Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 ö& FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Andrea Jónsdóttir skrifar um nýjustu plötu kanadísku söngkonunnar Alanis Morrissette, „Unplugged“. Alanis fer sínar eigin leiðir EKKI ER annað hægt að segja en „Unplugged“-þættimir í MTV-tón- listarsjónvarpinu séu vel heppnaðir. Margir bíða með eftirvæntingu eftir frumsýningu á sjálfri stöðinni með fingurinn tilbúinn á myndbandsfjar- stýringunni til ólöglegrar upptöku, en þeir sem ekki hafa aðgang að MTV geta keypt löglega út gefið myndb- and með atburðinum nokkru eftir frumsýningu, auk þess hljóðupptöku á geisladiski, og svo er auðvitað DVD-tæknin þar sem geisladisk- urinn inniheldur ekki bara hljóð held- ur líka mynd. Og þá má kannski spyrja hvað fólk hafi með slíka upp- ákomu að gera á venjulegum geisla- diski. Svarið er líklega að blindir eða sjóndaprir hafi lítið með myndina að gera, einnig að ekki eiga allir myndb- andstæki og því síður DVD, en líka að ef maður fílar viðkomandi „Unplugg- ed“-þátt í tætlur vill maður heyra tónlistina miklu oftar en tími vinnst til sjónvarpsyfirsetu og þá er viðkom- andi geisladiskur meðfærilegur og hentugur (ferða)félagi. Að framansögðu er ljóst að hér skal skrifað um „órafmagnaða" frammistöðu á MTV á geisladiski, en ég verð að nefna í leiðinni að ég hef ekki séð nema brot af þessum kon- sert í sjónvarpinu, þannig að ég veit ekki hvort af miklu er að missa sjón- rænt, það er að segja ef Alanis sjálf er frá talin, sem auðvitað er smekks- atriði... En það sem maður heyrir er að tónlistarmaðurinn Alanis Morris- ette stendur vel undir því starfsheiti í beinni. Hún er svo sem ekki ein á ferð, heldur með strengjakvintett, auk rokkhljómsveitarinnar, sem í eru tveir gítarleikarar, hljómborðsleik- ari, bassaleikari, trommari og áslátt- arleikari; sjálf spilar hún á gítar, munnhörpu og flautu auk þess að syngja. Alanis Morrisette hefui- ekki farið troðnar slóðir í tónlistinni og gerir það ekki heldur á þessari skífu. Við erum auðvitað orðin vön stflnum, en lagaval hennar á „Unplugged" er ekki eins fyrirsjáanlegt og hljá flest- um sem þar hafa komið fram. Yfii-- leitt spilar fólk í þessum þáttum sín þekktustu og vinsælustu lög, en ekki Alanis nema að litlu leyti. A hennar fyrstu plötu á heimsmarkaði, Jagged little pill sem kom út 1995, eru a.m.k. 6 lög sem náðu svakalegum vinsæld- um, en bara 4 þeirra eru á „Unplug- ged“: „You Learn“, „Head Over Feet“, „Ironie“ og „You Oughta Know“, en hvorki ,gHl I Really Want“ né „Hand in My Pocket“. Af næstu hljóðversplötu sem enn er sú nýjasta, „Supposed F ormer Infatuation Junk- ie“ frá 1998, eru bara 3 lög: „Joining You“, „That I Would Be Good“ og „I Was Hoping“, en ekki hið vinsæla „Thank You“, sem var fyrsta smá- skífan af plötunni, né smáskífulögin „Unsent“ og „So Pure“. Frekar dreg- ur Alanis fram ný lög úr pússi sínu, áður óútgefin: „No Pressure Over Cappuccino", „Princes Familiar" og „These are the Thoughts", auk þess sem hún flytur gamalt Police-lag eftir Sting, „King of Pain“. Ekki er víst að sauðsvartur almúginn sé hrifinn af þessari sérvizku í lagavali, en harðir aðdáendur eru örugglega enn ánægð- ari með sína konu fyrir vikið, enda „Unplugged“-þættirnir hvort sem er aðallega fyrir harða aðdáendur. Hins vegar er ég viss um að fólk sem af áhuga hlustar á tónlist fellur oft fyrir tónlistarmönnum þegar þeir standa sig vel í þessum hljómleikaþáttum, þótt vinsældarlög þeirra hafi kannski farið fyrir ofan garð og neðan fram að því. Þau lög sem við þekkjum á Alanis Morrisette MTV Unplugged, þ.e.a.s þessi af Pillunni og Djönkaranum, hljóma auðvitað öðruvísi „órafmögn- uð“ en stúdíóunnin, en ég mundi ekki treysta mér til að segja að önnur út- gáfan væri betri en hin, heldur bara öðruvísi, enda Alanis reyndari en flestir halda. Hún á sér nefnilega langan aldur í poppinu, er eins konar Björk þeirra Kanadamanna, og henn- ar fyrsta plata, smáskífa reyndar, kom út árið 1985, þegar Alanis var 11 ára. 1991 kom út fyrsta stóra platan hennar, Alanis, og seldist í 100.000 eintökum innanlands, og ári síðar „Now Is the Time“. Sú fyrri inniheld- ur danstónlist í stfl við Paulu Abdul, en sú síðari þykir ýja að þeirri stefnu sem Alanis er þekkt fyrir nú. Alanis hefur sem sagt síðan hún varð heimsfræg árið 1995 bara gefið út tvær hljóðversplötur enda vin- sældir þeirrar fyrri slíkar að enst hafa eiginlega fram að þessu. Plata númer tvö, Fyrrverandi hrifningar- fíkillinn, hefur ekki valdið eins mikilli skyndihrifningu, en fengið fína dóma. A henni eru heil 17 lög, svo að það segir sig sjálft að tíma þarf tfl að koma sér inn í þau öll en platan er engu að síður mjög góð og Alanis sýn- ir að hún er ekki bara einnar plötu gaman. Það góða er t.d. að hún minn- ir (mig) ekki eins oft á Sinéad O’Connor og áður, sem mér finnst eiga þennan mútusöngstfl og þreyt- andi þegar söngkonur (t.d. sú í Card- igans) ganga of langt í að votta henni virðingu sína með röddinni. En hvað sem öllu líður skil ég vel af hveiju Madonna tók áhættuna og réð Alanis Morrisette til útgáfufyrirtækis síns, Maverick, þegar hún, sú síðamefnda, var að koma sér af stað með sína tón- list nýflutt að heiman til LA árið 1994. Ég held að það hafi varla verið af því að Alanis á sama afmælisdag og aðalgyðja Madonnu, Marilyn Monroe (1. júní), þótt það hafi líklega ekki skemmt fyrir. Nokia 3210 Ending rafhlöðu allt að 230 klst. í bið og 3 klst.! notkun Gengur baeðl I GSIVI 900 og GSIVl 1800 farslmakerfið VIT sími Útborgun 9.900 kr. Verð 21.900 kr. Motorola Timeport Tri-band (900/1800/1900 farslmakerfin) Hægt er að nota hann ( Bandarfkjunum Raddstýring Upptökubúnaður Gagnaflutningur Útborgun V1T s,mi 17.900 kr. Verð 29.900 kr. Nokia 6150 Ending rafhiöðu allt að 250 klst. I bið og 4,5 klst. I notkun Dagatal með áminningarhringingu Faxsending og viðtaka, tölvupóstur Gagnaflutningur VIT sfmi Útborgun 21.980 kr. Verð 33.980 kr. Léttkaupstilboð Símans GSM er hagkvæmur kostur við kaup á GSM síma. Þú greiðir hóflega útborgun og svo aðeins 1000 kr. á mánuði sem færist á símreikning þinn. "V Dreifikerfi sem nær til yfir 96% þjóðarínnar • Reikisamningar við 132 farsímafyrirtæki í 62 löndum • Sekúndumæld símtöl • EFR stafrænt hljóð • Vinir og vandamenn - 15% lægra verð ( þrjú númer • Par - 50% lægra mánaðar- og mínútugjald • Mun ódýrara að hringja úr heimilissíma í farsíma hjá Símanum GSM • WAP-þjónusta • VIT-upplýsingaþjónusta Nú varstu heppin. Eða varstu kannski heppinn? Skiptir ekki máli. Þú ert heppnari en margir því þú varst að taka eftir auglýsingu fyrir námsstyrki Landsbankans. Ef þú ert í Námunni skaltu senda inn umsókn fyrir 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar um Námustyrk á www.naman.is. FÆST í VERSLUNUNI SÍMANS WWW.VEFVERSLUN.IS SÍMINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA hagkvæmur kostur 4 * A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.