
æskuárum afa Gunnars, þótt mín
kynslóð eigi stundum erfitt með að
ímynda sér hversu skammt er liðið
frá því að fátækt var veruleiki í Þing-
holtunum í Reykjavík, einsog hann
var vanur að segja. íslensk alþýðu-
heimili um allt land glímdu við að
draga fram lífið frá degi til dags.
Samhjálp og jöfn tækifæri voru að-
eins fjarlægur draumur.
Ég kynntist afa fyrst þegar hann
og amma Heiða komu í heimsókn til
Noregs þar sem mamma og pabbi
voru í námi og við Gauti bróðir stig-
um okkar fyrstu skref. Æskuminn-
ingarnar um afa Gunnar geyma
mynd af uppfinningasömum upp-
áhaldsafa sem gat alltaf komið okkur
bræðrunum til að hlæja. Þær kúnstir
sem afi gat gert voru eitthvað það
merldlegasta sem við höfðum séð.
Gretturnar voru engu líkar og spila-
galdramir sveipuðu hann ekki minni
ævintýraljóma. Ekki fannst okkur
minna um vert þegar hann fékkst til
að kenna okkur þá einfoldustu eftir
miklar fortölur. Afi hafði lipra fing-
ur, galdrafingur. Mér þótti þó ekki
minna um vert hvað hendur hans
voru hlýjar. Þær héldu um mínar
þegar ég sat í fanginu á honum og
hann kenndi mér að tálga „alltaf frá
mér“ á hringferð í kringum landið.
Afi kenndi okkur bræðrunum líka
mannganginn og leyfði okkar að
vinna sig í skák við og við til að efla
áhugann á taflmennskunni. Það þótti
okkur best.
Afi Gunnar var lærður loftskeyta-
maður. Einhverju sinni eftir að ég
hafði lesið ævisögu Edisons var ég
staðráðinn í að fá hann til að kenna
mér að morsa. Mig þraut erindið. Ég
26. maí 1947, hjúkr-
unarfræðingur á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri,
gift Friðriki E.
Yngvasyni lækni og
eiga þau tvö börn,
Högna og Ragnheiði
Huldu, 2) Eggert, f.
2. janúar 1949,
dýralæknir á Til-
raunastöðinni á
Keldum, kvæntur
Bergþóru Jónsdótt-
ur lífefnafræðingi
og eiga þau þijú
börn, Dag, Gauta og
Valgerði. 3) Gunnar Már, f. 9.
júní 1951, héraðsdýralæknir í
Noregi, kvæntur Guðrúnu Þóru
Bragadóttur félagsráðgjafa og
eiga þau þrjú börn, Braga Frey,
Huldu Mjöll og Gunnar Birki.
Gunnar var lærður loftskeyta-
maður. Hann sigldi í rúman ára-
tug á farskipum Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga en
starfaði síðan í tæp þijátíu ár í
fjarskiptastöð Landssímans f
Gufunesi eða þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Utför Gunnars fór fram hinn
24. janúar í kyrrþey að hans eig-
in ósk.
komst aldrei upp á lagið með annað
en að slá eitt orð: „a-f-L“ Þá vann
hann í loftskeytastöðinni í Gufunesi
pg hafði undraútvarp í bókastofunni.
I gegnum það náði hann öllum út-
varpsstöðvum heimsins, að mér
fannst. Tungumálin sem komu út úr
útvarpinu hans afa voru fleiri en tölu
varð komið á. Á árum áður hafði afi
verið loftskeytamaður til sjós á hin-
um ýmsu farskipum og sigldi sann-
arlega um höfin sjö. Lýsingar hans
frá andrúmslofti kalda stríðsins voru
ævintýralegar. Rússar voru fullir
tortryggni en Bandaríkjamenn litlu
betri. Skipshöfnin þurfti að skrifa
niður nöfn allra félagasamtaka sem
þeir tilheyrðu. Það gerðu þeir þótt
þeim þætti það þungt. Einn skipsfé-
laga afa hafði verið í Æskulýðsfylk-
ingunni á yngri árum. Hann fékk
ekki að stíga á land í New York eftir
að „upp komst um það“. Þetta varð
jafnframt hans síðasta sigling til
Bandaríkjanna. Afi Gunnar var þó
áreiðanlega mun róttækari en þessi
skipsfélagi hans. Hann var aldrei fé-
lagi í eiginlegum stjómmálasamtök-
um en var aftur á móti félagi í Máli
og menningu frá stofnun. Ef hægt er
að segja að afi hafi átt sér pólitískan
leiðtoga um ævina var það Halldór
Laxness. Hjarta afa sló alltaf með
þeim sem minna máttu sín. Hann var
þjóðemissinni og unni náttúm ís-
lands og menningu þjóðarinnar um-
fram allt annað. Munaðurinn sem
hann og amma leyfðu sér fólst líka
fyrst og fremst í því að kaupa falleg-
ar og vandaðar bækur og eiga jeppa
til að geta farið í tjaldferðalög og
gönguferðir um hálendi íslands.
Bókasafnið hans afa var heimur út af
fyrir sig. Þar réð reglusemin ríkjum.
Hann lagði sig alltaf fram um að
kenna hvernig fara ætti með bækur,
„aldrei að leggja þær á opinn kjöl-
inn“. Afi kenndi okkur jafnframt að
henda aldrei bók hversu ómerkileg
sem hún annars væri og hann lánaði
helst aldrei úr safni sínu. Ég var rétt
orðinn læs þegar afi byijaði að halda
að mér Ijóðum og íslenskum kveð-
skap. Hann bólusetti mig fyrir þeirri
óbeit á kvæðum sem margir jafn-
aldrar mínir vora fljótir að tileinka
sér á bamaskólaáranum. Ég get
ennþá heyrt hvemig hann las með
tilburðum, sem hver leikari hefði
getað við fullsæmdur af, kvæðið um
Nebúkadnesar Nebúkadnesar, Sipp-
sippanipp og Skrattskrattarratt,
manninn sem leiddist að láta kross-
festa sig á Valhúsahæðinni og kvæð-
ið um Síðasta blómið. Það var ekki
annað hægt en að hafa gaman af.
Seinna kynnti afi mig fyrir upp-
áhaldsskáldunum sínum og þar var
Hannes Pétursson í öndvegi. Afi lifði
í bókunum sínum og það á mörgum
tungumálum. Hann var mikill mála-
maður. Hann kenndi okkur bræðr-
unum að heilsa virðulegum jómfrúm
á ítölsku og bjóða góðan daginn.
Hann var læs á Norðurlandamálin,
ensku, þýsku, frönsku og ítölsku.
Það era ekki margir mánuðir síðan
hann var að „rifja svolítið upp
frönskuna".
Þrátt fyrir allar þessar ljúfu
bernskuminningar sem ég á um afa
Gunnar vora æskuárin ekki þau dýr-
mætustu sem við áttum saman. Frá
því að ég komst til vits og ára kynnt-
ist ég æ betur þeim manni sem afi
Gunnar hafði að geyma. Hann kynnti
mig fyrir Grikklandi í ferð okkar um
Pelópsskagann og sögu læknisfræð-
innar sem hann þekkti miklum mun
betur en ég. Á einhvern hátt hætti
hann að vera bara afi. Hann varð
mér meira. Hann hafði átt sér
drauma sem aldrei gátu ræst. Gert
mistök sem hann aldrei gat bætt fyr-
ir. Orðið fyrir lífreynslu sem breytti
honum. Og veikindin síðustu árin,
þau breyttu honum líka. I þeim
kynntist ég lífskrafti afa og barátt-
uþreki. Hann lifði og langaði að lifa.
ÁJlt fram á síðasta dag. Þremur ár-
um eftir fyrsta uppskurðinn ljóstraði
afi því upp að skurðlæknirinn hefði
sagt að hann gæti ekki búist við að
lifa lengur en 18 mánuði í viðbót.
Þegar leið að endalokum nú um ára-
mótin og liðin voru nær fimm ár frá
því að sjúkdómurinn greindist var
afi enn að skipuleggja framtíðina.
Hann þráði að fá að eiga með okkur
sumarið, einsog hann hafði líka bar-
ist fyrir síðasta vetur þegar við héld-
um báðir að senn liði að lokum. Við
ræddum dauðann og ég veit að afi
hræddist hann hvergi. Hann vildi
engu að síður lifa og var tilbúinn að
leggja á sig hvaðeina til að fresta
deginum stóra. Stundum var hann
þreyttur og ég veit að hann þjáðist.
Við héldumst í hendur og vissum
ekki lengur hvor leiddi hinn. Við
sóttum styrk hvor til annars. „Ég
ætla að sjá hvort ég þrauki þetta
ekki eitthvað áfram,“ sagði afi,
kreisti hönd mína og reyndi að
brosa. „Það er ekki ástæða til ann-
ars, Dagur minn, því eins og Daninn
segir: Man bliver sá længe dod.“
Þannig vék afi dauðanum úr huga
okkar um stund til að við gætum
„talað um eitthvað sem vit er í“. Og
afi lifir því enn í því sem hann deildi
með okkur systkinunum og veitti úr
reynslubranni sínum. Þó að samtöl
okkar og samverastundir verði ekki
fleiri, er það verkefni okkar, sem eft-
ir lifum, að minning afa Gunnars
verði okkur það sem hann var áður,
eilíf og ómetanleg minning um veg-
semd þess og vanda að vera maður.
Dagur B. Eggertsson.
„Sástu hvaða spil þú dróst?“ spyr
afi sposkur á svip. Jú, stama ég. Ég
sting spilinu inn í spilastokkinn sem
afi stokkar af mikilli leikni. Allt í einu
tekur hann sig til og fleygir öllum
spilunum upp í loft með miklum lát-
um þannig að þeim rignir í hausinn á
mér og Degi bróður, sex og átta ára
strákpjökkum, sem horfum stóreyg-
ir á þennan stórmerkilega afa. Afi
sest á hækjur sér fyrir framan okkur
og bendir ábúðarfullur á svip vísi-
fingri upp í loftið: „Er þetta spilið?“
Við lítum allir upp. Á einhvem
undraverðan hátt er laufadrottning-
in sem ég hafði dregið úr stokknum
föst við stofuloftið beint fyrir ofan
okkur. Við bræðurnir vitum ekki
hvaðan á okkur stendur veðrið. Afi
Gunnar var aldeilis enginn venjuleg-
ur afi.
En afi Gunnar bemsku minnar
var ekki aðeins töfra-afi. Hann var
sannkölluð gullnáma fyrir lítinn
strák eins og mig sem þjáðist af for-
vitni. Endalaust gat ég att honum út
í að útskýra fyrir mér hitt og þetta.
Stundum þegar heiðskírt var á vetr-
arkvöldum settist hann með mér út á
svalir og sagði mér nöfnin á öllum
stjörnunum og hvað í ósköpunum
væri á ferðinni þarna uppi í geimn-
um. Ég var ekki ýkja hár í lofti þegar
afi reyndi jafnvel að útskýra fyrir
mér kenninguna um miklahvell og
svarthol. Það var nú eitthvað meira
varið í þannig samræður en spurn-
ingar og svör um hversu mikið mað-
ur hefði stækkað, hvort maður borð-
aði hafragraut á morgnana og hvað
hefði verið í síðasta bamatíma. Það
er þess vegna kannski ekki skrítið að,-
ég krafðist þess þegar ég var sjö ára0-
gamall að eiga helst alveg eins föt og
afi. Eitthvað var það nú snúið að út-
vega mér rykfrakka, en mér tókst þó
að verða mér úti um eins húfur,
trefla og leðurhanska og afi. Það var
heldur skrítinn á þeim svipurinn fé-
lögum mínum þegar ég mætti með
franska alpahúfu á fótboltaæfingar
og rússahúfu í skólann á vetuma.
Afi var alltaf sílesandi og það var
erfitt að smitast ekki af bók-
menntaáhuganum. Mörg af mínum
uppáhaldsbókmenntaverkum hef ég
lesið vegna ábendingar afa. Afi las
allar helstu heimsbókmenntirnaí5'"
aftur á bak og áfram. Margar las
hann á frammálunum, hvort sem það
var ítalska, franska, þýska eða eitt-
hvert Norðurlandamálanna. Mér
varð líka snemma Ijóst að ég yrði
ekki tekinn í fullorðinna manna tölu
af afa fyrr en ég hefði lesið allar
bækur Halldórs Laxness og fslend-
ingasögumar að minnsta kosti einu
sinni, helst tvisvar. Ég gerði mitt
besta til þess að valda honum ekki
vonbrigðum. Ég man að ég var vart
orðinn læs, þegar ég tók stundum
upp á því þegar afi kom í heimsókn
að hlaupa og ná í Njálu eða einhveija
bók eftir Halldór Laxness. Svo sett-
ist ég niður einbeittur á svip með
þessar risastóra bækur í fanginu og*
þóttist vera að lesa. Ég vissi sem var
að það var ávísun á klapp á kollinn og
jafnvel töfrabragð. í huga afa var
ekki til neitt merkilegra en góðar
bókmenntir.
Samband mitt við afa breyttist
auðvitað eftir því sem árin liðu. Ég
hætti smám saman að setja upp alpa-
húfuna, þó að ég eigi nú ennþá ein-
hvers staðar rússahúfu. Og spilag-
aldrana lærði ég smám saman
sjálfur. Enn þann dag í dag læt ég
stundum spil hverfa með miklum tij=-
þrifum við hátíðleg tækifæri. En við
afi kynntumst einfaldlega betur og á
annan hátt þegar árin liðu. Afi var
alltaf til í að ræða málin og oft sner-
ust þær samræður um eitthvað
skemmtilegra en hversdagslega
hluti. Þegar ég fór til framhaldsnáms
í hagfræði til Bandaríkjanna keypti
afi sér tölvu og við skrifuðum hvor
öðrum bréf í gegnum tölvupóst
nokkram sinnum í mánuði. Bréfin
hans byrjuðu yfirleitt í afsökunar-
tón: „Ég er nú hálf andlaus í dag.“
En svo komu tvær síður af stór-
skemmtilegum texta. Ég hef varið
ófáum vetrarkvöldum í kjallara há-
skólabókasafnsins við að svara þess-
um skeytum, því stundum var ýmsu
að svara. Afa var til dæmis mikið f*
mun að ég myndi ekki gleyma því í
hagfræðinni að það skiptir ekki að-
eins máli hversu mikil auðæfi era
sköpuð heldur líka hvernig þeim er
skipt. Ég held að hann hafi í fyrstu
verið hálfhræddur um að ég hefði
bara farið í hagfræði til þess að læra
að græða peninga. Það þótti honum
nú ekkert sérstaklega merkilegt
hlutskipti.
Heimurinn er að sjálfsögðu miklu
fjölbreyttari og flóknari en svo að
menn séu skapaðir fullkomnir. Ef vel
væri leitað mátti eflaust finna ein-
hverja galla hjá afa Gunnari eins og
hjá okkur hinum. I lífinu hittir mað-
ur þó stundum fólk sem er líkt og
skapað fyrir ákveðin hlutverk. Hvortf*-
sem að það er töfra-afi bamæsku
minnar, hinn íbyggni stjörnuskoð-
andi sem þekkti alla heimsins hnetti,
bókmenntafíkillinn sem otaði að mér
heimsbókmenntunum eins og dular-
fullum fjársjóðum eða hinn róttæki
þjóðfélagsgagnrýnandi á tölvupóst-
inum mínum, var afi Gunnar mér
alltaf og verður í minningunni hinn
fullkomni afi.
Gauti Bergþóruson Eggertsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett^
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk'ÍX'
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.
slog. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
GUNNAR
STEINGRÍMSSON