Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 33
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá Listahátíð fatlaðra.
Morgunblaðið/Jim Smart
Leikrit æft fyrir Listahátíð fatlaðra.
Blikandi stjörn-
ur á Listahátíð
fatlaðra
M-2000
Laugardagur 11. mars. Kl. 14
ogkl. 16.
Ilafnarfjarðarleikhúsið
Snædrottningin.
Sýning frá finnska brúðu-
leikhúsinu Græna eplinu. Brúð-
ur, leikarar og tónlistarmenn
setja þetta gamalkunna ævin-
týri H.C. Andersen í nýjan bún-
ing.
Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti.
Málverkasýning. Iris Elfa
Friðriksdóttir. Kl. 14.
Hún hefur gert sér far um að
steypa saman ólíkum efniviði í
verkum sínum, til dæmis hefur
hún virkjað steinsteypu. Til 15.
apríl.
Ásmundarsafn
Maður um mann: Steinunn
Þórarinsdóttir - Ásmundur
Sveinsson. Kl. 16.
Verk tveggja íslenskra
myndhöggvara Islands. Stein-
unn Þórarinsdóttir hefur stillt
saman eigin verkum og úrvali
úr smiðju Ásmundar. Til 14.
apríl.
Ævintýraklúbburinn
Stjörnur himinsins.
Kringlan kl. 14.
Við upplýsingaborð Menn-
ingarborgarinnar.
Forskot á sæluna era við-
burðir sem Menningarborgin
gengst fyrir á hverjum laugar-
degi í Kringiunni þar sem
væntanlegir viðburðir eru
kynntir. I þessu Forskoti verð-
ur kynnt listahátíð þroska-
heftra er nefnist Stjörnur him-
insins. Hátíðin sjálf fer fram
dagana 5.-20. mars og er víða
um bæinn. Rringlugestir geta
átt von á ýmsum uppákomum,
svo sem dans, söng, hljóðfæra-
leik og leiklist.
Tónleikar í
Stykkishólms-
kirkju
LAUFEY Sigurðardóttir fiðluleikari
og Páll Eyjólfsson gítarleikaii halda
tónleika í Stykkishólmskirkju
sunnudaginn 12. mars kl. 16.
Efnisskráin spannar verk frá
barokk-tímanum til okkar daga og
íslensk tónskáld hafa samið verk fyr-
ir þau sérstaklega.
Laufey og Páll hafa starfað saman
frá árinu 1986. Þau hafa haldið tón-
leika víðs vegar um landið og staðið
víða fyi'ir tónlistarkynningum í skól-
um. Einnig hafa þau komið fram er-
lendis og gert upptökur fyrir útvarp
og sjónvarp. Árið 1996 léku þau inn á
geislaplötu sem heitir ítölsk tónlist.
Að loknum tónleikunum mun Páll
hlýða á gítamemendur Tónlistar-
skóla Stykkishólms og gefa þeim
ráð.
Tónleikarnir era haldnir í tengsl-
um við samstarfsverkefni Félags ís-
lenskra tónlistarmanna, mennta-
málaráðuneytis, Stykkishólmsbæjar
og Tónlistarskóla Stykkishólms. Áð-
gangseyrir kr. 500 en frítt fyrir tón-
listarskólanema.
------*-+-*------
Aukasýning á
Hafrúnu
AUKASÝNING á Hafrúnu verður í
Möguleikhúsinu við Hlemm sunnu-
daginn 12. apríl kl. 17. Hafrún var
sýnd á síðasta leikári í Möguleikhús-
inu.
Sýningin er unnin er af leikhópn-
um upp úr þremur íslenskum þjóð-
sögum sem allar tengjast hafinu.
Þar segir frá ýmsum furðuskepn-
um sem rísa ýmist upp úr sjónum
eða birtast í fjöruborðinu, mönnum
til undrunar, hugarangurs, nokkurs
ótta og gott ef ekki lífshættu.
Sýningin er flutt af Völu Þórsdótt-
ur leikara og Kristjáni Eldjárn tón-
listarmanni sem leikur á rafgítar.
Höfundur leikmyndar og búninga
er Katrín Þorvaldsdóttir og leik-
stjóri Pétur Eggerz.
LISTAHÁTIÐ fatlaðra er haldin
hátíðleg í annað skipti nú í ár. í
kvöld er ball í gömlu Rúgbrauðs-
gerðinni en aðaldagurinn er á
morgun, sunnudag. Þá hefst fjöl-
breytt dagskrá kl. 14 í Háskóia-
bíói. Þar verður söngur, dans,
leiklist, upplestur og bíómynd sem
var unnin sérstaklega fyrir lista-
hátíðina.
Að sögn Kristins Ingvarssonar,
forstöðumanns Tipp topp í Hinu
húsinu kemur fólk nú víða af land-
inu, en hátíðin var bundin við
Reykjavík í fyrra.
Fólk keniur frá ísafirði, Akur-
eyri, Siglufirði og Sólheimum. Sól-
heimafólkið dansar á sunndaginn,
hinir sjá um önnur atriði og sýna
myndlist.
Stjörnur himinsins
Undirbúningur hátíðarinnar
hófst í desember í fyrra þegar sett
TONLIST
S a I u r i n n
SAMLEIKUR Á
FIÐLU OG PÍANÓ
Sigurlaug Eðvaldsdóttir og
Valgerður Andrésdóttir fluttu
sónötur eftir Jón Nordal,
Prokofiev og Brahms.
Miðvikudagurinn 8. mars.
SIGURLAUG Eðvaldsdóttir fiðlu-
leikari og Valgerður Andrésdóttir
píanóleikari stóðu fyrir sónötukveldi
í Salnum, sl. miðvikudagskvöld. Að
leika sónötur er að mörgu leyti ann-
að verk en að leika smáverk eða leik-
tækniverk, því bera má saman þau
vinnubrögð sem einkenna sónötur
annars vegar og sinfóníur hins veg-
ar, því þar er fengist við samfléttun
stefja og formskipan, sem alla jafna
er ekki að finna í lagbundnari tón-
verkum. Þá hefur lengd tónmálsins
áhrif á vinnubrögðin, því segja má að
stutt tónverk séu búin til úr löngum
lögum, en löng tónverk til úr smá-
gerðum stefbrotum, þ.e.a.s., að langa
lagið er endurtekið sí og æ, ef til vill
Svefninn
vakinn hjá
Ófeigi
FRUMHÓPURINN Zvefn opnar
sýninguna Svefninn vakinn, hjá
Ófeigi, Skólavörðustíg 5 í dag kl. 15.
Framhópurinn Zvefn saman-
stendur af Ágústu Magnúsdóttir,
Úlfhildi Guðmundsdóttir og Ingi-
mari Hólm Guðmundssyni. Óll era
þau stúdentar frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð og hafa stundað list-
nám frá unga aldri.
Á sýningunni eru málverk eftir
Ágústu, ljósmyndir eftir Ingimar og
frumsamin tónlist eftir Úlfhildi og
Ágústu sem verður gefin út í tilefni
sýningarinnar og frumflutt á opnun-
inni. Þema sýningarinnar er svefn og
tengjast verkin saman í gegnum
svefnstigin.
Sýningin stendur til 28. mars og er
opin á verslunartíma.
var saman atriðið Blikandi stjörn-
ur, en hátiðin hefur fengið nafnið
Stjörnur hiniinsins. I fyrra nefnd-
ist hún Litir regnbogans
Hátiðin snýst mjög um himin-
inn?
„Já, meira að segja, alveg óvart,
nefnist leikhópurinn sem býr til
myndina, Stjörnuleikhópurinn."
Kristinn Ingvarsson sagði að
alla dreymdi Ieikarana um að
með millikafla en úr smástefjunum
má vinna margslungið og marg-
breytilegt tónferli, sem oft þarfnast
meiri yfivegunar í flutningi en mótun
syngjandi fallegrar laglínu. Að því
leyti til lögðu Sigurlaug og Valgerð-
ur sig eftir að flytja tónlist, sem gerir
kröfur til íhugunar og ögunar í fiutn-
ingi.
Tónleikarnir hófust á sónötu eftir
Jón Nordal, sem samin er 1952,
skemmtilegu verki, mjög nærri
vinnutækni Hindemiths, sem var
einum of hófstillt í flutningi Sigur-
laugar og Valgerðar, þó margt væri
vel og sannfærandi í hljóman, eink-
verða stórstjörnur. Hann sagði að
það væri ákaflega skemmtilegt að
vinna með fólkinu, það væri hæfi-
leikaríkt og lifandi.
„Þegar það byrjaði að spinna
varð til eitt leikrit á dag og fólkið
hafði ekkert fyrir því. Þau voru
svo frjó að horfið var frá að gera
leikna mynd, í staðinn var notaður
þeirra eigin spuni. Þetta er mynd
um þau og það sem þeim finnst,"
um hægi þátturinn og mai'gt í þeim
síðasta.
Flautusónatan, op.94, sem Prokof-
iev samdi 1943 og umritaði ári síðar
fyrir fiðlu, undir handleiðslu fiðlu-
snillingsins Daviðs Oistraks, er með-
al vinsælustu kammerverka Prokof-
ievs og það verðskuldað, því báðar
gerðirnar era jafn skemmtilegar og
sérlega lifandi tónlist. I heild var
verkið vel flutt en nokkuð um of í
hægum hraða, sem gerði sumum
tónhugmyndum erfitt fyrir að lifna
eða öðlast leikræna skerpu, t.d. eins
og í t.d. skersóinu og einnig í loka-
kaflanum, sem vel má leika af nokkr-
sagði Kristinn. „Þau vildu leika og
taka þátt í bíómynd, ekki heimild-
armynd. Spurt var hvað þau ætl-
uðu að gera í framtíðinni og þau
gerðu það sem þau vildu. Æðsti
dramur þeirra kemur fram í
myndinni."
Meðal þess sem þau óskuðu sér
að verða var leikari, óperusöng-
kona, sundhallarstjóri, barþjónn
og læknir.
Listahátíð fatlaðra er samvinnu-
verkefni. Ævintýraklúbburinn
stendur að hátiðinni í samvinnu
við Reykjavík menningarborg, Fé-
lagsmiðstöð fatlaðra og Tipp topp
í Hinu húsinu.
Myndlist eftir fatlað fólk hefur
verið sýnd víða, fyrst í Japis en
líka Nýkaupi í Kringlunni og Ráð-
húsi Reykjavíkur. Leikarar,
söngvarar og rithöfundar hafa að-
stoðað við undirbúning dagskrár-
innar.
um glannaskap og glensi.
Syngjandi og fallegur tónn Sigur-
laugar naut sín sérlega vel í upphafs-
kafla d-moll fiðlusónötunnar, op. 108,
eftir Brahms, enda má leika þennan
tónjöfur mjög hægt án þess að tón-
málið skaðist. Þrátt fyrir að lokakafl-
inn væri vart leikinn hraðar en All-
egro en ætti að vera Presto agitato,
var mai'gt mjög vel gert og ásamt
fiðluleikaraum átti Valgerður vel
mótaðar tónhendingar og töluverð
tilþrif til að leggja með sér.
Sigurlaug Eðvaldsdóttir er góður
fiðluleikari, hefur á valdi sínu falleg-
an tón og leikur hreint en var á
stundum einum of hógvær í samleik
og þyrfti að skerpa leik sinn meira
sem einleikari með tíðari átökum á
tónleikapalli. Valgerður gerði margt
vel en mest mæddi á henni í Brahms,
þó Prokofiev hafi átt til skemmtileg-
ar leikbrellur sem Valgerður lék með
sannfærandi hætti. Samleikurinn af
beggja hálfu var góður, en þrátt fyrir
að margt væri fallega gert, vantaði
oft þá skerpu í andstæðum tóntaks
og hraða, sem er eitt af því, sem gef-
ur tónlist spennu þá er liggur á milli
ýtrasta átaks og slökunar.
Jón Ásgeirsson
Á milli ýtr-
asta átaks og
slökunar