Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR D nnnc Al/nii’ STAÐA RANNSÓKNA ndnnöoivmr x ÍE . fxxxxxxf Greining erfðaefnis Tengsl sjúkdóms við ákveðið svæöi á litningi staðfest Nokkur gen sem talin eru tengjast sjúkdómi afmörkuð og staðfest á svæði Sjúkdóms- gen einangrað Sjálfsofnæmissjúkdómar •« Ofnæmishneigð X Þarmabólga X Insúlínháð sykursýki X Psoriasis X X X Iktsýki X r\raDDamein Lungnakrabbamein X Sortuæxli X Krabbamein í blöðruhálskirtli X Hjarta- og lungnasjúkdómar Asmi X Lungnaþemba* X Ofþrýstingur* X Hjartadrep* X Útæðasjúkdómar* X Heilablóðfall* X X X Sjúkdómar í miðtaugakerfi « Alzheimer* X X X Kvíði* X Geðhvarfasýki* X Fjölskyldulægur handskjálfti X X MS X X X Svefnsýki X X X Parkinson sjúkdómur X (X) X <D -C Geðklofi* X X X w.: á Augnsjúkdómar *« Augnbotnaskemmdir X c — J Kvensjúkdómar « O Legslímsflakk X «o s Efnaskiptasjúkdómar o.fl. ■* Insúlín-óháð sykursýki* X .c s Beinþynning* X E <tj to Slitgikt* X X X Staða rannsókna á 27 sjúkdómum hjá Islenskri erfðagreiningu Viðskipti með hlutabréf 1 deCODE Hluthafaskrá lokuð í 6 mánuði eftir skráningu í skráningarlýsingunni, sem lögð hefur verið fram í tengslum við skráningu deCODE genetics Inc., móðurfélags íslenskrar erfðagrein- ingar, á bandaríska hlutabréfamark- aðinn Nasdaq, er gerð grein fyrir stöðu rannsókna þeirra 27 sjúkdóma þar sem fyrirtækið vinnur nú að meingenaleit. Taflan er birt hér á síð- unni í íslenskri þýðingu. f skráning- arlýsingunni er tekið fram að ekki hafi tekist að ná lokamarkmiði varð- andi rannsókn á neinum sjúkdómi en ýmiss konar árangur hafi náðst við að afmarka svæði þar sem sjúkdóms- valdandi gen eru talin vera að finna. HLUTHAFASKRÁ deCODE, eins og hún verður við skráningu, verð- ur lokuð í 180 daga, eða 6 mánuði, eftir að hlutabréf félagsins verða skráð á Nasdaq og verður því ekki hægt að gera á henni breytingar á því tímabili. Samkvæmt bandarískum lögum er fyrrverandi hluthöfum óheimilt að selja bréf sín á markaði á til- teknu tímabili eftir skráningu. Lengd þessa tímabils er ákveðin af umsjónaraðila skráningarinnar, í þessu tilviki fjármálafyrirtækinu Morgan Stanley Dean Witter, og er í samræmi við það sem almennt gerist á bandarískum markaði, þ.e. 6 mánuðir. Á tímabilinu verða ein- ungis skráðar þær breytingar sem eiga sér stað í gegnum viðskipti á hinum almenna markaði. Með þessu fyrirkomulagi er, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, reynt að tryggja eðlilega verðmyndun á markaði og koma í veg fyrir að óeðlilegur söluþungi myndist strax eftir skráningu. B-flokkur verður að almennum hlutabréfum Þau hlutabréf sem gengið hafa kaupum og sölum hér á landi á milli íslenskra aðila tilheyra sérstökum hlutabréfaflokki, svokölluðum „Preferred Series B“-flokki sem var gefmn út fyrir lokað hlutafjár- útboð félagsins á íslandi í febrúar árið 1998. Bréf úr þessum flokki hefur mátt selja hérlendis en ekki erlendis. Almennu hlutabréfin eru hins vegar þau sem tilheyra stofn- endum, starfsmönnum og erlendum aðilum. Fram að skráningu á Nasdaq mega viðskipti með B-bréfín fara fram eins og verið hefur, á íslensk- um markaði á milli íslenskra aðila en við skráninguna breytast hlutir úr B-flokki í almenn hlutbréf og um þau gildir sölubannið fyrrnefnda. Samningar um viðskipti Heimildarmenn Morgunblaðsins á íslenskum verðbréfamarkaði telja almennt að mögulegt verði að eiga viðskipti með íslensku bréfín eftir skráningu, þrátt fyrir sölubannið. Það sem hamlar slíkum viðskiptum er að hluthafaskráin verður lokuð og því verða menn að gera með sér einhvers konar samninga um að við- skiptin hafi farið fram og með hvaða skilmálum þau eru. Breytingar fást ekki skráðar í hluthafaskrána fyrr en eftir að sölubanni hefur verið af- létt en hugsanlegt er að fjármála- stofnanir hérlendis muni útbúa ein- hvers lags kerfi um þessi viðskipti, t.d. með framsalseyðublöðum o.þ.h. Hins vegar þykir líklegt að fjár- festar sem hafi hug á að kaupa bréf félagsins eftir skráningu leiti frem- ur á bandaríska markaðinn þar sem verðmyndunin fer fram. Viðskiptin er auðveldari og bréfin má selja strax aftur án þess að gera flókna samninga þar um. Því verður að teljast ólíklegt að viðskipti verði með íslensku bréfin nema að litlu leyti og hluthafar ættu að búa sig undir að 6 mánaða sölubann hefjist innan nokkurra vikna. de CODE Staerstu hluthafar ímars 2000 rtuthas Uutfaí 1. Roche Finance Ltd. 4.483.334 13,4 2. Kárí Stefánsson 3.12&292 9.6 3. Alta Califomia og tangd> 2-335.082 7,1 jW^j^^uuphemidun 4. ACasVénurBooteno*tói» 2335082 7,1 .þr 5. Guy Nohra 2.335.082 7,1 | 6. Jean-Francot$ Formeia 2.335.082 7,1 jw*f1%ÍL»jpheiriiiim 7. Polans Venture og tergdir aftiar 1.875.848 5,7 */#&££* • kauphemilduni 8. TerranceMcGuire 1.875.848 57 ..•..Jw.i#h*ika4ríem.öUrr. 9. Andre Lamotte 686.514 2,1 Þar a< 1 * i kauphemiidjm 10. Hannes Smórason 560.000 1J 11. JetfreyGulcher 481.200 1.5 12. Knstján Erlendsson 125000 0.4 : 13. Sigurður Björnsson 120.000 0,4 | YfvstiómNrMakkh*, 14. Sir JohnVane 45000 0,1 (tO(Éuta)dnaai)eiða Samtals__________________22.718.364 69,0 alls um 35% Nutanna Tafla yfír hluthafa TAFLA yfir alls 14 hluthafa í deCODE Genetics, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, gerir ekki grein fyrir stærstu hluthöfum í fyrir- tækinu í mars eins og fram kom í heiti töflunnar. I skráningarlýsingunni segii að í lista sem þar er birtur komi fram ákveðnar upplýsingar um eignar- hald á hlutabréfum fyrirtækisins í árslok 1999. Þar koma fram upplýs- ingar um eignarhiut hvers þess aðila sem á meira en 5% í fyrirtækinu, auk upplýsinga um eignarhluti allra til- greindra yfirmanna og stjórnar- manna fyrirtækisins, annars vegar sem einstaklinga og hins vegar sem eins hóps. Skráningarlýsing deCODE á mbl.is SETT hefur verið upp sérstök tenging á mbl.is sem veitir beinan aðgang að skráningarlýsingu og umsókn deCODE genetics Inc., móðurfélags íslenskrar erfða- greiningar, um skráningu á bandarískan hlutabréfamarkað. Skráningarlýsingin hefur m.a. að geyma afar greinargóðar upp- lýsingar um fyrirtækið og rekstur þess, vaxtarhorfur þess og þá áhættu sem felst í því að fjárfesta í fyrirtækinu. Hlutabréf Eimskips hafa hækkað 6,5-falt á fímm árum Markaðsverðmætið vaxið úr 6 milljörðum í 41 GENGI hlutabréfa Eimskips hækk- aði um 72% á síðasta ári, en um 40% á árinu 1998 og um 20% á árinu 1997. Samtals hafa hlutabréf félags- ins hækkað 6,5-falt á síðustu fimm árum að teknu tilliti til jöfnunar og markaðsverðmæti félagsins hefur vaxið úr sex milljörðum króna í 41 milljarð um síðustu áramót. Þetta kom fram í ræðu Benedikts Sveins- sonar, stjórnarformanns Eimskips, á aðalfundi félagsins í fyrradag. I máli Benedikts kom fram að við- skipti með hlutabréf félagsins hafa verið mikil og námu þau 3,3 milljörð- um króna á síðasta ári. Hluthöfum félagsins hefur fjölgað um 2% á síð- asta ári og voru þeir 15.172 talsins um síðustu áramót. Hann sagði að ávinningur hlut- hafa fælist að stærstum hluta í þeirri verðmætaaukningu sem orðið hefur vegna hækkunar á gengi hlutabréfa undanfarin ár. Það væri aftur á móti stefna félagsins að greiða hluthöfum ávallt arð, og því legði stjóm félags- ins til að greiddur yrði að þessu sinni 11% arður til hluthafa af nafnvirði hlutafjár, en það jafngildir um 330 milljóna króna greiðslu til hluthafa. Eimskipafélagið keypti eigin hlutabréf snemma á þessu ári að nafnverði 92 milljónir króna, sem er 3% af heildarhlutafé félagsins. Kaupverð bréfanna var að sögn Allir starfsmenn Eimskips fá tölvubúnað til heimanotkunar Benedikts 1.242 milljónir króna. Hann sagði að ekki væru áform um að félagið ætti bréfin til langframa, heldur yrðu þau seld með það að markmiði að efla viðskiptastöðu fé- lagsins. Tölvur á heimili allra starfsmanna Eimskips Benedikt vék að því í ræðu sinni að miklar breytingar hefðu orðið í stjórnun og rekstri fyrirtækja á undanförnum árum vegna aukinnar notkunar á upplýsingatækni. Hann sagði Eimskipafélagið hafa áhuga á að vera í fremstu röð við nýtingu upplýsingatækni og að nú hefðu flestir starfsmenn aðgang að tölvu- póstkerfi félagsins og nýttu Netið á margvíslegan hátt. Eimskip hefði nú ákveðið að stíga enn stærra skref í þessum efnum og stjórn félagsins ákveðið að öllum fastráðnum starfs- mönnum félagsins yrði gefinn kost- ur á að eignast tölvu ásamt tilheyr- andi búnaði til afnota á heimili sínu. „Félagið mun kaupa vandaðan tölvubúnað og bjóða starfsmönnum afnot af honum gegn vægu gjaldi. Áætlar félagið að verja 40 milljónum króna til þessa verkefnis á þessu ári,“ sagði Benedikt. Starfsmönnum Eimskips á ís- landi, sem eru liðlega 600 talsins, verður boðinn tölvubúnaðurinn gegn 1.300 króna gjaldi á mánuði, en inni- falinn í gjaldinu er allur búnaður ásamt uppsetningu og námskeiði. Starfsmaðurinn hefur tölvubúnað- inn til afnota svo lengi sem hann er í föstu starfi hjá félaginu og mun eignast hann að fullu eftir þrjú ár og fellur þá mánaðargreiðslan niður. „í þekkingarþjóðfélagi nýrrar aldar verður mannauðurinn sífellt mikilvægari og fyrir íslenskt at- hafnalíf þarf að tryggja sem besta menntun og nýtingu upplýsinga- tækninnar á sem flestum sviðum. Með tengingu við póstkerfi félagsins og Netið verða öll samskipti milli starfsmanna og við umhverfið auð- veldari, bæði í vinnutíma og utan hans. Framtíðarsýn okkar íslendinga á að vera sú að við verðum ávallt í far- arbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækninnar í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. Eimskip vill leggja sitt af mörkum í þessu efni,“ sagði Benedikt Sveins- son á aðalfundi félagsins. Morgunblaðið/Jim Smart Benedikt Sveinsson, stjúrnarformaður Eimskips, í ræðustúl á aðalfundi félagsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.