Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
■/ilboðsdl^gar
á RÚMUM
50% afsláttur
Barnarúm með springdýnu og rúmfataskúffu, verð 22.500
Rúm 200x90 án dýnu (í sumarbústaðinn), verð 16.900
t Stigasleðar, Super GT, aðeins 6.900
Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10.00-16.00.
Barnasmiðjan ehf.
Gylfaflöt 7, Grafarvogi.
Sara Vilbergsdóttir við verk sitt í Galleríi Fold.
Sara Vilbergsdóttir
sýnir í Galleríi Fold
„EINU sinni var. . . og er“ er yfir-
skrift sýningar Söru Vilbergsdótt-
ur sem opnuð verður á morgun,
laugardag, kl. 15 í baksalnum í Gal-
leríi Fold við Rauðarárstíg.
Sara Vilbergsdóttir stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1981-85 og fram-
haldsnám við Statens Kunstakad-
emi í Ósló 1985-87. Þetta er 8.
Fjallað
um verk
Halldórs
Laxness
Á VEGUM Endurmenntunarstofn-
unar Háskóla fslands hefst nám-
skeið 2. mars þar sem íjallað verður
um nokkur verk Halldórs Laxness
sem tengjast ævi hans og heima-
högum. Lesin verða verkin Heiman
eg fór, Brekkukotsannáll, Innan-
sveitarkrónika, Guðsgjafaþula, I
túninu heima, Ungur eg var, Sjö-
meistarasagan og Grikklandsárið.
Verkin verða skoðuð út frá þeim
lifsviðhorfum sem þar koma fram,
könnuð verður afstaða Halldórs til
þjóðmála og hlutskiptis rithöfund-
arins, svo og hvernig hækurnar
tengjast ævi og starfi skáidsins.
Einnig verður fjallað um þessar
bækur sem bókmenntaverk og þær
bornar saman innbyrðis. Umsjónar-
maður og aðalkcnnari er Halldór
Guðmundsson cand.mag. en hann
hefur haldið nokkur námskeið sem
tengjast verkum Halldórs Laxness.
Námskeiðið er opið öllum sem
áhuga hafa og verður vikulega í sex
vikur.
einkasýning Söru og hún hefur
ennfremur tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum hérlendis og erlend-
is. Sara hefur unnið til verðlauna
fyrir verk sín og hún hefur mynd-
skreytt bækur og blöð.
Gallerí Fold er opið daglega frá
kl. 10 til 18, laugardaga frá til kl.
17 og sunnudaga frá kl. 14-17.
Sýningunni lýkur 19. mars.
Menning-
arverð-
laun DY
MENNINGARVERÐLAUN DV
voru veitt í gær. Sjö listamenn fengu
verðlaun í jafn mörgum flokkum.
I bókmenntum hlaut verðlaun
Þórunn Valdimarsdóttir fyrir skáld-
sögu sína Stúlka með fingur. í list-
hönnun Linda B. Árnadóttir fyrir
fatahönnun. í byggingarlist Sigríður
Sigþórsdóttir fyrir þjónustuhús við
Bláa lónið. í tónlist Bjöm Steinar
Sólbergsson fyrir frumflutning á or;
gelkonsert Jóns Leifs á íslandi. I
myndlist Ragna Róbertsdóttir íyrir
sýninguna Kötlu á Kjarvalsstöðum. I
kvikmyndagerð Friðrik Þór Frið-
riksson fyrir Engla alheimsins. I
leiklist Ingvar E. Sigurðsson fyrir
túlkun sína á Bjarti í Sumarhúsum í
sýningu Þjóðleikhússins á Sjálf-
stæðu fólki.
V erðlaunagripirnir
sandblásnar flöskur
Verðlaunagripirnir vom að þessu
sinni sandblásnar flöskur með raku-
brenndum leirtöppum sem sérhann-
aðir em fyrir hverja listgrein.
Hönnuður gripanna er Guðný
Hafsteinsdóttir leirlistakona.
Næsti bær við
ekki síst með hjálp Kristie Alley og
Ellen Barkin, tveggja góðra gaman-
leikkvenna sem því miður sjást orðið
sárasjaldan. Eins em Brittany
Murphy og Allison Janey kostulegar
sem vongóðir keppendur. Denise
Richards (The World is Not Enough)
er ein alversta Bond-stúlka sögunn-
ar (þó að ekki vanti samkeppnina),
henni var þó vorkunn, engin sála gat
farið andskotalaust með þann bull-
texta sem hún hafði úr að moða í
myndinni. Hér er hún ólíkt brattari
sem illa innrætt Barbídúkka, skygg-
ir jafnvel á ámóta góða öskubuskuna
Dunst.
Skopskyn handritshöfundanna
sveiflast á milli gálgahúmors og
smekkleysis. í bland við satím um
hégóma og hræsni og yfírborðs-
mennsku jafn nauðaómerkilegra fyr-
irbrigða og kjötkeppni almennt er
(fyrir flesta aðra en sigurvegarana),
em smekklausir kaflar sem hefðu
betur misst sig. Jann og Williams ná
prýðilega hatursfullu andrúmsloft-
inu sem ríkir undir álímdu brosinu,
vafasömu hjartalagi og fáránleika
plastveraldarinnar, en knnna sér
ekki hóf. Við emm greinilega stödd í
Mount Rose, ekki Fargo.
Sæbjörn Valdimarsson
--------------
Aðalfundur
Kvæða-
mannafélags-
ins Iðunnar
AÐALFUNDUR Kvæðamannafé-
lagsins Iðunnar verður haldinn í fé-
lagsheimilinu Drangey við Stakka-
hlíð í kvöld, föstudagkvöld.
Fundurinn hefst kl. 20. Að loknum
aðalfundarstörfum verður dagskrá
og mun Gísli Ásgeirsson m.a. fara
með eigin skáldskap, Bjarki Svein-
bjömsson segir frá þjóðlagahljóðr-
itunum Jóns Leifs og Magnús J. Jó-
hannsson flytur eigið efni. Þá verða
kveðnar stemmur við ýmsar vísur.
----------UH-------
Sissií sýnir í
Listhúsinu
SIGÞRÚÐUR Pálsdóttir, Sissú, opn-
ar myndlistarsýningu í Veislugalleríi
Listhússins við Laugardal í dag.
Sýningin ber heitið 10 dagar í
geimskipi sem samsett er af mál-
verkum m.m. og í fréttatilkynningu
segir að sýningin sé ídýfa af mörgum
ferðalögum sem hún njóti frá vinnu-
stofu sinni í skammdeginu í Reykja-
vík.
Sissú hefur haldið einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum hérlend-
is og erlendis frá 1979.
Sýningunni lýkur 16. mars og er
opin alla virka daga írá kl. 9-19, laug-
ardaga frá 10-17.
KVIKMYJYDIR
Háskólabíó
FEGURÐARSAM-
KEPPNIN „DROP DEAD
GORGEOUS“ ★ ★W
Leikstjóri Michael Patrick Jann.
Handritshöfundur Lona Williams.
Tónskáld Mark Motherbough.
Kvikmyndatökustjóri Michael Spill-
er. Aðalleikendur Kristie Alley,
EUen Barkin, Kirsten Dunst, Den-
ise Richards, Brittany Murphy,
Allison Janey. Lengd 97 mín.
Bandarísk. New Line Cinema, 1999.
LEIÐIN liggur til krummaskuðs í
fylkinu Minnesota, sem Coen-bræð-
ur komu endanlega á kort kvik-
myndagerðarmanna. Þó ekki Fargo,
heldur Mount Rose. Þangað heldur
hópur heimildarmyndargerðar-
manna í þeim erindum að taka upp
undirbúning fegurðarsamkeppni
unglingsstúlkna sem er þar í uppsigl-
ingu. Herlegheitunum, .American
Teen Princess", stjórnar mektar-
frúin Gladys Leeman (Kristie Alley),
fyrrverandi sigurvegari og móðir
Becky (Denise Richards), annars,
líklegasta sigurvegarans. Hin stúlk-
an, Amber (Kirsten Dunst), sem
einnig telst sigurstrangleg, kemur
frá óæðri enda bæjarins, úr hús-
vagnahverfínu þar sem hún býr með
Annette móður sinni (Ellen Barkin)
fyllibyttu og stórreykingakonu.
Fyrir mörgum árum gerði Michael
Richie Smile sína bestu og eftir-
minnilegustu mynd, um svipað efni.
Hitti á rétta tóninn. Fegurðarsam-
keppnin á vissulega spaugilega kafla
en nokkuð skortir á að heildarmynd-
in sé fullnægjandi. Myndin reynir að
skopast að hallærislegu hliðinni á
keppnum sem þessum, smáborgara-
hætti, ófyrirleitni, storminum í
vatnsglasinu. Tekst það oft bærilega,
UM LÍÐUR GETUR PÚ
VERIÐ í
S A