Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 29
AP
Slökkviliðsraenn beijast við eld í runnum við borgina Pekanbaru á Súm-
ötru á miðvikudag.
Óttast umhverfísslys í Indónesíu
Reykmengun
frá skógareldum
Jakarta. AFP.
STJÓRNVÖLD umhverfismála í
Indónesíu vöruðu í vikunni við því að
skógareldar af mannavöldum á eynni
Súmötru gætu valdið alvarlegri reyk-
mengun í andrúmsloftinu eins og
gerðist fyrir tveim árum. Þá barst
mengunin einnig til grannlanda Ind-
ónesíu.
M. Alamshyah, yfirmaður meng-
unarvarna í Riau-héraði á Súmötru,
sagði að gervihnattamyndir sýndu
að svonefndum „heitum blettum“
hefði fjölgað í héraðinu úr 80 í lok
febrúar í 165. Hafa eftirlitsmenn
verið sendir til að kanna aðstæður en
Alamshyah taldi að um væri að ræða
elda sem menn hefðu kveikt til að
eyða skógi og stækka þannig akra.
Sama var upp á teningnum fyrir
tveim árum.
Ríkisstjómin hefur lagt bann við
því að skógi og runnagróðri sé eytt
með eldi en embættismenn segja að
flestir eldamir séu sök íbúa í sveita-
þorpum og ráðamanna á stómm
plantekrum sem virði bannið að vett-
ugi.
„Við virðumst ekki hafa lært af
reynslunni," sagði Anwar, starfsmað-
ur veðurfræðistofnunar í Riau. Regn-
tímabilinu lauk fyrir tveim vikum í
héraðinu og um leið fór heitu blettun-
um að fjölga. Anwar sagði ljóst að um
reyk en ekki þoku væri að ræða
vegna þess að fólk verkjaði í augun
snemma á morgnana þegar reykur-
inn er mestur en hann dvínar þegar
líður á morguninn.
Skyggni í helstu borg Riau, Pekan-
bam, er slæmt á morgnana og hefur
reykurinn valdið truflunum á flugi.
Gervihnattamyndir sýna ennfremur
heita bletti sums staðar á eyjunni
Borneo.
Árin 1997 og 1998 lá reykjarsvælan
mánuðum saman yfir stóram svæð-
um, hún olli víða sjúkdómum í öndun-
arfærum og miklum vanda í sam-
göngum. Tahð var að eldamir hefðu
eytt nær 25 milljón ekmm af skógi.
Nota ekki elds-
neyti frá Sellafield
Berlín. AFP.
ÞÝSKA stjómin tilkynnti í fyrradag,
að af öryggisástæðum yrði hætt að
taka við svokölluðu MOX-kjarnorku-
eldsneyti frá endurvinnslustöðinni í
Sellafield í Bretlandi. Yrði ekki tekið
við því aftur fyrr en orðið hefði verið
við öllum öryggiskröfum.
Talsmaður breska kjarnorkuelds-
neytislyrirtækinu, BNFL, sagði í
fyrradag, að ákvörðun þýsku stjórn-
arinnar væri „dálítið fræðileg" vegna
þess, að um þessar mundir væri ekki
verið að framleiða neitt MOX-elds-
neyti í Sellafield. Vegna innanhúss-
vandamála hefði stöðin ekki verið
starfrækt í tvo til þrjá mánuði.
Fellur frá máli
gegn barnfóstrunni
London. Morgunblaðið.
CHERIE Blair, eiginkona Tonys
Blairs forsætisráðherra, tilkynnti í
gær að hún hefði fallið frá málshöfð-
un á hendur barnfóstra þeirra fyrr-
verandi, Rosalind Mark, vegna
skrifa um dvöl hennar með Blair-
fjölskyldunni og birtingu þeirra í
The Mail on Sunday.
í kjölfar lögbanns, sem fékkst á
birtingu The Mail on Sunday á end-
urminningum bamfóstrannar, höfð-
aði Cherie Blair svo mál gegn blað-
inu, barnfóstranni og fyrrverandi
umboðsmanni hennar, Jonathan
Harris, og krafðist þess að fá í hend-
ur öll eintök bókarhandritsins, sem í
umferð kynnu að vera, tölvudisk með
endurminningunum og allt annað,
sem innihéldi þessar endurminning-
ar eða brot úr þeim. Einnig krafðist
hún 15.000 punda í skaðabætur fyrir
samningsrof, en Rosalind Mark
hafði skrifað undir samning við þau
hjón um að skýra ekki frá neinu
varðandi starf hennar hjá fjölskyld-
unni.
Móðir Rosahnd Mark, Margaret,
kom fram í fjölmiðlum og lýsti
áhyggjum sínum vegna málaferl-
anna og kostnaðarins við þau. Og
ekki batnaði ástandið við að þurfa
kannski ofan á málskostnaðinn að
greiða skaðabætur, sem henni fynd-
ist furðulegt að forsætisráðherra-
íran færi fram á. Þessi ummæli hafa
hreyft við einhverjum og í yfirlýs-
ingu Cherie Blair, þar sem hún seg-
ist falla frá málshöfðun á hendur
Rosalind Mark, kemur fram að hún
sé þess fullviss að Rosalind sé sak-
laus af því að hafa komið handritinu í
hendur The Mail on Sunday.
Dammörk-Billumd
LFGOLAND
Flugmiðaplús, beint flug 24. maí - 30. ágúst
15.200 kr. fyrir börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug og flugvallarskattar.
Bjóðum upp á mjög fjölbreytt úrval af sumarhúsum.
Dönsk kráargisting - verð á mann í eina nótt frá 3.400 kr. Mjög mikið úrval.
Mallorca
Sparnaðarplús, 17. maí og 6. september
M.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, 17. maí og 6. september.
Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelii erlendis og allir flugvallarskattar.
Portúgal
Sparnaðarplús, 29. ágúst og 12. september
M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára, 12. september.
Innifalið: Flug, gisting á Garden Choro í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar.
Bcmidorm
Sparnaðarplús, 16. júní og 25. ágúst
M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Innifalið: Flug, gisting á Los Gemelos í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar.
Beintflug 2. júní - 8 .september
Flugsaeti til Alicante 23.900 kr. fiugnVankattafuiokr.
Dammörk
FlugmiðaPLÚS
Giidistími: 24. maí - 30. ágúst
Gautaborg
FlugmiðaPLÚS
Gíldistími: 4. jútní - 27. ágúst
19.950127750
15.200 kr, fyrir börn 2ja-11 ára.
Innifalið: Fluy og flugvallarskattar.
22.150 kr. fyrir börn 2ja-11 ára.
Innifalið: Flug og flugvallarskattar.
O p i ö i d a g I aug ri r d a g k I 10-14
Umboðsmerr Plúsferða um allt lard Egilsstaðir • S: 471 2000 111 Selfoss »5:482 1666 53 6262/896 8477 Vestmannaayjar • S: 481 1450 30 Ketlavik' S: 421 1353 Grindavík' S: 426 8060
Akranes • S: 431 4884 ísafjörður • S: 456 5 Blönduós • S: 452 4168 Sauðárkrókur • S: 4 Borgarnes • S: 437 1040 Akureyri• S: 462 501 Dalvík’S: 466 1405 Höfti«S: 4781000
FERÐIR
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 *Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is