Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 25 LANDIÐ Leitarhundar þjálfaðir á Dalvík Dalvfk - Undanfarið hefur staðið yfir á Dalvík námskeið fyrir leitar- hunda SVFÍ. Þetta er 5 daga nám- skeið sem byggist á þjálfun hund- anna í snjó og við leit að fólki sem grafist hefur í fönn. A þessu námskeiði eru um 25 hundar sem skiptast í þrjá flokka : A-, B- og C-hundar. A-hundar eru í endurmati og þurfa þeir að koma í slíkt mat á tveggja ára fresti, annars detta þeir útaf svokölluðum vinnulista. B-hundar eru í þjálfun og á svona námskeiðum eru þeir metnir og yfirleitt eru einhverjir hundar sem færast upp í A-gráðu sem fullgildir leitarhundar. Svo eru það C-hundar, sem má segja að sé byrjunarreitur í þjálfun hundsins til leitar. Námskeiðið er í sjálfu sér ein- falt. Menn eru grafnir í fönn á stóru svæði og síðan er það hund- anna að finna þá. Steinar Gunnars- son er formaður. Nauðsynleg námskeið I máli hans kom fram að svona námskeið væru lífnauðsynleg og er haldið að minnsta kosti eitt nám- skeið á hverju ári. Landinu er skipt í fjóra hluta og á þessu nám- skeiði væru 30 manns og 25 hund- ar úr öllum fjórðungum landsins. A þessu námskeiði voru margir hundar af skosku fjárhundakyni, Border Collier og sagði Steinar þá hundategund koma mjög vel út, þeir hefðu reynst afburðavel hér á landi. Hvað endingartíma hund- anna í þessu starfi varðar er hægt að segja að þeir geti sinnt þessu í 8-10 ár og sumir allan sinn líftíma. Þeir hafa margsannað sig við leit að fólki sem grafist hefur í fönn og síðan eru þeir mikið notaðir við vettvangsleitir, en þær eru ekki einskorðaðar við snjó. Má segja að þessir hundar séu þjálfaðir við all- ar aðstæður og ættu að geta fund- ið fólk við hverskonar aðstæður, vetur sem sumar. Fréttaritari fylgdist með leit að manni þennan dag og það tók reyndar ekki nema um fjórar mín- útur fyrir hundinn að finna mann sem var grafinn tvo metra í fönn og sannaðist það enn og aftur, að þessir hundar bjarga mannslífum og verður seint metið það starf sem liggur að baki við þjálfun þeirra. Samt er það nú svo að lít- inn stuðning fá þeir sem að þessu standa og er það miður. Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfirði - Það er orðinn ár- viss atburður hjá krökkunum í Kærabæ á Fáskrúðsfirði að slá köttinn úr tunnunni á öskudag. Mæta þau þá í litklæðum og mála á sér andlitin. Tunnan er slegin þar til botn- inn dettur úr en þá hrapar nainmi úr henni sem deilt er á milli krakkanna. Eins fara nemendur grunnskól- ans í flokkum í fyrirtæki á staðn- um og syngja og fá að launum sælgæti. Gnndvíking’ar vilja Suðurstrandarveg EFTIRFARANDI samþykkt var gerð í bæjarstjóra Grinda- víkur: „Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir því að lagn- ingu Suðurstrandarvegar á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur verði hraðað og að litið verði á lagningu vegarins sem sérstakt verkefni í tengslum við fyrir- hugaða kjördæmabreytingu, þegar Suðurland og Reykjanes renna saman í eitt kjördæmi. Bæjarstjórn bendir á að ein meginforsenda kjördæmabreyt- ingarinnar er að hið nýja Suður- kjördæmi verði ein samgöngu- leg heild. Þar sem aðeins þrjú ár eru þar til kjördæmabreytinging tekur gildi er mjög mikilvægt að sem allra fyrst verði teknar ákvarðanir um framkvæmdina og fjármögnun hennar. Um leið og bæjarstjórn vill undirstrika hina gríðarlegu þýð- ingu sem vegurinn hefur í at- vinnumálum er sérstök athygli vakin á öryggishlutverki Suð- urstrandarvegar vegna eldvirkni svæðisins. Líklegt má telja að hættuástand sem skapaðist á Þrengslavegi fyrir skemmstu hefði ekki orðið jafn alvarlegt og raun bar vitni ef Suðurstrandar- vegur hefði verið til staðar." Morgunblaðið/fgígja Frá lcitarhundanámskeiðinu á Dalvík. Slík námskcið eru lífsnauðsynleg að mati Steinars Gunnarssonar. Túnls býður ekki aðeins upp á góða golfvelli. Saga og menning, loftslag og staðsetning landsins við Miðjarðarhafsströndina gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar. ► Hvernig væri að taka forskot á golfsumarið við kjöraðstæður, ► búa á fyrsta flokks strandhóteium í þægilegum hita, ► borða góðan mat og ► leika golf á 6 mismunandi golfvöllum? Ferðaskrifstofa Vesturlands býöur upp á 10 daga golfferð til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Brottför 28. apríl og möguleiki á framlengingu í Túnis og London. Fararstjóri verður Sigurður Pétursson, golfkennari. Verð kr. 109.000 á mann í tvíbýli að viðbættum flugvallarsköttum, innifelur: Flug, fararstjórn, akstur, gistingu á fyrsta flokks hótelum, hálft fæði, vallargjöld og skoðunarferð. Takmarkaður sætafjöldi. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. FERÐASKRIFSTOFA VESTURLANDS Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.