Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ F ramtiðarborgin - langtímastefna fyrir Reykjavík Efnt til samræðu við borgar- búa um framtíð borgarinnar KYNNT hefur verið stefnumótun til næstu fimmtán ára um hlutverk Reykjavíkurborgar og áherslur í þjónustu hennar undir yfirskriftinni Framtíðarborgin. Yið undirbúning stefnumótunarinnar verður megin- áhersla lögð á að kalla fram sjónai’- mið og viðhorf borgarbúa til þróunar borgarmálanna í framtíðinni. Stefnumótunin er að frumkvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra en umsjón með vinn- unni hefur þróunarsvið borgarinnar. Verkefnisstjóri er Hallfríður Þórar- insdóttir. Ingibjörg Sólrún sagði, við kynn- ingu á stefnumótuninni, að vinna við hana hæfist þegar á þessu ári. Hún minntist þess að gerð hefði verið til- raun til sams konar vinnu á árunum 1997-1998 en hún hefði ekki gengið sem skyldi. Vonir stæðu til að betur tækist til núna. Borgarstjóri sagði að markmið með þessari vinnu væri að efla samræðu við borgarbúa um framtíðarþróun borgarinnar. Verk- efninu væri ætlað að efla lýðræðis- lega umræðu og skapa grundvöll fyr- ir borgarana til að hafa áhrif á það hvernig Reykjavík verður í framtíð- inni. Ekki væri hægt að ræða fram- tíðarþróun borgarinnar nema með því að taka mið af þeirri stöðu sem nú er uppi. Þess vegna hljóti borgar- yfirvöld að ræða við borgarbúa um hvað plagi þá í borgarlífinu, hvernig unnt sé að bregðast við og hvernig hægt sé að fyrirbyggja neikvæða þróun. „Við erum að taka ákveðið frum- kvæði í þessum málum. Þetta er til- raun til þess að hafa áhrif á þróunina Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarsfjóri kynnti verkefnið Framtíðarborgin í Tjarnarsal. í stað þess að bíða þess sem koma skal,“ segir borgarstjóri. Framtíðar- borgin er langtímastefnumótun fyrir Reykjavíkurborg og leitast við að lýsa hlutverki borgarinnar og ímynd eftir fimmtán ár og þjónustunni sem borgin þá þarf að veita borgarbúum og landsmönnum. Verkefnið er talið falla vel að öðrum verkefnum borg- arinnar á sviði stefnumótunar á ár- inu 2000, þ.á.m. endurskoðun aðal- skipulags, sem nú er hafin, og gerð svæðisskipulags fyrir höfuðborgar- svæðið. Hallfríður Þórarinsdóttir verkefn- isstjóri kynnti aðferðimar sem verð- ur beitt við verkefnið og tímaáætlan- ir. Hún sagði að undirbúningur hefði hafist sl. haust og nú væri hafin hug- myndasöfnun sem stendur yfir til ágústloka. Jafnframt hefst úrvinnsla gagna í júní og stendur fram í ágúst- lok. Á haustdögum er ráðgert að draga saman ályktanir og kynna þær hugmyndir sem hafa komið fram og gefa borgarbúum jafnframt tæki- færi til að koma á framfæri ábend- ingum. Fjórar ráðstefnur Haldnar verða fjórar ráðstefnur í tengslum við verkefnið. Velhðan og vaxtaverkir er heiti fyrstu ráðstefn- unnar sem haldin verður 22. mars nk. þar sem fjallað verður um byggðalíf, borgarlíf og stofnanahf. Vit og strit er ráðstefna um efna- hags- og atvinnulíf sem haldin verð- ur 29. mars. Búsæld og barningur fjallar um fjölskyldulíf og daglegt líf borgarbúa og verður 26. apríl og loks Farsæld og fánýti 3. maí þar sem fjallað verður um siðferðislíf, verð- mæti og lífsgildi. Allar ráðstefnurnar verða í Tjarnarsal. Jafnframt verða settir saman svokallaðir rýnihópar sem skipaðir eru fagfólki í byggða- þróun, efnahagsmálum, atvinnumál- um og fleiru. Hóparnir skila áliti sem fer inni í hugmyndabankann. Þá er verið að virkja til þátttöku í verkefn- inu félagasamtök eins og foreldrafé- lög í grunnskólum og leikskólum, hverfasamtök, trúarsöfnuði, félags- miðstöðvar auk 10. bekkinga í grunnskólum. Þessum aðilum hefur verið sendur bæklingurinn Heila- brot þar sem lagðar eru fram spum- ingar um framtíð Reykjavíkur. Framtíðarborgin verður einnig til umræðu á hverfafundum borgar- stjóra sem hefjast fljótlega og einnig verður stuðst við ýmsar kannanir um viðhorf borgararanna til borgarinn- ar. LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 1 5 Sunnudagar eru fjölskyldudagar Kringlan er opin á sunnudögum og þar finna allir í fjölskyldunni eitthvaö viö sitt hæfi. FLESTAR VERSLANIR frá kl. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæ&ib frákl. 11.00-21.00 alla daga. Abrir veitingastaðir og Kringlubíó eru meó opió fram eftir kvöldi. K\rÍKC)(c^K PRR SEm/hJRRIRB 5 L (E R UpplýsingrsImi 5 b b 7 7 b b Skrifstofusími sgb b 2 b b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.