Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 8

Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 8
8 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftirlrt brugðist 0/ vió- lt ... .'(IIX IGrtUhJD* Sýna heilbrigðisvottorð, takk. / / / NYTT A ISLANDI Dr. Edwards Bach Erlendur sérfræðingur talar gegn klámi Klám er kennslutæki Diana E.H. Russell DR. Diana E.H. Russell heldur er- indi í Iðnó klukk- an 14 í dag, laugardag, í tilefni tíu ára afmælis Stígamóta. Dr. Diana Rus- sell hefur helgað líf sitt baráttu gegn ofbeldi á konum, einkum kynferðis- legu ofbeldi. Hún hefur skrifað fjölda bóka um þetta efni. En um hvað mun hún fjalla í fyrirlestri sínum? „Ég mun fjalla um hvemig klám orsakar of- beldi gegn konum. Ég hef séð það í rannsóknum mín- um að klám beinlínis or- sakar ofbeldi." - Hvernig hangir þetta tvennt saman? „Karlmenn eru aðal- neytendur kláms í heimin- um. Allir vita að karlmenn örvast kynferðislega við að horfa á nakt- ar konur. Þegar sýnd er nekt og ofbeldi samtímis þá þjálfar það beinlínis upp það að menn tengi þetta saman og það ítrekar einnig fyrirlitningu á konunni sem hlut - en þannig eru konur gjarnan sýndar í klámmyndum og klám- blöðum.“ -Hefur þú skoðað hvemig klám birtist á íslandi? „Já, ég hef skoðað það og keypti m.a. nýjustu úgáfuna af Bleiku og bláu. í því hefti eru myndir sem ekki myndu vera leyfðar í löndum í kringum okkur, t.d. eru þar myndir sem sýna endaþarmsmök. Einnig eru þar myndir sem sýna konur með eng- in skapahár. Kynfæri fullorðinna kvenna eru ekki þannig og að gera þau þannig getur að mínu mati leitt áhuga manna sem ella hefðu ekki áhuga á börnum að kynfærum þeirra. I blaðinu er einnig teiknimynd þar sem maður er að hafa samfarir við svarta konu sem greinilega þjáist og uppsetningin í myndinni sýnir augljósa fyrirlitningu á hinni svörtu konu. Margar myndir í blaðinu sýna kynfæri kvenna nauðarökuð sem einnig er dæmi um fyrirlitningu á hinni fullvöxnu konu. Þá er teikning af barnalegri stúlku með rökuð kynfæri í sam- förum við Dýrið. Þarna er vísað í mjög vinsæla teiknimynd, Fríða og Dýrið. Fríða er gerð mjög bamsleg en í greininni er verið að fjalla um síðasta tabúið - samfaiir kvenna og dýra undir yfirskyni fræðslu. I teiknimyndaseríu er fjallað um kynferðisóra ungs drengs á ruddafenginn hátt þar sem myndimar sýna konu niður- lægða og vísa þær jafnframt til kynþáttafordóma." - Hvernig er þessu háttað þar sem þú hefur gert þínar rann- sóknir? „Ég varð sjálf fyrir kynferðis- legu ofbeldi þegar ég var bam og sú reynsla hefur orðið til þess að ég hef rannsakað þessi mál. Stundum heyrist fólk segja að börn geti bor- ið einhverja ábyrgð á slíku - ég veit að svo er ekki, hvað sem alls kyns fræðingar hafa sagt í gegnum tíðina. Þetta er ekki viður- kennd afstaða t.d. á íslandi í dag - en öll þekkjum við sögur um að litlar stúlkur séu tælandi í framferði og menn hafi ekki getað hamið sig og það hafi leitt til misnotkunar. Þetta er rugl, menn em ábyrgir fyrir hegðun og löngunum. En vegna þess að þeir vilja ekki horf- ► Diana E.H. Russell fæddist í Cape Town f Suður-Afríku. Hún stundaði nám fyrst í Cape Town en tók svo próf frá London School of Economics í félagsvís- indum og doktorspróf frá Harv- ard í sama fagi. Hún hefur starf- að sem prófessor í 22 ár í félagsfræði við Mills-háskóla, sem er kvennaskóli í Kaliforníu. ast í augum við ábyrgðina þá halda þeir því fram að börnin séu tælandi. Hin gamla freudíska goð- sögn um að stúlkur laðist að feðr- um sínum er hin mesta firra, það em hins vegar til feður sem hafa kynferðislegan áhuga á dætmm sínum og til em þeir sem misnota þær. Það er hins vegar ekki svo að allir feður líti lostaaugum á dætur sínar, því fer víðsfjarri." - Hvernig er ástandið í þessum efnum í þínu umhverS? „Samkvæmt úrtaksrannsókn sem ég gerði í San Francisco kom i Ijós að 4% kvenna höfðu verið misnotaðar af feðmm sínum, fóst- ur- eða stjúpfeðmm. En ég verð að taka fram að ekki er kunnugt hve margar konur eða stúlka hafa raunveralega verið misnotaðar á þessu svæði. Á geðdeildum, í fangelsum og meðal vændis- kvenna em þessar prósentutölur miklu hærri, það er vitað. Ef tekin er hins vegar með í reikninginn öll kynferðisleg misnotkun á börnum í hvaða formi sem er þá hækkar talan upp í 38%, ef líka era teknir með menn sem bera sig þá er talan enn hærri - fer upp í 52%.“ - Ert þú að berjast gegn klámi ekki síður en ofbeldi? „Já, sannarlega, ámm saman hef ég barist gegn klámi og ég hef meira að segja verið handtekin og eitt nótt í fangelsi fyrir að eyði- leggja klámblöð. Það er mjög mikilvægt að láta klám ekki við- gangast þvf að klám er raunvem- lega í eðli sínu ofbeldi gegn kon- um og kennir mönnum kvenfyrirlitningu. Sumir segja að klám geti verið gagn- legt sem útrás fyrir menn. Ég er algerlega ósammála þessum rök- um - ef þau væm hald- bær hvers vegna era þá ekki til blöð þar sem foreldrar eru að berja börn sín eða hvítir menn að myrða svertinga sem fólk gæti skoðað til að fá útrás fyrir reiði og kynþáttahatur. Klám fær menn til að horfa á kon- ur sem hluti en ekki manneskjur - þetta er spurning um mannrétt- indi, þess vegna þarf að berjast gegn klámi.“ Klám fær menn til að horfa á konur sem hluti - ekki mann- eskjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.