Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 23 100 Konvolutt^r Umslög 100 stk. C6 250.- Umslög 75 stk. E5 250.- Kökuform Bl. geröir WjJFRNFORtl Kökuform 250.- Heilbrigðisráðherra tók í notkun ný tæki á FS A Þjonustustig sjúkrahúss- ins eykst verulega INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra tók í gær formlega í notk- un ný tæki á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og kynnti sér um leið nýj- ungar í starfsemi sjúkrahússins. Þá afhenti hún Friðriku Gestsdóttur, sjúklingi á FSA, fyrsta bæklinginn sem gerður hefur verið um réttindi sjúklinga og dreift verður á næstu dögum inn á hvert heimili í landinu. I honum er fjallað um réttindi sjúkl- inga. Eitt af nýju tækjunum, sem tekin voru í notkun á FSA, er tæki til ísotóparannsókna, en með því er hægt að gera allar helstu rannsóknir sem gerðar eru hér á landi með ísótópum. Þjónustustig sjúkrahúss- ins eykst mjög með tilkomu þessa tækis og öryggi í greiningu sjúkdóma eykst einnig. Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri FSA, sagði að með til- komu tældsins yrði bylting í rann- sóknarmöguleikum krabbameins- sjúklinga, en tækið getur m.a. greint meinvörp, beinsýkingar og vanstarf- semi heila á betri og öruggari hátt en áður. Áætlað er að á bilinu 300 til 500 rannsóknir verði gerðar árlega með þessu tæki á FSA, en áður þurftu sjúklingar að leita til sjúkrahúsa í Reykjavík með rannsóknir af þessu tagi. Einnig hefur verið tekin í notkun stafrænn prentaii sem prentar röntgenmyndir á filmur en með þeirri tækni verða myndimar skýrari en við hefðbundna framköllun og ör- yggi greiningar eykst auk þess sem þessi háttur hefur umtalsvert hag- ræði í fór með sér. Nýtt tæki til lenginga og réttinga á útlimum Á FSA hefur einnig verið tekið í notkun tæki til lenginga og réttinga á útlimum og er það hið eina sinnai- tegundar á landinu. Með þessu tæki verður hægt að sinna hér á landi öll- um lengingum og réttingum útlima, t.d. vegna dvergyaxtar, brota eða æxla og sem stendur eru þrír sjúkl- ingar í meðferð á sjúkrahúsinu. Þá hefur fullkominn tölvubúnaður til heilalínurita verið keyptur á FSA, hann er hannaður af Flögu hf. og styrkti heilbrigðisráðuneytið kaupin. Með þessum búnaði er nú mögulegt að taka heilalínurit á FSA og senda þau með rafrænum hætti til Land- spítala-háskólasjúkrahúss þar sem lesið er úr þeim og þau túlkuð, en það sparar bæði fé og fyrirhöfn auk þess sem greining fæst á skemmri tíma en áður. Ný hjartagæslutæki, þau einu sinnar tegundar hér á landi, voru einnig tekin í notkun. Sá búnaður eykur öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu að halda vegna hjartasjúk- dóma. Þá má nefna að kvennadeild FSA ásamt Landssímanum og kvenna- deild Landspítalans-háskólasjúkra- húss hafa verið í samstarfi um notkun ATM kerfis til flutnings gagna. Kerf- Matvælasetur Háskólans Þórarinn fram- kvæmdastjóri ÞÓRARINN E. Sveinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mat- vælaseturs Háskólans á Ákureyri. Stjórn Matvælasetursins lagði til við rektor Háskólans á Akureyri að Þórarinn yrði ráðinn og hefur hann nú farið að tillögu hennar. Fjórir sóttu um stöðuna, en einn, Jón Ásbjörnsson á Egilsstöðum, dró umsókn sína til baka. Aðrir sem sóttu um voru Jóhann Örlygsson og Sigþór Pétursson á Akureyri. Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Matvælasetursins, sagðist vonast til þess að Þórarinn gæti tek- ið til starfa sem allra fyrst en í kjölf- ar þess hæfist starfsemi þess. ið hefur verið þróað til að hægt sé að gera ómskoðanir og fá áht annars sérfræðings á öðrum stað á því sem fyrir augu ber, en þessi tækni mun efla möguleika til fjarlækninga mjög. Rýmra fjármagn til tækjakaupa Halldór sagði að á síðasta ári hefði sjúkrahúsið fengið leiðréttingu á fjárlögum til tækjakaupa og þau hækkað úr 10 milljónum í 35 milljón- ir. Þá hefði heilbrigðisráðherra fært sjúkrahúsinu að gjöf 25 milljónir króna til tækjakaupa á 125 ára af- mæli þess í desember 1998. „Við höf- um því haft nokkuð rýmri fjárhæð til tækjakaupa síðustu misseri en áður,“ sagði Halldór. Heilbrigðisráðherra sagði Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri í farar- broddi að mörgu leyti og greinilegt að þar væri margt nýtt og gott að gerast. Morgunblaðið/Margrét Þóra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra afhenti Friðriku Gestsdótt- ur fyrsta bæklinginn um réttindi sjúklinga sem dreift verður inn á hvert heimili í landinu á næstu dögum. Friðrika er sjúklingur á FSA um þess- ar mundir, hún sagðist vera Þingeyingur „þó það sé heldur lítið loft í mér núna,“ eins og hún orðaði það, en vel fór á með henni og ráðherra. Litabækur 112 síður x 3 bækur 250.- Skrufjam 5 stk. 250.- Tomstundakassi 18 hólfa 250.- Fellikarfa m. handfangi 250.- N O A T U N NÚATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGAROI • HAMRAB0RG 14 KÚP. • HVERAFOLD • FURUGRUND 3, KÚP. • ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR IBÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 Gólfmotta 70 x 140 cm 250.- Plast heröatré 14 stk 250.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.