Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 13
FRÉTTIR
Bætur lækk-
aðar verulega
HÆSTIRÉTTUR hefur lækkað
verulega þá skaðabótaupphæð, sem
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
dæmt mann til að greiða dyraverði,
sem hann skallaði í andlitið. Hérað-
sdómur hafði dæmt manninum alls
rúmlega 783 þúsund króna bætur,
en Hæstiréttur færir þá upphæð
niður í tæplega 268 þúsund krónur.
Með dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur í maí í fyrra var tvítugur mað-
ur sakfelldur fyrir líkamsárás, en
hann hafði „skallað" dyravörð á
veitingastað í Reykjavík í andlitið
með þeim afleiðingum að dyravörð-
urinn hlaut þverbrot í miðjum rót-
um beggja framtanna í efri gómi.
Arásarmaðurinn undi ákvæði hér-
aðsdóms um sakfellinguna, 6 mán-
aða skilorðsbundinn fangelsisdóm
og sakarkostnað, en áfrýjaði niður-
stöðu dómsins um bótakröfu dyra-
varðarins og krafðist þess að bætur
vegna þjáninga, miska og lögmann-
skostnaðar yrðu lækkaðar verulega.
Hæstiréttur sagði að dyravörður-
inn hefði mátt þola þjáningar, svo
fullnægt væri skilyrðum skaðabóta-
laga til að dæma honum þjáninga-
bætur. Þá hefði maðurinn gerst
sekur um ólögmæta meingerð gegn
persónu dyravarðarins með fólsku-
legri og tilefnislausri árás og þannig
væri fullnægt skilyrðum laganna til
að dæma hann til greiðslu miska-
bóta. Með hliðsjón af dómvenju
taldi Hæstiréttur miskabæturnar
hæfílega ákveðnar 200 þúsund
krónur, þar sem Héraðsdómur
dæmdi manninum 500 þúsund krón-
ur, þjáningabætur taldi Hæstirétt-
ur hæfilegar tæplega 18 þúsund
krónur, en Héraðsdómur rúmar 283
þúsund krónur, en bæði dómstigin
voru samþykk því að dyravörðurinn
ætti rétt á 50 þúsund króna greiðslu
frá árásarmanninum vegna lög-
mannskostnaðar í héraði. Hæsti-
réttur dæmdi hann að auki til að
greiða dyraverðinum 150 þúsund
krónur í málskostnað fyrir réttin-
um.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
V ísa á bug ummælum
forsætisráðherra
JÓHANNA Sigurðardóttir og
Margrét Frímannsdóttir, þingmenn
Samfylkingar, vísa þeim ummælum
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
á bug að Samíylkingin gerist sek um
hræsni er hún fer fram á löggjöf um
fjárreiður stjórnmálaflokka, en Davíð
lét þessi orð falla í viðtali við Morgun-
blaðið í gær. Leggja þær áherslu á að
reikningar hreyfingarinnar verði að
fullu gerðir opinberir á stofnfundi
nýs stjórnmálaflokks í maí.
A mánudag var til umræðu á Al-
þingi frumvarp til laga um starfsemi
og fjárreiður stjórnmálaflokka, sem
Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsti
flutningsmaður að, og segist Jóhanna
hafa óskað eftir því með löngum íyr-
irvara að forsætisráðherra yrði við-
staddur umræðuna. Því hefði henni
þótt afar dónalegt að hann skyldi
hverfa úr þinghúsinu án þess að hún
fengi tækifæri til að svara ummælum
sem hann lét falla í ræðu sinni.
Jóhanna sagði að það vekti athygli
að forsætisráðherra skyldi ítrekað
veitast að henni fyrir að hafa ekki
tekið sæti í þeirri nefnd sem skipuð
var 1994-1995 til að gera tillögur um
fjárframlög til stjómmálaflokka.
Þjóðvaki hefði margoft beðið um að fá
verklýsingu frá forsætisráðuneytinu
um starf nefndarinnar en hún hefði
aldrei borist. Þar sem fulltrúa Þjóð-
vaka hefði grunað að lítill hugur lægi
að baki skipun nefndarinnar hefðu
þeir því ekki tekið sæti í nefndinni.
Margrét Frímannsdóttir sagði að
það væri svo sem rétt hjá forsætis-
ráðherra að í nefndinni hefðu full-
trúar allra stjómmálaflokka náðsam-
komulagi um niðurstöðu. „Hins vegar
gerðu menn sér fullkomlega grein
fyrir að þama voru aðeins ákveðin at-
riði rædd og ýmislegt annað var
aldrei klárað, t.d. hvort setja ætti
heildarreglur um starfsemi flokka og
fjáiTeiður þeirra,“ sagði Margrét.
Undir þetta tekur Jóhanna: „Það
má í þessari skýrslu algerlega lesa
það út að þama hafi aðeins verið um
lágmarks samnefnara að ræða sem
allir flokkamir gátu sameinast um,
sem er auðvitað nákvæmlega ekki
neitt í mínum huga nema að þeir fái
fjárframlög á fjárlögum eins og þeir
hafa gert til þessa.“
Bendir hún á að það hafi hins vegar
verið sett í stefnuskrá Samfylkingar-
innar, þegar hún var mynduð, að
opna fjárreiður stjórnmálaflokkanna.
Jóhanna kveðst hafa fullan hug á að
halda áfram baráttu fyrir því að sett
Jóhanna . Margrét
Sigurðardóttir Frúnannsdóttir
verði lög um stjórnmálaflokka. Þró-
unin sé einfaldlega sú að fjármál
stjórnmálaflokka séu opin og sýnileg.
Bókhald Alþýðubandalags legið
frammi síðan 1995
Margrét Frímannsdóttir vísar
ennfremur þeim orðum Davíðs Odds-
sonar á bug að forsvarsmenn Alþýðu-
bandalagsins hafi ekki gert grein fyr-
ir skuldum flokksins. Það sé
vissulega rétt að flokkurinn hafl átt
við fjárhagsvanda að etja en hann sé
hins vegar í skilum með öll sín lán og
hafi ekkert að fela í þeim efnum, enda
hafi bókhald flokksins legið frammi á
skrifstofúm hans síðan 1995.
Margrét kveðst ekki draga dul á að
Þjóðviijinn hafi orðið gjaldþrota og
lánveitendur hafi orðið að afskrifa
mikinn hluta skulda. Hins vegar hafi
Þjóðviljinn ætíð verið sérrekinn sem
fyrirtæki og fjárhagur hans algerlega
aðskilinn rekstri flokksins.
Hvað varðar þau ummæli forsætis-
ráðherra að Samfylkmgin hafi sjálf
ekki gefið upp nöfn þeirra fyrirtækja
sem gáfu í sjóði hennar fyrir síðustu
kosningar segir Margrét að Samfylk-
ingin hafi alltaf sagt að á meðan ekki
giltu reglur sem allir stjórnmála-
flokkar fylgdu í þessum efnum þá
myndi hreyfingin virða það ef einstök
fyrirtæki færu íram á að ekki væri
gefið upp hversu háar upphæðir þau
hefðu látið af hendi rakna.
Um skuldastöðu Samfylkingarinn-
ar í kjölfar kosningabaráttunnar síð-
ustu segir Margrét að staðreyndin sé
sú að menn hafi haldið sig mjög ná-
lægt þeim ramma og þeirri fjárhags-
áætlun sem sett var í upphafi. Auð-
vitað hafi legið fyrir að
kosningabaráttan yrði dýrari en ella
þar sem ’verið væri að kynna nýtt
stjórnmálaafl til sögunnar en á hinn
bóginn megi segja sem svo að kosn-
ingabaráttan hefði örugglega kostað
flokkana þrjá, sem standa að Sam-
fylkingunni, mun meira ef þeir hefðu
boðið fram einir og sér.
Lögðu þær Margrét og Jóhanna
áherslu á að forsætisráðherra þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af fjármálum
Samfylkingar, sú ákvörðun hefði ver-
ið kynnt að gera ætti reikninga hreyf-
ingarinnar opinbera á stofnfundi nýs
stjómmálaflokks í maí og við það yrði
staðið. Sagði Jóhanna að tregða Sjálf-
stæðisflokksins til að birta sína árs-
reikninga, einn allra stjómmála-
flokka, hlyti hins vegar að vekja
ákveðna tortryggni.
„Forsætisráðherra hélt því t.d.
fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
eytt 70-80% minna en Samfylkingin í
síðustu kosningabaráttu en ég verð
einfaldlega að segja að ef hann birtir
ekki ársreikningana til að staðfesta
þær tölur, eða niðurstöðuna úr kosn-
ingabaráttunni sjálfri, em þessi um-
mæli ekki marktæk," sagði Jóhanna.
Hafa ekki reynt að „drepa“ ÍE
Þær Margrét og Jóhanna vom á
einu máli um að með ummælum sín-
um um Öryrkjabandalagið í umræð-
unni á Alþingi hefði forsætisráðherra
gengið of langt. Sagðist Jóhanna
gáttuð á því hvemig Davíð hefði beint
spjótum sínum að Öryrkjabandalag-
inu algerlega að tilefnislausu með
dylgjum og röngum fullyrðingum.
Hún kvaðst jafnframt líta það mjög
alvarlegum augum ef forsætisráð-
herra teldi að stjómmálaflokkur gæti
ekki gagnrýnt fyrirtæki eða stofnun í
umræðum á Alþingi þó að svo vildi til
að umrætt fyrirtæki hefði veitt flokki
fjárhagsstuðning.
Margrét tekur í sama streng:
„Hann ítrekar aftur og aftur að
stjómarandstaðan, og þá kannski
fyrst og fremst þeir flokkar sem
standa að Samfylkingunni, hafi gert í
því að reyna að drepa íslenska erfða-
greiningu. Það að við skyldum fara
fram á breytingar á lögum um mið-
lægan gagnagrunn fól ekki í sér til-
raun til að drepa niður fyrirtækið.“
Segir Margrét að það hafi margoft
komið fram í umræðunni að Samfylk-
ingin fagnaði vexti ÍE. Hins vegar
hafi menn talið veigamikla vankanta
á löggjöfinni um miðlægan gagna-
gmnn. „Ef hægt er að tala um að
snúa umræðu á haus, eins og forsæt-
isráðherra gerir í viðtalinu, þá er það
tilhneiging hans til að snúa þessum
málflutningi á haus, en það gerir
hann svo sannarlega," sagði hún.
Forsetinn
heimsækir
Landhelgis-
gæsluna
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heimsótti starfsfólk
Landhelgisgæslunnar í gær ásamt
vinkonu sinni Dorrit Moussaief og
kynnti sér starfsemi stofnunarinn-
ar í fylgd Hafsteins Hafsteinssonar,
forstjóra Landhelgisgæslunnar.
Forsetinn kom fyrst við í höfuð-
stöðvum Landhelgisgæslunnar á
Seljavegi 32 og kynnti sér starfsemi
stjórnstöðvar og sjómælinga auk
þess sem hann heimsótti sprengju-
deildina. Að því loknu var honum
boðið í stutta flugferð á TF-SIF,
þyrlu Landhelgisgæslunnar, og
snæddi að endingu hádegisverð
með fulltrúum stofnunarinnar um
borð í varðskipi Landhelgisgæsl-
unnar.
TILB0Ð í MARS'
á tjöruhreinsi
fyrir bíla
{JA)‘ Jákó sf.
sími 564 1819
Anna María
snyrtifræðingur segir:
Vörur sem virkilega virka!
„Ég byrjaði að nota Silhouette
kremið eftir barnsburð. Árangurinn
af því leiddi til þess að ég fór að
nota andlitskremin og árangurinn
af því varð til þess að ég vildi
endilega vinna með vöruna.“
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
Anna María Jónsdóttir, snyrtifræðingur
hjá Fínum línum.
...ferskir vindar í umhirðu húðar