Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
60. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Stoltenberg reynir að mynda nýja stjdrn 1 Noregi
V onast eftir
niðurstöðu í
næstu viku
Ósló. Reuters, AFP.
AP
Jens Stoltenberg í lest á leið til skrifstofu sinnar í Ósló áður en hann hélt
á fund Noregskonungs í gær og fékk umboð til að mynda nýja ríkis-
s^jórn. Stoltenberg fer yfirleitt með lest til vinnu sinnar þar sem hann
vill ekki valda mengun með því að aka bfl.
JENS Stoltenberg, forsætisráð-
herraefni Verkamannaflokksins í
Noregi, kvaðst í gær hafa fallist á
að reyna að mynda nýja ríkisstjórn
eftir að Kjell Magne Bondevik for-
sætisráðherra baðst lausnar fyrir
sig og ráðuneyti sitt.
„Eg hef samþykkt að kanna
hvort ég geti myndað stjórn,“ sagði
Stoltenberg eftir fund með Haraldi
konungi sem veitti honum umboð til
stjórnarmyndunar. „Ef allt gengur
að óskum ætti þetta að skýrast í
næstu viku.“
Ekki búist við miklum
stefnubreytingum
Flokkar fráfarandi stjórnar sögð-
ust ætla að halda samstarfmu
áfram í stjórnarandstöðu. Nokkrir
aðrir flokkar, m.a. Hægri flokkur-
inn, vonast til þess að Stoltenberg
verði að skila stjórnarmyndunar-
umboðinu og þeir fái þá tækifæri til
að mynda nýja minnihlutastjórn.
Stoltenberg, sem er formaðui'
þingflokks Verkamannaflokksins,
hefur verið hlynntur því að Noreg-
ur gangi í Evrópusambandið en
flokkar fráfarandi stjórnar lögðust
gegn tillögu um aðild að samband-
inu sem var hafnað í annað sinn í
þjóðaratkvæðagreiðslu 1994.
Stjórnmálaskýrendur töldu þó
mjög ólíklegt að Stoltenberg myndi
beita sér fyrir aðild að ESB á kjör-
tímabilinu, sem lýkur seint á næsta
ári, og spáðu því að næsta stjórn
myndi framfylgja svipaðri stefnu og
stjórn Bondeviks.
„Munurinn á stefnu norsku flokk-
anna getur ekki verið minni og við
búumst ekki við neinum róttækum
breytingum í helstu málaflokkun-
um,“ sagði Tor Bjorkelund, sér-
fræðingur í Evrópumálum við Ósló-
arháskóla.
Stoltenberg verður 41 árs á
fimmtudaginn kemur og takist hon-
um að mynda stjórn verður hann
yngsti forsætisráðherrann 1 sögu
Noregs. Hann er sonur Thorvalds
Stoltenbergs, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, og tók þátt í mótmælum
andstæðinga Víetnamstríðsins þeg-
ar þeir brutu rúður í bandaríska
sendiráðinu í Ósló til að mótmæla
sprengjuárás á Haiphong árið 1973.
Um hundrað umhverfisverndar-
sinnar gerðu hróp að Stoltenberg
við konungshöllina í Ósló og mót-
mæltu stuðningi hans við áform um
að reisa gasraforkuver í Noregi.
Stjórn Bondeviks ákvað að segja af
sér eftir að Verkamannaflokkurinn
og Hægrifiokkurinn felldu stjórnar-
frumvarp sem ætlað var að koma í
veg fyrir að orkuverið yrði reist.
■ Fall stjórnarinnar/30
Svíþjóð
Jafnaðar-
menn vilja
evruna
Stokkhólmi. AFP.
SÆNSKIR jafnaðarmenn
samþykktu á flokksþingi í
gærkvöldi að stefna að því að
Svíþjóð tæki upp evruna, að
sögn fréttastofunnar TT.
Tillaga um að fram færi þjóð-
aratkvæðagreiðsla um aðild að
Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu, EMU, var samþykkt á
flokksþinginu með 234 atkvæð-
um gegn 113. Tveir sátu hjá.
Göran Persson, leiðtogi
flokksins og forsætisráðherra,
hafði látið svo um mælt að það
væri landinu fyrir bestu að fá
inngöngu í EMU. Stjórnmála-
skýrendur telja líklegt að þjóð-
aratkvæðagreiðslan fari fram
eftir þingkosningamar árið
2002.
Bretar einir utan EMU?
Danska stjórnin tilkynnti í
fyrradag að efnt yrði til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um EMU-
aðild Danmerkur í haust og
gríska stjórnin hefur sótt um
inngöngu í bandalagið. Hugs-
anlegt er því að Bretland verði
eina ESB-ríkið utan evru-
svæðisins.
AP
Beðið eftir þurrki
HJÁLPARSTARFIÐ á flóðasvæð-
unum í Mósambík hófst á ný í gær
eftir að hafa legið niðri í tvo daga
vegna slæms veðurs. Reynt var að
koma matvælum, vatni og lyfjum til
um 200.000 manna sem hafast við í
flóttamannabúðum. Einn flótta-
mannanna bíður hér eftir því að
regninu sloti í verksmiðju í Maputo
þar sem hann hefur leitað skjóls
ásamt hópi manna sem misstu
heimili sín í flóðunum.
Mesta mannfall í
Tsjetsjníu á einni viku
Moskvu. Reuters. Reuters, AP, AFP.
RÚSSNESKI herinn skýrði frá því
í gær að 156 hermenn hefðu fallið
og 157 særst í hörðum bardögum
um bæinn Komsomolskoje í Suður-
Tsjetsjníu síðustu sex daga. Er
þetta mesta manntjón hersins á
einni viku frá því átökin hófust fyr-
ir rúmum fimm mánuðum. Um það
bil 100 hermenn féllu á viku í hörð-
ustu bardögunum um Grosní, höf-
uðstað héraðsins.
Harðir bardagar hafa geisað um
Komsomolskoje síðustu sex daga
og hafa rússneskar orrustuþotur,
tvær í senn, látið sprengjum rigna
yfir bæinn með 10 mínútna milli-
bili. Haft er eftir vitnum að til að
sjá virðist aðeins ein þriggja hæða
bygging uppistandandi en skæru-
liðarnir verjast samt enn í rústun-
um.
Vladímír Pútín, settur forseti
Rússlands, lagði í gær til að komið
yrði á beinni forsetastjórn í
Tsjetsjníu í nokkur ár eftir forseta-
kosningarnar 26. þessa mánaðar.
Kínverjar mótmæla vopnasölu til Taívans
Bandaríkjunum
kennt um spennuna
TANG Jiaxuan, utan-
ríkisráðherra Kína,
sakaði í gær Banda-
ríkjamenn um að hafa
valdið aukinni spennu
milli Kínverja og Taí-
vana og krafðist þess
að sölu bandarískra
vopna til Taívans yrði
hætt tafarlaust.
„Bandaríkin hafa
þanið út hroka að-
skilnaðaraflanna á
Taívan og bera því
óvefengjanlega
ábyrgð á spennunni,"
sagði kínverski utan-
ríkisráðherrann.
Tang fordæmdi
ýmsar ráðstafanir sem Bandaríkin
hafa gert til að auka samstarfið við
Taívan á sviði varnarmála og sagði
þær „alvarlegt brot“ á samningum
Bandaríkjanna og Kína. Hann var-
aði við því að spennan í samskipt-
um Kína og Taívans væri komin á
„hættulegt stig“ og krafðist þess
að Bandaríkjamenn hættu tafar-
laust að selja Taívönum vopn.
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði hins
vegar að Bandaríkjastjórn myndi
ekki hætta samstarfinu við Taívan
þrátt fyrir harðorðar yfirlýsingar
Kínverja að undanförnu vegna for-
setakosninganna í landinu á laug-
ardaginn kemur. „Bandaríkja-
Tang Jiaxuan
stjórn lætur ekki
þvinga sig með hótun-
um,“ sagði hann.
Krefst refsingar
vegna árásar á
sendiráðið
Tang krafðist þess
einnig að Bandaríkja-
menn refsuðu þeim
sem bæru ábyrgð á
sprengjuárás flugvéla
Atlantshafsbandalags-
ins á kínverska sendi-
ráðið í Belgrad á síð-
asta ári. Hann sagði að
þótt samkomulag hefði
náðst um að Bandarík-
in greiddu skaðabætur
vegna árásarinnar gæti kínverska
stjórnin ekki enn fallist á þá skýr-
ingu NATO að árásin hefði verið
gerð fyrir mistök vegna þess að
stuðst hefði verið við úrelt kort af
Belgrad þegar skotmarkið var val-
ið.
Þá kom fram á blaðamannafundi
utanríkisráðherrans að Rússar
skýrðu Kínverjum ekki frá því að
þeir hygðust reyna að bæta sam-
skiptin við NATO. Vladímír Pútín,
settur forseti Rússlands, lýsti því
yfir fyrr í vikunni að hann vildi
nánari tengsl við NATO en Tang
sagði að Pútín hefði ekki minnst á
það mál á fundi þeirra í Moskvu í
síðasta mánuði.
Heldur
Prinslnn
krúnunniP
515 6100
j=njn
MORGUNBLAÐIÐ 11. MARS 2000
5 690900 090000