Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Eitt af síðustu torffjósum landsins hefur verið lagt af Morgunblaðið/V aldimar Kristján Eldjárn Þorgeirsson með kúrekahattinn sem hann kvaðst aðeins setja upp við sérstök tækifæri. í baksýn sér á fjósþakiö. „Ég er ánægður með að kýrnar fóru ekki lengra en að mínum nágrannabæ Hamri.“ Kristján í Skógsnesi hætt- ur mjólkurframleiðslu Gaulverjabæ - „Ég vildi hætta með reisn í stað þess að gefast kannski upp á góunni,“ sagði Kristján Eld- járn Þorgeirsson, bóndi í Skógsnesi í Gaulveijabæjarhreppi, sem hætti mjólkurframleiðslu fyrir áramótin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann og kona hans Guðný Magnúsdóttir voru all- an búskapinn með fjós úr torfi, gijóti og timbri með lengstum 14 til lökýr. Fjósið í Skógsnesi var örugglega með þeim siðustu sinnar gerðar í notkun á landinu. Fátítt má telja að í fjósi ámóta þeim sem notuð voru um aldir skyldi vera framleidd mjólk fram að árþúsundamótum þótt mjaltavélin hefði reyndar létt undir um líkt leyti og á öðrum bæjum. Kristján lagði inn í Mjólkurbú Flóamanna fram í september sl. og átti alltaf heil- brigða og hrausta nautgripi þótt að- stæður væru erfíðar. Hreinlætismál voru í góðu lagi og frumutala mjólk- ur iðulega tveggja stafa tala sem telst gott, jafnvel í nýjustu fjósum. Verkin kringum kýrnar tóku eðli- lega orðið lengri tíma en áður enda árin hjá Kristjáni orðin 77 og bú- skap hafa þau hjónin stundað í 54 ár. Byrjuðu 1945 í Brandshúsum, en fluttu 1948 að Skógsnesi, þaðan sem Guðný er ættuð. Kindum og hross- um halda þau enn og ætla að búa á staðnum meðan heilsan leyfir. „Ég er ánægður með að kýrnar fóru ekki lengra en að mi'num ná- grannabæ Hamri. Þær nefnilcga sóttu oft þangað hvernig sem á því stóð. Þær mega hins vegar kíkja í heimsókn í gamla beitilandið í sum- ar ef þær vilja,“ sagði Kristján og kímdi. Nýheimar rísa á Hornafirði Morgunblaðið/Brynjúlfur Páll Skúlason rektor Háskóla Islands, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Garðar Jónsson bæjarstjóri á Höfn undirrituðu samninginn vegna byggingar Nýheima. Höfn - Fyrsta skóflu- stungan hefur nú verið tekin að byggingu Nýheima á Hornafirði og má segja að þar með sé langþráð ferli hafið en Hornfírðingar hafa beðið þessa dags með óþreyju nú í fimm ár. Nýheimar verða 2.400 fermetra bygging sem rísa mun á miðbæjar- svæðinu á Höfn. Þar er ætlunin að verði skapandi miðstöð þekkingar, náms, rannsókna og nýsköpun- ar. Þar verða til húsa Framhaldsskóli Austur- Skaftafellssýslu, nútíma- bókasafn Sýslusafns Austur-Skaftafellssýslu og framhaldsskólans og Nýherjabúð- ir þar sem Austurlandssetur Háskóla íslands mun hafa aðsetur auk ann- arra rannsóknarstofnana og nýsköp- unarfyrirtækj a. Samningar vegna byggingar Nýheima voru undirritaðir við hátíðlega athöíh á Hótel Höfh að viðstöddu flölmenni. Að undirskriftinni komu Bjöm Bjamason menntamálaráðheiTa, Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, og Garðar Jóns- son, bæjarstjóri á Höíh. Gísli Svenir Amason, forseti bæjarstjómar, sagði við það tilefni að þrátt fýrir að margan hafi verið farið að lengja eftir þessum degi hafi hin skaftfellska hógværð, sem Hall- dóri Laxness var svo eftírminnileg eftii- dvöl sína á Homafirði, í meðferð þessa máls verið dyggð sem dugði vel til þess að þoka málum áfram. Þessa dags verði minnst sem upphafs nýn-ar uppbygging- ar á sviði menntunar, menningar og at- vinnuþróunar á Homafirði sem með því skipaði sér í fremstu röð þeirra byggðar- lagti sem keppast nú við að vera virkir þátttakendur en ekki aðeins þiggjendur í mótun framtíðarinnar. Undir þetta tóku menntamálaráð- hema og háskólarektor í ávörpum sínum. Sagði Björn Bjamason að hér væri verið að marka þáttaskil í sam- skiptum sveitarfélaga og mennta- málaráðuneytisins og annama þein-a sem koma að verkefninu. Hér væri verið að reisa alhliða miðstöð fyrir menntun, menningu, rannsóknir og þróun sem ætti eftfr að gagnast byggðarlaginu vel og þjóðinni allri. Páll Skúlason sagði Nýheima vera eitt besta dæmi sem hann þekkti til á Islandi þar sem ólíkir aðilar í samfé- laginu leggjast á eitt við að vinna saman að því að vera virkfr þátttak- endur í að skapa nýja framtíð, byggða á þróun nýrrar tækni sem á rætur sínar að rekja til ástundunar vísinda og fræða. Sagði Páll Nýheima geta orðið fyiirmynd fyrir annars konar þekkingarmiðstöðvar sem þm'fa að rísa á landsbyggðinni í fram- tíðinni. Bygging Nýheima mun kosta rúmar 300 milljónir en þar af er hlut- ur ríkisins um 100 milljónir vegna framhaldsskólans. Garðar Jónsson sagði fjárhags- stöðu bæjarfélagsins góða og menn létu engan bilbug á sér finna þrátt fyrir miklar framkvæmdfr en fyrir viku var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla á Höfn og fyrir ekki löngu var tekin í notkun við- bygging við Hafnarskóla. Stefnt er að því að undirbúnings- og hönnunar- vinnu við Nýheima verði lokið á þessu ári og húsið allt fullbúið haustið 2002. Ahersla lögð á sögu- og minjalegt gildi Hraunsréttar Laxamýri - Héraðsnefnd Þingey- inga hefur skorað á sveitarstjórn og ábúendur í Aðaldælahreppi að ná samkomulagi um varðveislu og notk- un Hraunsréttar. Aðdragandi áskorunarinnar er bréf frá Þjóðminjasafni Islands, und- irritað af Hjörleifi Stefánssyni minjastjóra, þar sem þess er óskað að Hraunsréttarmálið verði tekið upp að nýju vegna þess mats sem Hjólbarði áferð Hvammstanga - Sá sérstaki atburð- ur gerðist í umferðinni á Hvamms- tanga síðdegis á fimmtudag, að veg- farendur á aðalgötu staðarins mættu hjólbarða á talsverðri ferð. Málsatvik voru þau, að nýlegur stór jeppi, björgunarbifreið frá Blönduósi, ók norður Hvammstangabraut. Skyndi- lega fór annað afturdekkið undan bif- rtjiðinni og valt áfram um 200 metra vogalengd. Nokkrir ökumenn mættu hjólbarðanum og viku að sjálfsögðu, en mildi var að engir fótgangandi voru á götunni. Við skoðun á vett- vangi kom í ljós, að allir felguboltar höfðu slitnað og því fór sem fór. Sjálfstæði hjólbarðans má að mestu rekja til þess að hann var sér- lega breiður og hélt því jafnvægi svo langa leið. safnið leggur á menningarsögulegt gildi réttarinnar og í ljósi þess að mat Þjóðminjasafnsins lá ekki fyrir þegar ákveðið var að byggja nýja rétt á nýj- um stað sem kæmi í stað Hraunsrétt- ar. Það var á ábúendafundi í apríl fyr- ir tæpu ári sem ákvörðun þessi var tekin í Aðaldal, en það var ekki fyrr en snemma síðasta sumar að Þjóðrri; injasafninu bárust fréttir af málinu. I framhaldi af því skrifaði Hjörleifur Stefánsson minjastjóri bréf til sveit- arstjórnar þar sem hann lagði mikla áherslu á gildi Hraunsréttar frá sjón- arhóli minjavörslu og að mikils væri um vert að Hraunsrétt yrði áfram notuð, hún ætti sér langa sögulega hefð og við hana væru tengdir at- burðir og minningar ílestra Aðaldæl- inga yfir nokkrar kynslóðir. Þá væri hún táknrænt gildi hins gamla rót- gróna bændasamfélags. í bréfi Hjörleifs til Héraðsnefndar í janúar sl. áréttar hann álit Þjóð- minjasafnsins, enda sé Hraunsrétt friðað mannvirki samkvæmt þjóð- minjalögum. Hins vegar sé hverjum manni ljóst að viðhald gamallar grjóthlaðinnar réttar krefjist meiri vinnu og dýrara sé að halda henni við en nýrri rétt úr auðveldara bygging- arefni. Því ætti viðhaldskostnaður að hluta til að falla á minjavörsluna ef samkomulag næst um áframhaldandi notkun Hraunsréttar. Málið verður kynnt fjáreigendum og ábúendum í Aðaldal. Hár aldur rútubflaflotans ógnar umferðaröryggi Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Bergur Sveinbjörnsson undir stýri á nýju Man-rútunni sinni. Skattaregl- ur hindra eðlilega endurnýjun Hellu - Bifreiðastöð Lyngáss í Rangárvallasýslu hefur fest kaup á hópferðabifreið af tegundinni Man FRH422 1996 árgerð, en það telst til tíðinda að keyptar séu nýjar eða nýlegar rútur til endurnýjunar í greininni. Framkvæmdastjóri Bif- reiðastöðvaiinnai-, Bergur Svein- björnsson, telur núverandi reglur um skattlagningu slíkra bifreiða vera einu stærstu hindrun fyrir eðlilegri endurnýjun rútubílaflota landsmanna. „Fyrirtæki geta keyrt um á svokölluðum virðisaukabílum, þ.e. virðisaukaskatturinn fæst end- urgreiddur þegar keypt er ný bif- reið og hún síðan skráð sem slík og notuð eingöngu til rekstrarins. Hópferðabflar njóta ekki þessara kjara, heldur verður að greiða af þeim 24,5% virðisaukaskatt auk annarra útgjalda, sem helgast af því að hópferðaakstur er ekki virð- isaukaskyldur. Flotinn er svo gam- all að það beinlínis stendur í vegi fyrir eðlilegri endurnýjun og að mínu mati ógnar verulega umferð- aröryggi eins og málin standa í dag. Einnig hefur þetta áhrif á rekst- ur ferðaþjónustuaðila, en erlendar ferðaskrifstofur vilja helst ekki þurfa að bjóða viðskiptavinum sín- um upp á svo gömul og úrelt sam- göngutæki, en meirihluti flotans er um og yfir 20 ára gamall. Það má benda á í þessu sambandi að er- lendar ferðaskrifstofur sendu í fyrrasumar hingað til lands sex nýjar rútur sem notaðar voru til flutninga á ferðamönnum allt sumarið og voru síðan sendar út aftur um haustið. Ætla menn að láta hirða svona atvinnutækifærin af sér ár eftir ár? Þetta hefur keðjuverkandi áhrif, menn neyðast til að keyra á alltof lágum gjöldum, sem aftur neyðir þá útí svarta atvinnustarfsemi, sem ég fullyrði að þrífst vel innan grein- arinnar, segir Bergur. Salerni og kaffíbar Nýja rútan hans Bergs er glæsi- leg á að líta, rúmar 50 manns og í henni er salerni, kaffibar, tvö sjón- vörp, ísskápur og svefnaðstaða fyr- ir bflstjórann. Rútuna keypti hann af Bflasölunni Alga í Þýskalandi, en að sögn Bprgs hefur umboðsmaður hennar á Islandi, Gunnar Hansson, verið ötull við að losna við gömlu rúturnar út uppí þær nýju. „Þessi rúta kostar kostar hingað komin um 14 milljónir króna, þar af er virðisaukaskatturinn tæpar 3 milljónir. Mér finnst þetta vera stórmál sem aðilar hjá samgöngu- og fjármálaráðuneyti ásamt Ferða- málaráði verða að koma að, því þetta ástand getur ekki gengið til frambúðar," sagði Bergur í samtali við fréttaritara. Fyrirtæki hans sinnir akstri skólanema frá Hvolsvelli og Hellu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi, auk þess sem hann hyggur á akstur með ferðamenn í sumar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.