Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 2

Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 2
2 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum Ljósmynd/ SÞ-Evan Schneider Þorsteinn Ingólfsson stjórnar fundi hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í gœr. Með honum á myndinni er Jin Yongjian, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Starfandi forseti allsherjar- þings ÞORSTEINN Ingólfsson, fasta- fulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, stjórnar þessa dagana fundum allsherjarþingsins, en hann var kjörinn einn af varafor- setum þess í september. Hann var tilnefndur af Theo-Ben Guriab, forseta 54. allsherjarþingsins, sem starfandi forseti þingsins tímabil- ið 8. til 22. mars. Þorsteinn er fyrstur Islendinga til að gegna starfi starfandi forseta til lengri tíma, en Thor Thors og Tómas Á. Tómasson voru báðir kjörnir varaforsetar allsherjarþingsins og hlupu endrum og sinnum f skarð forseta. Fjallað um aðstoð við Mósambík Þorsteinn segir starfið felast í fundarstjórn og undirbúningi funda allsherjarþingsins, en á fóstudag samþykkti allsherjar- þingið áskorun til aðildarríkjanna um aðstoð við Mósambík vegna þeirra miklu flóða sem hafa hrjáð landið að undanförnu. Einnig var Iýst yfir áhyggjum af ástandinu á Madagaskar, sem á við svipað vandamál að stríða. Þorsteinn segir mestu vinnu forseta felast í undirbúningi funda. „Þar við bætist auðvitað fundarstjórnin sjálf. Einnig tíðk- ast að gestkomandi ráðherrar óska eftir fundum með oddvitum öryggisráðsins og allsherjarþings- ins og því verður að sjálfsögðu að sinna,“ segir Þorsteinn. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna er starfandi allt árið, þótt mestu umsvifin séu á haustin og fram að jólum þegar þingið er sett og ráðherraumræðan fer fram. Þá er þingi slitið degi áður en næsta þing er sett. Allsherjarþingið er kallað saman eftir þörfum. Að sögn Þorsteins verða vænt,- anlega í næstu viku teknar ákvarðanir um fyrirkomulag leið- togafundar Sameinuðu þjóðanna sem verður haldinn í september. Jóhanna ekki í kjöri JÓHANNA Sigurðardóttir alþing- ismaður hefur ákveðið að vera ekki í kjöri sem fyrsti formaður Sam- fylkingarinnar. „Að vel athuguðu máli og í sam- ráði við mína stuðningsmenn er það niðurstaða mín að bjóða mig ekki fram nú til formanns Sam- fylkingarinnar, hvað sem síðar verður,“ segir Jóhanna á heima- síðu sinni í gær. Þar kemur fram að hún hafi vandlega velt fyrir sér í aðdrag- anda stofnfundar Samfylkingarinn- ar og formannskjörs hvernig hún gæti best tryggt að sjónarmið um jöfnuð, samhjálp og réttlæti í þjóð- félaginu yrðu ríkjandi í stefnu og starfsháttum Samfylkingarinnar. „Þessari stefnu fylgdi ég eftir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík í janúar á sl. ári og náði þar kjöri sem oddviti Samfylking- arinnar í Reykjavík. Tæplega 6200 manns veittu þar þeirri stefnu minni brautargengi en það er svip- aður fjöldi og nú er í aðildarfélög- um Samfylkingarinnar sem munu velja formann hennar í næsta mán- uði,“ segir Jóhanna. Síðar segist hún telja að hún tryggi framgang þessara hugsjóna best í náinni framtíð sem oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Þannig gefst mér meira svigrúm til að fylgja eftir hugsjónum og baráttumálum þess fjölda fólks sem veitt hefur mér brautargengi í stjórnmálum," segir hún. I farbanni vegna nauðgun- arrannsóknar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest að hluta farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir bandarískum ferðamanni, sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað stúlku hér á landi í lok febrúar. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms var maðurinn settur í farbann til 31. mars en samkvæmt dómi Hæstaréttar skal aflétta far- banninu 20. mars þar sem rannsókn lögreglu er langt komin. Lögreglan taldi í rökstuðningi sínum fyrir farbannskröfunni að veruleg hætta væri á að maðurinn færi af landi brott og kæmi sér þannig undan frekari rannsókn og mögulegri saksókn. Verjandi mannsins sagði fyrir héraðsdómi, þegar farbannskrafan var tekin til úrskurðar, að kærði hefði haft næg tækifæri til að koma sér úr landi ef hann hefði ætlað að koma sér und- an sakfellingu, enda hefðu níu dag- ar liðið á milli framlagningar kæru stúlkunnar og farbannskröfu lög- reglu. Hann myndi einnig koma aft- ur hingað til lands ef til ákæru kæmi. Morgunblaðið/Golli Viðrar til útiverka LÍTT hefur viðrað undan- famar vikur til útiverka og hver stórhríðin á fætur annarri gert landanum lífið leitt. Síðustu daga hefur þó rofað til og þá er um að gera að nota tækifærið til verka úti við, eins og þessir smiðir gerðu á dögunum á Seltjarnarnesi. En veturinn linar tökin hægt og framundan eru umhleypingar sem varla gleðja þá sem sinna störfum sínum undir berum himni. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan 8-13 m/s með slyddu og síðar rign- ingu þegar líða tekur á dag- inn í dag. Þegar sunnudag- urinn gengur í garð má búast við vægu frosti og vindstrekkingi upp á 15-20 m/s og snjókomu með köfl- um vestanlands, en úr- komuh'tið fyrir austan og þar verður frostlaust. Framsal á stuðningi heimilað árið 2004 í nýjum samningi við sauðfjárbændur Lítilsháttar aukning á stuðningi við bændur Þjóðminja- vörður lætur af störfum Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, féllst í gær á ósk Þórs Magnússonar um að honum verði veitt lausn frá embætti þjóðminjavarðar frá og með 1. apríl nk. Að sögn ráðherra verður staðan fljót- lega auglýst laus til umsókn- ar. Þór mun hafa tilkynnt starfsfólki Þjóðminjasafnsins ákvörðun sína á fundi í gær- morgun, en í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að samkomulag sé um að Þór Magnússon sinni fræðilegum verkefnum á sviði þjóðminja- vörslu á næstu tveimur árum. GERT er ráð fyrir áframhaldandi beinum stuðningi við sauðfjárbænd- ur samkvæmt drögum að samningi um framleiðslu sauðfjárafurða milli ríkisins og bænda, sem gert er ráð fyrir að verði undirritaður í dag. Samningurinn, sem gert er ráð fyrir að taki gildi í ársbyrjun 2001 og gildir til næstu sjö ára, felur í sér lítilshátt- ar hækkun á stuðningi til bænda frá síðasta sauðfjársamningi. Samkvæmt tilboði ríkisins verður stuðningur við bændur 2.290 milljón- ir kr. á ári og 990 milljónir kr. til við- bótar í byrjun samnings til að aðstoða bændur við að hætta búskap. Miðað við 45.000 ærgilda uppkaup verður árlegur kostnaður ríkisins 2.202 milljónir kr. Beingreiðslur og jöfnun- argreiðslur verða 1.800 milljónir kr., þróunar- og þjónustukostnaður 235 milljónir kr., niðurgreiðslur á ull 220 milljónir kr. og í liðinn „fagmennska og landbætur" fara 35 milljónir kr. í núgildandi sauðfjársamningi er árlegur stuðningur ríkisins við bænd- ur 2.208 milljónir króna og þá var í upphafi samnings 400 milljónum króna varið til að aðstoða bændur við að hætta búskap. Kröfur bænda voru beingreiðslur upp á 1.850 milljónir kr., vaxta- og geymslukostnaður 230 milljónir kr., niðurgreiðslur á ull 220 milljónir ki-., hagræðing og vöruþróun 40 milljónir kr. og fagmennska og landbætur 100 milljónir kr. Rekstraröryggi til sjö ára „Samningurinn felur í sér rekstr- aröryggi í greininni til sjö ára sem er mjög mikilvægt. Samningurinn er verðtryggður sem er nauðsynlegt með svo langan samning og í honum er verulegur hvati til breyttra bú- skaparhátta og sáttar við land og um- hverfi," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna. Framleiðendur sauðfjárafurða eru 2.000-2.400 en margir hafa sauðfjárframleiðslu ekki að aðalatvinnu. í máli Ara kom fram að framsal á stuðningi ríkisins við bændur verður framseljanlegt árið 2004 án takmarka. Telm- Ati að styrkur ríkisins geti hjálpað 300-500 framleiðendum að hætta. Samning- urinn fer í almenna atkvæðagreiðslu á næstu þremur vikum eftir að hann hefur verið undimtaður og telur Ari líklegt að hann verði samþykktur. Sérblöð í dag rilramiiiiiiitlyÍOTWw Njarðvík deildarmeistari í körfuknattleik /B2 Stuttgart og Karlsruhe fylgjast með Auðuni /B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is T T/ ^ITT áfákMjtíkás ÁLAUGARDÖGUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.