Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kaupþing opnar skrif- stofu í Færeyjum KAUPÞING hf. mun opna skrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum um næstu mánaðamót, að því er fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Færeyjum í gær. Bankinn hefur ráðið Peter Holm sem forstöðumann, en hann var áður framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Færeyjabanka. Jan Otto Holm, sem verið hefur fjármálastjóri Trygging- arfélags Færeyja, hefur einnig verið ráðinn til Kaupþings í Færeyjum. Leita samstarfs við aðrar fjármálastofnanir Kaupþing hyggst taka virkan þátt í þróun fjármagnsmarkaðar og fyrir- sjáanlegri einkavæðingu á eyjunum, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. I samtali við Morgunblaðið segir Jóhann Ivarsson, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Kaupþings, að Kaupþing verði fyæsti eiginlegi fjár- festingarbankinn í Færeyjum. „Við- skiptabankarnir tveir, Færeyja- banki og Sparikassinn, stunda þó viðskipti með verðbréf, aðallega dönsk ríkisskuldabréf. Það eru mikl- ir vaxtarmöguleikar á færeyskum verðbréfamarkaði og við höfum yfír sérþekkingu að búa frá íslenskum verðbréfamarkaði sem enn er ung- ur,“ segir Jóhann og bætir við að Kaupþing muni leita samstarfs við færeysku bankana. „Við höfum náð að ráða til okkar mjög hæfa Færey- inga til að leiða starfið í Færeyjum og leggjum áherslu á sjálfstæði starfseminnar þar,“ segir Jóhann. I fjármálaþjónustu Kaupþings í Færeyjum verður aðaláhersla lögð á eignastýringu fyrir stofnanafjár- festa og vel stæða einstaklinga. Einnig rekstur verðbréfasjóða, verð- bréfa- og afleiðuviðskipti með fær- eysk og alþjóðleg bréf, virka þátt- töku og forystu í fyrirsjáanlegri einkavæðingu opinberra fyrirtækja í Færeyjum, þátttöku í stofnun og þróun hlutabréfamarkaðar í Færeyj- um og fjármálaþjónustu við fyrir- tæki, svo sem verðmat og sölu fyrir- tækja eða hluta þeirra, samruna og fyrirtækjakaup og ráðgjöf um fyrir- tækjaþróun. Spurn eftir aukinni fjármáiaþjónustu Að sögn Jóhanns verða starfs- menn Kaupþings í Færeyjum 3-4 til að byrja með og útlit er fyrir að þeim fjölgi síðar. Að dómi Kaupþings er um þessar mundir rétti tíminn til þess að hefja fjármálaþjónustu í Færeyjum þar sem saman fara bjartsýni og góðar efnahagsaðstæður. Fjármagns- markaður er lítt þróaður í Færeyj- um en mikil spurn er eftir aukinni fjármálaþjónustu auk þess sem vænta má að einkavæðing opinberra fyTÍrtækja verði á döfinni innan skamms. Mörg tækifæri munu þvi gefast til þess að efla færeyskan fjár- magnsmarkað á næstu árum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Peter Holm, nýráðinn forstöðu- maður Kaupþings i Færeyjum, hef- ur síðustu fimm ár verið fram- kvæmdastjóri fjárhagssviðs Fær- eyjabanka í Þórshöfn, en starfaði áður sem sérfræðingur á hlutabréfa- markaði hjá BG-Bank í Kaupmanna- höfn. Peter Holm er fæddur 1968 og lauk cand. merc.-prófi í fjármálum og endurskoðun frá Viðskiptaháskól- anum í Kaupmannahöfn þar sem hann hafði áður numið hag- og tölv- unarfræði. Jl Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. 20 stærstu hluthafar 23. feb. 2000 NAFNVERÐ, kr. Hlutfall 1 FBA Holding SA 1.903.000.000 27,99% 2 Lífeyrissjóðurinn Framsýn 435.994.933 6,41% 3 Lífeyrissjðður verslunarmanna 390.750.933 5,75% 4 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. III 218.612.283 3,21% 5 Partimonde Holdings Anstalt 272.000.000 4,00% 6 Lisfield Holding 238.000.000 3,50% 7 Lífeyrissjóður sjómanna 219.831.873 3,23% 8 íslenska skipafélagið ehf. 204.000.000 3,00% 9 Fjárfarehf. 190.400.000 2,80% 10 Samvinnusjóður íslands hf. 149.600.000 2,20% 11 Jón Ólafsson og Co sf. 116.350.000 1,71% 12 íslandsbanki hf. 100.739.783 1,48% 13 Próunarfélag íslands hf. 97.471.185 1,43% 14 Sjávarsýn ehf. 90.800.000 1,34% 15 VVÍB hf.-Sjóður 6 90.640.255 1,33% 16 Blængur ehf. 88.400.000 1,30% 17 Kaldbakur ehf. 88.400.000 1,30% 18 Samvinnulffeyrissjóðurinn 74.500.000 1,10% 19 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 72.167.072 1,06% 20 Gunnar Þór Ólafsson 68.000.000 1,00% 20 stærstu hluthafarnir samtais 5.109.658.317 75,14% Hluthafar í FBA á fimmta þúsund HLUTHAFAR í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. voru 4.118 talsins 23. febrúar síðastliðinn. Út- gefið hlutafé FBA nemur 6,8 millj- örðum króna og ráða 20 stærstu hluthafarnir yfir rúmlega 75% hlutafjárins, eða 5,1 milljarði króna að nafnvirði. Gengi bréfa í FBA þann 23. febrúar var 4,7 og mark- aðsverðmæti bankans samkvæmt því tæplega 32 milljarðar króna. Langstærsti hluthafinn er FBA Holding SA; en það félag er í eigu Orca S.A. I tilkynningu til Verð- bréfaþings íslands þann 16. ágúst síðastliðinn segir að Eyjólfur Sveinsson, Jón Asgeir Jóhannes- son, Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson muni verða stærstu hluthafar Orca S.A. og jafnframt að fyrir liggi að Gunnar Þór Ólafsson, Jóhannes Jónsson, Kristján Vilhelmsson og Sveinn R. Eyjólfsson verða meðal hluthafa Orca S.A. Stjórnendur FBA og að- ilar þeim tengdir eiga samtals 195,6 milljóna króna hlut í bankan- um að nafnverði. Bjarni Armannsson forstjóri og tengdir aðilar eiga tæplega 93 milljónir að nafnvirði, Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri áhættu- og fjárstýringar, og tengd- ir aðilar eiga 39,9 milljónir, Er- lendur Magnússon, framkvæmda- stjóri fyrirtækjaþjónustu, á 22,8 milljónir og Svanbjörn Thorodd- sen, framkvæmdastjóri Einka- bankaþjónustu, og tengdir aðilar eiga 39,9 milljónir króna að nafn- verði. Mikil viðskipti voru með hluta- bréf FBA á Verðbréfaþingi í gær eða fyrir um 193,6 milljónir. Loka- gengi bréfanna var 4,30 sem er 7,5% lækkun frá deginum áður. Að teknu tilliti til arðgreiðslna nemur lækkunin 3,8%. „Heilsusamlegt mataræði á unga aldri leggurgrunnin að góðri heilsu" Það er mikilvægt að gera sér grein fyrír samhenginu í heilsufari okkar. Með skynsamlegu fæðuvali frá því móðurmjólkinni sleppir búum við í haginn fyrir framtíð barna okkar og hreysti þeirra, alla ævi. Beinin eru gott dæmi. Þau öðlast styrk sinn á fyrri hluta ævinnar. Börn þurfa því nægilegt magn af þeim efnum sem Ijá beinunum styrk. Þar skiptir kalk höfuðmáli, en D-vítamín er einnig nauðsynlegt til að kalkið nýtist við uppbygginguna. D-vítamín er að finna í lýsi og ýmsum fiski. Langmikilvægasta uppspretta kalks er hins vegar mjólk og mjólkurvörur. „Mjólk" er samheiti yfir alla drykkjarmjólk, nýmjólk, lóttmjólk, undanrennu og fjörmjólk. Einnig má fá kalk úr öðrum mjólkurvörum, s.s. osti og sýrðum mjólkurvörum. Hollusta styrkir bein! BEINVERND ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.