Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 30
30 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Stjórn Bondeviks stóð ótraustum fótum frá upphafí
Fall stjórnarinnar
kom ekki á óvart
AP
Kjell Magne Bondevik fyrir utan konungshöllina í Oslo eftir að hann
hafði bcðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í gær.
NIÐURSTAÐA atkvæðagreiðslunn-
ar á norska Stórþinginu á fimmtudag
kom fáum þeim er fylgst hafa með
norskum stjómmálum á óvart. í tæp-
lega tvö og hálft ár hefur minnihluta-
stjóm Kjells Magnes Bondeviks, for-
manns Kristilega þjóðarflokksins,
stýrt landinu við mjög erfið pólitísk
skilyrði. Ríkisstjómin, sem var sam-
stjóm þriggja flokka, studdist aðeins
við 42 þingmenn af alls 165 á Stór-
þinginu. Margoft hefur legið við falli
stjómarinnar en á fimmtudag var út-
haldið greinilega á þrotum.
Deilur hafa um langt skeið staðið í
Noregi um hvort leyfa eigi byggingu
gasraforkuvera sem nýta muni gas
sem kemur upp með olíu sem Norð-
menn vinna á Norðursjó. Einn þeirra
flokka sem aðild átti að ríkisstjóm
Bondeviks, Miðflokkurinn, hefur ætíð
verið andvígur shkum orkuvemm og
var það einnig stefna stjómarinnar.
Stjómarandstaðan hefur aftur á móti
verið hlynnt því að byggja raforkuver
í landinu knúin gasi. I þeirri afstöðu
hafa svamir fjendur í norskum
stjómmálum fundið sér samnefnara.
Bæði Verkamannaflokkurinn og
Hægriflokkurinn lögðust á eitt um að
fella stjómina.
Bondevik lagði á fimmtudag fram
tillögu í Stórþinginu með þeim skil-
mála að synjun hennar jafngilti van-
trausti á ríkisstjómina. Tillagan fól í
sér skuldbindingu um að leyfilegt
hámark sk. gróðurhúsalofttegunda
sem losuð era út í andrúmloftið í Nor-
egi, yrði ekki aukið. Breyting á losun-
arreglum hefm- af mörgum verið talin
forsenda þess að hægt verði að starf-
rækja gasraforkuver í Noregi. Meiri-
hluti þingmanna felldi tillöguna og
þar með var stjómin fallin.
Fyrr í vikunni hafði legið við að
dagar stjórnarinnar yrðu taldir vegna
deilna um annað mál. Á miðvikudag
tókst naumlega að afstýra því að
stjómin færi frá vegna deúna um nýtt
upplýsingatæknisetur á Fomebu-
flugvelli, í nágrenni Óslóar. Að þessu
sinni gaf stjómarandstaðan eftir en
Bondevik hafði þá hótað því að leggja
fram hliðstæða tillögu og varð stjóm-
inni að falli á fimmtudag. Fyrii- tveim-
ur áram lagði Bondevik einnig fram
slíka tillögu, þ.e. með innbyggðri van-
traustsyfirlýsingu, og var það í
tengslum við afgreiðslu fjárlaga.
Einnig þá var stjóminni forðað frá því
að þurfa að segja af sér.
Bondevik hælt fyrir
ákvörðun sína
Forystugreinar norskra dagblaða
hafa lofað framgöngu Bondeviks og
tekið undh' það mat að honum hafi
ekki verið stætt á öðra en leggja höf-
uð sitt sem forsætisráðherra að veði í
gasraforkumálinu. Ljóst er að Bonde-
vik og stefna stjórnarinnar í gasork-
umálinu nýtur mikilla vinsælda meðal
Norðmanna en hugsanlegur arftaki
hans í embætti, Jens Stoltenberg,
leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur
ekki jafn mikið fylgi hjá þjóðinni. Til
dæmis birti Dagbladet í gærmorgun
skoðanakönnun þar sem fram kemur
að 29% þeirra sem þátt tóku álitu að
Stoltenberg yrði verri forsætisráð-
herra en Bondevik.
í leiðara Aftonbladet er bent á að
þótt ríkisstjóm Bondeviks hefði notið
vinsælda meðal almennings hefði það
ekki verið nóg til að halda henni á lífi.
„RQdsstjóm getur ekki bara lifað á
virðingu og vinsældum," segir í leið-
ara blaðsins. „Hún verður líka að hafa
möguleika á að hrinda í framkvæmd
stefnumálum sínum.“ Leiðarahöfund-
ur Aftenposten telur að með ákvörð-
un sinni hafi Bondevik komið því til
leiðar að stjórnar hans verði minnst í
norskri sögu fyrir að hafa endurreist
þingræði í landinu. Hann telur að ef
stjómin hefði valið að vera áfram við
völd og leyft stjórnarandstöðunni að
setja sér fyrir stefnuna málinu, hefði
það falið í sér alvarlega aðför að
grandvelli norskrar stjórnskipunar.
Hins vegar segir í leiðara blaðsins
að það hafi ekki verið í fyrsta skipti
sem stjóm Bondeviks hafði látið þing-
ið segja sér fyrir verkum. Bent er á að
í Evrópumálum hafi ríkisstjórnin lát-
ið stýrast af vilja Stórþingisins og
framkvæmt hluti, þ.ám. undirritun
Schengen-samkomulagsins, sem far-
ið hafi í bága við yfirlýsta stefnu
stj ómarflokkanna.
Óvíst hverjir styðja
sljórn Stoltenbergs
I leiðara Dagbladet í gær er vakin
athygli á þeim kala sem Bondevik
virðist bera til Hægriflokksins eftir
atkvæðagreiðsluna í þinginu á
fimmtudag. Hægriflokkurinn hefur
ekki stutt Verkamannaflokkinn til
valda síðan í upphafi sjöunda áratug-
arins, enda era flokkamir á öndverð-
um meiði í stjómmálum og eiga fátt
sameiginlegt. En þótt Hægriflokkur-
inn og Verkamannaflokkurinn hafi
náð saman í andstöðu við stjóm
Bondeviks er ekki búist við því að
framhald verði á samvinnu þeirra.
Hvorki Hægriflokkurinn né miðju-
flokkar, sem greiddu atkvæði gegn
ríkisstjóm Bondeviks, segjast ætla að
tryggja hugsanlegri stjóm undir for-
ystu Stoltenbergs meirihluta.
Ekki mun verða ljóst hvort Stolten-
berg verður nýr forsætisráðherra
Noregs fyrr en hann hefur lokið við
að ræða við leiðtoga annarra stjóm-
málaflokka. Dagbladet telur að hann
muni við val á ráðherrum í væntan-
lega stjóm sína hafa náið samráð við
Thorbjorn Jagland, formann Verka-
mannaflokksins, sem gerði Stolten-
berg að forsætisráðherraefni flokks-
ins ekki alls fyrir löngu vegna eigin
óvinsælda meðal almennings. Mjög
líklegt er talið að Jagland verði utan-
ríkisráðherra í stjórninni en meiri
óvissa vh'ðist ríkja um úthlutun ann-
arra ráðherrastóla. Einn þeirra sem
nefndur hefur verið sem hugsanlegur
nýr sjávarútvegsráðherra Noregs er
Jan Heniy T. Olsen sem áður hefur
gegnt því embætti.
Með eða móti gasi
Ósló. Morgunblaðið. ^ ^
HART hefur veríð deilt um vænt-
anleg gasorkuver ríkisfyrirtækis-
ins Naturkraft í Noregi frá árinu
1994 og nú hefur málið fellt stjórn-
ina. Um er að ræða tvö ver, annars
vegar á Rogalandi og hinsvegar á
Hörðalandi. Orkuframleiðslan á að
vera um 3 teravattstundir af raf-
magni á ári en framleiðslan mun
valda því að koldíoxíðlosun út í
andrúmsloftið í Noregi eykst um
nær sex%.
Stjómarflokkarnir vildu að beð-
ið yrði með ákvarðanir í þrjú til
fjögur ár en þá er gert ráð fyrir að
búið verða að finna upp aðferðir til
að nýta gasið þannig að nær engin
koldíoxíðlosun fylgi framleiðslunni.
Annars staðar í Evrópu furða sum-
ir sig á umræðunum í Noregi
vegna þess að yfirleitt er þar litið á
gas sem „græna“ auðlind en kola-
kyntu verin talin versti óvinur and-
rúmsloftsins. Og Norðmenn hafa
árum saman selt gríðarlegt magn
af gasi um leiðslur frá lindunum í
Norðursjónum til annarra Evrópu-
landa, Hollands, Belgíu og Skot-
lands þar sem gamaldags og loft-
mengandi tækni er notuð til að
framleiða rafmagn með gasi. Ætl-
unin er að leggja enn fleiri leiðslur
fyrir gas til meginlandsins.
Búist er við því að Noregur flytji
út gas fyrir sem svarar 8 þúsund
milijörðum íslenskra króna á
næstu 20 árum. En í landinu sjálfu
er yfir 90% af raforkuþörfinni full-
nægt með vatnsaflsvirkjunum og
þar líta umhverfissinnar á gas sem
umhverfissóðaskap. Þeir geta með
naumindum sætt sig við að það sé
selt til útlanda en alls ekki að því sé
breytt í raforku í Noregi. Nær eng-
in vatnsorkuver hafa verið reist í
Noregi síðasta áratuginn og þjóðin
hefur þvi þurft að flytja inn raf-
magn frá dönskum kolaorkuveram
til að fullnægja eigin þörfum.
Jens Stoltenberg, nýr forystu-
maður Verkamannaflokksins, hef-
ur áram saman átt sæti í umhverf-
is- og orkunefnd Stórþingsins og
hefur verið í minnkandi hópi jafn-
aðarmanna sem vilja hiklaust nýta
orkulindir landsins. Þetta hefur
hann gert þótt flokkurinn hafi oft
verið klofinn í afstöðunni til nýrra
orkuvera.
Eftir atkvæðagreiðsluna á
fimmtudag á þingi kalla umhverfis-
sinnar Stoltenberg nú „gasrass" og
talsmaður samtakanna Bellona
sagði að leiðtoginn myndi „þefja
langar leiðir af gasi næstu 30 árin“.
Nú mun koma í Ijós hvort Stolten-
berg neyðist til að kyngja eigin
stefnu í mikilvægum málum jafn
oft og Bondevik.
Verjandi Sharifs
myrtur á skrifstofu sinni
Karachi. AFP, AP.
Reuters
Eiginkona og synir pakistanska lögfræðingsins Iqbal Radh syrgja í Kar-
achi í gær. Radh var verjandi Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra.
Kohl enn gagnrýnd
ur í eigin flokki
Berlín. AP, Reuters.
ÞRÍR menn raddust í gær inn í skrif-
stofu lögfræðings og veijanda Nawaz
Sharifs, fyrrverandi forsætisráð-
herra Pakistans, og skutu hann og
tvo menn aðra. Réttarhöldunum yfir
Sharif á að ljúka eftir nokkra daga.
Vitni segja, að morðingjamir hafi
verið þrír, vel klæddir og vel vopnað-
ir, og hafi fjórði maðurinn beðið við
bíl, sem flutti þá á brott á miklum
hraða. Þegar að var komið í skrifstof-
unni lá lögfræðingurinn, Iqbal Radh,
þar í blóði sínu og tveir menn aðrir,
lögfræðingur og aðstoðarmaður.
Tengt réttarhöldunum?
Aktar Hussain Gorchani, háttsett-
ur Jögregluforingi í Karachi, sagði í
gær, að hugsanlega hefði það vakað
fyrir morðingjunum að hafa einhver
áhrif á réttarhöldin yfir Sharif. Hann,
bróðir hans og fimm fyrrverandi
embættismenn era fyrir rétti, sakað-
ir um ýmsa glæpi og á réttarhöldun-
um að ljúka eftir fáa daga.
Ijaz Batalvi, starfsbróðir Radhs,
sem dró sig út úr veijendahópnum í
síðustu viku, sagði, að njósnað hefði
verið um verjendurna og þeim fylgt
eftir hvert fótmál. Þá hefðu símar
þeirra verið hleraðir en við því hefðu
þeir búist. Þá hefði hins vegar ekki
órað fyrir, að líf þeirra væri í hættu. í
forsætisráðherratíð Sahrifs var Radh
dómsmálaráðherra í Sindh-héraði
þar sem Karachi er höfuðborg.
Herinn steypti Sharif af stóli í
október sl. er hann hafði vikið Pervez
Musharraf, núveranda leiðtoga her-
stjómarinnar, frá sem yfirmanni
hersins. Þá var Musharraf á leið heim
frá Sri Lanka en flugvélinni með um
200 manns innanborðs var neitað um
lendingarleyfi í Pakistan þótt sagt
væri, að hún hefði aðeins eldsneyti í
nokkrar mínútur. Herinn tók þá völd-
in og vélinni var lent.
FORYSTUMENN í flokki Kristi-
legra demókrata í Þýzkalandi, CDU,
sýndu í gær lítil viðbrögð við þeirri
tilkynningu Helmuts Kohls, fyrrver-
andi kanzlara, að hann hefði safnað
sem nemur um 228 milljónum króna
til að mæta sektum sem flokknum
verður væntanlega gert að greiða
vegna ólöglegra fjárframlaga sem
Kohl tók við á síðustu valdaáram sín-
um.
Mörgum flokksmönnum gremst
að Kohl skuli enn þverskallast við að
láta undan þrýstingi um að gefa upp
nöfn gefenda hinna ólöglegu fram-
laga. Að hann skuli safna fé fyrir
sektunum sem þessi lögbrot muni
kalla yfir flokkinn dugi hvorki til að
endurreisa orðstír hans sjálfs né
flokksins í augum kjósenda. „Sá
skaði sem skiptir máli snýr ekki að
fjármálahliðinni, heldur að því að
Kohl skuli álíta eigið heiðursloforð
(til gefenda ólöglegu framlaganna)
mildlvægara en stjórnarskrána, það
er lögin,“ sagði Kurt Biedenkopf,
forsætisráðherra Saxlands, í sjónv-
arpsviðtali. Angela Merkel, fram-
kvæmdastjóri CDU, sagði fjársöfnun
Kohls ekki mundu „leysa þann trún-
aðarbrest, hið tapaða traust, sem við
verðum að endurheimta". Jafnvel hið
íhaldssama dagblað Frankfurter All-
gemeine Zeitung skrifaði í forsíðu-
grein að viðleitni Kohls væri sjálf-
hverf og ófullnægjandi.
Þingsætið sem vörn
gegn málsókn
í sjónvarpsviðtali eftir blaða-
mannafund í fyrradag, þar sem Kohl
tilkynnti um árangur fjársöfnunar
sinnar, sagðist hann ekki mundu láta
undan þrýstingi um að afsala sér
þingsæti sínu þar sem við það myndi
hann missa friðhelgi frá málshöfðun.
„Hefði ég ekkert þingsæti væri ég
vamarlaus,“ sagði hann, og bætti við
að hann myndi ekki sækjast eftir
kjöri á ný þegar þessu kjörtímabili
lyki árið 2002. Þá sagðist hann enn-
fremur ekki ætla að skipta sér neitt
af því hver veldist í leiðtogasæti
flokksins þegar Wolfgang Scháuble
léti af því á flokksþingi í apríl. Hann
mundi ekki sitja þetta þing.
Sérskipuð þingnefnd er nú að
rannsaka ásakanir um að leynilegar
greiðslur til flokks Kohls tengdust
pólitískum ákvörðunum teknum í
valdatíð hans, og hjá saksóknara í
Bonn er önnur rannsókn í gangi á
þætti Kohls í leynireikningahneyksl-
inu.