Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framtíðaráform Hrafnistu á höfuðborgarsvæðinu Vilja 10 hektara undir hjúkr- unarheimili og leiguíbúðir STJÓRN Hrafnistu og Sjómannadagsráðs. hefur leitað til Reykjavíkurborgar og nú'' síðast til Kópavogsbæjar með ósk um 10 hektai'a lóð undir hjúkrunarheimili, leiguíbúðir aldraðra og þjón- ustukjarna. Auk þess hefur verið leitað til bæjar- yfirvalda í Hafnarfírði og Garðabæ um lóð undir frekari famkvæmdir við Hrafnistu í Hafnarfirði. Við Hrafnistu í Reykjavík standa fyrir dyrum framkvæmdir við viðbyggingu nýrrar hjúkrunar- deilda með 60 rýmum og sagði Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómannadagsráðs, að sam- þykki borgaryfirvalda lægi fyrir að undangeng- inni grenndarkynningu. „Við bíðum hins vegar eftir framkvæmdar- og rekstrarleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði hann. „Þetta er 5 hektara lóð og þegar þessum síðasta áfanga er lokið teljum við fullbyggt í Laugarásnum en síðustu byggingar voru raðhús, íbúðarblokk við Kleppsveg og sundlaug ásamt endurhæfingarstöð. Við viljum halda því verki áfram sem fyrir- rennarar okkar lögðu upp með og standa að enn frekari uppbyggingu á heimilum fyrir aldraða,“ sagði Guðmundur. Að jafnaði eru milli 50 og 60% heimilismanna á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og í Hafnarfirði sjómenn, sjómanns- ekkjur og aðrir þeir sem tengjast stéttinni á einn eða annan hátt og sagði Guðmundur að vistmenn kæmu úr öllum byggðum landsins enda kæmi meginhluti tekna til uppbyggingar Hrafnistu frá Happdrætti DAS, með þátttöku allra lands- manna. Aftur rætt um lóð SVR „Eftir vinnu að stefnumótun innan fyrirtækis- ins var ákveðið að byggja og fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða," sagði Guðmundur. „Við fórum yfir hver þörfin væri og niðurstaðan varð sú að eðli- legt væri að leita til Reykjavíkurborgar um 10 hektara lóð. Við lögðum inn umsókn árið 1998 en höfum ekki fengið nein svör ennþá. Við lýstum ennfremur áhuga okkar á og sóttum um lóð Strætisvagna Reykjavíkur við Kirkjusand og nú , er aftur verið að ræða um þá lóð.“ í Hafnarfirði var sótt urn leyfi árið 1996 fyrir ; frekari uppbyggingu við Hrafnistu í Hafnarfirði. Sagði Guðmundur að hugmyndin væri að byggja ' tvær blokkir með leiguíbúðum fyrir aldraða, sem tengdust Hrafnistu í Hafnarfirði og að auki væri möguleiki á 90 rúma hjúkrunarálmu. „Við teljum og höfum bent á að með byggingu hjúkrunarálmu við hjúkrunarheimili sem íyrir er muni kostnað- urinn verða um 500 milljónir en slík bygging ein og sér kostar um milljarð vegna nauðsynlegra þjónustuþátta sem á vantar,“ sagði Guðmundur. „Slík hagkvæmni á ekki uppi á pallborðið hjá heilbrigðisráðuneytinu, að minnsta kosti ekki um þessar mundir." Jákvæðar undirtektir Jafnframt var óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Garðabæ að lóð norðan Hrafnistu í Hafnarfirði yrði skipulögð undir íbúðir fyrir aldraða. „Það má segja að framvinda þessara mála hafi tekið held- ur langan tíma eftir að við sóttum formlega um frekari uppbyggingu, bæði í Hafnarfirði og í Garðabæ,“ sagði Guðmundur. „Lóðamálin eru ennþá í vinnslu hjá þessum sveitarfélögum og við vitum ekkert hvert stefnir. En í allri þessari um- ræðu og þeirri uppbyggingu sem er í Kópavogi þá var ákveðið að tala einnig við bæjaryfirvöld þar varðandi framtíðaruppbyggingu Hrafnistu. Þau mál eru í skoðun en við höfum fengið kröftugar og jákvæðar undirtektir formanns bæjarráðs." Hugmyndin er að í áföngum verði hægt að byggja þrjú hjúkrunarheimili með um 270 rúm- um í tengslum við dagvistar- og þjónustukjarna, endurhæfingarmiðstöð með sundlaug og fjórar til fimm íbúðarblokkir með um 120-150 íbúðum. Áætlaður kostnaður er um 3,5 milljarðar. „Þessi hugmynd er til skoðunar samhliða hugs- anlegum framkvæmdum í Reykjavík," sagði Guð- mundur. „Við lítum svo á að borgaryfirvöld séu enn að kanna okkar umsókn þó að ekkert hafi heyrst frá þeim síðan 1998. En nú er sú stund runnin upþ að við viljum hefjast handa.“ Samkvæmt framtíðarspám munu byggingar- áform Sjómannadagsráðs fullnægja framtíðar- þörfum fyrir hjúkrunarheimili og leiguíbúðir aldraðra á höfuðborgarsvæðinu miðað við þann framkvæmdahraða sem áætlun gerir ráð fyrir. „Eg reikna með að leiguíbúðimar muni rísa fyrst ásamt þjónustukjarna en hjúkrunarheimilin síð- ar,“ sagði Guðmundur. Brýn þörf „í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi kom fram að í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarheimili eru 238 manns í Reykjavík og á Reykjanesi og í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir dvalarheimili eru 348 manns og við sjáum að þörfin fer heldur vaxandi," sagði hann. „Menn hafa lengi rætt um að þörfin sé mest á hjúkrunarheimilum en við sjáum á þessum töl- um að hún er ekki síður fyrir dvalarheimili. Þau verða því augljóslega ekki aflögð enda þyrfti að koma til verulega aukin þjónusta í heimahúsum ef enginn kæmi inn á stofnanir fyrir aldraða nema inn á hjúkrunarheimili. Með okkar hæfa og góða starfsfólki er ekki óeðlilegt að sveitarfélag horfi til þess að frjáls fé- lagasamtök standi að rekstri slíkra heimila í stað þess að gera það sjálf. Við teljum okkur eiga tals- vert inni hjá borginni og nágrannasveitarfélögun- um. Við teljum að í stað þess að byggja dvalar- og hjúkrunarheimili mjög dreift á höfuðborgarsvæð- inu sé bæði betra og hagkvæmara að byggja upp kjarna með hjúkrunarheimili, leiguíbúðum og annarri þjónustu og geta þannig veitt öflugri og betri þjónustu. Með þessum áformum okkar er nýtt og stórt skref stigið í framfaraátt og til móts við breyttar áherslur og þarfir í þjónustu við aldraða." Jdn Steinar Gunn- laugsson hrl. „Jafnræðis- reglan mis- túlkuð út og suður“ JÓN Steinar Gunnlaugsson hrl., sagði á fundi Lögfræðingafélags ís- lands í vikunni að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar væri mistúlkuð „út og suður,“ eins og hann orðaði það. Sagði hann að í samfélaginu væru uppi sjónarmið sem litu svo á að fyrrgreind jafnræðisregla væri orðin að eins konar opinni heimild fyrir dómstóla til að gera það sem þeim þóknaðist. „Svo virðist sem með einhverri afbökun á þessari reglu sé hægt að beita henni á nánast hvað sem er vegna þess að mannlífið er uppfullt af alls konar mismunun milli manna,“ sagði hann og hélt áfram. „Það er eins og menn telji að með 65. gr. stjórnarskrárinnar sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma..." Jón Steinar benti á að hann hefði við breytingarnar á stjórnarskránni fyrir fimm árum verið mikill stuðn- ingsmaður þess að jafnræðisreglan yrði sett inn í stjórnarskrána en að nú væri hann hálfpartinn farinn að sjá eftir því vegna þess að sér fynd- ist hún vera mistúlkuð út og suður. „Mér finnst vera einhver lausung á ferðinni í íslenskri lögfræði þessa dagana. Og ég verð að skjóta því hér inn að um leið og þetta gerist að menn halda svona skoðunum fram og þeirra sér jafnvel merki í dómum sem eru kveðnir upp og eru byggðir á þessari jafnræðisreglu að þá er það líka kennt hér við Há- skóla íslands að dómstólar setji lög til jafns við löggjafann." 1 máli sínu vitnaði Jón Steinar til ónafngreinds lögmanns sem hefði sagt á fundi Lögmannafélags Is- lands að dómstólar ættu að vera spegill almennings. „Það kann vel að vera að það sé hægt að yppta öxlum og brosa þegar ræðumaður á fundi í Lögmannafélaginu stendur upp og segir að dómstólar eigi að vera spegill almennings. Maður ypptir öxlum og fer svo út. En allt í einu fattar maður að þetta er miklu meira heldur en bara að einhver sérvitur lögmaður sé að halda þessu fram á einhverjum fundi. Þetta er að verða einhver raun- veruleiki sem við er að etja í ís- lenskri lögfræði.“ Jón Steinar beindi spjótum sínum síðan að Vatneyrardómnum svokallaða og sagði: „Það er auðvitað alveg deg- inum ljósara að eftir hvaða lög- fræðilegum mælikvarða sem er og það er alveg sama hvaða pólitíska skoðun við höfum að þá stenst 7. gr. fiskveiðistjórnunarlaganna stjórnarskrána." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um byggingu tónlistarhúss Að hluta fjármagnað með hagnaði af sölu Landsvirkjunar GERA má ráð fyrir að hluti hagn- aðar af fyrirhugaðri sölu borgar- innar á 45% hlut sínum í Lands- virkjun muni renna til byggingar tónlistarhúss. Þetta sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, í hófi Sinfóníuhljómsveitar Islands eftir afmælistónleika henn- ar í Háskólabíói á fimmtudags- kvöld. Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, sagði af sama tilefní að markvisst hefði verið unnið að und- irbúningi fyrir byggingu tónlistar- húss í nefnd á vegum ríkis og borg- ar og að með afmörkun lóðar sem nýlega var gefin út væri kominn grunnforsendann að framhaldinu. I samtali við Morgunblaðið segir Björn Bjamason menntamálaráð- herra ánægjulegt að hafnarstjórn Reykjavíkur skuli vera búin að taka ákvörðun um lóð fyrir bygg- ingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og hótels við Austurbakka Reykjavík- urhafnar. „Mér sýnist þetta lofa góðu um framhaldið að þessi nið- urstaða hafi náðst í hafnarstjórn,“ segir ráðherra og kveður ekki síst ánægjulegt að ákvörðunin hafi ver- ið kynnt á fimmtíu ára afmæli Sin- fóníuhljómsveitar Islands. Fjárfesting í atvinnulífi framtíðar Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði allt- af haldið því fram að fjárfesting í tónlistar- og ráðstefnuhúsi væri fjárfesting í atvinnulífi framtíðar- innar. „Slíkt hús er ekki einvörð- ungu mikilvægt fyrir menningarlíf- ið heldur líka fyrir atvinnulífið, einkum ferðaþjónustuna og allt sem henni tengist. í mínum huga er þetta álíka mikilvægt verkefni nú og Reykjavíkurhöfn var á sínum tíma og þess vegna þátttaka borg- arinnar í Landsvirkjun á sínum tíma.“ Borgarstjóri sagðist lengi hafa talið eðlilegt að Reykjavíkurborg drægi sig út úr Landsvirkjun. Það gæti hún að hluta til gert með því að leysa til sín eignir og að hluta til með því að fá greitt út það sem hún á. „Ég lít svo á að þá fjármuni eigi að nýta til þess að fjárfesta í nýrri grunngerð og nýjum atvinnutæki- færum, þar með í tónlistar- og ráð- stefnuhúsi. Þessir fjármunir gera borgarbúum hins vegar ekki mikið gagn meðan þeir liggja inni í Landsvirkjun." Enn er ósamið um það milli borgar og ríkis hver hlutur hennar í byggingu tónlistarhúss verður en að sögn Ingibjargar Sólrúnar er hún tilbúin að beita sér fyrir því að borgin komi að fjármögnun þessa verkefnis með ríkinu. Ný vídd í þjóðlífið Björn Bjarnason vildi ekki full- yrða neitt um það hvort tónlistar- húsið yrði komið í gagnið eftir fimm ár eins og að er stefnt. „Undirbúningur gengur vel og engar óvæntar uppákomur hafa orðið í samstarfi rfkis og borgar hvað það varðar. Ég hef lagt höf- uðáherslu á að málið sé vel undir- búið því mikið er í húfi. Ég vona að menn átti sig á því að það er ekki bara verið að byggja þessi hús heldur skapa alveg nýja vídd í þjóðfélaginu, bæði fyrir borgarbúa og aðra landsmenn, því þarna er verið að skapa alveg nýjar forsend- ur fyrir þjóðlíf okkar, menningarlíf og atvinnulíf."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.