Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Formaður Fram segir að fundist hafi gömul skjöl sem sýni að Safamýrarsvæðið sé í eigu félagsins Þrýst á borg- aryfírvöld að ganga frá samningi Safamýri FRAMARAR segjast hafa fundið gömul plögg í skjala- safni Reykjavíkurborgar sem sanna að íþróttasvæði félags- ins við Safamýri sé allt í þeirra eigu, en eins og staðan er í dag er ekki til neinn formlegur lóðarsamningur á milli Fram og borgarinnar um svæðið. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Svein Andra Sveinsson, for- mann Fram, en hann sagði að nú væri verið að þrýsta á borgaryfirvöld um að ganga formlega frá samningum um lóðina og að þegar því lyki mætt búast við því að skriður kæmist á umræður um fram- tíðaráform félagsins, en í því sambandi hefur m.a. verið rætt um samstarf við Fjölni í Grafarvogi eða Þrótt í Laug- ardal. „Við höfum verið að rýna í gömul plögg til þess að reyna að átta okkur betur á okkar stöðu, sagði Sveinn Andri. „Það sem komið hefur upp úr krafsinu er formleg lóðarút- hlutun á svæðinu til okkar frá árinu 1958. Gunnar Thoroddsen (þá- verandi borgarstjóri) stað- festi síðan á 50 ára afmæli fé- lagsins það sama ár að borgarráð hefði úthlutað Fram þessu svæði til eignar, en það hefur hins vegar aldrei verið gengið formlega frá þessu.“ Enn óskipulagt borgar- land samkvæmt þing- lýsingarbókum „Það að svæðið sé í okkar eigu hefur aldrei verið neitt vafamál í okkar huga,“ sagði Sveinn Andri. „Aðrir hafa hins vegar verið með ein- hverjar efasemdir, en þeir sem voru viðstaddir þegar borgarstjóri gaf okkur lóð- ina, muna það eins og það hafi gerst í gær.“ í bréfinu, sem Fram var sent hinn 8. mars árið 1958, stóð: „Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að úthluta Knattspyrnufélaginu Fram landsvæði til íþróttaiðkana og undir félagsheimili í Kringlumýri beggja vegna Miklubrautar, austan Ki-inglumýi-arbrautar. Mörk svæðisins ogskilmál- ar fyrir úthlutuninni verða ákveðnir um leið og gerður verður skipulagsuppdráttur af skipulagi svæðisins. Þetta tilkynnnist yður hér með.“ Sveinn Andri sagði að í þinglýsingarbókum væri þetta ennþá óskipulagt borg- arland og þess vegna hefði félagið verið að ganga á eftir því við borgina að ganga frá formhliðinni fljótlega. 50 ára lóðarleigu- samningur „Við höfum verið að þrýsta á það í borgarkerfinu að það verði gengið frá þessu,“ sagði Sveinn Andri. „Ætli það væri ekki einfaldast að gera lang- tímalóðarleigusamninginn, þar sem það er í raun bara stigsmunur á milli eignarlóða og þannig samninga. Við höf- um fengið þau skilaboð frá Ráðhúsinu að það sé ekkert því til fyrirstöðu að gengið verði frá 50 ára lóðarleigu- samningi á næstunni." Sveinn Andri sagði mikil- vægt að ganga frá þessum málum sem fyrst til þess að félagið gæti verið með sín mál á hreinu. „í gegnum tíðina hefur þetta verið þannig að þegar við erum að þinglýsa eignar- veðböndum og öðru slíku á Lágmarksfíöldi kennsludaga í grunnskólum SAMFOK kvart- ar við mennta- málaráðuneytið Reykjavík ÓSKAR ísfeld Sigurðsson, formaður SAMFOKS og áheymarfulltrúi í Fræðslu- ráði Reykjavíkur, segir að SAMFOK muni á næstu dög- um senda menntamálaráðu- neytinu erindi vegna þess hve illa Fræðsluráð hafi staðið sig í að tryggja að nemendur grunnskóla fái þá 170 kennsludaga sem þeim ber. Óskar segir ekki ljóst á þessu stigi hvort erindið verði í formi kvörtunar eða kæru. „Fræðsluráð á að sjá til þess að farið verði eftir grunnskólalögum en við telj- um að það hafi ekki verið gert varðandi fjölda kennsludaga. Samkvæmt grunnskólalögun- um á menntamálaráðuneytið að hafa eftirlit með því að þessi lög séu uppfyllt.“ Óskar segir þessa umræðu hafa staðið lengi og ítrekar að ekki megi gleymast að málið snúist fyrst og fremst um hagsmuni barnanna. „Þetta mál á sér langan að- draganda. Bæði ég og fyrr- verandi áheymarfulltrúi for- eldra í Fræðsluráði höfum lengi, með fyrirspumum um fjölda kennsludaga, verið að reyna að vekja athygli á lág- marksréttindum barnanna okkar,“ segir Óskar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sveinn Andri Sveinsson, formaður Fram, segir vel komatil greina að selja íþróttasvæðið. svæðið okkar þá hefur alltaf þurft uppáskrift frá borginni. Þegar einhverjir hafa verið með aðför að eignum félags- ins þá hafa þeir alltaf beint henni að borginni, þar sem hún hefur alltaf verið skráð- ur þinglýstur eigandi að svæðinu." Fullgilt mæliblað gefið út 1973 Þó að í bréfinu, sem sent var Fram í marsmánuði árið 1958, sé ritað að svæðið skuli vera beggja vegna Kringlu- mýrarbrautar eru ekki til gögn um það hjá mælingar- deild borgarverkfræðings. Fullgilt mæliblað af svæðinu var fyrst gefið út í desember 1973 og samkvæmt því er það bara norðan megin Miklu- brautar og eru um 34 þúsund fermetrar skilgreindir sem svæði Fram, en um 9 þúsund fermetrar sem leikvöllur Álf- tamýrarskóla. Sveinn Andri sagði að svæðið væri allt í eigu Fram og að Álftamýrarskóli hefði aðeins afnotarétt af malar- vellinum. „Sumir halda því fram að það sé öfugt, þ.e. að skólaskrifstofurnar eigi völl- inn og við hefðum afnotarétt- inn, en ég held að það sé al- veg á hreinu að allt þetta svæði er okkar eign.“ Þó fullgilt mæliblað af svæðinu hafi ekki verið gefið út fyrr en 1973 bendir ýmis- legt til þess að uppdráttur af því hafi verið gerður fyrr, því árið 1969 var samþykkt að Fram mætti byggja Félags- heimili á lóðinni og því er Ijóst að á þeim tíma hefur verið búið að afmarka félag- inu ákveðið svæði. Blaðamað- ur athugaði hvort til væru frekari gögn um þetta hjá borgarskipulagi, bygginga- fulltrúa, borgarverkfræðingi og skjalasafni Reykjavíkur- borgar en ekkert fannst. Ekki óhugsandi að selja ef gott verð fæst Knattspyrnufélagið Fram, sem var stofnað árið 1908, var fyrst með aðstöðu á Mel- unum, en flutti í Skipholtið árið 1947. Árið 1972 flutti það síðan í Safamýrina og hefur verið þar síðan. í Safamýr- inni hefur félagið byggt sér upp ágæta aðstöðu, en fé- lagsheimilið var tekið í notkun árið 1974 og árið 1994 var nýtt íþróttahús vígt. Sveinn Andri sagði það alls ekki óhugsandi að eftir að búið væri að ganga formlega frá einhvers konar samningi við borgina myndi Fram selja lóðina ef það myndi fá gott verð fyrir hana og sagði hann að Kringlan hefði t.d. sýnt henni mikinn áhuga. „Við seljum svæðið ekki nema við séum búnir að festa okkur annars staðar, en það er svo sem ekkert ákveðið í þessum málum. Við erum ágætlega staddir eins og er og okkur liggur ekkert á að fara af svæðinu, en við erum opnir fyrir öllu. Sveinn Andri sagði að óneitanlega væri svolítið þröngt um félagið í Safamýr- inni. „Svæðið er lítið, en það væri samt hægt að nýta það miklu betur. Við höfum hins- vegar ekki fengið neina fyrir- greiðslu frá borginni varð- andi þau plön sem við höfum haft, eins og setja þarna gervigrasvöll og stækka grassvæðið. Borgin virðist vera upptekin af einhverju öðru en að skoða þetta þann- ig að við erum farnir að líta í kringum okkur og skoða þann möguleika af alvöru að selja svæðið. Samstarf eða sameining við Fjölni eða Þrótt Við höfum verið í þreifing- um við Fjölni síðastliðin tvö ár þó svo að það hafi ekki skilað sér enn sem komið er í neinu áþreifanlegu. Þessar viðræður hafa verið miklu ítarlegri en viðræður Fjölnis og Vals. Sumum innan félagsins finnst sameining eða sam- starf við Þrótt vera meira borðleggjandi en það hefur ekki gerst neitt í þeim málum og engar formlegar viðræður átt sér stað. Ég er hins vegar opinn fyrir öllu og skoða alla möguleika." Bæjaryfírvöld í Mosfellsbæ halda kynningarfund fyrir íbúa Ibúum fjölgar og byggðin breiðist út Mosfellsbær BÆJARYFIRVÖLD í Mos- fellsbæ héldu í fyrrakvöld fund með nýjum íbúum bæj- arins þar sem kynnt voru skiplagsmál, hugmyndir um framtíðarþróun bæjarins auk þess sem farið var yfir helstu atriði í sögu hans. Á döfinni eru svo hverfafundir, þar sem farið verður nánar ofan í málefni hvers bæjarhluta og segir Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri fundi þessa hafi mælst mjög vel fyrir meðal íbúa. Jóhann segir að sífellt fleira fólk flytjist til Mosfells- bæjar, í fyrra hafi íbúm fjölg- að um 6,4%, sem sé mesta fólksfjölgun sem varð í nokkru bæjarfélagi. Því hafi þótt ástæða til að halda fund fyrir nýja íbúa til að kynna hin ýmsu málefni bæjarins. „Á fundinum var farið yfir helstu atriði sögu bæjarins, þá uppbyggingu sem hefur orðið hér á undanförnum ár- um og skipulagsmál. Svo var einnig farið inn á fyrirséða þróun til framtíðar," segir Jóhann. Hann bendir á að Mosfells- bær og -sveit eigi sér merka sögu og þar hafi verið ýmis blómleg atvinnustarfsemi í gegnum tíðina, meðal annars hafi fyrsta tóvinnuhús lands- ins verið reist við Álafoss árið 1896. Mosfellsbær hafi einnig verið mikið landbúnaðarhér- að og þar hafi alla tíð verið mikil ylrækt. Atvinnulífið hafi smám saman breyst og þróast og segir hann ýmsa áhugaverða atvinnustarfsemi vera í bænum nú, meðal ann- ars höfuðstöðvar flugfélags- ins Atlanta. Gert ráð fyrir að íljúafjöldi tvöfaldist á næstu tuttugu árum Jóhann bendir á að bærinn hafi byggst mjög hratt upp og þar búi nú tæplega 5.900 manns. Uppbygging byggðar hafi því einnig verið til um- ræðu á fundinum. „Verið er að vinna að áframhaldandi uppbyggingu hér á vestursvæðinu. Fyrir- hugað er að úthluta 40 lóðum á árinu og einnig er verið að skipuleggja svæði þar sem verða rúmlega 160 íbúðir. Morgunblaðið/Ásdís Ibúar Mosfellsbæjar á fundi um helstu málefni bæjarfé- lagsins og framtíðarþröun. Á döfinni eru hverfafundir þar sem farið verður nánar ofan í málefni hvers bæjarhluta. Síðan er verið að skoða mið- bæjarskipulag með tilliti til þess hvort þétta megi byggð- ina hér í miðbænum," segir Jóhann. Hann segir að með svæðis- skipulaginu sem nú sé verið að vinna fyrir höfuðborgar- svæðið verði að horfa til þess hver þróunin verði í Mosfells- bæ á næstu tuttugu árum. „Inni í þeim áætlunum er gert ráð fyrir töluvert mikilli áframhaldandi fjölgun hér, jafnvel rúmlega tvöföldun á íbúafjölda á næstu tuttugu árum. Búist er við því að íbúar í Mosfellsbæ verði þá á bilinu 11 til 15 þúsund,“ segir Jóhann. Þá segir hann gert ráð fyr- ir því að byggðin tengist byggð Reykjavíkur í framtíð- inni, en mikil umræða sé í Mosfellsbænum um það hvernig byggðin muni þróast. Nú sé hún jaðar- byggð með frekar lágreistum húsum en það sé spurning hvort núverandi einkenni byggðarinnar haldist eða hvort þau breytist þegar hún breiðist út. Jóhann segir að meirihluti íbúa Mosfellsbæjar vinni annars staðar á höfuðborgar- svæðinu og að sífellt fleira fólk frá Reykjavík fiytji þangað. „Þetta er friðsælt umhverfi og barnvænt og ungt fólk með börn flytur mikið hingað. Áður flutti margt fólk utan af landi hing- að, en nú sjáum við breytingu á því og nú flytur hingað tölu- vert af fólki frá Reykjavík og annars staðar af höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Jóhann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.