Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ólafur Kjartan Sigurðarson hefur fengið frábæra dóma fyrir söng sinn að undanförnu
„Finnst ég koma
sterkur heim“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Eftir námstreð undanfarinna ára og það sem það hefur kostað í fyrir-
höfn og fjármunum og fleira, finnst manni sem erfiðið sé loks að skila
árangri," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson.
„ÉG er fyrst og fremst þakklátur
fyrir frábærar viðtökur alls staðar
og þetta er að mörgu leyti betra en
ég átti von á fyrirfram. Eg er gríðar-
lega ánægður og maður andvarpar
vissulega þægilega þegar þessa
gagnrýni ber fyrii’ augu,“ segir Ólaf-
ur Kjartan Sigurðarson baríton-
söngvari sem hefur fengið afbragðs
dóma fyrir söng sinn að undanförnu.
í dómi Bergþóru Jónsdóttur í
Morgunblaðinu fyrir skömmu um
frammistöðu hans í uppsetningu Is-
lensku óperunnar á verki Benjamins
Bntten, Lúkretía svívirt, segir m.a.:
„Ólafur Kjartan Sigurðarson var frá-
bær í hlutverki Tarkvíníusar.“ Og í
gagnrýni Ríkarðar Ö. Pálssonar um
einsöngstónleika sem Ólafur Kjartan
hélt ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur
og Rannveigu Fríðu Bragadóttur í
Salnum í Kópavogi, segir m.a.: ,Aug-
ljóst var að Ólafur Kjartan Sigurðar-
son er nú floginn úr námspúpunni
með einhverja hljómmestu, falleg-
ustu og þéttustu barýtónrödd í far-
teskinu sem undirritaður hefur
heyrt af hérlendum söngpalli í ára-
raðir, ef ekki áratugi." Og síðar í
sama dómi talar Ríkarður um „ein-
skæra raddfegurð" Ólafs Kjartans.
Erfiðið loks að skila árangri
„Eftir námsstreð undanfarinna
ára og það sem það hefur kostað í
fyrirhöfn og fjármunum og fleira,
finnst manni sem erfiðið sé loks að
skila árangri," segir Ólafur Kjartan.
„Það er gaman að fá þessa viður-
kenningu og ég beygi mig og bugta
fyrir þessu ágæta fólki sem hefur trú
á mér.“
Ólafur Kjartan er 31 árs gamall og
hóf söngnám haustið 1991 hjá Guð-
mundi Jónssyni í Söngskólanum. Þar
var hann í þrjá vetur og lauk áttunda
söngstigi. „í lok annars vetrar kom
ensk kona, prófdómari frá The Royal
Academy of Music í London, hingað
til lands og heyrði mig syngja. Hún
hafði samband í kjölfarið og hvatti
mig til að gera alvöru úr frekari
söngnámi, en þá var ég óákveðinn
um framhaldið. Ég ákvað þó að
sækja um í The Royal Academy og
fékk inngöngu." Að loknu náminu í
London hélt Ólafur Kjartan til Skot-
lands og innritaðist í óperudeild The
Royal Scottish Academy í Glasgow,
þar sem hann lauk mastersprófi.
„Þar átti ég mjög góð ár, fékk mjög
spennandi hlutverk og röddin þróað-
ist mikið. Ég fékk nokkur aðalhlut-
verk og söng reglulega í óperusýn-
ingum, auk þess sem ég söng mikið í
flutningi á óratóríum víðs vegar um
Bretland. Ég söng hins vegar lítið á
íslandi á meðan ég var í náminu, í
mesta lagi einu sinni eða tvisvar á
ári, og hef látið það vera undanfarið
hálft annað ár sem liðið er síðan námi
lauk. A þeim tíma hef ég sungið mik-
ið erlendis, aðallega í Bretlandi og
Frakklandi, en einnig á fleiri stöðum
ytra, en hef hins vegar sparað mig
hérna heima, sem ég held að sé einn-
ig að skila sér. Mér finnst ég hafa
komið sterkur heim,“ segir hann.
Ólafur Kjartan kveðst hyggja á
landvinninga á næstu misserum og
fljótlega eftir að sýningum á Lúkret-
íu svívirt lýkur heldur hann til Bret-
lands. Þar hefur hann haldið annað
heimili sitt seinustu misseri og haft
umboðsmann á sínum snærum.
Hann mun m.a. syngja í Sköpuninni
eftir Haydn á Covent Garden Festi-
val í London um mánaðamótin apríl/
maí. „Ég fer síðan í prufur hjá stóru
óperuhúsunum á næstu mánuðum og
mun ferðast um Evrópu í því skyni,
m.a. til Þýskalands. Þetta er fjári
dýrt og þessi ferðalög taka talsvert
á, en ég lofaði sjálfum mér að gefa
mig allan í þennan draum um söng-
inn og mér er sagt að ég eigi fullt er-
indi við óperuheiminn. Ég er sann-
færður að þetta sé rétt að byrja
núna,“ segir hann.
Síðustu sýningar á Lúkretía
svívírt í Islensku óperunni
Um þessa helgi eru síðustu forvöð
fyrir íslenska tónlistarunnendur að
hlýða á söng Ólafs Kjartans um
nokkurt skeið, en í kvöld, föstudag,
og á morgun laugardag, eru seinustu
sýningar íslensku óperunnar á
Lúkretíu svívii't.
Endur-
nýjanlegt
listaverk
VERKIÐ „Capri Batterie" sam-
anstendur af ljósaperu og sítrónu
og er til sýnis í Dusseldorf í
Þýskalandi þessa dagana. Það er
þýski listamaðurinn Joseph Beuys
sem á heiðurinn að verkinu, en
greina má sjálfsmynd Beuys á
veggnum í bakgrunni myndar-
innar.
„Capri Batterie" er verðlagt á
um 25 milljónir króna, en með í
kaupunum fylgir að á 1.000
klukkutíma fresti er gömlu sítr-
ónunni skipt út fyrir nýja.
Fyrirlestrar og£
námskeið í LHÍ
TVEIR fyrirlestrar verða í Opna
listaháskólanum í næstkomandi
viku. Mánudaginn 28. febrúar kl.
12.30 flytur Anna Hallin mynd-
listarmaður fyrirlestur í stofu 24,
Laugarnesvegi 91. Fyrirlestur
sinn nefnir hún „Vísindaskáldskap-
ur - uppspretta dagdrauma“. Hún
mun nota myndefni úr „sience
fiction“-bíómyndum og tímaritum
máli sínu til stuðnings. Einnig mun
hún segja frá eigin verkum.
Halldór Carlsson flytur fyrir-
lestur miðvikudaginn 1. mars kl.
12.30 á Laugarnesvegi 91, stofu 24,
er nefnist „Islenskar myndasögur.
Þar rekur hann söguna frá dögum
Muggs, Tryggva Magnússonar og
Spegilsins og sýnir brautryðjanda-
verk Haraldar Guðbergssonar.
Námskeið
Námskeið í ljósmyndun hefst
mánudaginn 6. mars í ljósmynda-
veri LHÍ, stofu 9. Kennari er
Anna Fjóla Gísladóttir ljósmynd-
ari.
Farið verður m.a. yfir helstu
stjórntæki í myndavélum og lins-
um.
Þá hefst námskeið í litafræði
þriðjudaginn 7. mars. Kennari er
Hafdís Olafsdóttir myndlistarmað-
ur. Kennt verður í stofu 112, Skip-
holti 1, inngangur B. Kennd eru
m.a. undirstöðuatriði í litafræði.
Sýningum lýkur
Félagið íslensk grafík,
Hafnarhúsinu
SÝNINGU Alistair Macin-
tyre, „Gravity Skins“, í sal ís-
lenska grafíkfélagsins, Hafnar-
húsinu, Tryggvagötu 17, lýkur á
sunnudag.
Sýningin samanstendur af
stórum pappírsverkum, gerðum
úr ís og járnlitarefni.
Sýningin er opin fimmtudag
til sunnudags frá kl. 14-18.
Hafnarborg, Hafnarfírði
Sýningu á ljósmyndum Sigríð-
ar Zoéga, sem unnin er í sam-
vinnu við Þjóðminjasafn Islands
og Reykjavík, menningarborg
2000, lýkur á sunnudag.
Hafnarborg er opin alla daga
frá kl. 12-18.
Eitt heljarinnar
ástarævintýri
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Bfohöll-
in og Borgarbíó.
THETALENTED
MR. RIPLEY ★ ★%
Leikstjórn: Anthony Minghella.
Handrit: Minghella eftir skáldsögu
Patriciu Highsmith. Kvikmynda-
taka: John Seale. Tónlist: Gabriel
Yared. Aðalhlutverk: Matt Damon,
Gwyneth Paltrow, Jude Law, Cate
Blanchett, Philip Seymour Hoff-
man. Miramax 1999.
ÞAÐ er eitthvað óljóst sem vakir
fyrir Tom Ripley (Damon), hæfi-
leikaríkum píanóleikara sem vinnur
á snyrtingu fyrir heldri menn. I
fyrstu hikar hann þegar forríkur
skipasmiður biður hann um að fara
til Ítalíu til að fá son sinn Diekie
(Law) til að snúa þaðan. En síðan
slær hann til og undirbýr sig með því
að kynna sér djasstónlist, sérlegu
áhugamáli sonarins, og virðist langa
að takast ætlunarverkið. Þegar hann
er mættur á svæðið sýnist hann í
fyrstu hissa á hegðun hins spillta og
sjálfselska Dickie, og mann grunar
hann um að skjóta sér í kærustunni
hans, Marge, sem Gwyneth Paltrow
leikur. En síðan verða þeir bestu
vinir, Tom er heillaður af lífsstílnum
og vill dvelja áfram hjá Dickie til að
njóta lífsins. Nei, hægan, hægan, þá
finnst manni að Tom sé ástfanginn
af Dickie og vilji helst losna við
Marge. Bíðum nú við, hvað vill þessi
aðalsöguhetja okkar eiginlega?
Það er eitthvað óljóst sem vakir
fyrir þessum ágæta Tom Ripley.
„Ég elska líf þitt Dickie, og allt við
það. Þetta er eitt heljarinnar ástar-
ævintýri." Kringum hlé dró ég þá
ályktun að Tom Ripley væri býsna
glúrinn lágstéttarhommi með lítið
álit á sjálfum sér, sem kynnist nýju
lífi og vill gleypa það allt. Hann elsk-
ar allt og alla, og svo mikið að hann
gerir hvað sem er, já, hvað sem er, til
að verja það sem hann hefur eignast
hlutdeild í og til að þurfa ekki að
snúa aftur til fyrra lífs. Mér finnst
það reyndar mjög áhugaverð pers-
ónusköpun, sem bíður upp á mjög
áhrifamiklar, óræðnar og jafnvel
óþægilegar aðstæður og atriði. Það
er tilbreyting í því að aðalsöguhetjan
sé óræð, létt klikkuð, ekki alvond og
ekki algóð. Það er gaman að hafa
samúð með, sem margir myndu
segja, siðblindum morðingja.
En ég vil líka fá að vera með í
þessum leik frá upphafi, en ekki
þurfa að klóra mér í hausnum á
fjórða bekk úti í sal fram yfir miðja
mynd.
Maður vorkennir samt Tom Ripl-
ey, þótt manni takist ekki að taka
fullan þátt í löngunum hans eða til-
finningum. Kannski af því að hann
verður fyrir óréttlæti og niðurlæg-
ingu (virkar alltaf), eða vegna þess
að maður skynjar hann ekki sið-
blindan eða kaldrifjaðan, heldur með
ofurvirka sjálfsbjargarviðleitni (og
ég hef nú alltaf borið virðingu fyrir
þannig fólki).
Jude Law er sannfærandi Dickie
dekurrófa sem vill umfram allt
skemmta sér og Matt Damon nær
lúðafasinu vel, og saman eiga þeir
nokkur mjög góð og lýsandi atriði.
Sérstaklega þar sem Minghella
teflir saman þessum tveimur stétt-
um og mismuninum á þeim, og í tón-
listinni er sérstaklega gott dæmi;
Dickie dýrkar djassinn og telur sig
mjög uppreisnargjarnan þegar hann
fyrirlítur klassíska tónlist sem ein-
kennir íhaldsemi yfirstéttarinnar
sem hann tilheyrir. En þegar á reyn-
ir er það Tom
sem hefur miklu djassaðri sál, það
er hann sem spilar af fingrum fram
af tilfinningu, en Dickie heldur sig
alltaf innan viss fyrirfram gefins
ramma. í bátnum segir Tom „Ég er
ekki sá sem þykist vera einhver ann-
ar en ég er, ég hef alltaf komið blátt
áfram fram við þig.“ Sumir geta
keypt sér lífsstíl og frelsi, aðrir
neyðast til að spila út frá því litla
sem þeir hafa, og það er mjög ein-
kennandi fyrir samskipti strákanna.
Damon er ágætis leikari en mér
finnst hann ekki hafa næga dýpt í
þetta margslungna hlutverk. Éða
kannski áttar hann sig ekki heldur
almennilega á því hvað vakir fyrir
Tom Ripley.
Harvey Weinstein hjá Miramax
segir veikindi sín orsök þess að
myndin fékk einungis fimm tilnefn-
ingar til Óskarsins. Hann hafi ekki
geta barist fyrir myndinni og að það
hafi bitnað á Matt Damon og Anth-
ony Minghella. Ég held að hann
megi þakka fyrir að aðallega eldra
fólk velur tilnefningarnar, því það á
auðveldara með að falla fyrir falleg-
um og stílhreinum atriðum frá hinni
rómantísku Italíu, aðaltúristastöð-
unum í Róm og Markúsartorgi Fen-
eyja. Það er líklegt að fortíðarþráin
vaxi í brjósti þeirra þegar sjötti ára-
tugurinn birtist á skjánum með bún-
ingunum sínum fínu og djassinum.
Um það er líka allt gott að segja,
en heilu mjmdina hefði hins vegar
mátt setja í annan gír, þar sem at-
burðarásin er ekki mjög flókin.
Meðal Óskarstilnefninga sem
myndin hefur hlotið er fyrir frum-
samið stef í kvikmynd og mér fannst
það mjög gott. Góður djass getur
heldur aldrei spillt fyrir kvikmynd
og Matt Damon kai-linn fær fullt af
prikum hjá mér fyrir að syngja upp-
áhaldslagið mitt, My Funny Valen-
tine, svo frábærlega vel að ég fer að
hlæja við tilhugsunina.
Um leikarana er margt fallegt að
segja. Cate Blanchett og Philip
Seymour Hoffman koma skemmti-
lega inn sem misfágaðar yfirstéttar-
verur. Ég er ekki frá því að Cate og
Gwyneth hefðu átt að skipta um
hlutverk. Cate hefði getað gert
áhugaverða persónu úr Marge. (Nú
má Gwyneth greyið ekki gráta leng-
ur í kvikmynd og maður fer að hugsa
um Óskarsverðlaunaafhendinguna í
fyrra og glottir í laumi.)
Já, þetta er fínt efni, og sjálfsagt
veit Minghella það manna best.
Patricia Highsmith er mjög áhuga-
verður höfundur; persónur hennar
sérstakar og létt þjóðfélagsádeila
hangir í loftinu, þótt hún hafi verið
með húmorinn í lagi líka. Samt
klikkar leikstjórinn á handritinu og
persónusköpun Toms. Það er miður,
þar sem handritið, leikstjórinn og
aðalleikarinn eru með allra mikil-
vægustu þáttum kvikmyndarinnar.
Þannig að í rauninni er býsna vel af
sér vikið að fá fimm tilnefningar.
Hildur Loftsdóttir