Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 23
100 Konvolutt^r
Umslög
100 stk. C6
250.-
Umslög
75 stk. E5
250.-
Kökuform
Bl. geröir
WjJFRNFORtl
Kökuform
250.-
Heilbrigðisráðherra tók í notkun ný tæki á FS A
Þjonustustig sjúkrahúss-
ins eykst verulega
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra tók í gær formlega í notk-
un ný tæki á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri og kynnti sér um leið nýj-
ungar í starfsemi sjúkrahússins. Þá
afhenti hún Friðriku Gestsdóttur,
sjúklingi á FSA, fyrsta bæklinginn
sem gerður hefur verið um réttindi
sjúklinga og dreift verður á næstu
dögum inn á hvert heimili í landinu. I
honum er fjallað um réttindi sjúkl-
inga.
Eitt af nýju tækjunum, sem tekin
voru í notkun á FSA, er tæki til
ísotóparannsókna, en með því er
hægt að gera allar helstu rannsóknir
sem gerðar eru hér á landi með
ísótópum. Þjónustustig sjúkrahúss-
ins eykst mjög með tilkomu þessa
tækis og öryggi í greiningu sjúkdóma
eykst einnig. Halldór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri FSA, sagði að með til-
komu tældsins yrði bylting í rann-
sóknarmöguleikum krabbameins-
sjúklinga, en tækið getur m.a. greint
meinvörp, beinsýkingar og vanstarf-
semi heila á betri og öruggari hátt en
áður. Áætlað er að á bilinu 300 til 500
rannsóknir verði gerðar árlega með
þessu tæki á FSA, en áður þurftu
sjúklingar að leita til sjúkrahúsa í
Reykjavík með rannsóknir af þessu
tagi.
Einnig hefur verið tekin í notkun
stafrænn prentaii sem prentar
röntgenmyndir á filmur en með
þeirri tækni verða myndimar skýrari
en við hefðbundna framköllun og ör-
yggi greiningar eykst auk þess sem
þessi háttur hefur umtalsvert hag-
ræði í fór með sér.
Nýtt tæki til lenginga
og réttinga á útlimum
Á FSA hefur einnig verið tekið í
notkun tæki til lenginga og réttinga á
útlimum og er það hið eina sinnai-
tegundar á landinu. Með þessu tæki
verður hægt að sinna hér á landi öll-
um lengingum og réttingum útlima,
t.d. vegna dvergyaxtar, brota eða
æxla og sem stendur eru þrír sjúkl-
ingar í meðferð á sjúkrahúsinu.
Þá hefur fullkominn tölvubúnaður
til heilalínurita verið keyptur á FSA,
hann er hannaður af Flögu hf. og
styrkti heilbrigðisráðuneytið kaupin.
Með þessum búnaði er nú mögulegt
að taka heilalínurit á FSA og senda
þau með rafrænum hætti til Land-
spítala-háskólasjúkrahúss þar sem
lesið er úr þeim og þau túlkuð, en það
sparar bæði fé og fyrirhöfn auk þess
sem greining fæst á skemmri tíma en
áður.
Ný hjartagæslutæki, þau einu
sinnar tegundar hér á landi, voru
einnig tekin í notkun. Sá búnaður
eykur öryggi sjúklinga sem þurfa á
þjónustu að halda vegna hjartasjúk-
dóma.
Þá má nefna að kvennadeild FSA
ásamt Landssímanum og kvenna-
deild Landspítalans-háskólasjúkra-
húss hafa verið í samstarfi um notkun
ATM kerfis til flutnings gagna. Kerf-
Matvælasetur
Háskólans
Þórarinn fram-
kvæmdastjóri
ÞÓRARINN E. Sveinsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri Mat-
vælaseturs Háskólans á Ákureyri.
Stjórn Matvælasetursins lagði til við
rektor Háskólans á Akureyri að
Þórarinn yrði ráðinn og hefur hann
nú farið að tillögu hennar.
Fjórir sóttu um stöðuna, en einn,
Jón Ásbjörnsson á Egilsstöðum, dró
umsókn sína til baka. Aðrir sem
sóttu um voru Jóhann Örlygsson og
Sigþór Pétursson á Akureyri.
Helgi Jóhannesson, formaður
stjórnar Matvælasetursins, sagðist
vonast til þess að Þórarinn gæti tek-
ið til starfa sem allra fyrst en í kjölf-
ar þess hæfist starfsemi þess.
ið hefur verið þróað til að hægt sé að
gera ómskoðanir og fá áht annars
sérfræðings á öðrum stað á því sem
fyrir augu ber, en þessi tækni mun
efla möguleika til fjarlækninga mjög.
Rýmra fjármagn til
tækjakaupa
Halldór sagði að á síðasta ári hefði
sjúkrahúsið fengið leiðréttingu á
fjárlögum til tækjakaupa og þau
hækkað úr 10 milljónum í 35 milljón-
ir. Þá hefði heilbrigðisráðherra fært
sjúkrahúsinu að gjöf 25 milljónir
króna til tækjakaupa á 125 ára af-
mæli þess í desember 1998. „Við höf-
um því haft nokkuð rýmri fjárhæð til
tækjakaupa síðustu misseri en áður,“
sagði Halldór.
Heilbrigðisráðherra sagði Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri í farar-
broddi að mörgu leyti og greinilegt
að þar væri margt nýtt og gott að
gerast.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra afhenti Friðriku Gestsdótt-
ur fyrsta bæklinginn um réttindi sjúklinga sem dreift verður inn á hvert
heimili í landinu á næstu dögum. Friðrika er sjúklingur á FSA um þess-
ar mundir, hún sagðist vera Þingeyingur „þó það sé heldur lítið loft í
mér núna,“ eins og hún orðaði það, en vel fór á með henni og ráðherra.
Litabækur
112 síður x 3 bækur
250.-
Skrufjam
5 stk.
250.-
Tomstundakassi
18 hólfa
250.-
Fellikarfa
m. handfangi
250.-
N O A T U N
NÚATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGAROI • HAMRAB0RG 14 KÚP. • HVERAFOLD • FURUGRUND 3, KÚP.
• ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR IBÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
Gólfmotta
70 x 140 cm
250.-
Plast
heröatré
14 stk
250.