Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ■/ilboðsdl^gar á RÚMUM 50% afsláttur Barnarúm með springdýnu og rúmfataskúffu, verð 22.500 Rúm 200x90 án dýnu (í sumarbústaðinn), verð 16.900 t Stigasleðar, Super GT, aðeins 6.900 Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10.00-16.00. Barnasmiðjan ehf. Gylfaflöt 7, Grafarvogi. Sara Vilbergsdóttir við verk sitt í Galleríi Fold. Sara Vilbergsdóttir sýnir í Galleríi Fold „EINU sinni var. . . og er“ er yfir- skrift sýningar Söru Vilbergsdótt- ur sem opnuð verður á morgun, laugardag, kl. 15 í baksalnum í Gal- leríi Fold við Rauðarárstíg. Sara Vilbergsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1981-85 og fram- haldsnám við Statens Kunstakad- emi í Ósló 1985-87. Þetta er 8. Fjallað um verk Halldórs Laxness Á VEGUM Endurmenntunarstofn- unar Háskóla fslands hefst nám- skeið 2. mars þar sem íjallað verður um nokkur verk Halldórs Laxness sem tengjast ævi hans og heima- högum. Lesin verða verkin Heiman eg fór, Brekkukotsannáll, Innan- sveitarkrónika, Guðsgjafaþula, I túninu heima, Ungur eg var, Sjö- meistarasagan og Grikklandsárið. Verkin verða skoðuð út frá þeim lifsviðhorfum sem þar koma fram, könnuð verður afstaða Halldórs til þjóðmála og hlutskiptis rithöfund- arins, svo og hvernig hækurnar tengjast ævi og starfi skáidsins. Einnig verður fjallað um þessar bækur sem bókmenntaverk og þær bornar saman innbyrðis. Umsjónar- maður og aðalkcnnari er Halldór Guðmundsson cand.mag. en hann hefur haldið nokkur námskeið sem tengjast verkum Halldórs Laxness. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa og verður vikulega í sex vikur. einkasýning Söru og hún hefur ennfremur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlend- is. Sara hefur unnið til verðlauna fyrir verk sín og hún hefur mynd- skreytt bækur og blöð. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Sýningunni lýkur 19. mars. Menning- arverð- laun DY MENNINGARVERÐLAUN DV voru veitt í gær. Sjö listamenn fengu verðlaun í jafn mörgum flokkum. I bókmenntum hlaut verðlaun Þórunn Valdimarsdóttir fyrir skáld- sögu sína Stúlka með fingur. í list- hönnun Linda B. Árnadóttir fyrir fatahönnun. í byggingarlist Sigríður Sigþórsdóttir fyrir þjónustuhús við Bláa lónið. í tónlist Bjöm Steinar Sólbergsson fyrir frumflutning á or; gelkonsert Jóns Leifs á íslandi. I myndlist Ragna Róbertsdóttir íyrir sýninguna Kötlu á Kjarvalsstöðum. I kvikmyndagerð Friðrik Þór Frið- riksson fyrir Engla alheimsins. I leiklist Ingvar E. Sigurðsson fyrir túlkun sína á Bjarti í Sumarhúsum í sýningu Þjóðleikhússins á Sjálf- stæðu fólki. V erðlaunagripirnir sandblásnar flöskur Verðlaunagripirnir vom að þessu sinni sandblásnar flöskur með raku- brenndum leirtöppum sem sérhann- aðir em fyrir hverja listgrein. Hönnuður gripanna er Guðný Hafsteinsdóttir leirlistakona. Næsti bær við ekki síst með hjálp Kristie Alley og Ellen Barkin, tveggja góðra gaman- leikkvenna sem því miður sjást orðið sárasjaldan. Eins em Brittany Murphy og Allison Janey kostulegar sem vongóðir keppendur. Denise Richards (The World is Not Enough) er ein alversta Bond-stúlka sögunn- ar (þó að ekki vanti samkeppnina), henni var þó vorkunn, engin sála gat farið andskotalaust með þann bull- texta sem hún hafði úr að moða í myndinni. Hér er hún ólíkt brattari sem illa innrætt Barbídúkka, skygg- ir jafnvel á ámóta góða öskubuskuna Dunst. Skopskyn handritshöfundanna sveiflast á milli gálgahúmors og smekkleysis. í bland við satím um hégóma og hræsni og yfírborðs- mennsku jafn nauðaómerkilegra fyr- irbrigða og kjötkeppni almennt er (fyrir flesta aðra en sigurvegarana), em smekklausir kaflar sem hefðu betur misst sig. Jann og Williams ná prýðilega hatursfullu andrúmsloft- inu sem ríkir undir álímdu brosinu, vafasömu hjartalagi og fáránleika plastveraldarinnar, en knnna sér ekki hóf. Við emm greinilega stödd í Mount Rose, ekki Fargo. Sæbjörn Valdimarsson -------------- Aðalfundur Kvæða- mannafélags- ins Iðunnar AÐALFUNDUR Kvæðamannafé- lagsins Iðunnar verður haldinn í fé- lagsheimilinu Drangey við Stakka- hlíð í kvöld, föstudagkvöld. Fundurinn hefst kl. 20. Að loknum aðalfundarstörfum verður dagskrá og mun Gísli Ásgeirsson m.a. fara með eigin skáldskap, Bjarki Svein- bjömsson segir frá þjóðlagahljóðr- itunum Jóns Leifs og Magnús J. Jó- hannsson flytur eigið efni. Þá verða kveðnar stemmur við ýmsar vísur. ----------UH------- Sissií sýnir í Listhúsinu SIGÞRÚÐUR Pálsdóttir, Sissú, opn- ar myndlistarsýningu í Veislugalleríi Listhússins við Laugardal í dag. Sýningin ber heitið 10 dagar í geimskipi sem samsett er af mál- verkum m.m. og í fréttatilkynningu segir að sýningin sé ídýfa af mörgum ferðalögum sem hún njóti frá vinnu- stofu sinni í skammdeginu í Reykja- vík. Sissú hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlend- is og erlendis frá 1979. Sýningunni lýkur 16. mars og er opin alla virka daga írá kl. 9-19, laug- ardaga frá 10-17. KVIKMYJYDIR Háskólabíó FEGURÐARSAM- KEPPNIN „DROP DEAD GORGEOUS“ ★ ★W Leikstjóri Michael Patrick Jann. Handritshöfundur Lona Williams. Tónskáld Mark Motherbough. Kvikmyndatökustjóri Michael Spill- er. Aðalleikendur Kristie Alley, EUen Barkin, Kirsten Dunst, Den- ise Richards, Brittany Murphy, Allison Janey. Lengd 97 mín. Bandarísk. New Line Cinema, 1999. LEIÐIN liggur til krummaskuðs í fylkinu Minnesota, sem Coen-bræð- ur komu endanlega á kort kvik- myndagerðarmanna. Þó ekki Fargo, heldur Mount Rose. Þangað heldur hópur heimildarmyndargerðar- manna í þeim erindum að taka upp undirbúning fegurðarsamkeppni unglingsstúlkna sem er þar í uppsigl- ingu. Herlegheitunum, .American Teen Princess", stjórnar mektar- frúin Gladys Leeman (Kristie Alley), fyrrverandi sigurvegari og móðir Becky (Denise Richards), annars, líklegasta sigurvegarans. Hin stúlk- an, Amber (Kirsten Dunst), sem einnig telst sigurstrangleg, kemur frá óæðri enda bæjarins, úr hús- vagnahverfínu þar sem hún býr með Annette móður sinni (Ellen Barkin) fyllibyttu og stórreykingakonu. Fyrir mörgum árum gerði Michael Richie Smile sína bestu og eftir- minnilegustu mynd, um svipað efni. Hitti á rétta tóninn. Fegurðarsam- keppnin á vissulega spaugilega kafla en nokkuð skortir á að heildarmynd- in sé fullnægjandi. Myndin reynir að skopast að hallærislegu hliðinni á keppnum sem þessum, smáborgara- hætti, ófyrirleitni, storminum í vatnsglasinu. Tekst það oft bærilega, UM LÍÐUR GETUR PÚ VERIÐ í S A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.